Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.06.1918, Blaðsíða 6
138 T í M I N N Barnafræðsluntii má ekki fresla að skaðlausu. Vanræksla á henni kem- ur þessari kynslóð í koll — og eftirkoinendunuin. Endurminningar Tryggva Gunnarssonar. IV. Noregsför lStíf. Tildrög Noregsfarar minnar voru þau að kona mín þjáðist af heilsuleysi og gal ekki fengið meinabót hér á landi. Til þess að Iáta einskiS ófreistað, réði eg af að fara utan með hana til lækninga. Var það þó allóhægt fyrir mig. Eg mátti heita frumbýlingur, hafði ekki búið nema 4 ár, en búið var orðið nokkuð stórt og margs við það að gæta. Ferðin gekk ágætlega vel til Kaupmannahafnar. Eg lagði frá Eyjafirði á sunnudag og var kom- i inn til Hafnar næsta sunnudag. j Er það liin fljótasta ferð sem eg hef farið niilli Ianda, en þær munu vera sextíu og sex. í Kaupmannahöfn þekti eg Hildi dóttur sira Jóns frá Grenjaðarstað, konu svonefnds Húsavíkur John- sens — var hún móðir. Eðvalds læknis og þeirra systkyna. Hún tók ágællega vel á móti okkur hjónun- um og útvegaði okkur verustað hjá kerlingu einni. Kerling sú vildi vera okkur dágóð, en var svo heimsk og fávís, að mér leidd- ist þar og llutti því frá henni. Til dæmis má nefna það, að einu sinni spurði hún hvort við hefð- um tungl á íslandi og hvort ís- lendingar væru kristnir og héldu jól. — JFrá kerlingu fluttist eg í Grænugötu, í hús það sem Albert Thorvaldssen fæddist í. Pétur Hafstein amtmaður, mág- ur minn, var þá staddur í Kaup- mannahöfn. Hann hafði verið heilsulasinn og farið til Noregs og tekið þar sjóböð sér lil lækninga. Beið hann nú ferðar til íslands Hann bað mig að koma til sín á daginn og vorum við mikið sam- an. Bar þá margt á góma. Meðal annars mintisl eg á að eg hefði hug á að fara að gefa mig við verzlun, hafði eg áður staðið fyrir verzlunarfélagi. Hann vildi að eg héldi áfram að gefa mig við bú- skap og stakk upp á að eg flytti að Möðruvöllum og færi að búa þar. Eg fór til Jóns Sigurðssonar, sagði honum frá þessu og leitaði ráða hjá honum. Af vissum ástæð- um hvalti hann mig til að lialda áfram búskap. Fór eg nú til aml- manns og sagði honum að eg myndi taka boði hans og hætla að hugsa um verzlun. Ivvaðst hann mundu láta mig vita nánar um málið er hann kæini heim og reyna að útvega mér fé hjá ráð- lierra lil Noregsfarar, til þess að eg gæli kynt mér búskap þar. Eg fór nú að búa mig undir „Shar (sogpela-skilvindan) heíir tvístuddan pela (skilkall) og skilur jafn vel hvort snúið er hart eða hægt. Allar s k i 1 v i n d u r, nema „Sharples*' skilja eftir 7J/4—1272 pund af smjöri í meðal kýrnyt yfir árið ef þeim er snúið lítið eitt of hægt. Beentlii**! Sjáið hag yð- ar og kaupið eingöngu Sharples. Tvær stærðir fyrirliggjaiidi og til sýnis. Vottorð frá Rannsóknarstofunni fyrir hendi. sJfiaupfélag cRorgfiréinga, cfiorgarnesi, einkasalar í cfflýra- og cRorgarffaréarsýslu. Noregsförina, kej'pti mér norskar bækur um búnað og skógrækt og las þær um veturinn. Svo leið og beið og ekkert bréf kom til mín frá Hafstein, eða nein vitneskja um hvað málinu liði. Flaug mér þá í hug að hverfa heim og sleppa með öllu Noregsförinni. Þó þótti mér leilt að hafa eytt allmiklum tíma, til þess að lesa um Noreg og búa mig undir för þangað. Tók eg því það ráð að fara til Casse fjármálaráðherra og skýra honum frá öllum málavöxtum og sjá hvern árangur það hefði. Degi síðar kom Jón Sigurðsson til mín og var glaður í bragði. Spurði hann mig hvort eg hefði farið á fund fjármálaráðherrans og hvað okkur liefði farið á milli. Eg kvað það hafa verið lítt merki- legt frá minni hálfu, og viðræða mín við ráðherra verið hálf á íslenzku, hálf á dönsku. »Hvað sem því líður«, svaraði Jón, »þá hafa þér verið veittir 500 ríkisdalir til Noregsfarar«. Eg lagði af stað á þriðja i hvíta- sunnu. Jón Sigurðsson gaf mér meðmæli til tveggja merkra manna: Petersens prófessors og Schúbelers grasafræðings og skógræktarfræð- ings í Kristjaníu. Ffg tærði þeim bréfin og tóku þeir mér báðir mjög vel. Prófessor Petersen var nátengdur skólastjóranum á land- búnaðarháskólanum í Ási og gaf hann mér meðmæli til hans. Eg hélt nú að Ási. Þar voru við skólann 20—30 nemendur og var þar oft glatt á hjalla á kvöldin. Varð eg að segja frá mörgu á