Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr, árgangurinn. AFGREIÐSLA i ftegkjavik Laugaveg 18, simi 286, -út nm land i Laufási, simi 91. II. ár. * .Æfengl til lyf|a. Það var vakið máls á því hér í blaðinu ekki alls fyrir löngu, að sumir læknar misnotuðu mjög heimild þá sem þeim er veitt í bannlögunum til þess að gefa út lyfseðla fyrir áfengum drykkjum. Var bent á dæmi sem styrktu þann grun mikillega. Læknum var boðið rúm í blaðinu, vildu þeir bera hönd yíir höfuð stéttarinnar og koma fram með eðlilegar skýr- ingar á þessum dæmum. Enginn kom fram til þess. Skömmu áður hafði Guðmundur prófessor Hannesson iátið orð falla í Læknablaðinu sem gáfu það fyllilega í skyn að hann var hrædd- ur um að ekki væri alt með feldu í þessu efni. Er það og kunnugt að margir læknar eru sárgramir yfir ástandinu og æskja einkis fremur en að einhver ráð verði fundin til þess að bæta úr því. Hagtíðindi nýlega útkomin, leggja ný og sterk rök á borðið, að þörf sé aðgerða í þessu máli. Vöxturinn á innflultu áfengi tollskyldu er svo mikill, að ekki er hægt að gera ráð fyrir að eðlilegt sé. Styrkleik- urinn er talinn í 8 gráðum og er innflutningurinn sem hér segir: Árið 1913 tæplega 6000 lítrar — 1914 rúmir 12000 — — 1915 tæpir 19000 — _ 1916 24180 — — 1917 tæpir 30000 — Síðasta talan stendur ekki í Hagtíðindunum, en er sett sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni. Hvernig á að skilja þennan mikla vöxt? Það má enn minna á það, að nákvæm rannsókn er gerð á hverju skipi og þótt gera megi ráð fyrir, að enn lánist brögð smyglaranna dálítið, þá er það víst að mjög kreppir að þeim, bæði hér og er- lendis og það verður æ minna sem þeir smygla á land. Samt sem áður ber ávalt á víndrykkju hér í Reykjavík. Hverjir eru brunnarnir? Það var sannað að-iðnaðarmenn höfðu misnotað sína heimild. Nú á að vera gengið tryggilega frá því. — — Þingið situr á rökstólum. Það er beinasti vegurinn að leita til þess í þessu efni. Ýmsir þingmenn hafa látið það í veðri vaka, að þeir væru mótfallnir bannlagbreyt- ingum, en þeir vildu hjálpa til sem unt væri að styðja framkvœmd laganna. Það ætti því ekki að slanda á vilja þingsins um þetta efni. ReyKjavík, 11. maí 1918. 19. blað. Rað mun vera í aðsigi að leitað verði til þingsins. Og það i þeirri mynd að tillaga komi fram um að önnur þingdeildin eða báðar skori á stjórnina að skipa nefnd hæfra manna til þess að rannsaka hvernig læknar hafi notað heimild sína. í þá nefnd ætti að skipa þá lækna bæjarins og ef til vill lögfræðing, einn af þrem nefndarmönnum, sem læknastéttin í heild sinni og al- menningur ber hið bezta traust til, svo þeim úrskurífi sem hún kvæði upp yrði af öllum trúað og á þeim grundvelli yrðu ráðstafanir gerðar sem dygðu, ef þyrfti. Hin mikla siðferðislega siðbót sem á að nást með bannlögunum, næst smátt og smátt i ríkari mæli, ef landsstjórn, þing, lögreglustjórn og almenningur tekur höndum saman um að gæta þeirra sem bezt og hefir vakandi auga á því að bæta úr hverri misfellu, um leið og reynslan hefir sýnt að þess er þörf. íslenzka þjóðin ber það traust til forystumanna læknastéttarinnar, að þeim muni takast það, verði þeiin falið það af landsstjórn og þingi, að rannsaka til hlítar það mál sem hér um ræðir og koma fram með viturleg ráð til umbóla. Misvindi. Mikinn þaul í þunnum skjá of- látunganna og blaða þeirra fyrir nýárið og átti þá að knýja fram aukaþing helst þegar í stað, að öðrum kosti sem allra fyrst. Og aukaþingið átti svo að lyfta þeim upp í valdasessinn. Og það átti vist ekki að leika á tveim tungum að svo yrði, einungis ef hægt væri að fá kallað saman aukaþing' sem allra fyrst. Og nú er aukaþingið sest á rök- stólana og búið að starfa nálega í mánuð — en oflátuiigarnir hafa ekki sest við stjórnina. Og nú leik- ur það ekki á tveiin lungum að skýjaborgirnar þeirra hafa hrunið hver af annari, fylgið er miklu minna en búist var við, áhrifaleysi blaða þeirra er svo magnað, að þeir gerðu ekki einu sinni ráð fyrir því sjálfir svo miklu. Vonbitnir menn bera oít niður á miður heppilegum stað, um að ná sér niðri. Nú er sá sónninn sunginn í oflátungablöðunum að þingið hafi verið kvatt saman alt of snemma, þingmenn hali ekkert að gera o. s. frv. »Öðrum fórst en ekki þér«! — og verður sá skripaleikur ekki afleiðingalaust leikinn frammi fyrir þjóðinni að heimta eitt gert í dag og skamm- ast yfir