Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 5

Haukur - 01.09.1914, Blaðsíða 5
H AUKUR. Jafnvel þótt Rúdólf væri ekki hlátur í huga, t>á gat hann ekki að sjer gert að hlæja, er hann hugsaði til þess, hvernig manninum mundi liafa orðið við, er hann varð misskilningsins var, og sá úfnu hárkolluna og nauðljóta, hrukkótta andlitið ^erlingarinnar, í stað kvenmanns þess, er hann átti von á. »Ha, ha, ha! Það var ljóti grikkurinn, sem jeg gerði honum þarna, eða finnst yður það ekki?« uiælti kerlingin. »Jeg svaraði engu, og lá kyr í fanginu á höfuðsmanninum. En allt i einu hratt ^ann mjer frá sjer, eins og hann hefði snert á ein- bverju eiturkvikindi, og grenjaði upp yíir sig: »Hver djöfullinn er þetta?« — »Það er jeg, herra iiöfuðsmaður, — maddama Pípelet«, svaraði jeg. wÞjer hefðuð getað látið mig vera í friði, og þurft- uð ekki að taka utan um mittið á mjer, og kalla uiig engilinn yðar og segja, að jeg kæmi of seint! Já, hamingjan góða hjálpi mjer, hann Alfreð minn befði bara átt að sjá þetta!« — wHvaða erindi eigið Þjer hingað?« grenjaði hann, hamslaus af bræði. — »Jeg ætlaði bara að segja yður það, herra höf- uðsmaður, að fallegi kvenmaðurinn kom akandi i vagni . . . .« — »Nú, látið þjer hana þá koma upp, asninn yðar! Hefi eg ekki sagt yður það, að Þjer ættuð að leiðbeina henni hingað upp?« — »Jú, herra höfuðsmaður«, sagði jeg, »en . . . .« — »En hvað?« öskraði hann. — »En kvenmað- urinn . . . .« — »Hvað þá? Út með það!« — »Kvenmaðurinn fór aftur!« — »Fór aftur! Pá hafið þjer gert einhverja bölvaða vitleysuna enn þá einu sinni! — »Nei, herra höfuðsmaður, en kvenmaðurinn fór ekkert ofan úr vagninum. Þegar ökumaðurinn lauk upp vagndyrunum, þá bað hún hann að snúa við aflur«. — »Þau eru þá víst ekki fangt í burtu?« — »Jú, víst eru þau langt í burtu!« grenjaði jeg, svo hátt sem jeg gat; »það er meira klukkustund síðan þau óku af stað heimleiðis aftur!« — »Meira en klukkustund?« sagði hann, æstari og æfari en nokkru sinni áður; »hvers vegna sögðuð þjer mjer þetta ekki fyr?« —»Auð- vitað vegna þess, að jeg var svo hrædd um, að yður mundi falla það í meira lagi þungt, að þjer skuluð enn þá einu sinni hafa orðið að hafa hlaup og ekkert kaup!« — »Farið þjer út — út, segi jeg!« öskraði hann hamslaus af bræði. »Jeg er leiður á þessum heimsku-þvættingi!« Og svo fór hann úr tyrkneska sloppnum og fleygði gullsaum- oðu, grísku flauelshúfunni sinni á gólfið — það þó reglulega falleg húfa — og sloppurinn ekki síður! En nú skal jeg segja yður niðurlagið á sögu minni, herra minn«, mælti maddama Pípelet. 0 !». k n p í t u 1 i. Á fjórða hœð. »Fyrirgefið, herra minn, að jeg verð að taka Pottinn af ofninum« mælti maddama Pípelet; »mat- nrinn er orðinn soðinn, og við förum bráðum að borða, skal eg segja yður«. Meðan maddama Pípelet annaðist matreiðsluna, — 153 — fór Rúdólf aftur að hugsa um kvenmanninn í vagn- inum. Kvenmaður þessi — hvort sem það nú var markgreifafrú d’Harville eða ekki — hlaut að hafa átt i miklu striði við sjálfa sig, áður en hún Ijet leiðast til þess að lofa höfuðsmanninuin stefnu- fundi. Og svo hafði sjálfsagt samvizkubit, og hræðslan við afleiðingarnar af óvarkárni hennar, aftrað henni frá því að efna þetta hættulega loforð. En ef það skyldi nú hafa verið markgreifafrú d’Harville? Var það hugsanlegt? Eftir því sem Rúdólf hafði kynnzt markgreifafrúnni, var hún góð og göfuglynd kona, gáfuð og siðsöm — kona, sem enginn dirfðist að segja nokkurt niðrandi orð um á hak, ekki einu sinni í gamni. Hvar gat hún hafa kynnzt þessum manni? Rúdólf hafði oft tækifæri til að sjá hana, en hann mundi ekki eftir því, að hann hefði nokkurn tíma á heimili d’Harvilles sjeð neinn þann, er lýsingin á höfuðsmanninum gæti átt við. Eftir nákvæma íhugun komst Rúdólf loks að þeirri niðurstöðu, að óhugsandi væri, að mark- greifafrúin hefði getað gert sig seka um annað eins athæíi og þetta. Þegar maddama Pípelet hafði tekið pottinn af eldinum, sett kaffiketilinn í staðinn og ausið grautnum í skálarnar, þá sneri hún sjer aftur að Rúdólf til þess að halda áfram samræðum við hann. »Þjer segið, að tannlæknirinn eigi heima á þriðju hæð, en hver á þá heima á fjórðu hæð?« spurði Rúdólf. »Þar á móðir Búretta heima. Það er kona, sem kann meira en faðirvorið sitt. Hún spáir í spil, og hún les í lófanum á yður eins og í bók. Fjöldi heldra fólks kemur til hennar, til þess að fá vitneskju um framtíð sína. Hún rakar saman peningum.........og þó er þetta ekki aðal-atvinna liennar«. »Hvað gerir hún fleira?« »Hún lánar út peninga gegn handveði, og tekur lægri vexti heldur en stóru veðlánamangar- arnir, — og hún er ekki með neinar nærgöngular spurningar, og menn fá ekki stórar hrúgur af skjöl- um og kvittunum hjá henni — nei, það er öðru nær. — Maður færir henni muninn t. d. skyrtu, sem er þriggja franka virði. Út á hana lánar hún hálfan franka. Ef þjer komið ekki aftur innan viku, og borgið henni heilan franka fyrir skyrtuna þá er skyrtan hennar eign. — Þetta er ósköp ein- einfalt og óbrotið, eða fiinnst yður það ekki? Eng- inn brotareikningur — allt sljettar tölur, og upp- hæðin ætíð tvöfölduð. Það er óskup vandalaust?« »Hefir hún fleira fyrir stafni, þessi móðir Bú- retta?« »Nei, ekkert fleira. Þó veit jeg ekki almenni- lega, hvað hún er stundum að gera inni i litlu herbergi, sem enginn fær að koma inn í, nema hún og Rauðarmur, og gömul, eineygð kerling, sem er kölluð Uglan«. Rúdólf leit forviða á dyravarðarkonuna. Hún tók það svo, að hann furðaði sig á þessu nafni. »Já, það er reglulega skrítið nafn, eða finnst yður það ekki?« — 154 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.