Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 8

Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 8
HVÍTA VOFAN. hennar var að tala við gestinn. Adrienne brosti ánægju- lega, þegar henni varð litið á bókaskápinn, og hún fór þegar að athuga það, hvaða bækur hann hefði að geyma. Það voru einkum söguleg rit, æfisögur merkra manna, og skáldsögur eftir ýmsa höfunda. „Við erum að minnsta kosti lík að smekkvísi, mon pére“, mælti hún glaðlega, „því að hjer eru margar bækur, sem mig hefir lengi iangað til að lesa, og þær líta út fyrir að hafa verið lesnar mikið“. „Bækui'nar og pentskúfurinn er allt og sumt, sem jeg hefi haft til þess að stytta mjer stundir við í ein- veru minni“. „En nú skal jeg lika reyna, að verða yður til ánægju. Lofið mjer að sitja hjá yður og lesa fyrir yður, því að þjer hljótið að skemma í yður augun með því, að vera ætíð að lesa og mála á víxl“. Hann virti hana tortryggnislega fyrir sjer, og mælti svo allt í einu: „Þjer eruð máske hingað komin til þess, að njósna um mig og mína hagi, ha? Hvers vegna ættuð þjer annars að vera að biðja um jafn leiðinlegt og slæmt verk, sem það, að lesa upp fyrir öðrum, ef það væri ekki til þess, að geta ætíð haft vakandi augaámjer?" „Jeg skil yður ekki“, svaraði stúlkan kvíðafull. „En þjer megið um fram allt ekki ætla það, mon pére, að jeg sje yður ótrú á nokkurn hátt“. „Hjeldi jeg það, þá skyldi jeg drepa yður nú samstundis. „Hvert heimili heíir sitt leyndarmál" segir máltækið, og þetta heimili er ekki nein undantekning frá þeirri reglu. En það vil jeg láta yður vita, að það er hættulegt fyrir yður að reyna að grafast fyrir það. Þjer hafið troðið yður upp á mig, sezt hjer upp að mjer þvernauðugum, og jeg skal láta yður í tje fæði, húsnæði og fatnað meðþví skilyrði, aðþjersjeuð ein- læg og trú, og reynið ekki á nokkurn hátt að grafast fyrir mín leyndarmál, eða segið neinum öðrum frá því, sem yður kann að verða Sagt í trúnaði. Sverjið mjer trúnaðareið við þetta krossmark". Hann tók krossmark úr trje, og ' hjelt því upp fyrir henni. Hann virtist vei'a ákaflega æstur, talaði hátt, og það var som eldur brynni úr augurn hans. Hún sannfærðist æ betur og betur um það, að hann hlyti að vera brjálaður, og þorði hún því ekki annað en hafa upp eftir honum eið þann, er hann heimtaði af henni. „Ef þjer rjúfið eiðinn, skuluð þjer fá maklega hegn- ingu“, mælti hann því næst sigri hrósandi. í þessum svifum kom Eady gamla inn með mið- degismatinn, og Jjet hann á borðið. Það kom aJlt í einu einhver einkennileg breyting á Lecour, þegar hann sá Eady. Hann fleygði krossmarkinu, og tók þegar að athuga rjetti þá, sem á borð voru bornir. „Hm! Æfinlega og allt af kjúklingar. Á jeg þá aldrei að fá að bragða annað kjöt, en kjúklinga? Kar- töflustappa — soðnar kartöflur ■— og steilrtar kartöflur. Það er svo að sjá, sem kartöflurnar hafi sprottið óvenjulega vel hjá þjer í sumar, Eady, því að nú upp á síðkastið gefur þú mjer aldrei annað grænmeti?" „Þið verðið að afsaka, hve ófullkomið þetta er, húsbóndi góður og ungfrú góð, en þurkarnir hafa alveg farið með aJlt grænmetið í garðinum. Jeg geri það sem jeg get, og kjúklingana hefi jegsjálf alið upp?“ Hún setti rauðvínsflösku hjá diskinum húsbóndans, hneigði sig og bauð stúlkunni að setjast. Þessi hugul- semi hennar var nauðsynleg, því að Lecour, er virtist alveg hafa gleymt Adrienne, settist þegar niður og tók að brytja kjúklinginn í sundur. Adrienne settist andspænis honum, og Lecour lagði annan vænginn og nokkuð af hringunni áhennar disk, en hitt borðaði hann sjálfur, og með svo góðri lyst, að það var auðsjeð, að honum geðjaðist miklu betur að kjúklingnum, heldur en hann hafði látið í veðri vaka. Hann ýtti kartöflunum til hliðar með fyrirlitningar- svip, og borðaði 1 þeirra stað margar sneiðar af brauði og drakk mikið af víninu með. Hann bauð Adrienne ekld að hragða á víninu, og til þess að afsaka það, mælti hann: „Þjer hafið ekki verið vanin á það í uppeldinu, að drekka vín. Þess vegna býð jeg yður það ekki“. Og þó hefði stúlkan orðið fegin að fá að smakka á því, vegna þess að hún var svo ógnarlega óstyrk. Hún hafði enga matarlyst, en neyddi þó ofan í sig tveimur eða þremur bitum af kjúklingnum. Eady hjelt matnum að henni, og bað hana í öllum bænum að borða meira. En afi hennar Jjet sem hann sæi hana ekki og vissi ekki af henni. Þegar hann hafði lokið við kjúklinginn og tæmt rauðvínsflöskuna, sneri hann sjer að Eady og spurði: „Iivar hefir þú hugsað þjer að koma þessari ungu húsmóðir þinni fyrir, Eady gamla?“ „Því ráðið þjer sjálfur, húsbóndi góður. Annars hafði jeg hugsað mjer turninn fiúai'innar sálugu, því að satt að segja er það eini staðurinn, sem hún getur verið í. Meginhúsið er fulJt af rottum og músum, og þær gera slíkan gauragang þar, að jeg hefði oft haft ástæðu til að ætia, að öllum djöflum helvítis hefði verið sleppt þar lausum, ef mjer vœri eklci kunnugt um, hvernig á því stendur“. Pegar Eady minntist á turninn frúarinnar, varð Lecour æði þungur á brúnina, og það leit helzt út fyrir að hann ætlaði alveg að sleppa sjer af bræði. En gamla konan Jeit þá hvatskeytlega til hans, og það var svo að sjá, sem augnaráð bennar hefði einhver deyfandi áhrif á hann. Hann varð nokkurn veginn rólegur, og svaraði: „Nú, jæja, mjer má standa á sama um það“. Svo sneri hann sjer að Adrienne og mælti: „Konan mín sáluga hjelt til í turninum, sem er andspænis þessum. Hún hafði svefnhei'bei'gi sitt á efsta lofti, en dagstof- una niðri. Nú getið þjer notað þessi herbergi, og búið þar um yður, eins og yður líkar bezt, en með því skil- yrði, að þjer slettið yður ekkert fram í min málefni. Þjer munuð oft heyra mig æpa, en þjer skuluð ekkert kæra yður um það. Pað getur verið háskalegt fyrir yður að koma nærri mjer þá, því að jeg læt það ekki viðgangast, að neinri hlutist til um mína eigin hagi. Farið þjer nú moð Eady og Jítið á herbergin, og reynið að búa þar um yður svo vel, sem yður er unnt. Látið Eady og Piere fá yður í hendur það, sero. þjer þurfið á að halda. Ef til vill verður dvöl yðar hjer — þrátt fyrir allt og allt — skárri, heluur en að vei'a lokuð inni í klaustrinu um aldur og æfi". (Meira.) — 20T — — 208 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.