Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 4
108 T í M I N N háskóli Dana og mentaskóli íslend- inga hafa skilið eftir i uppeldis- málum þjóðarinnar, er að fara for- görðum hin forna heimilismentun íslendinga. Er þó nú svo komið, að sú líftaug mentamála okkar er farin að vekja athygli hinna fram- sýnustu manna. Jafnhliða þessu hafa hinir sömu menn, sem í góð- um tilgangi en af litlum skilingi, hafa brotið niður okkar þjóðlega uppeldi, vanrækt að leiða hingað heilnæma strauma úr uppeldis- reynslu helztu mentaþjóða heimsins. Á þessum vegi verður innan skamms að nema staðar, og bæta fyrir gamlar syndir. Heimilismenn- ingin hefir bezt haldist við í sveit- unum. Skólar sem eiga að styðja hana eru og bezt komnir í sveit- unum. Þá verða skólarnir að vera heimavistaskólar með heimilissniði. Þar sem tilgangurinn er að neyta góðra fordæma innlendra og út- lendra, þá er það sjálfgefið, að er- lend reynsla um heimavistaskóla er mest og bezt í enskumælandi löndum, bæði i Bretlandi og Ame- rfku. Þeir sem eiga að stýra hin- um nýju alþýðuskólum þjóðarinn- ar, verða því fyrst og fremst að móta starf sitt eftir tveim fyrir- myndum: íslenzkri sjálfmentun eins og hún hefir bezt verið í sveítum hér á landi og fgrirmyndar heima- vistaskólum i löndum Engilsaxa. í þvilikunv skólum myndi alast upp heilbrigð og dáðmikil kynslóð, fær til að geyma arf feðranna, án þess að verða undir í samkepni við aðrar þjóðir. Næst þvf að þessir skólar verði fyrirmyndar heimili, sambland hins bezta sem þjóðarreynslan og reynsla stórþjóðanna hafa skapað, verður það hlutverk þeirra að gæta jafnvægis við líkamlega og andlega áreynslu, kenna ekki ein- göngu bókleg fræði heldur og vinnubrögð. Gæta þess enn fremur að námið verði að nokkru leyti sniðið eftir hverjum manni. í því er fólgið eitt af aðalatriðum okkar fornu heimilismenningar. Andstæða núverandi skóla, að sníða öllum sama stakk, er ein af þeirra höfuð- syndum. Til þess að stýra slíkum skólum er gagnslaust að velja menn, sem gangast að eins fgrir kaupinu, en eru áhugalausir um uppeldismál og trúlausir á viðreisn þjóðarinnar. Áhersla hefir verið lögð á það af sumum mönnum eystra, að kenn- arar á Eiðum yrðu háskólagengnir. Frá þessu sjónarmiði skiftir það ekki miklu. Meira að segja er sá örðugleiki fyrir flestum okkar há- skólagengnu mönnum, að sambúð pilta'og kennara í mentaskólanum hefir ekki gefið þeim sérlega háar hugmyndir um góðan heimilisbrag i skólum. Jafnvel komið inn í fjölmarga óbeit á skólastarfsemi. Geta þeir sem vilja kynt sér dóma Einars Kvaran, Gests Pálssonar og fleiri gáfumanna, um mentaskóla- lif i Reykjavík á þeirra dögum. En aðal atriðið hér sem annar- staðar er það að sleppa öllum formsgorgeir og velja til starfana óspilla, þróttmikla og áhugasama menn, sjátfmentaða eða háskóla- gengna, eftir þvi sem verkast vill. Hinir háskólagengnu stæðu að því leiti engu betur að vígi, að þeir þyrftu jafnt sem hinir að nema að nýju, áður en þeir gætu leyst hið vandasama starf vel af hendi. Einn höfuðkostur heppilegra kenn- ara við slika skóla væri það, að skoða sig aldrei sem fullnuma, vera altaf að leita, alt af að nema. Hinsvegar er sá hugsunarháttur banvænn, að þykjast hafa uppfylt öll skilyrði með prófi eða öðrum álíka undirbúningi. Ef stjórnin bæri gæfu til að velja menn að Eiðum, sem líklegir væru til að