Tíminn - 12.04.1918, Blaðsíða 5
T í M 1 N N
77
hefði fyrir framan sig til kenslu
15 börn á aldrinum 12—14 ára,
en ef hann hefði 30 börn á aldr-
inu 10—14 ára, sem títt er við
eindeilda skóla. Eg verð að vera
svo hreinskilinn að segja það, að
eg hefi ekki mikla trú á árangri
þeirrar fræðslu- og menningarstarf-
semi, þarsem einn hálf soltinn kenn-
ari er settur yfir 30 börn, 10—14 ára,
5—8 st. á dag; öll eiga þau að
læra og mentast, ekki vantar kröf-
urnar, og háar einkunnir vilja for-
eldrarnir sjá við prófin! — Svo
verður kennarinn strax og vorar
að fara til fiskjar eða að öðru
starfi er meiri arð gefur, hvað svo
sem það heitir og hversu fjarskylt
sem það er vetrarstarfinu; þaðan
kemur hann, að hausti, beint i
skólann.
Nú er það sjálfsagl að geia há-
ar kröfur til kennaranna, vanda
vai þeirra og mentun, en þeir hafa
hingað til sætt »miskunarlausri
meðferð« eins og þingsályktunar-
tillagan drepur á.
Þeir hafa fyrst og fremst verið
settir undir eftirlit og dutlunga
margra þeirra manna (skóla- og
fræðslunefnda) er ekki báru, sum-
ir að minsta kosti, hið minsta skyn
á starf þeirra, og svo hafa launin
verið smánarlega lág. Þetta atriði,
með launakjörin, er svo augljóst
orðið að vafalaust verður úr þvi
bætt nú þegar. En ætti nú að auka
kenslukrafa skólanna, fjölga kenn-
urum, og launa þeim svo að þeir
gætu lifað af þeim launum, og
ætti 4 ára námskyldan að haldast
áfram, og ætti að koma upp heima-
vistaskólum í sveitunum, og ætti
unglingafræðslan að aukast að
mun, (eins og sjálfsagt verður) og
ætti svo margt og margt sem tíminn
heimtar að leiða mundi af slíku, þá
held eg að það yrði sú fjárhagsbyrði
er við 80 þús. manns í slóru lítt
»kúltíveruðu« landi og strjálbygðu
og rannsaka skilríki þeirra; það
réttlætir fyllilega, að um þau sé
deilt. En deilan ætti ekki að vera
um þær afleiðingar, sem menn
gera ráð fyrir að verði af einhverju
fyrirbrigði, heldur um hitt, hvort
eitthvert sérstakt fyrirbrigði sé
sannreynd eða ekki; rannsókninni
ætti að vera beint að því, hvort
frásögnin um, að það gerist, sé
sönn eða ósönn. Það er aðalatrið-
ið, sem menn eiga að komast að
raun um, jafnvel þeir, sem sam-
kvæmt stöðu sinni leggja meiri
áherzlu á framkvæmdir en kenn-
ingar. Þrá mannanna getur gert
mál mjög sennilegt, ef menn gera
mikið úr meðfæddri eðlishvöt eða
innsæi, sem enn hefir ekki verið
gerð grein fyrir, en hún er ekki
gild sönnun fyrir veruleik þess.
Menn eiga ekki að bera fyrir sig
hugmyndir, sem þeir hafa gert sér
að órannsökuðu máli, hvorki með
né móti því, að fyrirbrigðin séu
sannleikur. í visindunum verða
sannreyndirnar að ganga fyrir öllu.
Þó eru til menn, sem af ásettu
ráði spyrna á móti nýjum sann-
munduin sligast undir. Að vísu
hefi eg heyrt inenn segja að alt
slíkt sé aldrei of dýrt keypt. Get-
ur verið. En svo er nú efnahag
okkar komið nú, að full ástæða er
lil að líta á þá hlið málsins. Og
margur gengur með gróðagrillur í
þessum málum þar sem hin rétta
útkoma er tap. Okkur má heldur
ekki gleymast, að stórfé þarf til að
græða þetta Iand og klæða, efla
atvinnuvegi þjóðarinnar o. s. frv.
svo hér verði lífvænlegt niðjum
okkar. — —
Yrði nú skólaskyldan stytt um
2 ár og skólaskyld börn í landinu
'fækkuðu um helming eða svo, þá
þyrfti færri kennara, minni skóla-
hús o. s. frv. svo fræðslan yrði
ódýrari, og gætum við þá senni-
lega fullnægt því skólahaldi i hið
ýtrasta, og betra væri og sæmilegra
fyrir þjóðfélagið, að veita hverju
barni 2 ára góða skólavist, en 4
ára lélega. Þá ætti að lengja skóla-
árið til júniloka, bæði vegna þess,
að sjálfsagt virðist að nota kenn-
arana lengri tíma en 6—7 mán.
