Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 2
106 T I M I N N kringum land, uppskipun í Reykja- vík, húsaleiga, há hafnargjöld af vörunum, brunabótatrygging og út- skipun, þó að þar við bætist ekki geipihá strandferðaflutningsgjöld. Flutningsgjöld með millilanda- skipum beint frá útlöndum til strandferðahafna, mundu eftir þessu skipulagi verða lítið hærri en nú til Reykjavíkur einnar. Flutningsgjöldin með »Sterling« mættu ekki vera hærri en þau voru 1917. Mjögvarhugaverð er því hækk- un sú á flutningsgjöldum með »Ster- ling« er ákveðin var frá síðastliðnu nýári, og undarlegt virðist, að hvorki heflr hækkunarinnar verið getið í neinuin blöðum, né heldur hefir hún verið auglýst af Eimskipafé- laginu. Hækkunin hefir komið eins og þjófur á nóttu. Sem dæmi upp á hækkun þessa má nefna flutn- ingsgjöld á eftirfarandi vörum, 1917 og 1918. 1917 1918 Mjöl, hveiti, grjón, maíslOOkg 3,00 4,00 Hafragrjón......*........... 3,00 4,50 Sykur....................... 4,00 7,00 Kaffi....................... 4,00 5,00 Kol og salt................. 2,40 3,00 Hestar og naut, stykkið..... 25,00 30,00 Kindur...................... 6,00 8,00 Ull, 100 kg................. 8,00 9,00 Saltfiskur pakkaður.......... 3,00 3,50 Kjöt, tunnan................ 4,00 5,50 Sild...................... 3,00 4,50 Gærur, 100 kg................ 5,00 6,00 Sildarmél................... 2,50-3,40 Upp og niður mun hækkun þessi hafa numið 30 af hundraði. Pegar tekið er tillit til að fjár- málaráðherrann hefir nýlega lýst því yfir, að tapið á Sterling hafi síðustu 5 mánuði ársins 1917 að eins numið 17 þúsundum króna, sýnist hækkun flutningsgjaldanna enn óskiljanlegri. f*ar sem landið hefir áður veitt um 60 þúsundir króna árlega til strandferða, mundi engum blöskra, þó að á þessum stríðstímum hefði tapið orðið 60— 70 þúsundir króna á 5 mánuðum. Það er kunnugt, að kol hafa eigi háekkað í verði eftir nýár og vá- trygging mun nú vera öllu iægri, að'minsta kosli ef satt er að »Ster- ling« hafi áður verið stríðsvátrygð- ur hér í strandferðum! Auk þess hefir »Sterling« farið eftir nýár til Noregs í kjötferð, sem mun hafa borið góðan arð. Þessi viðsjárverða hækkun mun þvi eingöngu gerð til að gróði verði á strandferðum, og er slíkur gróði algerlega óleyfilegur frá sjónarmiði heilbrigðrar framsókn- arstefnu. Alþingi, sem nú situr á rökstól- um, ætti að taka samgöngumálin til rækilegrar yfirvegunar, og í sam- bandi við stjórn Landsverzlunar- innar og Eimskipafélagsins koma skipulagi á samgöngur okkar í þá átt, sem að framan hefir verið nefnd. Eitt er víst, og það er, að í landi eins og íslandi, eru samgöngurnar fjöregg atvinnuveganna, ogþað ekki sízt á þessum tímum. Glúmur. A uglýsiogar. Stjórnarráð, landsverzlun ogEim- skipafélag íslands, þurfa mikið að auglýsa, einkum hið síðasttalda. Er það vafalaust að allmiklu fé er varið til auglýsinga og verður ekki hjá því komist að það sé nokkuð. En af öllu má ofmikið gera. Sá siður er að verða alt of al- mennur, að setja þessar auglýsing- ar i öll blöðin. Fylla þau víst tylft- ina hér í Reykjavík, sem gjarnan vilja sitja og sitja við kjötkatlana. Er og ekkert eðlilegra, meðan eng- in föst regla er til um þetta. En það er öllum Ijóst, að hér er um mikla og alóþarfa eyðslu að ræða. Flestar auglýsingar Eimskipafélags- ins eru um burtfarardag skipa héð- an úr bænum. Fessar auglýsingar þarf alls ekki að birta í