Tíminn - 12.04.1918, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1918, Blaðsíða 7
TÍMINN 79 sinni röð, með dæmi sínu orðið fleirum til fyrirmyndar, en mörg af hinum viðurkendu mikilmenn- um. Þar sem slíkir fyrirmyndar- rnenn hafa dvalið, hafa þeir eins og smittað út frá sér í allar átlir. Fjrrst fáa, þá sem líkastir voru að hugsjónum og framsóknarlöngun, og svo seinna heilar sveitir eða héruð, sein um leið hafa tekið stórmiklum framförum. Sá mismunur sem á sér stað á hinum 5Tmsum sveitum þessa lands, er að miklu leyti sprollinn frá fyrirmyndannönnum sem hafa ýtt undir framkvæmdirnar og kepst utn að komast þar hver öðrum lengra. Hinn fullkomni ávöxtur fyrir- myndarinnar er sú löngun og það afl sem knýr lengra en þangað sem hún sjálf hafði staðið. Það eru fyrirmyndarmennirnir sem móta og mynda þjóðina á öllum sviðum. Þeim þarf að fjölga. Þjóðin þarf að rækta þá og hlynna að þeim, svo þeir þroskist og komi heild- inni að fiillkomnum notum. (Frh.) Jón A. Guðmundsson. Bankamálin. Glögt sést nú hvert stefnir. Fram- faramenn á þingi síðastliðið sum- ar samþyktu fjölgun bankastjóra við Landsbankann, til þess að endurbæta hann. í framkvæmd- inni varð úr þessu stríð við B. Kr. og skoðanabræður hans. Barátta um það hvort afturhald eða gætin framsókn ætti að ráða í bankanum. B. Kr. beið ósigur. Bankastjóra- fjölgunin náði fram að ganga. I von um að ná yfirtökum á lands- stjórninni og geta orðið at'tur ein- valdur í bankanum, hefir B. Kr. gert satnband við Jón Þorláksson og langsumtnenn. Hinn nýi banda- maður, J. Þ., hefir lýst B. Kr. vin- samlega í Lögréttu. Telur nú að B. Kr. hafi verið viðunanlegur ráð- herra vegna sinnar miklu ihalds- semi. Að vísu sé B. Kr. frámuna- lega ótrúaður á verklegar fram- farir þjóðarinnar en eins og á standi hafi það ekki gert neitt til. Þarna talar vitni. Nýfenginn vin- ur sem vill inæla fyrir skál félags- bróður og dregur ekki úr hólinu. Allir sem til þektu vissu að B. Kr. var algerlega ónýtur og óstarfhæf- ur ráðherra, þann tíma sem hann var það, enda braut hann af sér fylgi þings og þjóðar svo sem kunnugt er. Þrátt fyrir þetta fær hann góð- an vitnisburð sem ráðherra. Ein- ungis dálítið afturhaldssamur segir J. Þ. Og þar heíir hann á réttu að standa. Frámunalega aftur- haldssainur bankastjóri eins og mylnusteiun hengdur um háls þjóðinni. Peningar í hönduin því- liks manns eru eins og dauðablóð i líkatna. Valda rolnun í líkama en engum þrifum. Dómur J. Þ. uni B. Kr. er ekki nýr. Vegna þeirrar þjóðarhættu sem stafaði af því að svo ferlegur íhalds- maður væri einvaldur í bankanum afréðu þrjátíu af þingmönnunum að brjóta vald hans á balc aftur, Ekki til þess að hefnast á mann- inum, heldur til þess að hefnast á stefnu hans. Vitnisburður .1. Þ. um B. Kr. ér mikilsvirði. En þó er enn meir að marka þann vitnisburð sem hann gefur sér sjálfur. Það er á allra manna vitorði að B. Kr. hefir skrifað greinina um »Veltufé« í Landinu. Þar gerir hann tilraun til þess að réttlæta það að bankarnir neiti að skifta við samvinnumenn. Með öðrum orðum: Hér um bil hver einasti dugandi maður i sveit er settur á svarta lista, settur á bekk með óreiðuinönnunum sem J. Þ. vildi fá að kalla samvinnumenn. Nú skilja menn hvað er á seyði. Baráttan er háð