Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 3
TÍMINN 107 Eiðamálið. »Tvenn mér átta svíöa sár, senn er máttur þrotinn«. Síðasta alþingi þáði að gjöf frá Múlsýslungum eignir Eiðaskólans, en batt sér um leið þá skyldu, að halda þar við mentastofnun, sem rekin væri á landssjóðs kostnað. Þingið ákvað jafnframt að á Eið- um skyldi framvegis starfrækja einskonar gagnfræðaskóla. Nú í vetur hafa orðið talsverðar æsingar um þetta mál í sumum sveitum eystra. Þykir því hlýða að skýra það nokkuð og jafnframt gera tilraun til að meta, hverja þýðingu lausn Eiðamálsins hefir fyrir uppeldismál landsins í heild sinni. Svo sem kunnugt er höfðu báð- ar Múlasýslur stofnað og starfrækt búnaðarskólann á Eiðum, en drjúgum hafði landið lagt fé til hans, einkum í steinhús það sem þar var reyst fyrir nokkrum árum. Báðar sýslurnar töldu sig eiga skól- ann. Höfðu sýslunefndir beggja sýslna, og skólanefnd úr þeim hér- uðum, ráð yfir honum. Nú vill svo illa til, að nokkur metingur er með sýslufélögunum eins og glögglega kom fram í útibúsmálinu. Þar að auki er magnaður reipdráttur milli fjarðanna, einkum Suðurfjarða og Héraðsbúa. Varð þetta Eiðum til hins mesta óláns. Eigendur skól- an gátu ekki verið einhuga um rekstur hans. Sveitamenn flestir vildu gjarnan hafa þar búnaðar- skóla. Sjávarmönnum þótti leitt að kosta til allmiklu fé úr efnalitlum sýslusjóði, og hafa þess lítil eða engin not sjálfir. Kom þar að sum- ir Fjarðamenn vildu að skólinn yrði lagður niður, eignirnar seldar og síðan reistir unglingaskólar í einu eða fleiri af kauptúnum Suður- Múlasjrslu fyrir það sem félli í þeirra hlut af dánarbúi skólans. Er þar skemst af að segja, að skorlur á samhygð og velvild í garð skólans dró úr honum fjör og þrótt. Nýtir kennarar voru þar oft. En aðsókn var lítil og fór ekki vaxandi, þótt bætt væru húsa- kynnin. Og þegar ósamlyndi eig- endanna náði því hámarki að ekki varð kallaður saman löglegur, sameiginlegursýslufundur svo miss- irum skifti, svo að unt væri að laga rekstur skólans eftir breyttum kringumstæðum er af stríðinu leiddi, þá fór alt um þvert bak. Úr því var illmögulegl að halda skólan- um áfram. Austfirðingar sáu að þeir gátu ekki bjargað málinu við. Kuldagustur bygðarígsins eyðilagði stofnunina í höndum þeirra. Hún gat varla talist nema liðið lík, sært sextán sárum eins og Hjálm- ar prúði, stofnunin sem Múlsýslung- ar gáfu landinu síðastliðið sumar. Þegar haustaði kom upp sá kvittur meðal hægrimanna eystra, að líkur væru til að einn eða tveir allra efnilegustu kennarar i landinu fengju atvinnu við hinn endur- fædda Eiðaskóla. Og með því að svo óheppilega vildi til, að báðir þessir menn voru ættaðir af Austur- landi, var sveitarígnum enn meiri matur úr sögunni. En svo tilefnis- laus var kviksagan, að alóvíst mun enn þann dag í dag, að þessir menn sæki um störf við skólann, hvað þá meira. Og þótt þeir hefðu sótt um og fengið skólann myndi sú lausn málsins hafa orðið Aust- urlandi til gagns og sæmdar en fráleitt æsingaefni. Enda var ekki lilefnið umhyggja fyrir mentamál- um, eins og síðar mun sýnt verða. Form hins nýja Eiðaskóla er ekki svo ákveðið með lögum, að framkvæmdin fer að mestu eftir því, hvernig tekst með kennara- valið. Og því ræður landsstjórnin. En með því að ný alda er að byrja í uppeldismálum landsins, sem vafalaust hefir innan skamms áhrif á