vikublöð- unum, og þyrftu ekki að birtast nema í einu dagblaðanna. Það væri þarft verk, ef Eimskipafélagsstjórn- in gerði nú þá ákvörðun í eitt skifti fyrir öll, að hætta að birta þessar auglýsingar í vikublöðunum, og bezt ef hún svo semdi við eitt dag- blaðanna um birting allra auglýs- inga. Einstaka auglýsingar Eimskipa- félagsins og stjórnarráðs og lands- verzlunar þurfa að berast út um landið. I*á nægja dagblöðin ekki. En það er mesti óþarfi að auglýsa í allri blaðahrúgunni. Útbreiddustu blöðin, eitt til tvör, ættu að fá þær, að undangengnu útboði. En Lög- birtingablaðið er í flestum tilfellum alveg nóg. Blöðin missa spón úr askinum sínum, verði þetta ákveðið. En ef þau geta ekki lifað án þessara tekna, þá eiga þau engan tilverurétt. Þá er miklu betra að þau lognist út af. Og þessi endurprentun sömu aug- lýsinganna, ef til vill í tólf blöð- um sömu vikuna, er einhver hlægi- legasta og heimskulegasta eyðsla sem tíðkast á landi hér. Votkoíun á mó. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, hefir hr. Þorkell Þ. Clementz kynt sér móvinsluaðferðir um öll Norðurlönd og gefið bjargráða- nefndum alþingis skýrslu um þau mál. Margföldun kolaverðsins hefir hleypt bráðum þroska í móiðnaðinn hjá frændþjóðunum og leggja þær nú alt kapp á að fullnægja eldsneytis- þörfinni að sem mestu leyti með mó. Nota þær til þess ýmsar aðferðir, sem ekki verður lýst hér. En ein þeirra ber langt af öllum hinum og er hún líklegasti bjarg- vætturinn í eldsneytismálunum. Er það hin svo nefnda votkolun. Höfundur aðferðar þessar er sænski hugvitsmaðurinn frægi, De Laval, sá er smíðaði Alfa-Laval skilvinduna. Er aðferðin einkar óbrotin. Yfirburðir hennar eru þeir, að mórinn er tekinn eins og hann kemur upp úr jörðinni, lát- inn inn i verksmiðjuna og eftir hálfa fjórðu klukkustund kemur hann út úr henni aftur í lullgerðu eldsneyti. Eru það teningsmyndað- ir smákögglar, að fyrirferð fjórði hluli þess sem þeir voru í jörð- unni (25°/o)- Hitagildið hefir auk- ist um 12°/o, úr 5490 í 6160 hita- einingar í kg. við það að leir og önnur efni hafa þorrið í mónum, og sömu- leiðis hefir askan minkað um 25°/o. En eins og gefur að skilja er þessi athugun bundin við ákveðin mó- gæði. Ekki óliugsandi að hitagild- isaukning og öskurýrnun gæti orð- ið enn meiri í annari mótegund. Framleiðslukostnaður.á hverri smá- lest er talinn 16—17 kr. í votkol- unarverksmiðju sem framleiðir 15 þúsund smálestir á ári, og er þá allur kostnaður talinn með, mó- landið sjálft lika. Aðalkostirnir við aðferð þessa eru þeir hversu ódýr hún er, og að engu er þar átt undir veðri og vindi. Nú hefir Þorkell lagt það til við bjargráðanefnd að hér á landi verði reist votkolunarverksmiðja eftir fyrirmynd De Lavals sem framleiddi 5—10 þúsund smálestir á ári, en áður verði að framkvæma rannsókn á mólöndum, því viss mógæði, dýpt mólagsins og stærð þess, séu skilyrði fyrir því að slík verksmiðja sé setjandi á fót. En uppkomin mundi hún kosta um 400 þús. krónur. Og yrði með dugnaði hafist handa þegar í stað ætti hún að geta tekið til starfa þegar á næsta vori. Eru allar upplýsingar f*orkels svo merkar og ítarlegar að ælla má að þingið taki vel við þeim og noti þær til þess að hrinda af stað þeim framkvæmdum sem yrðu að varanlegu gagni. Þyrfti þá síð- ur að grípa til þess óyndisúrræðis »að leggja almenningi hundruð þúsunda í meðgjöf með útlenjdum kolum, eins og gert