starfa við skólann í þessum anda, myndi það hafa afar mikla þýðingu. Pá væri byrjað á við- reisnarverki sem annars myndi dragast nokkur ár enn. Þá væri stigið spor í rétta átt. En að litlu eru hafandi raddir þær af Austurlandi sem hæst hafa látið nú í vetur um Eiðamálið. Fyrst og fremst eru þær ómur af hinum gömlu væringum sem kyrktu búnaðarskólann og engan rétt eiga á sér. 1 öðru lagi stafa þær frá grunnfærnum hávaðasömum hægri mönnnum, sem nota hvert tæki- færi til að þyrla upp ryki móti landstjórninni. í þriðja lagi verða hinir framsýnu og góðgjörnu menn á Austurlandi að gæta þess að skólinn er nú eign allrar þjóðar- innar. Gengi lians eða vansæmd er heill eða minkun landsins alls. Að- sókn að skólanum er að litlu leyti bundin við nágrenni. T. d. eru nú í einum skóla á Suðurlandi 25°/o af nemendum úr einni sýstu Norður- lands. Austfirðingar mega því ekki vera alt of kröfuharðir að ráða um fyrirkomulag sltólans. Þeirra beztu menn hafa átt að stjórna honum á undanförnum árum, en ekki get- að, af því að þeirra lélegustu menn hafa alið á sundrung og rógi, svip- uðum því sem birtist í Austra fyrir áramótin. Nú er það skylda þjóð- arinnar í heild sinni að sjá skól- anum farborða, og fyrir þjóðina alla á hann að vinna. En það er sérstaklega í þágu íslenzkra upp- eldismála, ef mætir menn á Héraði geta skapað friðsamt og heilbrigt andrúmsloft kringum hinn endur- fœdda Eiðaskóla. Ósigrar og gengis- leysi búnaðarskólans er búið að sýna Austfirðingum nógu greinilega, hvílíkt ólán er að því að gefa há- vaðamönnum og sérgæðingum of lausan tauminn um alþjóðar mál. Kennari. Amerískir landbúnaðarháskólar. Eftir Halldór Vilhjálmsson skólastjóra. ---- (Frh.) Samt eiga allir kost á að fræð- ast á þessum góðu skólum, eftir efnum, tíma og öðrum ástæðum, og skal þess frekara getið: 1. 4 ára landbúnaðarnám með burtfararprófi. 2. Styttri landbúnaðarnám: a. 2 ára nám, b. 1 árs mjólkurnám, c. stutt vetrarnám, 12—14 vikna, aðallega ætlað bændaefnum, sem undirbúningur undir skólann, eða 1—2 vikna bændanámsskeið fyrir eldri og yngri bændur og bænda- efni, d. sumarnámskeið fyrir kennara. Kenslunni er auðsjáanlega þannig hagað’ að öllum er gert mögulegt að sækja skólann, til þess að hafa gagn af að sjá og heyra öll þau ósköp, sem þar er á boðstólum. Á landbúnaðarháskólanum í Iowaríki er kenslunni skift í 4 höfuðdeildir: 1. Verkfræðingar. 2. Dýralæknar. 3. Búfræðingar. 4. Náttúrufræðingar. Tökum vér 4 ára búfræðis- námið sérstaklega, skiftist það í 8 greinar með 49 kennurum: 1. Jarðræktarfræði, (grasafræði, gerlafræði, vatnsveitingar, jarð- vegs eðlisfræði o. s. frv.) 10 kennarar. 2. Mjólkurfræði, 7 kennarar. 3. Búfjárfræði, 9 kennarar. 4. Landbúnaðarvélar, verkfræði og og iðjufræði, 6 kennarar. 5. Landbúnaðarkensla, 2 kennarar, 6. Landbúnaðar-blaðamenska, 1 kennari. Fólkið. Danir eru menn viðfeldnir í umgengni og svo kurteisir, að mör- landanum finst nóg um, alténd fyrst í stað. Þeir eru glaðværir, léttlyndir og verður alt að hláturs- efni. Þegar þeir eru í samkvæm- um, er glaumurinn og hávaðinn oft svo mikill að helzf'minnir á bjargfuglaklið. Þá talar og hlær hver í munninn á öðrum. Eitt var það í fari þjóðarinnar, sem eg rak strax augun í, hve stéttaskiftingin var alstaðar greinileg. Þótti mér það all einkennilegt með þjóð, sem jafn langt er komin með alla