Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 5

Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 5
HAUKUR. eiðunum mundi ekki bíta á þig, og þú inundir ekki taka þjer það nærri, þótt þú fengir að finna refsivandar umsjónarmannanna. Og einn góð- viðrisdag mundir þú strjúka aftur úr fangelsinu, fáðast að fólki eins og óargadýr, stela, ræna og ^yrða — eins og áður, — því að allir eru varn- arlausir gegn jötunafli þínu og morðkuta þínum. Nei, nei, það dugar ekki! En hvað á jeg þá að §era til þess, að menn geti verið öruggir fyrir glæpa-hainförum þínum? Afhenda þig böðlinum?« »Þjer ætlið þá eftir allt saman að svifta mig iifinu?« stundi Skólameistarinn upp. )>Þjer eruð að tala uin dauða minn?« »Dauða þinn? Gerðu þjer enga von um hann. f*ú ert svo huglaus og hræddur við dauðann, að Þú inundir aldrei trúa nálægð hans. Þú mundir 1 lengstu lög vonast eftir að koinast hjá dauðan- Utn, og þannig fara á mis við hin friðþægjandi ahrif dauða-angistarinnar. Og þegar þú loksins sæir, að öll von væri þrotin, þegar dauðastundin væri komin, mundi hræðslan lama þig svo, að það yrði ekki annað en sljó og tilfinningarlaus kjöt- Þjós, sem farið yrði með á höggstokkinn. Þá yrði skrattanum skemmt! Nei, það dugar ekki. — Ef t'ú ið rast ekki misgerða þinna, þá skalt þú aldrei Sera þjer neina von framar i þessu lífi!« »Hvað hefi jeg eiginlega gert þessuin manni? Uver er hann? Hvers krefst hann af mjer? Hvar er jeg?« grenjaði Skólameistarinn nærri frávita. Rúdólf hjelt áfram: »Et' þú á hinn boginn værir þannig skapi Ikrinn að þú byðir dauðanum byrginn, þá væri ekki heldur rjett að láta dæma þig til dauða, því að þá yrði höggpallurinn ekki annað fyrir þig, en hokkurs konar blóði drifinn sýningarpallur — ^okkurs konar leiksvið, þar sem þú — eins og fieiri þínir líkar — hefðir guðleysi þitt, þverúð og •úddaskap alnienningi til sýnis — þar sem þú ýrðir hálshöggvinn óundirbúinn, án iðrunar og ^fturhvarfs og með síðasta guðlastið á vörnnum, °g j)jer þar með steypt í eilífa glötun. Það má al- úrei verða. Það má ekki láta fólk sjá hinn dauða- úsemda mann gera gabb að óxinni, bjóða böðlin- Uin byrginn og gefa upp öndina með hæðnishlátri. Velferð sálarinnar er fyrir öllu. Öll brot má af- plána og afmá, segir frelsarinn, en einungis með einhegri iðrun og yfirbót. Vegurinn frá dómstóln- uoi til höggpallsins er of stutlur. Þú skalt ekki Úeyja á þann hátt.« Skólameistarinn var orðinn að engu. í fyrsta skifii á æli sinni liafði hann komizt í kynni við edthvað það, sem liann óttaðist meira en sjálfan Úauðann. Þessi óþekkta, óákveðna hætta var i sannleina hræðileg. Læknirinn og Breddubeitir störðu báðir á Þndólf. Þeim fannst rödd lians svo köld og hörku- *eg, þólt hljómfögur væri, að það l'ór hrollur um þá. Rúdólf hjelt enn áfiam: wAnselm Duresnel! Þ.ið skal ekki verða farið hieð þig í fangelsið, og þú skalt ekki heldur fá aú deyja? »H\ að ætlið þjer þá að gera við mig? Er það Þelviti sjálft, sem hefir gert yður'úl?« »Taktu nú eftir,« mælti Rúdólf með hátíðlegri röddu og ógnandi svip. »Þú hefir misbeitt skamm- arlega kröftum þeim, sem guð hefir gefið þjer; — jeg ætla að draga úr þjer mesta máttinn. Mestu hraustmenni hafa skelfzt þig; nú skalt þú skelfast jafnvel þá, sem veikbyggðastir eru. Morðingi! Þú hefir steypt meðbræðrum þínum í myrkur grafar- innar, — þegar í þessu lífi skal myrkur grafarinn- ar umkringja þig — nú þegar í nótt, undir eins, Refsingin skal samsvara glæpum þínum. En þessi hegning,« mælti Rúdólf með klökkri röddu, »þessi hræðiléga hegning veitir J)jer þó að minnsta kosti tækifæri til iðrunar og yfirbólar. Jeg væri jafn guðlaus eins og þú, ef jeg refsaði þjer einungis í hefndarskyni. Jafnvel þótt þú eigir það margfald- lega skilið, að vera hálshöggvinn eða hengdur nú samstundis, þá er mjer slikt fjarri skapi. Dauða- hegningin ber enga ávexti — hún steypir beint í eilífa glötun. En hegning sú, sem jeg legg á þig, skal bera þjer góða ávexti. Hún getur orðið þjer til gagns og góðs, í stað þess að öll önnur hegning yrði þjer til ills og ógagns. Og þegar jeg nú — til þess að gera þig ófæran um að vinna meðbræðr- um þínum mein — hrindi þjer út i ófært niða- myrkur, þar sem þú verður aleinn með endur- minningarnar um glæpi þína, þá geri jeg það til þess, að þú skulir sí og æ hugsa um viðurstyggð þeirra. Þegar þú þannig verður útilokaður frá um- heiminum, þá verður þú neyddur til að litast um í þínu eigin hugskoti — hugsa um sálarástand þitt, og þá vona jeg, að glæpa-ástríðan, þverúðin og hrottaskapurinn viki smám saman fyrir ein- lægri iðrun og yfirhót. Til þessa hefir sjerhvert orð þitt verið guðlast; — hjer eftir skal hvert þitt orð vera bænarákall. — Þú hefir ætíð verið ó- skammfeilinn, blygðunarlaus og grimmúðugur, vegna þess að þú hefir treyst karlmennsku þinui og burðum; — hjer eftir skalt þú verða hógvær og auðmjúkur, vegna þess að þú íinnur þig veik- burða og vanmáttugan. — Þú hefir aldrei fundið til iðrunar, — en sá tími skal koma, er þú græt- ur misgerðir þínar Þú hefir svívirt hæfileika þá, sem guð hafði gefið þjer — notað })á í jijónustu djöfulsins — til morða og rána. Þú hefir níðst á því, sem jafnvel villidýrin þvrma — börnum og mæðrum þeirra. Eftir langa æfi, helgaða iðrun og yfirbót, mun síðasta andvarp þitl verða heit og innileg bæn til guðs um þá óvæntu og óverðskuld- uðu sælu, að mega deyja í örmum konu þinnar og sonar þíns.« Rúdólf mælti þessar síðustu setningar með klökkri röddu, og það var raunasvipur á andliti hans. Skólameistarinn komst að þeirri niðurstöðu, að Rúdólf hefði einungis ætlað að hræða sig, þegar liann var að hóta honmn einhverii geig- vænlegri hegningu. Nú þegar liann heyrði, hve rödd Rúdólfs var þýð og vingjarnleg, fór hræðslan hjer um bil alveg af honutn, og vaknaði þá ó- skamtnfeilni hans og þverúð á ný. Hann rak upp hrottalegan hlátur og spurði: »Eigum við að fara að ráða gátur? Eða er- — 57 - — 58 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.