Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 7
T í M I N N 111 ekki einföldustu verkstjórnarreglur, svo ætla niætti að fleira kynni að vera óábyggilegt í þessari ritsmíð hans. Segir hann meðal annars að vinnuaðferðirnar séu margar við satna verkið og efi leiki á því hver sé bezt. Verður fyllilega skilið á orðum hans að hyggilegast sé að nota sína aðferðina í hvort skiftið. Hann, þessi kennari okkar í verkstjórn, hefir ekki numið þessi einföldu vinnuvísindi. »Það verður hverjum að list sem hann leikur«. þau segja afdráttarlaust að bezt sé að hafa eina aðferð og æfa hana vel. (Frh.) Rsðíumsjóður íslanðs stojnaðnr. Eins og áður hefir verið getið í blöðunuin beittust Oddfellowar fyr- ir því í vor að koma radíum-mál- inu í framkvæmd, með því að gangast fyrir fjársöfnun til Radíum- stofnunar. Áður en Oddfellowar tóku málið að sér voru komnar nokkrar stórgjafir til fyrirtækisins. Oddfellowar kusu sín á meðal níu manna nefnd, er unnið hefir síðan að fjársöfnun og undirtektir verið svo ágætar að hægt var á laugar- daginn að stofna hér Radíumfélag: »Radíumsjóð íslands«. Nú er alls safnað í innborguðu fé og loforðum um 150,000 krónur. Auk þeirra 27,000 kr., sem safn- ast höfðu, áður en Oddfellowar tóku málið að sér, eru nú komin lof- orð fyrir um 40,000 kr. gjöf frá Oddfellowum og 83,000 frá félög- um og einstökum mönnum. Hæstu gefendurnir utan Oddfellowa, eru Thor Jensen stórkaupmaður með 20,000 kr„ »Bragi« með 3000, Elías Stefánsson með 2500 kr„ og ýmsir með 1000 kr„ 500 kr. og minni upphæðir. Stjórnir í nokkrum fé- lögum hafa lofað álitlegum fjárhæð- um, að áskyldu samþykki aðalfunda. Þar næst voru samþykt lög fyrir Radíumsjóðinn, en samkvæmt þeim getur hver sá orðið félagi í sjóðn- uin, sem leggur fram 100 króna tillag. Hver félagi hefir 1 atkvæði án tillits til þess hvað hann hefir lagt fram. 1 stjórn vou kosnir þessir menn og hafa skift þannig með sér verk- um: Thor Jensen stórkaupm. (for- maður), Halldór Daníelsson yfir- dómari (varaformaður), Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður (rit- ari), Jón Laxdal stórkaupmaður (gjaldkeri) og Sæmundur Bjarnhéð- insson prófessor. Varamaður i stjórnina var kjör- inn Eggert Claessen yfirréttarmála- flutningsm., endurskoðendur Jón Pálsson bankagjaldkeri og Morten Hansen skólastjóri, til vara Matthí- as Einarsson læltnir. Pað er tilætlunin, að vinda eins bráðan bug og hægt er að því að koma Radíumstofnuninni á fót og getur hún væntanlega tekið til starfa einhverntíma á þessu ári. Myndir úr lífinu. I. Síðan tók að hylla undir það, að samvinnuskipulagið um verzlun mundi taka kúfinn af ágóða þeirra manna sem lifað liafa undir lög- málinu að kaupa sem lægstu verði og selja aftur sem hæztu verði, hafa menn hugsað upp ýmsar aðr- ar aðferðir til þess að geta haft haga af viðskiftunum. Og ein leið- in er vátryggingarnar. Enginn hefir skip í förum án þess að hafa það vátryggt, og enginn flytur vörur landa í milli án þess að kaupa á þeim trygging. Kostn- aðurinn við þessar tryggingar legst skiljanlega á vöruna sem flutt er, lílca kostnaðurinn við að tryggja skipið. Síðan ófriðurinn hófst er fallinn sérslakur kostnaður á vöru- flutninga