upp á líf og dauða. Hægrimenn vilja gjarnan hafa hamramma kyrstöðustjórn í bankanum. Peim verður ekki út- liýst samt. Hinsvegar eru vinstri- menn sem vilja að bankinn verði lyftistöng allra landshluta og allra stétta. Sú stefna að útiloka allan almenning frá skiftum við bank- ann er í augum þeirra frámunan- lega ill, blandin heimsku og ranglæti. Nú fara menn að skilja hvers vegna síðasta þing lagði svo míkla áherslu á að stefna B. Kr. yrði útlæg úr bankanum. Og svo ganga menn þess ekki alveg óduldir ofan á þetta alt, hvað muni búa undir þegar Jón Þorláksson, lieimtar nj'ja stjórn í Lögréttu, né hvaða stefnu hún eigi að taka. Vinstrimaður. V öruverð í Borgarnesi og Reykjavík. í hinni einkarljósu grein sem Páll Zóphóníasson gerði í síðasta blaði fyrir starfsemi Kaupfélags Borgar- fjarðar s. 1. ár er gerður saman- burður á meðalverði helztu nauð- synjavöru í Reykjavík í júlímán- uði 1917 (samkvæmt Hagtíðund- unum) og verðlagi Kaupfélags Borgarfjarðar á sama tíina, og er verðmunurinn mikill. En í raun og veru er saman- burðurinn ekki fullnægjandi. Verðið hjá K. B. mun miðað við verð í heiluin sekkjuni, en Reykjavíkurverðið við smásöluverð. Þá er Reykjavíkurverðið fyrst með- alverð þeirra tegunda sem til eru af sömu vöru í sömu verzlun, og loks meðalverð af verðlagi allra verzlana í Beykjavík. Hugsast gæti að hingað ‘flyttust betri og þá dýr- ari tegundir einhverrar vöru en til Borgarness og raskaði slíkt gildi samanburðarins. — þá má geta þess, að stærstu matvöruverzlan- irnar hér selja sömu vöru lægra verði en sniáverzlanirnar, en hinar síðarnefndu hinsvegar í miklum meiri hluta, og verður það þá enn til að hækka meðalverðið. Loks má geta þess að tímabilið sem tekið er til samanburðarins mun óhentugt sakir aðdráttanna frá út- löndum, júlívörurnar í Borgarnesi hafi verið fyr keyptar inn, en Reykjavíkurvörurnar seldar á sama tíma. Vildi Tíminn bæta þessum at- hugunum við grein P. Z. til þess að sýna, að ekki má alt af taka tölur Hagstofunnar sem heilagar tölur, og ennfremur til þess að hin frjáisa samkepni skyldi ekki höfð fyrir rangri sök. Kaupfélags- menn um Borgarfjörð mættu vera glaðir yíir skipulagi því sem þeir hafa komið á hjá sér um verzlun- ina, þótt kjörin sem þeir ættu við að búa, væru ekki öllu betri verzl- unarkjörum höfuðstaðarbúanna eins og þau gerast bezt. fri áttönðiiœ. Talsverð breyting hefir nú orð- ið á hernaðarframkvæmdum, síðan vér fluttum síðast frásagnir af styrj- öldinni miklu. Er þess fyrst að geta, að Þjóð- verjar hófu sókn sína þá er lengi liafði ráðgerð verið á vestri víg- stöðvunum 21. f. m. Höfðu þeir dregið að sér ógrjmni liðs úr öll- um áttum og búið það vopnum og skotfærum, svo sem bezt voru föng á. Var sókninni fyrst snúið gegn Bretum í áttina til St. Quin- lin. Leið ekki á löngu að Bretar yrðu þar að láta undan síga og tókst Þjóðverjum jafnvel að rjúfa herfylking þeirra þar. Varð þetta til þess að Bandamenn neyddust til þess að flytja framverði sína til baka æði víða og Frakka slíkt hið sama. Segja svo þýzkar frjettir að Þjóðverjar hafi alls tekið 90 þús- undir til fanga af Bandamönnum og um 1300 fallbyssur. í þessuin viðureignum hafa Þjóð- verjar mist ógrynni liðs, alt að fjórðung miljónar, að sögn Banda- manna. Hafa