var í vetur«. Endurminningar Tryggva Gunnarssonar. Þegar Norðlendingar höfðu feng- ið þessar brýr hjá sér, fóru Sunn- lendingar að leita til þingsins um fjárframlag til brúargerðar á Ölvesá. Eg sat þá á þingi og var því mót- fallinn að landið legði fram alt féð. Mér fanst það sjálfsagt að sveit- irnar, sem bjuggust við að hafa mest gagn af brúnni, legðu og fram sinn skerf. Málinu þokaði svo langt á þingi, að samþykt var að fá mann til þess að rannsaka brúarstæðið og gera kostnaðaráætlun. Var til þess fenginn Windfeldt Hansen, dansk- ur verkfræðingur. Hann áleit að brúin myndi kosta um 80,000 kr. Þingmenn Árnesinga fóru nú fram á að þingið veitti alt féð til brúarinnar. Eg sagði í þingræðu, að það væri hægur vandi að heimta en hitt væri sæmilegra, fyrst þörfin á brúnni væri brýn og liagnaður auðsær, að þeir legðu eittlivað fram sjálfir. Svo fór að á þinginu voru veillar 40 þús. kr. til brúar- innar, hitt átli að koma annars- staðar að. Nellemann var þá íslandsráðgjafi, þorði hann ekki að staðfesta brú- arlögin, því að hann var hræddur um að féð myndi reynast of lítið. Leið svo á annað ár að ekkert var gert í málinu. Átti eg tal við Nellemann úm þetta og kvað það ófært að lögin kærnusl ekki í fram- kvæmd. Hann þverneitaði að ráða til staðfeslingarinnar. Taldi það með öllu óvíst að þingið vildi bæta við þeim 20 þús. kr. sem á vantaði eftir áætlun verkfræðingsins, því að gert var ráð fyrir að sýslurnar legðu fram 20 þús. kr. Kvað hann stjórnina geta komist í hinn mesta vanda, ef lögin yrðu staðfest, en fé brysti til þess að fullgera brú- argerðina. Eg ætlaði til Austurlands þá um vorið, með póstskipi, en ís hindr- aði skipið að komast þangað og hélt það til Reykjavíkur. Þaðan hélt það vestur og ællaði að reyna að komast þá leið norður fyrir land. Eg þóttist vita að það myndi ekki komast norður og varð því eftir í Reykjavík. Þaðan brá eg mér austur yfir fjall, til þess að skoða brúarstæðið og heyra skoðanir og álit kunnugra manna. Mér leist fremur vel á alt þar austurfrá. Eftir að eg hafði athug- að málið sagði eg við Thorgríms- sen verzlunarstjóra á Eyrarbakka, að eg haldi að hægt sé að koma upp brúnni fyrir 66 þús. kr. Spurði eg liann hvort ekki myndi hægt að ná saman þeim 6 þús. kr. sem á vanti. Hann og þeir aðrir sem eg talaði við um málið tóku lík- lega í alt og báðu mig að koma á fund á Selfossi, því að þangað ætluðu þeir að stefna bændum. Eg lofaði því og komu á fundinn um 50 bændur. Ræddum við um málið og létu allir svo sem þeim væri einkar umhugað um að brúin kæmist upp og þóttust vilja mik- ið til vinna. Lofuðu þeir að flytja ókeypis 300 heslburði að brúar- stæðinu, frá Eyrarbakka, og leggja til 200 dagsverk við brúarvinnuna. Eg sá að hér var áhugi — en því miður virlist hann hafa dofnað er til framkvæmdanna kom siðar. Rannsókn farþega. Sú venja er nú tekin upp, að um leið og skip sem koma til lands- ins eru rannsökuð, er rannsakaður farangur ferðamanna — hvort þeir hafi ekki þær vörur í fari sínu sem aðflutningur er bannaður á, eða eru tollaðar. Er þelta sjálfsögð ráðstöfún og ber hvorttveggja til,. að farþegar sem ekkert slíkt hafa meðferðis, eiga heimting á að geta hreinsað sig af öllum grun sem oft fellur á menn og í annan stað verður ekki annað talið viðunandi í bannlandi, þar sem almenningur heimtar bannsins gætt tíl hins ítrasta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.