og siglingar milli landa, og er það liin svonefnda stríðsvá- trygging, og er hún margfalt dýr- ari en venjuleg sjóvátrjrgging. Kvað jafnvel hafa komist upp í 15°/o- Er það nú segin saga að mjög mikið er undir því komið að ekki þurfi að gjalda nema sann- gjörn laun fyrir tryggingar þessar. En bæði er það, að ýmislegt bend- ir til að í þessu efni hafi »óþarfir milliliðir« haft verzlun landsmanna að féþúfu, og eins er hitt, að heyrst hefir um allvoldug samtök, nýtil- komin, sem miði að því að ná þessum viðskiftum undir sig hér á landi. Er það því ekki úr vegi, að gert sé aðvart um, að hér sé á ferð- inni ein hættan sem orsakað getur að ósmár skildingur renni að ósekju úr vasa almennings í sjóð þeirra manna sem hér eru að »fjá£gflun«. En að það geli numið fjárnæðum sem um munar, sést bezt á því, að ekki alls fyrir löngu kom það fyrir, að útgerðarmenn heyrðu (kvik?)-sögu um kafbát á næstu grösum, urðu þeir skelkaðir og þorðu eigi að sigla flota sinum til veiða óstríðsvátrygðum, kölluðu þeir því tryggingamann á fund sinn sem bauð þeim ekki betri kjör en það, að á þeirri sömu stundu sem þeir sömdu við hann um trygging skipanna töpuðu þeir 60 þúsund- um króua, miðað við það sem til boða stóð annarstaðar. En fjártjón- ið þeim jafn tilfinnanlegt fyrir það, þótt ósannar upplýsingar en ekki önnur óforsjálni orsakaði að »svo fór um sjóferð þá«. Bréf úr Þingeyjarsýslu. Ungmennafélögin hér halda í vetur unglingaskóla í þrjá mánuði á Breiðumýri. Við hann kenna Björn Jakobsson leikfimiskennari, sem dvelur í vetur á æskustöðvum sínum, og Arnór sonur Sigurjóns Friðjónssonar á Laugum, áhuga- samur kennari og vel mentur. Svo er til ætlast að þetta verði byrjun að sýsluskóla fyrir Suður-Þingeyj- arsýslu. Áhuginn fyrii þessu máli er mikill og eins og stendur er hægt að gera sér vonir um að þarna rísi upp innan skam’ms fyrirmyndar heimavistaskóli, sem sniðinn verði að allmiklu leyti eftir nýju skólunum ensku. Það er ánægjulegl til þess að vita, að ungmennafélögin gangasl fyrir framkvæmdum á þessu sviði. Pað er þeim svo skylt. Við skóla þennan lialda ýmsir bændur úr sýslunni fyrirlestra. Eru þessir tilnefndir: Indriði skáld á Fjalli, Jón Sigurðsson á Ystafelli, Jónas Porbergsson á Arnarvatni og Þórólfur Sigurðsson í Baídurs- lieimi. Ungmenuafélagið í Reykjadalnum hefir haft forgöngu að öðru rnjög inerkilegu máli. Það hefir komið á póstgöngum um hreppinn. í hvert sinn þegar vestanpóstur er kominn í Einarsstaði, bera nokkrir sjálf- boðaliðar bréfin og blöðin á hvern bæ í sveilinni. Menn skifta með sér þessari kvöð. í fyrslu voru margir mjög vantrúaðir á þessa framkvæmd, en nú mun varla sá maður til í hreppnum, sem vildi að þessi þarfa framkvæmd legðist niður. Ekki er ólíklegt að í öðrum héruðum verði tekinn upp þessi siður. Og það væri einstaklega skemtilegt, ef ungmennafélögin vildu sein víðast inna af hendi þessa þegnskylduvinnu. Slcinfaxi. Skaftfellingur. Skaftfellingar munu eiga einna örðugast um aðdrætti allra lands- manna, og valda því hafnleysurn- ar. Strandferðaskipin hafa orðið þeim að litlu liði, sakir þess að oft hittist svo á þegar þar átti að lenda, að eigi var hægt að athafna sig í