Tíminn - 12.04.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1918, Blaðsíða 4
76 T í M I N N »Frjálsu samkepninni«,var ætlað að hrinda allri einokun af stóli, og vissulega hefir henni orðið mikið ágengt um það, þó hinu verði ekki neitað að sú gamla á nokkur vígi eftir, þar sem afskektast er og ógreiðast til viðskifta hér á landi. Að því lutu þau ummæli mín að enn fyndist angar af rótum hinnar fornu einokunar, þó grundvöllur hennar sé nú uppblásinn á stórum svæðum. En eins og margur upp- blástur verður til þess að mynda nýjan jarðveg annarsstaðar, eins hefir uppfok einokunarinnar allvíða myndað jarðveg fyrir samvinnu i viðskiftum — fyrir samvinnufélög. Samvinnufélögin hafa tekið upp samkepnina móti kaupmönnunum, sem i hugum alþýðu voru ímynd hinnar fornu einokunar, þrátt fyrir hina frjálsu samkepni þeir^a á milli. Nú eru veðrabrigði i öllum viðskift- anna heimi, og er þá ekkf óliklegt, að þeir sem í baráttu eiga þar, þurfi að leita sér að nýjum vopn- um og sóknargögnum. Þetta hafa keppinautar samvinnumanna séð, og benda ýms mörk til þess, að þeir ætli nú að fara að nota hennar eina vopn — þ. e. að efna til samvinnu með sér til þess frekari sóknar og varnar í barátt- unni við samvinnufélögin. Fordæmi að slíkum samtökum eru i Ameríku (hringarnir um hveiti, steinolíu o. fl.), þó þar sé ekki beinlínis beint að samvinnu- félögum. Er það hin fylsta einokun, þó ekki styðjist við lögbundin for- réttindi, og þvi er leidd athýgli að þessu hér, að i upphafi greinarinn- ar var vikið að þvi, að auga þyrfti að hafa með, hvort einokunarvald kynni að vera að smeygja sér inn í landið i dulargerfi. Ef svo væri, er betra að mæta því viðbúinn, áður en það er komið inn fyrir túngarðinn, og hollara hverjum þeim, sem ann alþýðu sjálfstæðis í viðskiftasökum, að skipa sér undir merki strax, því annars lendir hann, ef til vill, inn i hina fylkinguna — að óvörum. J. Gauti Pjetursson. Um fræðslumál. Því hefir jafnan verið svo varið, að íslendingar hafa sniðið umbæt- ur í löggjöf sinni og öðru eftir nágrannaþjóðunum. Þetta hefir alla jafnan verið hægðarleikur, þar sem þær hafa ávalt »gengið á undan« og við á eftir. Margt golt höfum við haft af apahætti þessum, margt nýtilegt lært, og þó sérstaklega á meðan við vorum að komast á það menningarstig er við nú stönd- um á. En nú er sá timi þegar kom- inn, að við ættum að geta farið að þekkja aðstöðu okkar og ástæð- ur. Og því betur sem áfram mið- ar í þá átt, munum við komast að raun um, að mýmargar ástæð- ur knýa okkur til að vera islenzkir í hug og háttum á meðan við byggjum þetta land. Svo er um fræðslumálin. Við verðum að sniða þá löggjöf eftir íslenzkum kjörum og kostum og — engu öðru. — — Skólaskyldan er ekkert »ideal«, heldur meðal að marki. En um öll slík »meðöl« má deila. í*ó hafa flestir tekið hana upp. En fjarri sé því að öllum líki hún vel. Nágrannar okkar hafa skóla- skyldu í 7—8 ár. Og deilt var um það sumstaðar fyrir 10 árum, hvort lengja ætti skylduna eða- ei. Pó var það ekki gert. Nú hefir verið minst á það opinberlega, í sama landi, að stytta hana að mun eða jafn- vel afnema hana með öllu. Hið síðara verður liklega seint tekið til bragðs, þar eð það virðist óhjá- kvæmilegt að skyldan sé. En það sýnir, að þeir þykjast ekki hafa enn þá fundið »púðrið« og að langa námskyldan sé ekki alt, þó lengri reynslu hafi. Hin gildandi ísl. fræðslulög fóru ekki með námskylduna nema í 4 ár, frá 10—14 ára aldurs, sem kunnugt er. Fanst flestum það nóg. Nú