því á morgun þegar það er gert. Það varðar að visu ekki við lög, en það dregur annan dilk á eftir sér. í sambandi við umræður um hin nýju tekjufrumvörp sem stjórn- in leggur fyrir þingið, vítti forsætis- ráðherra að maklegleikum þetta ábyrgðarleysi blaðanna og fram- komu þeirra yfirleitt. Mun óhætt að fullyrða að í engu landi í Norð- urálfunní heyja andófsblöð sljórn- arinnar baráttuna með eins litlu drenglyndi, sannleiksást og ábyrgð- arlilfinning. Ósannindi og blekking- ar ganga aftur í hverju blaðinu eftir annað, en enginn endist til að leiðrétta og ber tvent til, að það tæki svo mikinn tima og rúm, enda hinu treyst að eiíginn leggi trúnað á. Samgöngurnar. Samgöngur oklcar íslendinga á sjónum skiftast í tvent, að draga vörurnar að landinu og að koma þeim til þess staðar á landinu, sem þarf þeirra mest með. Fyrir striðið var það algengt að bæði seglskip og gufuskip kæmu beint frá útlöndum upp til kauptúna utan Reykjavíkur. Ætlunin var þegar Gullfoss og Goðafoss voru keyptir, að Goðafoss skyldi draga vörur að Norðnrlandi frá útlönd- um, en Gullfoss sigla beint til Reykjavikur. Auk þessa kostuðu hinar eiginlegu strandferðir lands- sjóðs fyrir striðið um 60 þúsundir króna. Auðsjáanlega var lagt tölu- vert kapp á góðar samgöngur hér við land. Þrátt fyrir þetta voru stöðugar kvartanir um samgöngu- leysi, sérstaklega til hafna utan Reykjavíkur. Hvernig er samgöngunum nú varið? í stuttu máli, Reykjavík hefir gleypt næstum allar samgöng- urnar. í millilandasiglingum eru nú 8 skip, 5 af þeim sigla til Bandaríkjanna, 2 til Englands og 1 til Danmerkur. Þessi skip sigla nsfcstum því altaf að eins til Reykja- víkur, að undanteknu steinolíu- skipi landssjóðs, og svo um hæl til útlanda. f strandferðum er að eins eitt stórt vöruflutningaskip, »Sterling«, sem auðvitað er al- gerlega ónógt til strandferða. Það er óþarfi að fjölyrða um nauð- syn á aukning strandferða. Víðs- vegar af landinu koma liáværar kvartanir um ónóga og dýra að- flutninga. Hér skal að eins benl á það bersýnilega misrétti, að jafn- framt því að allar samgöngur til Reykjavíkur hafa aukist í stríðinu, þá hefir Norðurlandsskipið verið tekið af Norðlendingum, strand- ferðir eru lakari nú en nokkurn- tíma áður og næstum þvi engar beinar ferðir frá útlöndum til kauptúna utan Reykjavíkur. Nú er málinu ekki þannig varið, að eigi sé hægt að hafa betri strand- ferðir. Öllum er kunnugt að skip landssjóðs og Eimskipafélagsins tefj- ast stundum svo mánuðum skiftir i útlöndum til að biða eftir út- flutningsleyfi á vörum til íslands. Með öðrum orðum landið hefir á sinni hendi of mikinn skipakost til að flytja til íslands þann nauma skamt af vörum er við fáum frá útlöndum. Af þessári ástæðu stafa biðirnar lil af fylla skipin. Þar sem aftur á móti svo er háttað, að strandflutningar allir eru gersam- lega ónógir, er augsýnilegt að hér er skortur á skiyulagi á samgöng- •unum. Réttast væri sjálfsagt að sleppa alveg einu af millilandaskip- unum, en hin gætu og ættu þegar þau koma frá útlöndum stöðugt að fara í strandferð að einhverju leyti. Þau gætu skifst á, farið á víxl til Norður- og til Austurlands. Með því ynnist, að skipin væru stöðugt i gangi, gætu flutt allar þær vörur er við fengjum útflutn- ingsleyfi á og jafnframt bælt strandferðir að miklum mun. Auð- vitað gætu millilandaskipin ekki þrætt hverja höfn í hvert sinn, en eðlilegt væri að þau færu ekki að eins á hafnir kaupstaðanna fimm, heldur einnig til minni kauptúna á víxla í annari og þriðju hverri ferð. Þar sem samgöngur á sjó eru nú að mestu leyti hjá Eimskipafélagr inu og Landsver.zluninni í félagi, ættu engin vandkvæði að vera á, að koma þessu i framkvæmd. Og um leið og slíkt skipulag kæmist á, væri sjálfsagt að auglýsa löngu fyrirfram hvert skipin færu, þvi að nú er eitt helzta meinið út um land, að kaupfélög og kaupmenn fá enga vitneskju um slíkar auka- ferðir skipa — þó að fáar séu — fyr en um seinan, til að koma vör- unum með. Hinar eiginlegu strandferðir, »Sterlingsferðirnar«, æltu auðvitað að halda áfram eins og áður og væri ferðaáætlun hans samin með hliðsjón af ferðum milllilanda- skipanna, svo hann gæti bætt þær upp. »Timinn« hefir áður réttilega at- hugað hve nauðsynlegt sé að strandferðaflutningsgjöld séu ekki há. Nægur er aukakostnaður á I vörum frá Reykjavik til hafna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.