Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 6
110 T í M I N N útvegi en laudbúnaði, þar sem á fyrsta ársfjórðungi, er atvinna bregst við sjáfarútveginn verða atvinnu- þyggendur hans handbendi lands- sjóðs. Eg tel víst að fátt sé um svo efnaJega illa stæða atvinnu- þyggendur við landbúnaðinn, að þeir ekld gætu lifað á leifun- um eitt eða tvö missiri. Enda mun enn þá enginn maður er atvinnu hefir við landbúnað hafa þegið hjálp frá landssjóði, en sem kunn- ugtermargir sjáfarverkamenn. Mér virðist jafnvel að nú hafi komið i ljós að sjáfarmönnum hefði verið betra að eiga enn þá sínar opnu íleytur, og róa sjálfir á sinum eigin bátum, enda munu þeir, sem enn þá eiga báta sína og altaf hafa stundað útræði með gamla laginu, vera bezt stæðir af sjáfaralþýðu- mönnum. Svona gefst það að vera í öllu kominn upp á auðmenn og útgerðarkónga. það eílir nefni- lega alls ekki almenna velmegun þótt örfáir einstakir menn raki saman auði. það vantar ekki að mikill gróði hefir orðið á stórútgerðinni, en sá gróði hefir allur farið í fárra manna hendur, en almenningur nýtur þar minst af. Stríðsgróði sjáfarútvegsmanna hefir reyndar orðið margfalt meiri en stríðsgróði bændanna, sem svo mikið er um talað, en hann hefir allur lent í örfárra manna höndum, verkalýðurinn sem nú reyndar hefir mest haft fyrir, situr eftir með lítið annað en örbirgðina. Þegar áhætt- an vex við útgerðina og tvísýnni verður vonin um mikinn gróða, hlaupa gróðamennirnir burtu frá bjargarlausum og óvitrum öreiga- lýðnum. Prátt f^TÍr alt hjalið um bænda- gróða hefir almenningur haft þá föstu trú, að landbúnaðurinn gæfi lítið af sér, og væri rir en erfið atvinna, þess vegna hafa menn kepst við að flytja sig úr sveitinni í kaupstaðina. Þetta hefir reyndar verið bygt á mjög einhliða skoðun. Menn hafa altaf mikið viljað miða peningatekjur sveitamanna við peningatekjur sjáfarinanna, en ekki gætt þess hvað margt sveitamenn fá af búum sínum í vörum, er ganga til framfærslu heimilisins, en sem sjáfarmaðurinn verður að kaupa eða þá annað þess í stað. Að velmegun er og hefir altaf ver- ið miklu betri i sveitinni en við sjóinn, sannar ekkert betur en það hvað sveitamenn þola að eyða miklu í gestrisni, er segja má að alls ekki eigi sér stað í kaupstöð- unum, þar sem segja má að eng- inn hafi ráð á að gefa ókunnug- um manni kaffisopa. Sveitamenn margir hafa reist gestastofu og gestasvefnherbergi, þar sem þeir veita ókeypis gisting, aðhlynning og höfðinglegar viðtökur og góð- gerðir hverjum sem að garði ber, jafnvel án manngreinarálits og kunningsskapar, og efnahagur þeirra virðist þola þetta vel, en slíkt væri ómögulegt ef tekjurnar væru ekki mjög miklar, en þær eru að meiru en helmingi í öðru en peningum, og það hefir margan vilt. þjóðinni væri það vissulega mik- ið happ, kæmist hún nú við dýr- keyptar sannanir reynslunnar til viðurkenningar á þeim sannleik, að það er landbúnaðurinn er velmeg- un hennar og framtíð byggist á, | að vísu án þess að vanrækja notk- un sjáfararðsins á hagkvæman hátt. Eg ann sjáfarútveginum þrátt fyrir það, sem hér er sagt, en eins og enginn í sjálfu sér er lastaður, þótt einhver sé lofaður, þá er sjáf- arútvegurinn ekki lastaður þótt landbúnaðurinn sé lofaður, því að þeir atvinnuvegir eru einkar vel fallnir til að styðja hvor annan, ef þeir eru