Tíminn - 12.04.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1918, Blaðsíða 2
74 TIMINN Ranglátir eru þessir skattar allir (nema tekjuskatturinn). Mest ber á því um kaffi- og sykurtollinn. Þeir sem þyngsta heimilið hafa, ómagamennirnir, greiða mest. Fá- tæklingar jafnt og efnamenn. Á- búðar- og lausafjárskatturinn er i réttlætisáttina. En það er hálf bág- borið réttlæti. Verðlagsskráin tekur að eins aðra bliðina — verðlag afurðanna. Hina bliðina, hvað fyrir afurðirnar tæst á móti, verðlag keyptu vörunnar, minnist hún ekki á. Skatturinn getur því hækkað upp úr öllu valdi, þó að gjaldþolið minki. Kostnaðarsöm innheimta er einnig á þessuin sköttum. Beinn .kostn- aður landssjóðs er varla minni en 15,000 kr. við innheimtu ábúðar- og lausafjárskatts og kaffi- og syk- urtolls árlega. Hve mikill óbeini kostnaðurinn er, verður ekki sagt. En óhætt er að fullyrða að hann nemi fljótlega jafn mikilli upphæð og meiri, þegar það kemst í kring, sem löggjöfin nú ætlast til (sbr. lög nr. 26, 26. okt. 1917, 2. gr.) að sérstök tollgæzla byrji og hver veit hve margir tollstjórar og toll- verðir skapast. Það er vissulega eitthvað vinn- andi til þess að komast hjá öllum þessum kostnaði. Ekki sizt þegar hann eingöngu miðar til þess að vernda óhafandi fyrirkomulag, bygt á ranglæti og þeirri meginhugsun, að láta almenning ekki vita hve mikið hann greiðir í opinber gjöld. Einnig er ekki ósennilegt að holl- ari sparsemi á landsins fé ryddi sér til rúms, ef í hvert sinn, sem þarf að fá fé hjá gjaldenduin er farið beint framan að þeim, beina leið í budduna, í stað þess að læð- ast ofan í rassvasann þeirra — eins og gert er með tollunum. Fyrirkomulag það sem eg vil benda á er stuttlega þetla. Eg vil til byrjunar afnema þá skatta, sem að framan eru taldir og að í þeirra stað komi beint landssjóðsgjald lagt þannig á. Nefskattur að upphæð 7 kr. legg- ist á alla landsbúa. Miðað við manntal næst á undan því þingi, sem fjárlög semur. Þessi skattur jafnast niður á sýslufélög og kaup- staði eftir fólksfjölda. En sýslu- nefndir jafna síðan niður á hrepp- ana »eftir efnum og ástæðum« þeirra. Þó þannig að þær hafi ekki heimild til að hafa skaltinn lægri en miðaðan við 6 kr. á hvern hreppsbúa og ekki hærri en 8 kr. á hvern og aldrei meira en 300 kr. fram yfir meðalgjaldið (7 kr. á mann). Á lirepp sem í eru 300 manns getur sýslunefnd því lagt frá 1800—2400 kr. Með efnum og ástæðum á eg við að sérstakt tillit sé tekið til sveitaþyngsla í hrepp- um miðað við gjaldþol þeirra. Innan hreppa og kaupstaða jafn- ast gjaldið síðan niður, annar helmingurinn í sama hlutfalli og útsvörin, en hinn helmingurinn með nefskatti á hvern mann á aldrinum 16—62 ára. Sýslumenn og bæjarfógetar reikni út gjaldið og innheimli það án sérstaks end- urgjalds. Ávinningurinn með þessu væri: Óbrotnari, ódýrari innheimta. Mun réttlátara fyrirkomulag en það sem nú er og heilbrigðara. Annmarkinn mesti að mínum dómi að niðurjöfnun útsvara er aldrei fyllilega réttlát. Til þess að bæta nokkuð úr því vil eg að lög- leiddur sé ákveðinn gjaldstigi eins og nú er fyrirhugaður í Reykjavík. Fái éinhver hreppur með því of litlar eða of miklar tekjur, hækka eða lækka útsvörin í samræmi við gjaldstigann. Komi t. d. út 10°/o hærri upphæð en þarf, lækkar út- svar hvers einstaks um 10°/0. Jafn- framt ætti ef til vill að gera