Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.05.1918, Blaðsíða 5
T í M IN N 109 7. Garð- og trjárækt, 6 kennarar. 8. Hússýsla, 8 kenslukonur. Fyrsta námsárið hafa allir þess- ir nemendur aðallega sömu náms- greinar að læra, nefnilega undir- stöðualriðin, (Grundvidenskaberne) undir sérfræðigreinarnar (Fagviden- skaberne), en að því loknu skiftast leiðir. Annað árið hefir hver nem- endaflokkur sérkenslu og 2 síðustu árin geta nemendur valið um Qölda margt eftir geðþótta og hneigð, tekið vissa grein landbúnaðarins sem sérfrœðigrein, en hafa að öðru leyti frjálst val að lesa og læra hvað sem þeir vilja á þessu feykna skólabákni. Þannig geta menn orð- ið kandídatar sem sérfræðingar í jarðræktarfræði, mjólkurfræði, bú- fjárfræði, verkfærafræði og land- búnaðarkennarar. Hvergi er líkamleg vinna metin eins að verðleikum, eins og meðal Ameríkumanna. Sést það best á skólatöflu þeirra. Tökum'l. skóla- * árið. Fyrra hálfárið, 13 fyrirlestrar en 17 æfingatímar á viku. Síðara hálf- árið, 12 fyrirlestrar en 18 æfinga- tímar á viku. Þeir eru látnir vinna 3 tíma á hverjum degi allan veturinn, úti í smiðju, trésmíðavinnustofu, efna- rannsóknarstofu eða öðru slíku, en fá aðeins 2 fyrirlestra eða yfir- heyrslutíma á dag. Auk þess er hver nemandi 4 tíma á vetri á bókasafninu, til þess að læra að hagnýta sér það betur og kynnast því hvernig bókum er rað- að og flokkað á slíkum söfnum. Rúmsins vegna verður ekki skýrt frá hinum einstöku námsgreinum og hvernig þær koma niður á náms- árin. Vísa eg þeim sem freltari upp- Iýsinga óska til bókarinnar, sem er fróðleg og skemtileg. Þó vil eg rétt nefna, að á þessmn skólum er einn- ig kent að halda ræður (Public Speaking) sehija ritgerðir og aug- þetta: Leiðist oss Qalllaust frón o. s. frv. Eg gat ekki fengið af mér að syngja hálfgert nýð um landið þeirra sem viðstaddir voru, sem allir tóku mér eins og bróður og töluðu með virðing og hlýju um mitt eigið land. Skömmu síðar varð eg samferða herforingja í járn- brautarvagni, og bárust þá íslenzk mál á góma. Hann talaði um ís- Iand og hagi þess af miklum myndugleika, en minni skilningi og minst af þekkingu. Hann kvað ísland ekki annað en brot af Danmörku á sinn máta eins og Sjáland, Fjón og Jótland og ís- lenzkuna ekki annað en mállýsku úr dönskunni eins og jósku og fjónsku o. s. frv. o. s. frv. Eg maldaði í móinn og sagði horium minn skilning á málinu og reyndi að sanna honutri mestu fjarstæð- urnar. En þar var heilt Atlants- haf á milli og hvorugur sannfærði annan. Vorum við samt að þjarka þangað til við skildum, — eins Sg verður með þjóðirnar, ef skoðanir herforingjans verða ofan á með dönsku þjóðinni. Þá skildi eg hvers lýsingar. Nota flestir það. Kent er að taka myndir af skepnum og landbúnaðartækjum, og yfirleitt er kenslan framúrskarandi fjölskrúð- ug, svo allir geti svalað sinni sér- stöku hneigð sem bezt, notið sín á sínum sérsviðum, nemandinn orð- ið^ fjölfróður til munns og handa, nýtur og duglegur borgari í þjóð- félaginu. Hússýslu- eða hússtjórnarnámið varir líka í 4 ár, og er sami und- irbúningur, realskólanám, heimtað- ur þar, sem við hinar deildir skól- ans. Ameríkumenn skilja það vel, að til þess að heimilinu sé vel stjórnað, þarf konan að vera vel mentuð, engu síður en maðurinn. Skólalííið. .Byggiugar og lega skólamia. Þessir skólar eru veujulegast úti á landinu eða í útjaðri bæjanna. Auk tilraunastöðvanna, sem