eru aftur á móti sumir er færa vilja markið út, lengja skylduna og sé eg að »Vörður« tekur í þann streng. — Þeir sem þannig líta á, munu telja heimilin ónóg uppeld- inu en sltólana alt. Er það sjálf- sagt ávöxtur »skólahrokans« er loða hefir þótt við þá íslendinga er í skóla hafa gengið. Eg er að vísu þeirrar skoðunar að mörg heimili séu óhæf til að ala upp börn, og ekki sæti það á mér, kennaranum, að kasta skugga á skólana. En eg vil ekki berja Iiöfðinu við stein- inn né horfa á alt i hyllingum. — Skólarnir eru lika misjafnlega góð- ir eins og heimilin, og slæmir skólar eru í engu betri uppeldis- stofnanir en venjuleg heimili, eða þó af lakara taginu séu. Og svo er Guði fyrir þakkandi að mýmörg íslenzku heimilin hafa hingað til alið upp margan nýtan borgara, án »skyldu« eða skóla. Hins ber líka að gæta, að heimilin eiga að batna, verða færari um að ala bö,rnin vel upp, annas er unnið fyrir gíg. — Það er óneitanlega mikill mun- ur fyrir foreldra sem setið liafa í skóla, að búa barn sitt undir skóla, ellegar hina sem aldrei hafa í skóla komið og lílið skyn bera á hvers skólinn á og verður að krefjast. Þau ættu einnig að vera hæfari til að seðja fróðleiksfýsn barnanna og yfir höfuð ala þau betur upp. Það er vitanlega aldrei nema rétt að þjóðfélagið hjálpi til í þeim efnum, en það má als ekki ganga þar of langt. Slíkt mundi skerða ábyrgðartilfinning heimil- anna, þau mun skella allri skuld á skólana. Það hefir jafnvel 4 ára skyldan sýnt. Hún hefir svæft margt heimilið í þessum efnum, og svefninn mundi verða rólegri ef lengja ætti skylduna, þar aö auki mundi það verða slikt kostn- aðarbákn er við sliguðumst undir. — Nei, þjóðfélagið íslenzka verður að gera afar miklar kröfur til heimilanna í uppeldismálunnm, við megum ekki við öðru. Og mundu langflest þeirra sýna það að þau voru traustsins verðug. Og svo fjærri er það, að við megum við að lengja skylduna að við verðum að slytta hana um 2 ár, og trúa heimilunum fyrir börn- unum til 12 ára aldurs. — Sum- um mun nú finnast sem svo, að með því mundi stigið spor aftur- ábak, og að sá höggvi er hlífa skyldi, en svo er ei. Það spor myndi miða fram en ekki aftur. Skal eg nú gera grein fyrir því að nokkru. Mín reynsla er sú, að venjulega »gefin« börn hafi sjaldan eða aldrei náð neinum verulegum námsþroska fyr en 12 ára, eða tvo siðustu veturna í skólanum, enda sum svo óþroskuð líkamlega að þau þola varla svo langa skólavist. Mýmörg af þessum börnum mundu því hafa haft betra af að vera heima í sæmilegu heímilislífi og útivist. Nokkuð meiri kröfur þyrfti að gera til 12 ára barna við inntöku í skólana, en nú er gert til 10 ára barna, aðallega að þau væru vel læs. Prestarnir ættu að mestu leyti að sjá um kristindómsfræðsluna, en miklum undirbúning í öðr- um námsgreinum geri eg ekki svo mikið úr. Nokkur þyrfti hann að vera, sérstaklega í skrift og reikn- ingi. Þá fækkuðu skólaskyld börn í landinu um nálega helming, og það er engum vafa bundið, að meiri og betri kenslu og áhrifa má vænta af einum kennara er dutlungar ganga fram úr hófi. Og mörg af þeim sannindum, sem komið hafa í ljós við sálarrann- sóknirnar, eru ekki þungskilin; þau heyra til „daglegri reynslu, og meira að segja: þau er svo ná- tengd trúarlærdómum og helgivenj- um, að i raun og veru ættu guð- fræðingar, kennimenn og prestar að geta dæmt um þau sjálfir og fagnað þeim, ef þau eru sann- reyndir. Trúmála-leiðtogarnir ættu ekki að ieita hælis bak við bráða- birgða-varnargirðing þeirra