öll skólamál, hefir það geisi- mikla þýðingu hvort Eiðum verð- ur enn kastað á glæ, eða þeir verða fyrsti liður í hinu nýja skólakerfi landsins. Er þvi mikið undir því komið hvort stjórnin ber gæfu til að velja vel úr hinum mikla um- sækjendahóp, sem væntanlega keppir um embættin. Þrjár leiðir er um að gera með Eiðaskólann. Er hin fyrsta sú að gera hann að litlum gagnfræða- skóla, einskonar vasaútgáfu af mentaskólanum okkar. Veita em- bættin langskólagengnum mönnum sem álit er á fyrir séiþekking í einhverri fræðigrein. Skeyta því ef til vill engu þó að þeir menn geri sér það eingöngu til lífsuppeldis að fást við kenslu og séu alls ófróðir og alls áhugalausir um skipulag góðra skóla erlendis og framfarir sem verða í þeirri grein árlega. Upp- skeran yrði eins og við mátti búast: Kuldalegt samlíf kennara og nem- enda. Þekkingarhrall í dönsku og ensku upp á vasann. Hugsunarhátt- ur í mörgum nemendum, sem gerði þá hálf utanveltu í þjóðfélaginu, og lítt undirbúna lífsbaráttuna eins og hún er að verða hér á landi. Annað úrræðið er að laga skól- ann eftir lýðháskólum Dana. Fá þangað snjalla, mælska áhugamenn sem kveiktu áhuga og framfara- þrá í brjóstum lærisveina sinna með fyrirlestrum og kenslu. Að þessu stefna ýmsir hinir víðsýnustu menn á Austurlandi og hefir ann- ar af hinum fráfarandi kennurum Eiðaskólans liaft nokkur áhrif i þessa átt. En sá þröskuldur er á þessari leið, að slíkir tilþrifamenn og ræðuskörungar, sem við þarf, ef vel á að fara, fást ekki i búð- unurn fremur en »djarfhöttur« Egils Skallagrímssonar. Enginn af þeim sár fáu íslendingum, sem hafa haft gáfur, áhuga og þekking er geri þá líklega til að geta stýrt vel slikum skóla, munu sækja um Eiða, sízt eins háværir og hægri- menn hafa kojnið þar fram í vet- ur. Af þeirri ástæðu að enginn, sem fær er að gera góðan lýðskóla úr Eiðum, mun sækja um starf þar nú, er sú leið lokuð. En að gera þar lýðháskóla með kennur- um sem hvorki hefðu náttúrugáfu, þekking á því starfi, né áhuga eða löngun í þá átt, myndi gera seinni villuna verri hinni fyrri. Þriðji vegurinn er sá sem Tím- inn og vinstrimenn í landinu ætla að fara í skólamálum landsins þar sem þeir ráða nokkru um. Má sjá þess vott í stefnuskrá þessa blaðs. Þeir vilja að gerðir séu all margir heimavistaskólar í sveit, slíkir sem Eiðaskólinn getur verið. Hvort þeir heita Alþýðuskólar, Þjóðskólar Gagnfræðaskólar eða eitthvað ann- að skiftir litlu. Að eins að þeir samsvari fylstu þörfum þjóðarinn- ar. Gert er ráð fyrir að í þá skóla gengju á ungum aldri karlar og konur, sem síðar verða máttarstoð- ir atvinnuveganna í landinu: Bún- aðar, útvegs og iðnaðar. Hraust, heilbrigt og starfsamt fólk, sem vel kann að hagnýta sér gæði landsins og skilur framþróun nú- tímans. Af núverandi skólum landsins myndi Hvanneyri einna helst uppfylla þessi skilyrði og er það kennurunum öllum að þakka. En svo broslega fáraðir eru hinir flasfengnu deilumenn Austurlands, sem hæst hafa látið um Eiðamálið í vetur, að engan þeirra Hvann- eyrarmanna hefðu þeir talið gjald- gengan að Eiðum sakir ónógrar skólagöngu. Að vísu kemur það ekki að sök, því að enginn þeirra mun hafa haft hug á að sækja. En það sýnir dómgreind »dómar- anna«. í þeim græna sjó sem útþyntur Nokkrar augnabliksmyndir frá Danmörku og Noregi eftir Bjarna Ásgeirsson. Á dönskum búgarði. Ferðatæki Dana eru nær