nálega altaf fylgja þeim, hafa þeir þar bú- pening sinn, til kensluafnota. Skólinn á stórt afgirl svæði. Standa liúsin á víð og dreif um það, en við það verður það alt eins og sveitalegra, þegar ekki þarf að hnoða húsunum saman. Steypt- ir vegir liggja húsa á milli og viðs- vegar úti um garðinn. Skiftast þar á margar tegundir stórtrjáa, runn- ar, blóm og grasbalar. Nemendur álita það skyldu sína að prýða garðinn og þrifa, sem mest má verða, og er kapp á milli skól- anna, hver hafi fegurstan skólagarð. — Betur að slíkur andi ríkti sem víðast, að hjú — og nemendur — hvar sem þau eru, reyndu að gera garðinn frægan með umgengni sinni. Byggingarnar eru bæði margar, mildar og skrautlegar. Venjulegast hefir landbúnaðurinn þrjár höfuð- byggingar, nefnilega: landbúnaðar- höllina, mjólkurhúsið og gripaskál- ann, þar sem gripir eru sýndir og skoðaðir, en auk þess hefi jarð- ræktin, garðræktin, efnafræðin, vél- fræðin og vélarnar o. s. frv. hver sína bygging. Kennarar og starfsmenn skólans búa í sínum prívat húsum, en nem- endur búa hingað og þangað hjá prívat fólki í kring, eða í stórum byggingum sem skólinn á. Sum- staðar eiga nemendur sjálfir slíkar byggingar, og hafa þeirþarþá sam- eiginlegt mötuneyti fyrir eigin reikn- ing. í hinum eiginlegu kenslubygg- ingum eru lestrarstofur fyrir hverja sérnámsgrein, meðtilheyrandi hand- og kenslubókum. í búfjárræktinni ennfremur stórt herbergi fyrir ætta- tölubækur. Þar að auki er einhversstaðar i þessum byggingum stærðarsalur, þar sem allir kennarar og neinend- ur gela komið saman til skemtana eða guðsþjónustugerðar, sé þá ekki sérstakl bænhús til þess. Kristilegt félag ungra manna á vanalega bygging í þessum skól- um. Þar eru stórar og skemtilegar lestrarstofur, samkomu- og dvalar- herbergi. Þar liggja framrni dag- blöð og tímarit. Þar er venjulega miðdepill félagslífsins. Þar skemta nemendur sér á margan hátt, spila, sjmgja, halda ræður o. s. frv. Ekki má gleyma því sem er megin þáttur og þróttur í skólalifi Amerikumanna, en það eru vitan- lega iþróttirnar, í skólagarðinum eru knattspyrnu- og tennisvellir og allskonar tæki til útileika. En þegar veður er ekki gotl, er vitanlega til stórt og vel útbúið leikfimishús, þar sem iðk- aðar eru heræfingar, leikfimi og aðrar iþrótlir. Bað er að sjálfsögðu, en þar að auki oft slór sundlaug. Það sem mér þykir nærri stór- kostlegast af öllu þessu eru gripa- skálarnir eða gripahallirnar, stórar, vandaðar byggingar, bygðar eins og hringleikhús, með hækkandi sætum alt í kring Sumir skól- ar hafa þrjá slikar hallir. í Wis- consin er ein slík höll. Þar geta setið 5000 manns og kostaði hún V* mill. kr. Það er nú vitanlegt að Ameríku- menn eru stórauðaugir af fé. En þessi austur af fé í landbúnaðar- skóla þeirra, til hvers sem vera skal, bendir ljóslega á, að þeim er það vel ljóst hvaða feykua þýð- ing það hefir að hafa vel ment- aða og hagsýna bændur. Enda miða þeir kenslu sína aðallega við hag- sgnina. Þeir byggja ekki stórhýsi yfir fornmenjar og aðra úr- elta liluti, eins og víða er gert á Norðurlöndum. Nei, þeir eru menn líðandi stundar. Þeir halda ekki marga og langa fyrirleslra urn, hvernig eigi að búa til smjör. Þeir láta nemendur sína búa það til. Eins er með vinnuvélarnar. Þeir kenna þeim að taka þær í sundur, setja aftur saman og gera við það sem aflaga fer, Þannig kynnist nem- andinn bezt vélinni. (Frh.). Reynslan