al- þýðumenning. Næstum alstaðar virtist djúp staðfest milli húsbænda og hjúa. Viða þúuðu húsbændur hjúin, en þau þéruðu þá, eða húsr bændurnir þéruðu hjúin, en þau ávörpuðu þá í »þriðju persónu«. í kaupjstöðum var stór gjá milli eignamanna og vinnulýðs, fjölskyld- unnar og vinnufólksins, og í sveit- unum á milli aðalsins, bændanna og hús- og vinnuíólks. Hver stéttin virtist mér halda sig sér og um- gangast sem minst aðrar, bæði í dag- lega lifinu og samkvæmislífinu. Og yfirleitt munu giftingar í þá stéttina sem álitin er standa neðar, illa þokkaðar og sjaldgæfar. Á bænda- setrum t. d. þar sem margir bænda vinna með fólki sínu og borða við sama borð, a. m. k. einhverja máltíð, eru hjúin látin búa í útihúsum og stíga varla fæti sinum í aðalíbúð- arhúsið, nema helst kvenfólkið sem oft er þar að starfa ýmislegt innanhúss. Þetta er hið eina í bú- skap Dana, þar sem eg álít þá standa að baki íslendingum. Þetta vekur óánægju og kala hjá hjúun- um, þau vinna ekki með eins miklum áhuga og húsbóndahoH- ustu, og á að minu áliti, ekki all- lítinn þált í því hve dönskum bændum gengur illa að fá vinnu- hjú og hve fólkið streymir ört til kaupstaðanna/ Ekki veit eg hvort það er danskt þjóðareðli, þetta sem mér fanst eg finna hjá dönsku bændunum, þröngur heimabundinn hugsunarháttur. En mér finst ekki ástæðulaust að svo væri. Landið er ekki víðsjmisins land. -Útsýnið er næstum hvergi nema úr þeim turnum sem menning þjóðarinnar hefir bygt sér, en að þeim eiga fæstir aðgang. Þessar fáu hæðir sem landið sjálft á, eru betur til þess fallnar að byrgja útsýnið en auka það. Þannig verður alt til að beina augunum niður fyrir fæturna, á umhverfið. Og þegar það svo brosir á móti fult unaðar og rík- dóms, þá er ekki að undra þó að þessi hugsun vakni: hér er oss gott að vera. Þeim hefir líka tekist að fara þannig með þetta land, að snild er að. En reynslan sýnir að jafnvel Himmelbjerget hefir ekki verið nægilega hátt þegar þurft hefir að skygnast út yfir hafið, t. d. til íslands. Þekking almennings á því og högum þess er framúr- skarandi bágborin. Hefi eg oft orð- ið að svara þeim fáránlegustu spuriýngum, sem eg annars hefi ekki trúað að danskur maður léti falla. Er helst að heyra að margir áliti landið liggja einhvers- staðar í nánd við eyjarnar Láland og Falstur eða Borgundarhólm. Aðrir eru þeir sem engan mun vita á því og Grænlandi, og blanda saman sögum um Eskimóa og ísbirni er þeir tala um ísland. Jósk hefðarkona spurði einu sinni kunningja minn hvort nokkurt kvenfólk væri á íslandi. Hún hefir sennilega álilið það nokkurskonar verstöð, sem körlum einum væri lifvænt i. Það er heldur ekki við að búast að almenn þekking á landinu sé mikil, eftir þvi sem um það er kent t. d. í barnaskólunum. í landafræðinni eru að eins örfáar línur um það, þar sem getið er um Heklu, Geysi og Reykjavík. Samt get eg ekki annað sagt en að eg mætti framúrskarandi við- tökum og beztu óskum í garð íslendinga, hvar sem og kom úti á landinu, hjá öllurn sem áttuðu sig nokkuð á þeim. Stöku sinnum varð eg þó var við stórdanskan hugsunarhátt, einkum í bæjunum, sem aðallega kom fram í ónotum út af fánanum og skilnaðarpólitík- inni íslenzku: Einu sinni var eg á skemtisamkomu úti á landi, og var beðinn að syngja íslenzka þjóðsönginn. Eg söng en hljóp yfir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.