af árinu, sé þeim launað svo að
þeir þyrftu eigi að leila annað, og
svo hins, að hægt er að kenna
meira og nytsamara yfir júnímán-
uð einan í ýmsum greinum en
marga skammdegismánuðina. Heim-
ilin mjmdu tapa einhverju af vinnu
barnanna að vorinu, en á það ber
ei að líta. Hinu er eg algerlega mót-
fallinn að skyldu nám sé eftir 14
ára aldur. Aftur á móti þyrfti ung-
lingafræðslan að aukast. Til henn-
ar þurfum við að leggja það að
mörkum sem mögulegt er. Ung-
Iingaskóli þýrfti að vera einn í
sýslu hverri að minsta kosti. Væri
þar ókeypis kensla og að öðru
leyti gerðir svo auðveldir fjárhags-
lega sem unt væri. Þangað inundu
þeir svo leita er áhuga- hefðu á að
leita sér meiri og betri mentunar,
en barnaskólarnir gátu veitt. Hitt
reyndum, án þess að gera sér ljóst,
hve afaráríðandi það er, að sann-
leikurinn gangi fyrir öllu; þeir
vilja ekki ihuga sannanir, sem
virðast leiða menn í þá áttina, er
þá langar ekki í. Þeir tala um,
hvað liyggilegt sé að gera, þeir
ræða það, hver afstaða málsins
myndi verða til gamalla kenninga,
ef það sannaðist, þeir rejma að
gera uppgötvun tortryggilega með
þvi að setja í móti fyrir fram á-
kveðnar skoðanir og trúarsetning-
ar; þeir binda bátfesti sína við
klett, þegar er að falla að. Það er
eigi viturlega að farið. Festin hlýt-
ur að hrökkva sundur að lokum
eða bátinn að fj’lla. En í bili finst
þeim þeir vera stöðugir og öruggir.
Meira að segja, það er altaf hugs-
anlegt, að örðugleikarnir, sem eru
í aðsigi, lendi frernur á næstu kyn-
slóð en á þeirra eigin. Fyrir skamm-
sýna eða síngjarna einstaklinga
kann skipalægisaðferðin að virðast
viðunandi, en fyrir stöðuga stofn-
un, svo sem kirkjan er, er hætt
við að afleiðingarnar verði óheilla-
vænlegar.
tel eg ekki nema kost, að hinir,
sem engan vilja, löngun eða gáfur
hafa til frekari náms, en þess er
barnaskólinn gat veilt, megi frí-
viljugir sleppa við frekara nám.
Þeir geta orðið nýtir borgarar fyr-
ir því. —
Pá gr skóla- og fræðslunefnda
fyrirkomulagið. Nefndir þessar hafa,
sumar hverjar að minsta kosti,
misbrúkað vald sitt og oft sýnt,
að þær hafa alls eigi verið færar
urn að stýra fræðslumálum hér-
aðanna. Hefir þráfaldlega verið
minst á það opinberlega og ýmsar
sögur af því sagðar. Vitanlega
hafa þær haft þrönga skó heima
fyrir annarsvegar, en hinsvegar
löggjöfina sem viða var hægt að
fara í kringum án ,þess að mikið
bæri á. — Liklegast yrði aldrei
hægt að komast hjá einhverju
»valdi« í þessum málum, í héruð-
unum, en féð þyrfti að vera tak-
markað. Eg vil ekki halda því
fram, að einn maður, skipaður af
fræðslumálastjórn, j-rði betri en
þessar nefndir hafa verið, en senni-
lega yrði starf hans röggsámara
og meir í samræmi við löggjöfina,
en starf nefndanna hefir verið. Og
nefndirnar eiga ekki að geta farið
með kennarana eftir vild, sett þeim
kjör og kosti eftir eigin geðþótta,
persónulegri óvild og dutlungum
eða rekið þá frá starfinu án orsaka.
Kennaranum á að vera veilt starf-
ið af fræðslumálastjórn, eftir tillög-
um »nefndanna« eða þess er hefði
líkt umboð og þær hafa nú. Og
þeim á ekki að verða vikið frá
nema af ástæðum er svo yrðu
metnar af- fræðslumálastjórninni.