reknir með nógri fyrir- hyggju um nútíðar og framtíðar- hag allra landsins barna. Indriði-Giiðmimdsson. Yefkráöendur og Tinnendur. Herra Jón H. Þorbergsson ritar alllanga grein í 4., 5. og 6. tbl. »Tímans« þ. á. með fyrirsögninni »Verkráðendur og vinnendur«. Er grein þessi að mestu illyrði í garð verkafólks landsins. Heildardóm- urinn, sem greinarhöfundur kveð- ur upp yfir verkafólkinu er þessi: »Um engan mann verður það sagt með sanni, að hann hafi full- komið verksvit. Hjúin sýna óhlýðni, vinna oft með hangandi hendi, viðhafa mögl og fjas um það, sem þau eiga að gera.- Flest hjú eru þannig að þau verða að hafa yfir sér vakandi augu húsbóndans svo störf þeirra komi að notum. Vinnu- tíminn eyðist í eintómt mas«. »Leti og ósvífni« eru einkunnirnar sem þessi ungi stórbóndi á Bessastöð- um gefur vinnufólkinu. Fyrir nokkrum árum kyntist eg bónda, sem hafði um 20 vinnu- hjú. Vana viðkvæðið var hjá bónda þessum, þegar lokið var einhverju starfi: »Þakka ykkur kærlega fyr- ir. Þetta hefir gengið ágætlega«. Jón H. Þorbergsson myndi hafa sagt: »Hafið þið skömm fyrir let- ina og ósvífnina«. Þakklátssemi bóndans sem eg nefndi áðan hefir sjálfsagt bygst á því, að hann hafi séð að hjúin unnu eftir ástæðum vel. Engar sennilegar líkur eru til þess að til hans hafi eingöngu valist þau »fáu góðu hjú« sem J. H. í\ talar um. Bóndinn var nálega tveggja maki í hvívetna, svo ekki var hér til að dreifa þekkingarleysi á starfinu og taksmestu og sparsömustu efnast. Og þar sem allur fólksstraumurinn liggur lil kaupstaðanna eins og þar, rennur arðurinn af búskapn- um þangað smátt og smált, í vös- um þeirra er jarðirnar selja og setjast þar að. það er líka komið svo, að mikill hluti hinna raun- verulegu jarðareigenda eru þen- ingamenn í borgunum, þó að bænd- ur hafi eignarhaldið og umráða- réttjnn. Allur þorri jarðanna er að meira og minna leyti veðsettur. Um stríðsbyrjun var jarðarverð- ið um og undir 1000 kr. fyrir tn. lands ásamt húsurn og kvikfénaði, að nokkru eða öllu leyli. Nú var þetta verð orðið algengt fyrir jarð- irnar kvikfénaðarlausar. Og ein jörð vissi eg til að var seld síðast- liðinn vetur fjTÍr 2000 kr. hver tn, Iands (c. 1290 kr. fyrir dag- sláttu). f*egar verðið er komið svo hátt mega jarðirnar gefa nokk- uð af sér til að búskapurinn geti borið sig. Og þeir mega hafa nokk- uð handa á miili sem búskap ætla að byrja á svona jörðum. Enda hafa þeir greiðan aðgang að láns- stofnunum með góðum kjörum. Án þeirra gæti búskapurinn ekki þrifist. í ófriðnum, einkum eftir því sem á hann hefir liðið, hafa danskir bændur átt mjög við ramman reip að draga um að halda öllu í horfinu. — Framanaf, á meðan samgöngur voru nokkurnveginn óhindraðar og verzlunin frjáls, græddu þeir margir, einkum hinir stærri. En eftir því sem lengra hefir liðið hefir blaðið snúist meir og meir við. Heíir framleiðslan orðið örðugri sökum aðflutnings- teppu og dýrleika á útlendum fóð- urtegundum og áburðarefnum og markaðirnir utan landsins þrengst og lokast. Ofaná þetta bætast álög- ur og ýmiskonar þvingun innan- lands, sökum dýrtíðarráðstafana þings og stjórnar. Koma þær tvö- faldar niður á bændunum. Fyrst með hámarksverði á vörum þeirra, sem t, d. á kornvörum fór langt niður fyrir það verð sem var á útlendu fóðurméli er þeir urðu að kaupa í staðinn, því að bannað var að nota innlendar korntegundir til skepnufóðurs. 