Tíminn - 17.06.1930, Blaðsíða 2
TlMINN
(Framhald af 1. slðu)
Og loks bætist við fjórði þátturinn: skólarnir. Þeir
eru nálega jafngamlir og þjóðin sjálf. Á lýðveldistíman-
um finnur þjóðin þörf þess að koma upp þessum andlegu
groðrarstöðvum. Skólarnir í Haukadal og Odda eru vaxnir
upp úr heimilismenningu hinna fornu höfðingjasetra. Síð-
an berst kristnin til landsins, og í skólunum á Hólum og
Skálholti blandast saman hin forna innlenda heimilis-
menning, og kirkjuleg áhrif sunnan úr löndum. Mál Róm-
verja er fyrsta heimsmálið, sem íslendingar nema til að
kynnast andlegu lífi fjarlægrar stórþjóðar, og til að hafa
sem viðskiftamál við erlendar samtíðarþjóðir.
Um margra alda skeið eru latínuskólar biskupssetr-
anna einu andlegu gróðrarstöðvarnar í landinu, sem þjóö-
félagið lagði til. Vitaskuld höfðu þeir mikla þýðingu, cn
það er bert af ávöxtunum, að þeir náðu þó aldrei til fulls
tilgangi sínum. Að likindum hefir mestu valdið í því efni,
að þessir skólar voru virki framandi menningar, boðberar
dauðrar menningar og útkulnaðar tungu. Það er erfitt að
meta til fulls hið sanna gildi skólanna á biskupstólunum.
Þýðing þeirra er mikil, en ávantanir þeirra líka djúp-
tækar. . [ ;
Skólar fornu höfðingjasetranna voru mótaðir af ís-
lenzku aðalslífi. Skólar biskupsstólanna voru mótaðir ís-
lenzk-latnesku kirkjulífi. Skólar nútímans eru sprottnir
upp úr lýðræðishugmyndum síðustu tveggja alda.
Islenzk skólamál stóðu á miðaldastiginu þangað til
eftir 1874, að landið hafði fengið nokkra heimastjóm,
byggða á almennum kosningarrétti og stjórn eigin fjár-
mála. Litlu síðar, eða um og eftir 1880 rísa upp 4 alþýðu-
skólar í landinu. Þ. á. m. á Möðruvöllum í Hörgárdal, en af
þeim skóla bar landið allan kostnað frá upphafi. Hinir þrír
voi-u og eru enn einkafyrirtæki, en hafa jafnan verið
styrktir af almannafé. Þeir eru Flensborgarskólinn og
kvennaskólamir í Reykjavík og á Blönduósi. Um sama
leyti hófust barnaskólar í hinum uppvaxandi kauptúnum.
Flensborg var upprunalega ætlað að vera bæði barna og
unglingaskóla, og síðar hófst þar vísir að kennaraskóla er
fluttizt til Reykjavíkur nokkru eftir aldamótin. Með ári
hverju fjölgaði skólunum, að sama skapi sem fólksfærra
varð í sveitunum, heimilin áttu erfiðara með að halda
uppi sjálfstæðri fræðslu og verkaskipting kauptúnanna
gjörði á hinn bóginn skólamenningu óhjákvæmilega íyrir
þá, sem þar áttu heima. Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar
var loks stofnaður innlendur háskóli, mjög af vanefnum,
svo sem við var að búast, en þó vísir að sjálfstæðri inn-
lendri fræðslustofnun.
Skólar þeir, sem vaxið hafa upp í landinu síðan 1874,
hafa að liltu leyti haft þjóðleg einkenni. Forstöðumenn
og' kennarar nálega allra hinna stærri skóla hafa fengið
menningu sína að miklu leyti í öðrum löndum. Erfiðleik-
arnir hafa verð miklir. Langoftast hafa húsakynni skcl-
anna, áhöld og bókakostur verið í fátæklegasta lagi og
kennurum erfitt að halda óskertum til lengdar áhuga og
skapanda afli.
Nútímaskólar Islendinga hlutu í fyrstu að vera á
sama hátt háðir erlendum fyrirmyndum, eins og hinir
fornu skólar biskupssetranna voru eftirlíkingar suðrænna
menntastofnana, enda hefir sú orðið raunin á. Til skamms
tíma var ekkert í fyrirkomulagi íslenzkra skóla, sem
minnti á íslenzka staðhætti eða íslenzka reynslu. Barna-
skólarnir, gagnfræðaskólarnir, kvennaskólamir, kennara-
skólinn, búnaðarskólarnir og háskólinn, allar þessar stofn-
anir voru athugunarlítið skapaðar í erlendu formi og
endurfæddar í íslenzkri fátækt og reynslulevsi.