rétt- trúaðra vísindamanna, er mest hallast að efnishyggjunni. Ekki ættu þeir heldur að hika við að kynna sér svo vel varhugaverðu hliðina á þessu máli, að þeir verði færir um að hjálpa mönnum í örðugleikum og haga sér skynsam- lega, þegar einhvern vanda ber að höndum. En hentugra er að fá fræðslu frá mönnum, sem mark er á takandi, en ekki frá hjátrú- arbelgjum. Meira að segja, trú- málaleiðtogarnir eru sóma sins vegna skyldugir til að kynna sér þetta mál og ganga úr skugga um, hvort það sé sannleikur eða lygi; því að það liggur í augum uppi, að viðburðir, sem gerst hafa á liðnum tímum, ættu að gerast af nýju, þegar skilyrðin eru fyrir hendi; og ef ekkert svipað þeim kemur nokkuru sinni fyrir, ef nú- tíðarsögurnar um, að þeir gerist, eru ósannar, þá getur ekki hjá því farið, að menn tortryggi þá frásöguna, sem kennimennirnir tylla trú sinni við. Ef vér leggjum nú alþýðu-skilninginn í orðið »krafta- verk« og ef það verður sameigin- leg reynsla allra, að »kraftaverk gerist ekki«, þá draga menn af því þá ályktun, að þau hafi aldrei gerst, og útsýn vor yfir alheiminn nær þá ekki út yfir annað en það, sem algengt er og kunnugt oss. Ef engir nýir viðburðir gerast, svipaðir hinum gömlu, þá verður ekki bjá því komist, að menn fari að halda, að hinum fornu sagna- riturum hafi skjátlast og að þessir kynlegu viðburðir fyrri tíma hafi í raun og veru aldrei gerst. Sann- leikurinn er sá, að nú hugsa flestir mentaðir menn á þessa leið. Við- burðir, sem menn áttu einu sinni von á að gerðust, eru nú orðnir ótrúlegir, svo ótrúlegir, að menn verða jafnvel að véfengja vitnis- burð nútíðarmanna um þá, nema sönnununum fyrir þeim sé hrúgað svo upp, að þær verði óviðráðan- legar. í því skyni verður að gagn- rýna stranglega frásögur um við- burði, sem nýlega eiga að hafa gerst. Ef það er rétt að véfengja þær, þá verður sú véfenging að leggja út í rannsóknar-áhættuna og fá þá stað- festing, sem er óyggjandi. í raun og veru verður ekki sagt um áreiðanlegar sennreyndir nátt- úrunnar, að þær séu »gamlar« eða »nýjar«; heimurinn hlýtur að vera samfeld heild; og það er af- staða mannanna til sannleikans, sem breytist með tímanum, en ekki sannleikurinn sjálfur. Ef sagt er, að einhver fyrirbrigði séu ný, þá getur ekki verið við annað átt en það, að menn hafi nýlega orðið knúðir til að kannast við þau sem núlíðar-tilbrejdni gamalla viðburða, en ekki að neitt sé nýtt í sann- reyndunum sjálfum; viðurkenning þeirra og áherzlan, sem á þau er lögð, kann að vera ný. Allar sann- reyndir vísindanna, hvort sem þær eru radíum eða Röntgensgeislar eða rafmagnseindir, eða eitthvað annað, eru eins gamlar og fjöllin, og í raun og veru miklu eldri; engin ný sannindi eru til nema í hugrænum skilningi, þó að það sé afsakanlegt, að orðtakið sé notað í þeim skilningi. Það eitt er nýtt við þau, að annaðhvort eru þau alveg nýfundin af mönnunum eða mennirnir hafa nýlega vaknað til meðvitundar um starfsemi þeirra í veröldinni umhverfis sig. Aldrei hefir það brugðist, þegar þetta hefir komið fyrir, að um þessar gamal- nýju staðreyndir hafa orðið snarp- ar deilur. Eru þær lélegar og au- virðilegar eítirlíkingar eða eru þær ósviknar sannreyndir, sem virðast hafa legið niðri um nokkurt skeið? Ein ástæða til þess, að menn hafna þeim öllum saman, er sú, að eigi er auðvelt að fella þau inn í náttúruþekkingar-kerfi nútíðar- innar. Það er skynsamleg ástæða til þess að líta á þau með tortrygni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.