ís- landi, því að öllum lék forvitni á að frétta þaðan. Og alslaðar í Noregi var mér tekið sem bróður, : þegar menn vissu að eg var íslend- ! ingur. Hefi eg oft hugsað um það siðan, að mikill munur væri á þvi hvernig íslendingar taka á móti Norðmönnum og þvi, hvernig Norðmenn taka á móti íslending- um. Einu sinni bar það á górna í Ási að íslendingar borðuðu mikið skyr og var eg spurður hvort eg gæti ekki gefið þeiin að srnakka skyr. Eg fór nú að reyna að hleypa mjólk og ná mér þétta. Tókst mér að lokum að ná góðum þétta og bjó eg nú til skyr. Þótti lærisvein- unum það einkar gott og var borð- að með bezlu list. En þá kom það fram að skólastjóra þólli mjólkin verða ódrjúg til annara þarfa og bannaði skyrtilbúninginn. Ur bréfi. Norðflrði í niaí. Veturinn sem er að enda byrjaði með miklum frostum og fylgdu þeim oft miklir stormar. Altaf hörðnuðu frostin og hríðarnar eftir því er lengra leið á, og frá nýári til þorrakomu keyrðu þau fram úr hófi. Elstu menn muna varla eftir eins miklum og langvinnum frostum. Gerði hér hagskarpt og sumstaðar haglaust um veturnætur, og þó að liagar væru annað veifið var eigi hægt að nota þá fyrir stöðugum frostum og norðanstormum. Um þorrakomu skifti algerlega um tið. Hefir verið, að kalla má, mild tíð síðan og oft miklar hlák- ur; þó að oft hafi hlaupið í frost, hefir aldrei staðið lengi á þeim Yfir höfuð að tala hefir vetur- inn verið gjaffeldur til sveita og ógæftasamur til sjós. Menn voru ekki alment vel undir það búnir að mæta hörðum vetri. Aldrei hefir heyskapur endað eins illa hér austanlands svo menn muni. Hey urðu á flestum heimilum úti undir snjó, sumstaðar mikil. Súrheys- tóftir vöntuðu algerlega. Réðust sumir í að byggja þær þegar sást fram á vandræðin. En hætt er við að það hafi orðið heldur um sein- an — í það sinn — því að þá var hey orðið hrakið. Má líklegt heita að óþurkarnir í haust kenni bændum að fara að ráðum Hall- dórs skólastjóra á Hvannej'ri um votheysverkun. — Talsverð við- leitni var sýnd á sumrinu í að auka garðrækt, en vegna þess að illa voraði, varð undirbúningurinn eigi eins góður sem þurfti, þar sem um nýja garða var að ræða. Þar við bættist að frostin byrjuðu snemma í september. Árangurinn varð þvi alls eigi góður. Með mestu herkjum náðu llestir upp úr görðunum. En sumstaðar náð- ist eigi líkt því alt upp. Vonandi er að garðræktin gangi betur í sumar, því nú er vorið að byrja og byrjar vel. En mikill skaði hefir orðið að því, að jarðepli sem ætluð voru til útsæðis, frusu víðast hvar í hinum miklu frostum í vetur. — Þar sem nú bjargræði bænda til sveita og sjávar var með lak- asta móti, má af því ráða að menn voru eigi alment vel undir veturinn búnir. Aldrei hefir okkur íslendingum riðið eins á því og nú að fá golt árferði lil lands og sjávar. Það kann þó lielzt að vega á móti dýrtíðinni, ásaml góðri stjórn í hvívetna, dugnaði og spar- semi og liagfeldri verzlun. Land- bændur standast illa dýrtíðina, með því að landvörur hækka eigi nema það hálfa í verði í saman- burði við annað. í sjávarþorpun- um er þó útlitið enn Iakara. Áttu margir bágt hér í Nesþorpi í vet- ur. Var það með fram vegua hinna miklu frosta, en þröngt til um eldivið. Bera var því farið á veik- indum, skyrbjúg, í stöku manni. Þá vildi svo vel til að liingað flutlust jarðepli, ásamt lleiri vörum i byrjun marz með skipinu Gevsi og tók þá alveg fyrir veikina. Já, dýrtíðin kemur hart niður á bændum og öllum sem bú halda, en betur hefði þó orðið vart við liana, ef landsstjórnin lrefi eigi tekið að sér að hafa hönd i bagga með verzluninni. Kaupmenn sýndu það þegar í byrjun stríðsins að þeir ætluðu ekki að láta tækifær- in sem þá buðust ónotuð til að auðga sjálfa sig.. Aðstaða þeirra var góð. Almenningur óttaðist sigl- ingaleppn og vöruvöntun. Ekki var annað að flýja. Settu kaup- menn hér upp, undir eins og stríðið hófst, alla nauðsynjavöru um V* verðs. Þeir hafa og haft þá reglu, eins og alkunn er um kaup- menn, að selja vöruna upp þegar lítið liefir verið eftir af henni, eða þá að geyma hana, þegar von hefir verið á nýrri vöru og selt þær þá jafnframt henni með upp settu verði. Það þekkjast hér og kanp- menn, sem leitast við að hafa að-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.