Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 5

Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 5
HVEK VAK MOBBINGIHN? „Viltu íofa mjer því við drengskap þinn“, mælti hann enn fremur, „að senda mjer meiri peninga, þegar mjer dettur i hug að biðja þig um þá?“ »Já“. „Þá fer jeg. Óttastu ekki; þeir skuiu ekki hefta mig lifandi. Veitu sæil, faðir minn! Þegar öllu er á botninn hvolft, ert þú í raun og veru valdur að þessu öllu, og þess vegna sá eiginlegi glæpamaður, og — samt sem áður kemst þú hjá allri hegningu“. Pegar Nóel var kominn út frá Commarin greifa, staulaðist hann upp eftir Rue de L’Université. Hann tók sjer vagn, og sagði ökumanriinum, að aka til húss eins, er hann tiltók, í Rue de Provence. íJegar þangað var komið, borgaði hann ökumanninum, og hljóp síðan inn i húsið. Juliette æpti af fögnuði, er hún sá hann. Hann ýtti henni á utidan sjer inn í salinn, og lokaði svo hurðinni. Og nú tók hún fyrst eftir útliti unnusta síns. Hann var svo breyttur, að hún hlaut að spyrja: „Hvað er þetta? Hvað gengur að þjer?“ Nóel svaraði engu. Hann gekk bara að henni, og tók i hönd hennar. „Juliette", mælti hann svo, og horfði innilega í augu hennar. „Vertu nú hreinskiiin, og segðu eins og er. Elskar þú mig?“ „Já“, stamaði hún út úr sér. „Veiztu það ekki? Hvers vegna spyr þú mig að því?“ „Vegna þess, að ef þú elskar mig, þá hefir þú nú tækifæri tii að sýna það. Ef þú elskar mig, verður þú að yfirgefa allt, og flýja með mjer“. „Hvers vegna?“ spurði hún. „Hvað hefir komið fyrir þig? „Að eins það, að jeg hefi elskað þig of mikið, Juliette. Til þess að útvega okkur peninga, framdi jeg giæp — giæp! skilurðu mig?“ Juliette hoppaði upp um hálsinn á Nóei, og faðm- aði hann að sjer — mikiu inniiegar ennokkurusinni áður. „Við skuluhi fara“, mælti hann. „Það versta af öllu er það, að jeg hefi enga hugmynd um, úr hvaða átt búast má við atlögunni. Mjer er það með öilu hulinn leyndardómur, hvernig menn hafa komizt að þessu“. Juliette mundi allt í einu eftir kynlega gestinum, sem komið hafði til hennar fyrir nokkurri stundu. Hún skildi nú, hvernig í öllu lá. „Ó, það er jeg“, mæiti hún, og sló saman hönd- unum aí skelfingu og harmi, „það er jeg, sem hefi komið upp um þig. Varþað ekki á þriðjudagskvöldið ?" „Jú, það var a þriðjudagskvöldið". „Þá hefl jeg sagt honum vini þínum, gamla kari- hólkinum, honum Tabaret, frá öllu saman. Jeg hjeit, að þú hefðir sent hann til mín“. „Hvað segirðu? Heflr Tabaret komið liingað". „Já, hann kom hingað, og er farinn fyrir góðri stundu“. „Flýttu þjer þá. Það er furða, að hann skuli ekki þegar vera kominn og búinn að taka mig“. Hann tók í handlegginn á henni, til þess að reka á eftir henni. En hún sieit sig þegar af honum. „Bíddu við“, mælti hún. „Jeg á eitthvað af pen- ingum og gimsteinum. Jeg verð að taka það með mjer“. — 225 — „Þess gerist engin þörf. Láttu það hara Íiggja“. Hún var að láta á sig hattinn. En þá var dyra- bjöilunni hringt. „Það er lögreglan!" mæiti Nóel. Vinnustúlkan kom og iæddist á tánum. „Þeir eru margir", mælti hún í hljóði. Jeg heyrði þá tala saman“. Lögregluþjónarnir börðu nú að dyrum. Þeim var farið að ieiðast að hringja. „Nú er öll von þrotin“, tautaði Nóel. „Það hiýtur að vera hægt, að finna eitthvert. úr- ræði“, mælti Juliette áköf. „Já“, svaraði Nóel, „jeg veit eitt úrræði. Nú ijúka þeir upp. Settu slána íyrir hurðina, svo að þeir verði að brjóta hana. Það tefur timann*. Juliette og Charlotte hlupu út, til þess að setja slá fyrir hurðina. Þegar þær voru íarnar út hallaði Nóel sjer upp að arinbrúninni, greip skammbyssu sína og miðaði henni á brjóst sjer. En i sömu svipan kom Juliette aftur. Hún sá, hvað hann hafðist að, og fleygði sjer í fang hans, en svo ofsalega, að skotið hljóp úr skammbyssunni. Kúlan lenti í maganum á Nóel. Hann æpti upp yfir sig. Ilann reikaði, en fjell samt ekki. Það blæddi úr sárinu. Juliette vafði sig fast upp að honum, og reyndi að ná skammbyssunni af honum. En nú !jet ytri hurðin undan, og þau heyrðu, að lögiegluþjónarnir voru farnir að ljúka upp salshurðinni með þjófalyklunum sínum. Nóel neytti allrar orku, tii þess að stjaka Juliette frá sjer. Og honum tókst það. Svo miðaði hann byssunni á hjartað, tók í gikkinn, og hneig niður á gólfið. í sama bili kom lögreglan inn. „Lækni! Náið í lækni!“ æpti Juliette. Maður einn hljóp þegar af stað eftir lækni. En Tabaret bauð hinum, að taka líkið, bera það inn í svefnherbergi Juliettes, og leggja það í rúmið. • Tabaret gamli stóð þegjandi, og horfði á Nóel. Hann sá, að Nóel lauk upp augunum, og reyndi að segja eitthvað. „Jeg er morðinginn !*' stamaði Nóel út úr sjer með hásri röddu. „Skrifið það, svo að jeg geti skrifað undir það. Albert mun fagna því, og hann á það að mjer og meira til“. Meðan þeir skrifuðu, dró harm höfuðið á Juliette alveg að sjer, og hvisiaði að henni: „Auðæfi mín liggja undir koddanum. Jeg gef þjer þau“. Svo fjekk hann blóðspýju, og hjeldu þá allir, að hann væri að sálast. En hann hafði þó enn þá nægilegt, þrek til þess, að skrifa undir játning sína. Að því loknu hneig hann aftur á bak á svæfilinn. Þegar læknirinn kom, fullyrti hann, að Nóel Gerdy væri látinn. Kvöld eitt. nokkrum mánuðum síðar, sagði mark- greiíatrú d’Arlange vinum sínum frá brúðkaupi sonar- — 226 — ^

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.