Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 4

Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 4
HVEK VAK MORÐINGINN ? „Takið mjer blóð!“ Læknirinn reyndi að tala um fyrir honum og spekja hann, en Tabaret var þegar farinn úr frakkanum, og bretti nú upp skyrtuerminni. „Takið mjer blóð!“ mælti hann aftur. „Ætlið þjer að láta mig drepast?" Læknirinn Ijet að lokum undan honum. Og svo fór Tabaret út aftur, töluvert rólegri og Ijettari í skapi, og ók til lögreglustofunnar. Lítilli stundu siðar lagði hann aftur af stað með umboðsskjal í vasanum og lögregiuþjón við hlið sjer, og hjelt beina leið til skrifstofu þeirrar við St, Lazare brautarstöðvarnar, sem annast um muni þá, er gleymast á brautarstöðvunum. Hann skoðaði muni þá, er þar voru geymdir, og spurðist fyrir um suma þeirra, og árangurinn varð sá, sem hnnn hafði búizt við. Honum var sagt, að yfirfrakki, regnhlíf og fleira smávegis, hefði fundizt í annars flokks vagni þriðju- dagskvöldið í síðastliðinni viku. Hann skoðaði muni þessa, og þekkti þegar, að þeir voru eign Hóels. í vösunum á yfirfrakkanum fann hann rifna og óhreina hanzka, og heimferðarseðil með járnbrautinni frá Chatou, sem ekki hafði verið notaður. Þegar Tabaret sá muni þessa, varð hann með öilu sannfærður um sekt Nóels. Hann beið því ekki boðanna, heldur skundaði sem fljótast til i'áðhússins, í þeirri von, að hann myndi hitta rannsóknardómar- ann þar. Og þótt framorðið væri orðið, sat Daburon rann- sóknardómari þó enn þá i skrifstofunni. Hann hafði einmitt verið að tala við Commarin greifa, og segja honum frá öllu þvi, er Pierre Lerouge hafði skýrt frá. Saga sú kom býsna flatt upp á greifann, ekki sízt fyrir þá sök, að hann hafði haldið Pieri’e Lerouge látinn fyrii' mörgum árum. Tabaret gamli æddi inn í skrifstofuna, og hon- um var allt of mikið niðri fyrir til þess, að hann tæki eftir gesti þeim, er sat hjá rannsóknardómaranum. „Við höfum fundið morðingjamr', stamaði hann út úr sjer, og reyndi að halda sér í skefjum. „Það er hann -— kjörsonurinn minn — erfinginn ininn — hann Nóel!“ „Nóel!“ át Daburon eftirhonum. „Þettagrunaði mig“, bætti hann svo við í hljóði. „Þjer verðið nú þegar i stað að gefa út varð- haldsúrskurð", mælti Tabaret gamli enn fremur. „Ef við tefjum eina minútu, þá kemst harm undan. Plf lagskonan hans fær tíma til þess, að segja honum frá komu minni, þá kemst hanu að þvi, að hann er grunaður. Jeg verð þess vegna. að biðja yður að flýta yður. En þetta er ekki allt og sumt. Albert, sem er áreiðanlega saklaus, situr enn þá i varðhaldinu". „Hann verður látinn laus að lítilli stundu liðinni. Jeg hafði einmitt nýskeð gert ráðstafanir til þess, þegar þjer komuð. En nú verðum við að snúaokkur að hinum". Hvorki Tabaret gamli nje heldur Daburon rann- sóknardómari tóku eftir því, að Commarin greifi hvarf allt i einu. Þegar hann heyrði nafn Nóels, lauk hann hljóðlega upp dyrunum, og laumaðist út í ganginn. f í u n d i fja p í í u1 i. Nóel hafði lofað, að gera allt, sem í hans valdi stæði, til þess að íá Albert, látinn lausan. Hann sneri sjer líka til ýmsra embættismanna í þeim erindum, en fjekk hvergi neina áheyrn. Klukkan 4 kom hann heim til Commarins greifa, til þess að skýra honum frá því, hve árangurslausar allar tilraunir hans hefðu orðið. „Greifinn er ekki heima", sagði þjónninn. „En ef þjer viljið gera svo vel, að biða eftir honum, þá-“ „Jeg bíð eftir honum", svaraði Nóel. „Viljið þjer þá gera svo vel, að koma með mjer?“ mælti þjónninn. „Greifinn hefir boðið mjer, að láta yður fara inn í sitt eigið herbergi, þegar þjer kæmuð". Málaflutningsmaðurinn var töluvert hreykinn af því með sjálfum sjer, að honum skyldi bera svona mikill heiður. Hann hafði hálfgerðan hjartslátt, en reigði sig þóttalega og sagði í hljóði við sjálfan sig: „Undir- greifi de Commarin — stórt og veglegt nafn!“ En svo var hurðinni lokið upp. Nóel leit við, og sá hann þá greifann koma inn. Nóel ætlaði að fara að hneigja sig kurteisislega fyrir föður sínum, en þá tók hann allt i einu eftii því, að faðir hans leit til hans með ógeðslega reiðulegum fyrirlitningarsvip. Það fór skjálftatitringur um hann allan. Hann fann það á sjer, að nú myndi allt verakomið upp umhann. „Úrþvætti!“ mælti greifinn Og svo fleygði hann stafnum sínum út í horn. Hann var sem sje hræddur um, að hann myndi ekki geta stjórnað geði sínu. Nóel ætlaði að segja eitthvað. „Þegiðu!" mælti greifinn, og var hás af reiði. „Getur það verið, að þú sjert sonur minn? Því miður, það er enginn vafi á því. Fúlmennið þitt! Þú vissir vel, að þú varst sonur maddömu Gerdy. Svívirðilegi glæpamaður! Þú hefir ekki einungis framið þetta morð, heldur hefir þú einnig gert allt sem þú gazt til þess, að fá saklausan mann ákærðan um glæp þann, sem þú hafðir frainið sjálfur. Og nú hefirþú líka drepið móður þína“. Málaflutningsmaðurinn reyndi að stama út úr sjer einhverjum mótmælum. „Þú drapst hana“, hjelt greifinn áfram, „ef ekki með eitri, þá að minnsta kosti með glæp þínum. Jeg skil nú allt saman. Hún var ekki með óráði í morgun. En þú veizt eins vol og jeg, hvað hún sagði: Það varst þú, sem hún beindi síðasta orðinu sinu að — orðin.u „morðingi". Jeg veit allt saman — skilur þú það‘> Og það vita það fleiri, en jeg. í þessum svifum er einmitt verið að gera ráðstafanir til þess, að hefta þig.“ „Gefðu mjer peninga, svo að jeg geti flúið, og þá skal jeg lofa þjer því, að jeg skaf heldur deyja, en láta þá taka mig“, rnælti Nóel. Greifinn svaraði engu, en fór að peningaskápnum, tók út úr honurn bankaseðlaböggul, og fleygði honum á gólfið við fæturna á Nóel. Augu málaflutningsmannsins leiftruðu af reiði. Hann gekk nokkrum skrefum nær föður sínum. „Vara þú þig!“ mælti hann ógnandi. „Menn, sem komnir eru svona langt, eins og jeg, eru hættu- legir“. Hann beygði sig og tók seðlana upp af gólfinu. — 223 224 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.