þeir (Þjóðverjar) sótt orusturnar af mestu grimd og eigi látið fyrir brjósli brenna þótt mannfall þeirra væri afskaplegt. Við og við hafa Bandamenn gert gagnáhlaup með nokkrum árangri og tekið nokkrar þúsundir til fanga. Þessar stórorustur standa enn og eigi með vissu hægt að fullyrða hvern árangur þær bafa. Brezk skeyti halda því fram, að stöðvar þær, sem Bandamenn hafa nú val- ið sér, séu vel trygðar og aðstaða þeirra ekki síðri til varnar en áð- ur, og eru þeir vongóðir um að geta staðist öll áhlaup Þjóðverja. Viðburðir þessir gefa enga von um frið að svo stöddu. Símskeyli frá Frakklandi herma frá því að almenningsálitið þar í landi sé enn fjarlægara friði en áður og frá Lundúnum er símað, að sókn Þjóð- verja hafi orðið til þess að sam- eina Bandamenn enn betur en nokkru sinni fyrr og þeir séu mjög ólrauðir að berjast saman til fulls sigurs. Loftorustur hafa margar verið háðar á vestri vigstöðvunum að undanförnu, svo meira hefir á borið en nokkuru sinni fyrr. Veitir Bandamönnum þar stórum betur í hvívetna. Þeir hafa skotið til jarð- ar þýzkar flugvélar í hundraða- tali og stráð tugum smálesta af af sprengikúlum yfir þýzkar her- stöðvar og borgir. Nýja tegund fallbyssna hafa Þjóðverjar notað í orustum þeim sem hér hefir verið sagt frá. Eru þær langdrægari en nokkur dæmi eru til áður ; draga yfir 100 rastir eða eins og frá Reykjavik langt austur í Rangárþing. Með bj'ssum þessum hafa þeir skotið á París og er frá því skýrt, að ein kúlan hafi lent þar á kirkju, drepið 75 manns en sært 90; aðallega kven- fólk og börn. Kafbátahernaðurinn hefur held- ur rénað þennan mánuð. Síðast- liðna viku var eigi sökt nema 5 stórskipum fyrir Bretum og tveim er minna báru en 1600 smálestir. Ofan úr sveit. Borgarfirði 5. april 1918. Sjaldan ber við nú orðið, að bréf eða fréttapislar úr hinum ýmsu héruðum landsins, sjáist í blöðunum. Er það eigi vel farið, því bæði er það til fróðleiks, skemtunar og gagns, að frétta úr fjarlægúm sveitum. Við hérna uppi í sveitunum vitum svo lítið hvað ber við í landinu sjálfu. Samgöng- ur eru enn víða slíkar, að fáar fregnir koma í bygðina, utan þær er blöðin flytja. Og þar sem þau eigi koma nema einu sinni i mán. viljum við fá meira en stjórnmála- þras að heyra, er þau ber að garði. Samkynning héraða landsins er mjög mikilsverð. Samúð manna og skilningur á kjörum hvers annars eykst. Héraðarígurinn upp hefst smám saman, enda má jafn lítil þjóð illa við öllu skæklatogi í þeim efnum. Mönnum þarf að vera Ijóst að landið er eitt og þjóðin ein, hvar sem menn búa i landinu. Og blaðanna hlutverk er að vinna að þessu. — — — Allmjög kennir áhrifa slyrjald- arinnar. Dýrtíðin mikil og vegur ekki verðliækkun innlendu vörunn- ar nærri á móti þeirrar erlendu, svo sem Eggert Briem hefir sannað í Búnaðarritinu. Smjör er þó í háu verði og von um hátt uliarverð á vori komandi. Annars hefir verslun verið ágæt hér í Borgarfirði. eftir því sem nú er á landi hér. Er það eingöngu að þakka kaupíélag- inu, sem hér starfar. Hefir það mikla verslun; nam hún nær a/a milljón króna næstliðið ár. Iiér hafa félög bænda, kaupfélagið og sláturfélagið, unnið afarmikið gagn. Eru bændur og einróma á eitt sáttir um nytsemd þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.