er sannteiknr. Mér virðist nú hafa komið í ljós, að í sjálfu sér hafi sjáfarútvegur- inn alls ekki staðið jafn glæsilega og sumir hafa látið, að hann hvergi nærri hafi staðið á heil- brigðum grundvelli, þannig að allir þeir, sem þann atvinnuveg stunda bæru úr býtum hlutfallslegan hlut af arðinum og ættu altaf nokkuð undir sjálfum sér um rekstur og sameiginlega gagnsmuni. Þessir tímar virðast mér hafi sýnt að al- menn efnahags afkoma og vel- megun hafi sizt verið betri hjá þeim er atvinnu þyggja af sjáfar- vegna Bjarni Thórarensen hafði orkt áðurnefnt erindi. Þá stundina þótti mér eklci mórauðu akurflákarnir sem eg sá út um klefaglnggann, sérlega tilkomumiklir. Af því að margir þessara manna vaða mest uppi með skoðanir sín- ar, þá lialda sumir að það séu skoðanir allra Dana. En eg álít það ekki vera. Margir þeirra skilja kröfur íslendinga, þegar þeir skýra þær fyrir þeim, og unna alls hins bezta. íslenzka fánann sá eg að vísu ekki víða, en margir kvörluðu yfir að geta ekki fengið hann. Á prestssetri, þar sem eg var um jólin, var hann altaf látinn standa á borðinu við hlið danska fánans, þegar matast var. Hafði frúin saumað hann áður en eg kom. I Askov lét skólastjórinn hann standa við hlið hinna norð- urlandafánanna í sömu stærð og þá og þar sá eg hann líka í búð- argluggum. Og lýcjháskólafólkið fanst mér bera langt af öðru, 1 þekkingu og skilningi á íslandi og högum þess, og samúð til þjóðar- innar. Hvort er betra að búa í Danmörbu eða á íslandil Margir hafa spurt mig hvort eg áliti ekki betra að búa i Danmörku en hér á landi. Það er örðugt að gefa fullnægjandi svar við þeirri spurningu, því að það mál hefjr margar hliðar. Því verður ekki neitað að danskir bændur hafa mörg þægindi í sínum atvinnu- rekstri sem ekki þekkjast hér. En ætti að dæmaum efnalegu afkomuna eina, þá hygg eg að niðurstaðan yrði mjög svipuð því sem hér er. Virðist mér líka bændur þar leggja sig fulLeins fram í vinnu sparsemi og útsjón eins og bændur hér verða að gera, til að halda öllu gang- andi. Og ástæðan til þess er gamla sagan sem alstaðar þekkist, hve jarðarverðið er hált. Vegna þess að landið er takmarkað, en fólkið næstum ótakmarkað, verður það algilt ófrávikjanlegt lögmál, að alt sem bætir og léttir búskapinn, gerir hann arðmeiri og aðgengilegri, m. ö. o. eykur eftirspurnina eftir jarðnæðinu, það þvingar jarðarverð- ið hærra og hærra upp. Ber auð- vitað því meir á þessu sem lönd- in eru þéttbýlli. Jarðarverðið í heild sinni fer því alstaðar, þar sem jarðasala og kaup eru frjáls, eftir því hvað búskapur meðalmanns getur borið, þ. e. goldið vexti af, að frádregnu lífsviðurværi fjöl- skyldunnar. Þetta er eins við mið- jarðarlínuna og út við heimsskaut- in, eins í Danmörku ^pg á íslandi. Þetta er hagur fyrir hvern þann sem í svipinn er jarðeigandi. En enginn býr eilíflega og fæstir bænd- ur eru einbirni, eða af svo ríkum komnir að þeir erfi alla ábúðar- jörð sína. Þeir verða því að kaupa hana, 5'mist aba af óviðkomandi mönnum, eða nokkurn oft mikinn hlula af samerfingjum, og þá með gangverði. Rekspölurinn er því þessi. Því arðmeiri búskapur, þyí hærra jarð- arverð, og sömu örðugleikarnir að leysa út landið mann fram af manni. Útkoman verður því næstum al- staðar hin sama: allur þorri manna kemst af, nokkrir dragast afturúr, en að eitís hinir atorkumestu fram-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.