hverj- um að skyldu að gefa upp tekjur sínar eins og hann veit þær rétt- astar, að viðlögðum sektum ef ekki er gert eða rangt skýrt frá. Þó þetta sé ekki einhlílt má þó búast við að niðurjöfnunarnefndir hafi stuðn- ing mikinn af þessu. Fyrir því hefi eg skrifað þetta, að þörf er á að athuga skatta- málið frá sem flestum hliðum. Beinu skattarnir eru í raun og veru eðlilegastir og ef til vill verða aðrir til að athuga þessa leið bet- ur en eg get. Hér á landi eru þeir áreiðanlega tiltækilegri en annars- staðar vegna fólksfæðar en toll- arnir ótiltækilegri sökum víðáttu landsins og strjálbj'gðar. Kr. Linnet. Sardyrkjan í sumar. Vorið er komið fyrir þrem vik- um síðan eftir því sem almanakið segir, og óðum líður að því að klakinn þiðni og vorverkin byrji. Þá gildir það að vera til taks, að hjálpa náttúrunni til að koma ný- græðingnum á legg, er þá meiri von um vöxt hans og viðgang. Ætið hefir þess verið þörf að lagt væri kapp á garðyrkjuna, en út yfir lekur þó nú. Óhætt er að fullyrða það að meiri áhuga gæti nú hjá mönnum um garðrækt en nokkru sinni áður þennan inannsaldurinn, en þó þj'rfti áhuginn og sérstaklega fram- kvæmdirnar að verða miklu al- mennari en er. Kartöflu ræktin hefir beðið mik- inn hnekki við miklu frostin í vetur, en reynt er að bæla úr því eftir því sem unt er, með útlendij útsæði sem von er á til laniís- stjórnarinnar nú með »Bo//u'u«. Jafnhliða kartöfluræktinni þarf að, leggja mesta stund á rófna- ræktina. Gulrófurnar gefa góða uppskeru um land alt, ef sáð er til þeirra í vermi reiti. Af rófna- fræi eru til nægar birgðir fyrir vorið og þessar birgðir eru nú komnar víðsvegar um landið og sendast nú enn með póstunum í ýmsar átlir. Ekki mætti gleyma káltegundun- nm og ýmsum öðrum matjurtum sem vaxa vel ef rétt er að þeim farið. Leiðbeiningar um ræktunina eru nú komnar á bvert sveita- heimili á landinu og mjög mörg heimili í kauptúnum og margir eru orðnir kunnir ræktunarreglum þeim er gilda um algengar mat- jurtir svo þessvegna ætti uppskeran að geta orðið verulegt búsilag á næsta hausti. Bóndi einn í Barðastrandarsýslu skrifar mér á þessa leið: »Rauðkálið og blómkálið spratt ágætlega í fyrra. Nota mikið kál. Grænkál ágælt í slátur að haustinu með fjallagrösum og rófnablöðum blönduðu saman, hökkuðu í vél. Blóðmörinn stífur og heldur sér vel í sýrunni, að eins festur með mjölkasti. Eg stend hér einn að vígi með kálræktina, en held minni stefnu og eyk liana ár frá ári, í jafninga með fiski og kjöti, í grauta og súpur. Nú á eg 7 tunnur af kartöflum í gryfju og rófur á eg nógar enn, munu þær ná saman óskemdar og mikið á eg af káli. Engin þörf að kvíða komandi tíma ef maður sinnir görðunum. Áhug- inn er of lítill hjá mörgum, en það lagast með tímanum«. Þegar einn bóndi með slíkan áliuga er kominn í hverja sveit á landinu þá fer að komast lag á garðræktina. E. H. Endurminningar T'fyggva Gunnarssonar. m. Um brúa8míði. Eg ætla ad skýra frá því hvern- ig það atvikaðist að eg fór að gefa inig að brúasmíði og þá um leið frá því hvernig brúasmíði, sem nokkuð kveður að, liófst hér á landi. Muna það eldri menn, að í æsku þeirra voru nálega engar brýr liér á landi, heldur urðu skepnurnar að vaða og sjmda árn- ar, oft hálfófærar og einatt kveljast af kulda, er þær komu rennvotar upp úr vatninu í kalsa og frosti. En áður en eg segi frá afskiftum