En eftir því sem þjóðin nýtur lengur frelsis og sjálf-
stæðis, verður henni léttara að taka föstum tökum á sín-
um djúptækustu menningarmálum. Og á síðari árum hafa
komið í ljós ýms fyrirbrigði, sem benda til að íslending-
ar geti í annað sinn, eins og á söguöldinni áður en áhnf
latneskrar kirkjumenningar urðu oíjarl hinm innlendu
uppeldisþróun, mótið skólanámið eftir íslenzkii reynslu
og staðháttum.
Fyrir sex árum byggðu Þingeyingar hinn fyrsta hér-
aðsskóla að Laugum í Reykjadal 56 stiga heita upp-
sprettu. Þeir leiddu heita vatnið inn í húsið og hituðu það
á þann veg. Þeir gerðu sundlaug undir samkomusal og
bókasafni skólans. Þeir byggðu síðan húsmæðraskóla fyrir
12—15 stúlkur á sama stáð, og nú eru um 100 nemendur
vetrarlangt í báðum skólunum. Þrír aðrir skólar eiu nú
að verða til undir svipuðum eða betri skilyrðum. Einn á
Laugarvatni, annar í Reykholti, þriðji á Reykjum við
Hrútafjörð. Fleiri héruð koma væntanlega á eftir og er
á byrjunarstigi unnið að samskonar skólastofnunum í
Dölum, Skagafirði og Eyjafirði.
Sigurður Nordal veitti fyrstur íslenzkra manna því
eftii-tekt, að Laugaskólinn og skipulag hans væri nálega
hið eina sem íslendingai hefðu á seinni árum lagt til al-
mennrar skólamálaþróunar. Þetta er vafalaust rétt. ís-
lenzku héraðsskólamir eru á góðum vegi með að verða í
einu þjóðlegir og þó nútímaskólar. Annarsvegar eru þeir
vaxnir upp úr íslenzkri sveita- og heimilismenning. Á hinn
bóginn standa þeir nærri skólamálaþróun samtíðarinnar,
þar sem hún er lengst á veg komin.
Konungur íslands og drottning.
Yfirburðir og séreinkenni héraðsskóla þeirra, sem
reistir eru við jarðhita liggja í því, að húsakynni geta
verið ódýr og rúmgóð, en þó heilnæm og með nútíma-
þægindum. I þessum skólum á heimavistin og öll aðbúð að
geta orðið eins og á fyrirmyndarheimili. I öðru lagi hlýt-
ur jafnan að vera góð sundlaug í hverjum slíkum skóla,
og sundíþróttin að vera iðkuð daglega af öllum þorra nem-
enda. I skjóli sundlistarinnar vex hreinlæti og smekkur
fyrir líkamsfegurð og almennur áhugi fyrir íþróttum yfir-
leitt. Næst kemur vinnukennsla fyrir karla og konur. Fyr-
ir pilta steinsmíði, trésmíði og einfalt járnsmíði, en fyrir
^hipul'agsúrfausmr
öamuimtustefuumrar
(gftir ^ónajp Jþorúergöeon
I.
Svo má telja, að baráttan fyrir réttindum þegna og
þjóða einkenndi öldina, sem leið. Frelsishreyfingar þær,
sem íara þá um löndin, öðlast vaxandi styrk og hrista
þjóðfélögin til grunna. Á öldinni er af létt þrælahaldi og
bændaánauð. liér á landi er vistarbandið leyst; — rit-
frelsi og skoöanafrelsi er viðurkennt og frelsiskröfur,
ekki einungis þegna hvers þjóðfelags, heldur og undir-
okaðra smáþjóöa fá meiri og meiri áheyrn. Og er þungi
og þjáningar styrjaldarinnar reyna á inni'a styrkleik hins
ríkjandi stjórnskipulags, taka böndin mjög að bresta. 1
styrjaldai'lokin lirynja síðan keisaradæmi álfunnar eitt
af öðru í rústir. Og friðarsamningarnir í Versölum marka
um það tímamót í frelsissögu mannkynsiiis, að þá er það
viðurkennt sem höfuðatriði, að fá smáþjóðum þá ríkis-
réttarlegu aðstöðu og þjóðréttindi, sem ranglega hafði
verið aí þeim tekin með yfirgangi stærri þjóða.