ein- göngu vagnar og hjól. Þar eru ríðandi menn jafn sjaldgæf sjón og akandi menn til sveita hér. Þar eru líka vegir á alla vegu. Járnbrautir, þjóðvegir héraðs- og einkavegir liggja þar um hvern krók og kima, svo að hægt er að ferðast landshornanna á milli á 1—2 dögum. Má nota til þess hvort sem vill, járnbrautarlest, bíl, hestvagn eða hjól, þykir líka mörg- um hjólin ómissandi eign, og nota þau mikið til ferðalaga bæði á sunnudögum og í öðrum tómstund- um. Gestrisni þarna er ekki eins almenn og hér, sem von er. Mundi mörgum kotbóndanum Þykja »þröngt fyrir dyrum« ef hverjum vegfaranda væri boðið heim. Bæj- irnir þar brosa ekki heldur eins gestrisnislega við ferðamanninum og bæjarþilin íslenzku. Þeir eru flestir bygðir þannig, að öll húsin, íbúðar og gripahúsin standa hvort við annað kringum tígulmyndað- an blett sem nefnist húsagarður. Blettur þessi er steinlagður og svarar til hlaðsins á íslenzku sveita- bæjunum. Þar er venjulega brunn- urinn og þangað liggja dyr á öll- um húsum. Húsastíllinn er ein- kennilegur og gamaldags. Er ekki ósvipað því að bæirnir hafi vaxið smámsaman sjálfir upp afjörðinni eins og hólar. Húsin eru löng og lág og rishá, með kölkuðum stein- veggjum og stráþökum. Þau eru svo köld á vetrum, að ekki má slokkna eldur í arni þegar frost er til muna. Þau eru ekki sérlega tilkomumikil að sjá, en það er einhver umhyggjublær yfir þeim, eins og þau viti af þvi, að þau hafi dregið allar eignir búsins til sín á einn stað, og geymi þær þar, eins og hæna unga undir vængjum sér. Dyrnar eru ekki sér- lega breiðar né hliðið hátt. En þegar komið er inn í húsagarð- inn, finnur maður skjól og öryggi eins og i vígi. Og þegar inn í hús- ið kom, mætti eg oft svo mikilli gestrisni, að hún var fyllilega sam- bærileg því sem bezt gerist hér. Svipaðir bæjunum fanst mér bænd- ur þeir er eg kyntist. Mér virtist sjóndeildarhringur þeirra ekki sér- lega stór, og þeir ekki jafn-áhuga- samir um almenn mál, sem bænd- ur hér. Og bækur sá eg sjaldan hjá þeim nema einstaka búfræðis- bók. Talið hneigðisl líka altaf að búskap og snerist um hann, þeir voru margir glaðir og reifir svo að ekki þurfti að toga út úr þeim orðin. Það hefir líka verið sagt um danska bændur, að þegar þeir væru búnir að kverkja i löngu pipunum sínum, sem þeir.eiga allir og nota, og byrjaðir að rabba um búskapinn, þá rnegi sá vera ánægð- ur sem veit hvar þeir byrja, því að sjálfur guð viti ekki hvar þeir hætta. En oftast inunu þeir vera einhverstaðar nálægt búskapnum, því að þar eru þeir heima. Þeir eru líka sinnandi sínu og búsýslumenn svo miklir, að þar hafa ísl. bænd- ur næstum alt af þeim að læra. Og þetla er ofur eðlilegt. Vinnu- semin liggur þeim í blóðinu gegn- um marga ættliði, en menning þeirra er liltölulega ung. Bænda- kúgun var feikna mikil þar í landi á miðöldunum, og dró allan kjark og menningu úr bændastéttinni og hefir eimt eftir af því lil skamms tíma. Enda var bændalítilsvirðing- in orðin svo megn aA-orðið »bóndi« og »bóndalegur« (bondsk) eru þar enn þá einhver hin mestu skammr aryrði. Sá titill er þar orðinn nokkurskonar töturklæði sem ekki þykja hæf nema til skarnverka, og með öllu ósamboðin hinni ötulu mönnuðu stétt,, sem með spar- semi, atorlcu og samvinnu hefir unnið sér það orð, að vera bezta búmannastétt heimsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.