mínum af brúagerðunum sjálfum, verð eg að segja ofurlítið frá til- drögum þeirra. Veturinn 1863—1864 var eg i Kaupmannahöfn með konu minni, til þess að leita henni lækninga. Var eg og sjálfur ekki heilsusterk- ur um þær mundir. Pélur Hafstein amtmaður, mágur minn, var þá og staddur í Kaup- mannahöfn og kom frá böðum í Noregi. Lagði hann að mér að kynna mér búnað erlendis í för- inni. Hann hafði þá i huga að koma upp fyrirmyndarbúi á Norð- urlandi og mun eg hafa átt að leið- beina þar. En hugur minn snerist þá meira að verzlun og sinti eg því lítið tilmælum amtmanns. Samt sem áður brá eg mér til Noregs1), einkum að ráðum Jóns Sigurðs- sonar forseta, til þess að kynna 1) Sérstakur þáttur í endurminningun- um er um Noregsförina og kemursíðar. mér þar búnað og fleira. Dvaldist eg tímakorn á landbúnaðarháskól- anum í Ási og hlustaði þar á fyr- irlestra og átti nokkuð við trjá- plöntun. Kom mér það að góðu haldi síðar, þegar eg fór að fást við alþingishúsgarðinn. Eg ferðaðist töluvert um Noreg,. bæði um Þelamörk, Hringaríki og víðar. Sá eg margt nýtt í ferðinn\ öðruvísi og betra en heima. Einna mest fanst mér til um vegina. Þá var þar með öllu hætt að flytja á klyfjahestum, en öllu ekið í vögn- um og fanst mér bágt til þess að hugsa hversu langt landar mínir stóðu þar að baki frændum sínum Norðmönnum. Óskaði eg þess af alhug að ekki Iiði langur tími þangað til íslendingar færu að eignast svipaða vegi. Á leiðinni um Guðhrandsdali sá eg, í afdal einum, hina fyrstu boga- brú, bygða úr grásteini og var hún 300 ára gömul. Óskaði eg þess að íslendingar eignuðust sem fyrst slíkar brýr. Haustið eftir fór eg heim til ís- lands og var eg oft um veturinn að hugsa um það sem fyrir augað hafði borið i ferðinni og langaði ekki til annars meir, en að geta komið einhverju af því i fram- kvæmd hér á landi. Um þessar inundir var félag í sýslunni sem hét Búnaðarfélag Suður-Þingeyinga. Átti það við og við fundi og voru þar rædd nauð- synjamál. Hafði eg um veturinn undirbúning nokkurn um að koma á félagsfund með tillögur um ýms áhugamál min og samdi uppkast að nefndarálitum i einum ellefu málum, t. d. um brúamál o. fl. og eru flest af þeim málum nú kom- in meir og niinna áleiðis. Hygg-eg að hægt muni vera að fá einhverj- ar upplýsingar um þetta í bókum sýslumannsins í Suður-Þingeyjar- sýslu. Á þorranum um veturinn skrif- aði eg nokkrum atkvæðamiklum kunningjum minum í Þingeyjar- sýslu, t. d. Jóni á Gautlöndum,. Sigurði á Ljósavatni, Jóni Jóa- kimssyni á Þverá o. fl. og bað þá að koma heim til mín á fund og ræða mál þessi. Komu þeir á ákveðn- um degi og munu hafa verið uin tíu. Ræddum við málin fram og aftar, en um kvöldið, i fundarlok, brast á stórhríð, svo ófært var að leggja út i veðrið. Sátu fundarmenn hjá mér liríðteptir í tvo daga. Bar þá margt á góma og ýmisleg mál þá rædd sem síðar komu til fram- kvæmda i Suður-Þingeyjarsýslu. íþróttHsainband íslands hefir gefið út lítið kver og er i því »Her- lagabálkur skáta« eftir Axel Tulin- íus fyrverandi sýslumann og ýms- ar reglur um íþróttir. Kverið er snoturt og þarft. Axel Tuliníus er formaður í. S. í. og hinn mesti áhugamaður um að æskumenn iðki hverskonar íþróttir. Má hik- laust telja hann mesla íþróttfröm- íð höfuðstaðarins nú, og vinnur þar hið þarfasta verk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.