aðalhöfn vesturs^'slunnar, Vík í Mýrdal. Nú hafa Skaftfellingar bundist samtökum og eignast mótorskip, sem þeir nefna Skaftfelling og ný- komið er hingað heim, Er það vel lagað til siglinga, 72 fet að lengd,’ 17.1/* fet að breidd og 9 fet að dýpt. Ber um um 50 smálesta farm. í skipinu er 48 hesta Alpha- vél og önnur fjögra hesta vél á þilfari til þess að hetja upp úr lestinni. Var Skaftfellingur smíðað- ur í Danmörku samkvæmt samn- ingi sem gerður var 1916, kostar hingað kominn um70—80 þús. kr. og mun það liltölulega lágt verð. í ráði er að gert verði skýli yfir tíu farþega á þiljum, þegar því verður við komið. Skipstjórinn er Jón Högnason frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal. Leggur skipið nú full- fermt til fyrstu ferðarinnar til Víkur, en ætlað mun því að fara árlega eina ferð austur í Skaftárós en annars mun það haft í förum milli Reykjavíkur, Veslmannaeyja og Vílcur. Er það Lárus Helgason á Kirkju- bæjarklaustri sem einkum hefir beist fyrir þvi að Skaftfellingar réðust í þelta fyrirtæki, en eini utansýsluliluthafinn mun yera Slát- urfélag Suðurlands sem ætlar sér að nota skipið til kjölflutninga að haustinu frá félagsdeildunum i Borgarnesi og Vík. „Endalykt reikningsskilanna“. ísafold er glöð í bragði yfir því í vikulokin síðustu, að nýútkominn landsreikningur fyrir árið 1916 beri ekki með sér að skakkað hafi hálfri miljón í reikningsskilum langsumstjórnarinnar fyrir viðskift- um landssjóðs og landsverzlunar, og mun hún liugsa sér og sínum skjólstæðingum að sleppa við svo búið. En af alveg sérstökum ástæð- um vanst ekki tími til að vinna úr þessu nýja »innleggi« í málinu, en það skal verða gert og birt i næsta blaði. G. M. Kréttir. Tíðin er enn afbragðsgóð og hefir nú ekki komið frostnótt hér um slóðir í hálfan mánuð. Tún eru orðin skrúðgræn og langt komið að vinna á. Byrjað að setja kartöflur í garða. — Ágætur afli í Vestmannaejjum, í Reykjaness-ver- stöðum og Hafnarfirði, en litill á Akranesi. Próf. Á Stýrimannaskólanum hafa 26 menn lokið hinu almenna stýrimannaprófi og 8 fiskiskipstjóra- prófi. — Próf eru afstaðin á verzl- unarskólanum. — Utanlands hafa tveir synir Odds lyfsala Thórar- ensens á Akureyri, Stefán og Oddur, lokið lyfsalaprófi. Og Jó- hanna dóttir Magnúsar bæjarfógeta Torfasonar, lokið fyrri hluta þess prófs. Dönsku landsþingskosningunum lauk svo að hinir hægfara vinstri- menn fengu 6 sæti, jafnaðarmenn 3, hægrimenn 2 og frjálslyndari vinstrimenn (stjórnarflokkurinn) 1 sæti. Standa svo sakir í landsþing- inu að stjórnarandstæðingar eru 44 en fylgismenn stjórnarinnar 28. Borgflrsku skólarnir, Hvann- eyrar, Hvítárbakka og Hvítárvalla eru nú allir hættir störfum. Fór kensla fram á Hvanneyri að öllu leyti sem venjulega, þrátt fyrir brunann. Hlutu fimm ágætis eink- unn af þeim sem útskrifuðust og voru fjórir þeirra Þingeyingar. Á Hvítárbakka voru 35 nemendur. tJtibú á Selfossi. Alt er orðið fastákveðið um það, landsstjórn og bankastjórn sagt sitt síðasta orð og sýslunefnd Árnessýslu samþykt nálega í einu hljóði og æskt þess að búið tæki til starfa sem fyrst. En seinþreyttir eru þeir sem mál- «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.