Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 6

Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 6
HVEB VAR MOBDINGINN? dóttur sinnar, Claire, og Álberts de Oommarin, sem þá hafði nýskeð farið fram. „Brúðkaupið var haldið á búgarði okkar i Nor- mandí, án nokkurrar sjerlegrar viðhafnar. Tengdasonur minn vildi hafa það svo, jafvel þótt jeg áliti það ekki rjett. En hann er þrár eins og faðir hans, og með því er tðluvert sagt. Annars hefir Claire fengið ákjósan- legan eiginmann". Hvíta vofan. Amerísk frásaga. [Framh]. „Já, já, margfalt betri", svaraði Adrienne. „Hjer get jeg þó að minnsta kosti haft nóg og gott loft, sólskin og frjálsræði til að hreyfa mig innan þeirra takmai'ka, sem þjer setjið mjer. Verið þjer sæiir, faðir minn. Jeg skal muna eftir því, sem þjer hafið sagt mjer, og reyna að láta mjer ekki leiðast ein- veran“. „Hjerna eru bækur“, mælti Lecour. „Þær eru eftir ýmsa beztu yithöfunda heimsins — þjer megið taka það, sem þjer viljið af þeim, þegar jeg leyfi yður að koma inn til mín“. Hún þakkaði honurn fyi ir það, og ætlaði að fara. En þegar hún gekk fram hjá myndagrindinni, varð henni litið á myndína, sem tjaldað var yfir. Hún rjetti höndina út, til þess að lyfta upp tjaldinu, og mælti: „Má jeg iíta á mynd þá, sem þjer eruð að mála, mon pére?“ En Lecour sló á hönd hennar, og grenjaði upp yfir sig af reiði, svo að stúlkan varð dauðhrædd. „Þetta er með öllu óleyfilegt — munið vel eftir því — óleyfilegt að líta á það, þar tiljeg leyfi yður það sjáifur — einhvern tíma. Ekkert vanheilagt auga má líta á myndir þær, sem jeg mála. Þjer megið aldrei líta á neina mynd, sem jeg er að mála, nema jeg leyfiyðurþað skýrt og greinilega. Skiljið þjer það? Fai'ið þjer nú, jeg vil vera einti — jeg verð að vera einn“. Adrienne fann, að Eady gamla tók laust í hand- legginn á henni, og fór hún þá með henni út úr her- berginu. Hún hafði nú sjeð ofurlítið sýnishorn af því, hverja æfi hún átti í vændum, og var sem höggdofa af skelfingu. Þegar þær voru komnar út úr herberginu, sagði Eady við hana: „Þjer verðið að afsaka húsbóndann, ungfrú góð. Hann hefir orðið að reyna svo margt mótdrægt um dagana, og hann veit vist ekki nærri ailt af sjálfur, hvað hann segir. Þjer venjist þessu smám saman, og lærið, hvernig þjer eigið að fara að hotium“. J.ecour stóð á miðju gólfi, og horfði á eftir stúlk- unni, þar til er hún var komin út. „Hvernig stendur á því, að hún er svona lík henni?“ mælti hann við sjálfan sig. „Það er aðdáanleg líking — óttalog líking. tíöngulagið er hennar, röddin hennar, og samt sem áður kemur þessi stúlka til mín, og segist vera dótturdóttir mín. Er verið að gera sam- — 227 — særi gegn mjer, til þess, að ræna mig eignum minum ? Og-er hún send hingað til þess, að gera tilkall til arfs eftir mig, sem dótturdóttir mín, þótt hún í raun og veru sje af allt annari ætt? Er það hugsanlegt, að menn ætli að beita mig slíkum brögðum? Við skul- um nú sjá — jeg ætia að rifja upp fyrir mjer löngu liðna atburði". Hann laut höfði, og tók að rifja upp fyrir sjer endurminningar, er geymzt höfðu um langan aldur innst inni í hugskoti hans, og varð þá svipur hans æði skuggalegur og ógeðsiegur. Hann beit á jaxiinn, og tautaði við sjálfan sig: „Mendon sá það líka, að hún var lík henni, og vildi ná í hana heim tii stjúpu sinnar, til þess að tryggja sjer erfingjann. En jeg Ijek á hann. Jeg hefi hana hjerna hjá mjer, þar til er jeg get komizt fyrir það, hvort grunur minn er á rökum byggður. En ef hann rætist, hvað geri jeg þá?“ Hann fálmaði út í loftið, eins og hann gripi eitt- hvert ósýnilegt vopn, og'augu hans leiftruðu af grimmd og hefndargirni. Að lítilli stundi liðinni settist hann niður, og skrif- aði abbadísinni nýtt brjef: „Maddama! Eftir alla þá fyriröhfn, er jeg hefi lagt á mig, til þess að fá dótturdóttur mína til að ganga í klausur, hafið þjer látið hana sleppa burt frá yður og flýja frá Frakklandi. Hún er hjerna. Jeg hefi sjeð hana og talað við hana. En við þær samræður hefir vaknað sterkur grunur hjá mjer. Hefir þessi unga stiílka, sem kallar sig Adrienne Durand, í raun og veru rjett til þess, að nefna sig því nafni? Er hún svikakvendi, eða er hún barn það, er jeg trúði yður fyrir? Þetta er alvarlegt málefni, maddama, og jeg læt yður vita það, að það er hættuspil, að byrja á nokkru samsæri gegn mjer. Jeg veit, að síðari konan mín ólst upp hjá yður og að þið voruð mjög samrýndar. Þessi vinátta ykkar gat hafa leitt yður til þess, að gera yður seka um svik, er geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ef þau komast upp. Sje það svo í ratm og veru, þá segijeg: minnistfyrri æfi minnar, maddama, og titrið af skelfingu. Skrifari jafnaða.rmannaklúbbsins, vinur og sam- verkamaður Dantons, heimullegur ráðgjafi Robespierres — hefi jeg ekki özlað í blóði á yngri árunum, og ímyndið þjer yður þá, að jeg láti eitt einasta vesalt, líf fá leyfi til þess að standa sem veggur milli mín og auðæfa þeirra, er jeg hefi um langan tíma skoðað sem mína eign ? Jeg þekki fyrri hlutan af œfisögu Louise Montreuils, engu síður en síðari hlutan. Þessi stúlka er stórfurðu- lega lík henni, og ef það skyldí koma í Jjós að hún — þjer skiljið mig, maddama, og þá er tilgangi minum náð. Örlög þessa óforsjála aumingja eru nú að öllu leyti á inínu valdi, og það er undir svari yðar komið, hvernig jeg nota þetta vald mitt. Ef þjer getið ekki fullkomlega sannfært mig um það, að hún sje dóttir dóttnr minnar, þá ábyrgist jeg ekki afleiðiiigarnar. Skrifið mjer þegar aftur, og útskýrið þennan óskiljanlega leyndardóm, er lætur mig oiga afkvæmi, sem er lifandi — 228 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.