Síðan styrjöidinni lauk, hefir það verið eitt af höfuð-
viðfangsefnum Evrópuþjóða, að fá ríkisréttarmálum
sínum þá skipan, er viðhlítandi mætti þykja. Iiefir þar
unnizt mihna á um íullnægjandi úrlausnir sjálfra vanda-
málanna, heldur en urn vaxandi skilning á hinu eiginlega
réttarhugtaki. — Mannréttindabarátta, styrjaldir og
fórnir 19. aldar l.ljóta umbun sína í auknum almennum
frelsisþroska, sem mun, er stundir líða fram, leiða til
happasælla lykta hin mörgu réttarstöðulegu vandamál í
sarnbúð þegna og þjóða.
H.
Um leið og borgarastéttin hófst til vaxtai' og' við-
gangs eftir stjórnarbyltinguna frönsku, dregur brátt til
nýrra öfga um misskiftingu auðsins. Þar sem áður hafði
ráðið réttindarán og undirokun í stjórnskipulegum efnum
svo að landsnytjum og auðslindum þjóðanna var, af valda-
sjúkum þjóðhöfðingjum, skift á milli einstakra herjötna,
sem styrktu veldi þeira, kemur nú yfirdrottnun fjár-
muna í hinum almennu iðjubrögðum og viðskiftum þjóð-
anna. Vaxanda framtak einstaklingsins, í farvegum
óheftrar samkeppni, snýst brátt í þrælatök auðvaldsins,
þar sem aðhald sjálfrar samkeppninnai' hverfur og fáir
auðdrottnar ráða yfir lífsbjörg og þar með lífskjörum
miljóna manna.
Með stóriðjuháttum þjóðanna berst mannkyninu á
hendur stóraukinn himi forni vandi um réttileg hluta-
skifti milli þeirra aðila, er að framleiðslunni starfa. Þessi
viðfangsefni hafa fært landsmálabai'áttu þjóðanna á nýj-
an grunn. Þar sem áður geysaði mannréttindabarátta al-
múgans gegn fáum valdsherrum, er nú fyrir löngu hafin
hin grimmasta atvinnustyrjöld um heim allan, þar sern
verkalýðurinn fylkir sér í fjandsamlega sveit, gegn auð-
drottnum og stóratvinnurekendum nútímans.
Atvinnustyrjaldirnar eru, enn sem komið er, höfuð-
viðfangsefni 20. aldar. Þar sem mannréttindabarátta
konur garðyrkja á vorin, kunnátta í fatasaumi og æfing
við þvott og matreiðslu.
Héraðsskólinn á I.augum hefir komið á haglegri
skiptingu um nám almennra fræða og nokkra æfingu í
sérnámi. Fyrri vetur nemur skólafólkið almenn þjóðleg
gagnfræði. Síðara vetur heldur það náminu að vísu áfram,
en jafnframt er ætlast til, að hver nemandi leggi sérstak-
lega stund á að nema ítarlega einhvern þátt skólanáms-
ins. Sumir leggja stund á trésmíði, teikning, einhvern
þátt sögu eða bókmenntasögu, íþróttir, nátúrúfræði o.
s. frv.
Með héraðsskólunum er stigið nýtt spor í íslenzkum
skólamálum. Ef til vill hefir annað slíkt spor ekki verið
stigið af íslendingum í þeim efnum síðustu átta aldirnar.
Með héraðsskólunum virðist vera fundið form fyrir upp-
eldi unglinga í sveitum á íslandi, sem er nærri hinni sögu-
legu þróun, en um leið í samræmi við uppeldisframfarir
samtíðarnnar.
Fyrir þá Islendinga, sem enn eru ungir liggja þvert
yfir götu fjölmörg vandamál í uppeldis- og skólamálum.
Hvernig á að haga íslenzkri búnaðar- og húsmæðra-
fræðslu? Hvert er hið rétta uppeldi og undirbúningur
þeirra mörgu karlmanna, sem vinna á sjónum mestalla
æfi sína? Hversu má b ezt haga námsundirbúningi ís-
lenzkra æskumanna í menntaskólum og háskóla? Og síð-
ast en ekki sízt: Hversu á að haga barnaskólum á Is-
landi, hvert á að vera samband þeirra við heimilin, og
hvert lokatakmark þeirra?
Alstaðar annarsstaðar en í skipulagi héraðsskólanna
er byggt á blindri eftiiiíkingu erlendra framkvæmda,
en víða verður þessi eftirlíking ófullkomin vegna fátækt-
ar og stundum fyrir viljaleysi. Alt of víða brennur við
hð sama ósamræmi, til skaða fyrir manndómsþroska nem-
enda, sem var höfuðmein skólanna á biskupsstólunum.
Þar var erlend fyrirmynd að meira eða minna leyti ó-
samrýmd eðli og lífskjörum þjóðarinnar.