Réttast mundi að kennurum
væri launað úr landssjóði, minsta
kosti að helmingi og mættu byrj-
unarlaun ekki vera undir 1500.00
krónum (mismunandi auðvitað í
sveitum og bæjum). er svo hækk-
uðu með slarfsársfjölda upp í
Hverjar eru nú aðal-mótbárur
prestanna gegn þeim sannreyndum,
sem fengist hafa hjá heiðvirðum
miðlum? Ekki þær, að alt sé þetta
frá djöflinum og að allar þær ver-
ur, sem menn komist í samband
við, hljóti að vera illar. Því að
slíka fullyrðing þarf eigi að íhuga
alvarlega. Það er vafamál, hvort
nokkur, sem heldur þeirri kenning
fram, trúir henni í raun og veru.
Ef nokkur gerir það, þá er það
annaðhvort af þvi, að hann veit
ekkert um málið, eða af því, að
hann hefir orðið fyrir einhverri
dularfullri, sýkiskendri reynslu, og
hefir dregið af henni of fljótfærnis-
lega ályktun. Má og vera, að hann
sé algerlega vantrúaður á, að nokk-
uð sé satt í biblíu-opinberuninni.
Eða þá hitt, og það er öllu lík-
legra: hugur hans er svo þoku-
vafinn, að hann gerir sér ekki
ljóst, hvernig hann er að grafa
grundvöllinn undan fótum sér.
Ef andmælendurnir halda þvi
fram, að í öllum dularfullum fyrir-
brigðum sálarlífsins, bæði vana-
legum og afbrigðilegum, sé hætt
2000.00 kr. að minsta kosli. Þá
er starfið orðið lífvænlegt og sæmi-
lega trygt, og fyr er elcki að bú-
asl við, að efnilegir menn er allir
vegir eru færir, leggi áhuga sinn
og orku að því, en það eru að
eins vandaðir og ábugasamir dugn-
aðarmenn með góða undirbúnings-
mentun, sem* eiga að verða kenn-
arar komandi kynslóða. Við óreglu-
seggjum og uppskafningum á ekki
að líta. Þeir eru læpast færir um
að ala upp stefnufastan, starffúsan,
góðan og göfugan lýð, en — það á
að vera markið.
Að svo mæltu vildi eg því mega
leggja til:
1. að skóiaskyldan sé að eins 2
ár, frá 12—14 ára aldurs,
og hafi heimilin allan veg
og vanda af uppeldinu til
þe$s tíma. Slrangar kröfur
séu gerðar til lestrarkunn-
áttu við innlöku í skólann
og ennfremur nokkur leikni
í skrift og reikningi.
Kensluárin séu 9 mánuðir
(1. okt.--30. júní),. 14 ára
börn ljúki prófi að náminu
loknu líkt og nú er, og með
Svipuðum undanþágum er
núgildandi fræðslulög ákveða.
2. að kenslan fari fram í heiman-
gönguskólum í þorpum og
bæjum eins og nú er, en
heimavistaskólum í sveitum.
3. að bætt verði kjör kennara með
því, að fræðslumálastjórn
veiti þeim starfið og víki
þeim frá, og lágmark launa
þeirra séu kr. 1500.00.
4. að góðir unglingaskólar, sniðnir
eftir íslenzkum skilyrðum,
yrðu að minsta kosti einn í
sýslu hverri. Væri þar jöfn-
um höndum lögð stund á
bókleg og verkleg fræði og
iðkaðar allskonar íþróttir.
5. að landið kosti 5. hvert ár alls-
herjar námsskeið fyrir barna-
við að saman blandist bæði gott og
ilt, þá skal fúslega við það kann-
ast; slíkt á heima um alt mann-
legt. Og skilningurinn á þeim sann-
leika hefir lcomið bölsýnismönnum
til að örvænta um manneðlið og
mannhöturum til að leggja fyrir-
litning á mennina. En þetta er
önnur vitleysan frá; ællunarverk
skynsamra manna er að rækta hið
góða og sneiða hjá hinu illa á öll-
um sviðum lífsins. Ekki er liklegt,
að nokkur grein mannlegrar starf-
semi sé svo einföld, að ekki þuríi
þar að viðhafa venjulega varkárni.
Mælskustu og áhrifamestu menn-
irnir innan biskupakirkjunnar, sem
berjast á móti þeim sannreyndum,
er sálarrannsóknirnar hafa leitt í
ljós — mennirnir, sem hafa fundið
það upp, að allar þær athafnir,
sem bygðar eru á þessum sann-
reyndum, séu ósæmilegar, svo sem
sú athöfn, að eiga óbeinar sam-
ræður við framliðna menn — koma
með aðrar og alvarlegri mótbárur.
Þeir nefna athöfnina »andsæring-
ar« og tala eins og þær séu að
öllu leyti viðbjóðslegar og óhollar.