1 öðru lagi kom það fram og kemur hér eftir — í auknum álögum til að standast ýmsan kostnað sem af stríðinu leiddi og borga lán sem tekin voru lil dýrtiðarhjálpar, sem þó mest lenti hjá kaupstaðabúum. Þeir lifa aðallega á verzlun og iðna$i, sem nú eru hvorutveggja stórkostlega lamað, og verða því að láta nokk- uð af þunga sínum hvíla á land- búnaðinum á meðan hann rís undir því, hve lengi sem það verð- ur. Danskur landbúnaður hefir þvi líka sínum hnöppum að hneppa. Enda er hann sá grunnur sem framtíð þjóðarinnar byggist á. (Frh.) verkstjórn. Mér kemur í hug að það hafi ef til vill verið aðalástæð- an fyrir þakklátssemi þessa mæta manns, hvað hann var sjálfur vel fær í öllum störfum og verkstjórn. Því bendi eg á breytni þessa bónda gagnvart vinnuhjúunum, að mér er það ljóst, að hefði hann vitað um vinnubrögð hjúanna hefði dómur hans orðið á alt annan veg en hjá J. H. Þ. En því skal bætt hér við, að hjúunum var það jafn- an kappsmál, að inna verlc sitt vel af hendi og þyrfti að vanda um við þau, var það ekki gert með særandi lítilsvirðingar orðum. Eðlilega eru ekki allir jafn færir til vinnu. Liðléttingar eru til í öll- um stéttum þjóðfélagsins. En að góðu hjúin séu »nauða fá«, eins og J. H. P. kemst að orði, hygg eg. að sé rakalaus sleggjudómur; kastað fram athugunarlaust. Hér er algengt að sjá menn í vinnu svo hundruðum skiftir dag- lega, án þess að þau dæmi finnist sem J. H. P. telur algengt, að menn »standi með hendur í vös- um í miðjum vinnutímanum«. Er það að sjálfsögðu aðfinsluvert ef slílct kemur fyrir. Sumir vinnu- kaupendur telja sér það engan skaða þó verkamaðurinn »rétti úr sér« við vinnuna. Peir sem lært hafa að vinna og stjórna verki, telja það eðlilega nauðsyn þegar um erfilt verk er að ræða og eg hefi nokkrum sinnum heyrt verk- stjóra benda mönnum á að þeir ynnu af of miklu kappi til þess að endast við vinnuna. Kemur þetta og heim við það orð sem íslend- ingar fá vestan hafs og víðar, að þeir skari frain úr öðrum í dugnaði við algenga vinnu. En J. H. P. þarf ekki að sækja vitnisburð um vinnu- hjúin okkar til annara þjóða, hann hefir sjálfur á ferðum sínum um önnur lönd komist að raun um, að íslenzka vinnufólkið er miklu ódyggara og afkasta minna en út- lent verkafólk. Utlendir útgerðarmenn hafa ver- iðy hér við land undanfarna ára- tugi. Hafa þeir árlega haft innlenda menn svo hundruðum skiftir í vinnu. Nálega alt verkafólk þeirra, annað enn það sem verið hefir á skipunum, hefir verið innlent fólk. Sjálfsagt þarf ekki aðra sönn- un en þessa fyrir því að saman- burður J. H. P. á innlendu og út- lendu verkafólki er rangur. »Reynsl- an er ólygnust« segir gamalt mál- tæki. Engar líkur geta verið til þess, að þessir útlendu vinnukaup- endur hefðu tekið innlent verkafólk fram yfir landa sína, ef það hefði reynst ónýtara til vinnu. Jafnvel eru dæmi til þess að útgerðin hafi ekki borið sig hjá þessum útgerð- armönnum fyr en breytt var um skipverja á veiðiskipunum. íslend- ingar teknir í stað þeirra úllendu. Hvað segir J. H. P. um 50 til 60 stunda hvíldarlausa vinnu á togurunum. Iieldur hann að það séu liðleskjur einar sem inna þau störf af hendi. Bendingar Jóns um verkstjórn- ina sýna ótvírætt að liann þekkir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.