En þess má vænta að sú þjóð, sem hefir verið fær
um að gera jafnmerkilega nýsköpun og héraðsskólana ís-
lenzku, verði líka svo giftusöm, að geta ráðið fram úr
öðrum vandamálum sama eðlis. Skólar landsins þurfa að
verða svo góðir, að þeir séu samboðnir hinum góða efni-
við, er þangað leitar, og því landi, sem í þúsund ár hefir
verið þroskagjafi íslenzkrar menningar.
þjóðanna átti meginátök sín á 19. öld, virðist það eiga að
verða aðalviðfangsefni 20. aldar, að leysa hin æfagömlu
þrætumál um sambúð og viðskifti mannanna í fjárhags-
legum efnum.
Af þessum ástæðum hefir þjóðmálastarfsemi tuttug-
ustu aldar tekið á sig fullkomið snið stéttabaráttunnar.
Almenn mannréttindi eru í raun réttri sameiginlegt mál
allra manna. En átökin um fjármunalega aðstöðu verða
misskiftileg, meðan frumhættir samkeppninnai' ráða.
Fyrir því skipast annars vegar sveit atvinnurekenda, sem
neyta aðstöðu fjárvaldsins með verkbönnunum og tíl
þess að auka fylgi sitt í landsmálum. Hinsvegar skipar
sér verkalýðurinn, sem leitast við að beita mætti sam-
takanna í verkföllum og óeirðum. Þannig skipast iðju-
lýður þjóðanna í tvær fj andsamlegar sveitir, þar sem
öfgar fjandskaparins og yfirgangsins ráða úrslitum dæg-
urmála, án þess að hinn eiginlegi vandi skipulagsmál-
anna sé leystur.
IH.
Lítum snöggvast -til skýringar á eiginástæður okkar
íslendinga. Stóriðjuhættir nútímans berast til okkar með
atvinnubyltingunni við sjóinn. Framtakssamir og stór-
huga athafnamenn taka til nýrra veiðibragða með stór-
bættum tækjum. Þá fara íslendingar að sækja á djúp-
miðin með auknum árangri. Bæir og þorp taka að vaxa
og íólksstraumur tekur að falla úr sveitum til sjávar,
þar sem hin yngri en fulltíða kynslóð landsins tekur þátt
í nýsköpun atvinnuvegarins og leitar eftir bjargræðis-
vegi, til þess að byggja sér ný heimili og nýja framtíð.
En með hinum nýju háttum verður stórkostleg
breyting á öllu atvimiuskipulagi landsmaima. Hinn eig-
inlegi verkalýður landsins hafði um margar aldir verið
vinnumenn og vinnukonur á sveitai'heimilum og hásetar
á róðrarbátum landsins. Hvorirtveggja höfðu venð
einskonar hluthafar í atvinnuvegunum. Vinnufólk sveit-
anna tók kaupgjald sitt að mestu í kindafóðrum. Þannig
varð vinnufólkið einskonar hluthafar í búunum, sem það
starfaði að og lét sér oftast jafnant um búin, eins og hús-
bændurnir sjálfir. Ilásetar á i'óðrarskipum tóku og kaup-
gjald sitt í hlutum. Þannig réði bæði til lands og sjávar
hin rétta viðleitni, að gera alla hluttakendur í atvinnu-
brögðum landsmanna og jafnframt hluthafa, sem tækju
hlutfallslegan þátt í.gróða eða halla atvinnurekstursins.
Með atvinnubyltingunni við sjóinn, þegar stóríðju-
bragur færist á útgerð landsmanna, verður gerbreyting á
afstöðu verkalýðsins gagnvart atvinnuvegunum. I stað
hinnar fyrri þátttöku í halla eða viðgangi búanna kemur
öndverð aðstaða gagnvart stóratvinnurekendum, sem hafa
öll fjármunaumráð og reka atvinnuveginn eins og eigin
gróðafyrirtæki. Þá taka íslenzkir verkamenn upp háttu
verkalýðs nágrannalandanna og skipa sér í þjóðmálasveit,
sem leitast við, með mætti samtakanna, að sveigja skipu-
lag atvinnurekstursins og þjóðmálanna inn á þær leiðir,
er horfa mættu til hagsmuna og framtíðaröryggis hinum
stritanda lýð.
Þannig atvikaðist það, að íslenzkur verkalýður, sem
hafði áður fyrri verið hluthafi í atvinnurekstri lands-
manna, slitnar úr tengslum þeirra atvinnuvega, er hann
starfar að. Mjög er kvartað um það, að á bresti dyggð
og umhyggju verkalýðsins fyrir atvinnuvegunum. En
Alþýðuskólinn á Laugarvatni (framhlið).