Tíminn - 17.06.1930, Side 5

Tíminn - 17.06.1930, Side 5
Sláturhús eru nú orðin mörg á landinu og á síðustu árum hafa verið byggð 7 frystihús fyrir kjöt til útflutn- ing og heimasölu. Sláturíelag Suðurlands, sem nokkur undanfarin ár hefir soðið niður kjöt með góðum árangri, reisti sér niður- suðuverksmiðju síðastliðið ár. Sömuleiðis hefir verksmiðj- an Mjöll í Borgarnesi soðió niður bæði mjóik og kjöt. Þessi dæmi og mörg fleiri sýna það og samia, að bændur eru vakandi. Framkvæmdaviðleitni brýzt alstaðar út eins og brumhnappai' á vordegi. En hér er mikið verk fyrir hendi. Jafnvel það, sem nú hefir veiið upp tahð, er hveríandi brot af hinum aðkaliandi þörfum. En það sem mestu varðar er þetta: umbótaaldan er risin og hún vei'ðm' ekki stöðvuð. Bænduinir eru víðast hvar byrjaðir á viðreisnarstaríinu eftir því, sem orkan leyfir og löggjafarvaldið er farið að skilja skyldu sína um stuðning við hið nýja landnám. Það sem fremur öllu öðru hefir mótað löggjöíina hin síðai'i árin er einmitt hin nýja landbúnaðarsteína. Má í því sambandi nefna: Jarðræktariög, Ræktunarsjóð, Byggingar- og landnámssjóð, Ábui'ðarlöggjöf, Rannsókn- arstofu fyxir atvinnuvegina, Kynbótalöggjöf og ennfrem- ur stoínun fullkomins Búnaðai’banka, er nú er að hefja starfsemi sína. Auk þess má nefna síaukin framlög til samgangna, til Búnaðarfélags íslands, til sandgræðslu og skógræktar, stuðning við frystihús og mjólkurbú o. fl. o. fl. Þarna er hver löggjöfin annari merkari. En það sem mestu ætti að geta orkað um framtíð landbúnaðarins er Búnaðarbankimi. Því að allar framfarir landbúnaðarins byggjast að miklu leyti á nægilegu og hentugu fjármagni. Það hafa að vísu sumir látið uppi efa um það, að íslenzk- ui' landbúnaður væri fær um að ávaxta lánsfé. En að ef- ast um það, er hið sama og að efast um lífsskilyrði hans yfh'leitt. Afkoma landbúnaðarins á liðnum árum byggðist á nægri og ódýrri mannsoiku. Þeir tímar eru liðnir og koma aldrei aftur. Það sem verður að koma í staðinn eru full- komnar vélax' og vinnutæki og aðstaða til að nota þau. En þetta er ekki annað en peningar — fjármagn. Því að hvorutveggja verður að kaupa fyrir fé. Það væii bezt að bóndixm sjálfur ætti það fjármagn, sem haim þarf að leggja í sína jörð, byggingar, vélai', bústofn og umbætur. En slíkui- auður er óhugsandi nú hjá öllum þorra manna. Svo mikið þarf nú til að lrefja búskap. Það er því ekki nema um tvennt að gjöra, að fá féð að láni eða hætta að hugsa um að búa. Og beri búskapurinn ekki lánsfé, þá er vitanlega ekki um annað að ræða en hætta. Og geti hann ekki greitt vexti af lánsfé, þá greiðir hann þá ekki heldur af eigin fé. En hve mai'gir veröa þeir auðmerm, sem ril lengdar leggja fé sitt í þau fyrirtæki, sem ekki bera ai'ð? Nei. íslenzka bændur vantar ekki umbótaviljann. „En viljinn vopnlaus vart umbreytir rúst í blómaríki“. Fjármagnið er sterkasta vopn nútímans. IV. ísland er ca. 104,000 ferkílómetrar að stærð. Þar af eru ca. 13000 ferkílometrar jöklar 12000 ferkílómetrar hraun, ca. 25000 ferkílómetrar sandar og melar. Hitt — ca. helmingur landsins — er talið grasivaxið. Af því má telja 2/s eða ca. 20000 ferkílómeti'ar ræktanlegt land. Af því er nú ræktaður röskur Vioo hluti. Þegar þessar tvær miljónir hektara eru komnar í fulla rækt, eiga þær að geta gefið af sér ca. 90 milj. töðuhesta eða fullkomlega 2 milj. kyrfóður. Ef á þessu landi yrðu aðeins rekin kúa- bú og kúnni ætlaður IV2 hektari af ræktuðu landi, gæti það fóðrað V/2 miljón kúa. Því til samanburðar má geta þess, að Danmörk hefir nú með Suður-Jótlandi 2,7 milj. kúa. Sé þessu skift niður í 30-kúa bú, gæti land þetta borið 500 þús. býli. Ef hvert býli hefði 6 manns í heimxli væru það 3 milj. manna, sem lifað gæti af þessu landi. Auk þessa eru 30 þús. ferkílómetrar, sem ekki er tahð Krystalsápa Stangasápa Handsápa Fægilögur „Gull" Kerti Jólakerti Hreinshvitt Þvottaefni Allar þessar vörur sem hvert heimili á landinu þarf að nota daglega fram- leiðir H. F. HREINN í REYKJAVÍK úr bestu efnum, sem efnarannsóknarstofa verksmiðjunnar segir fyrir um blöndun á, til þess að vörurnar sem framleiddar eru, standist ávalt satnkepni við bestu erlendu vörur sömu tegundar. TAKMARKIÐ ER: Meiri og betri innlend framleiðsla með hverju ári! Simskeyti: „Hreinn, Reykjavík“ Sími: 1325 G-rænsápa Leðuríeiti Vagnáburður G-ólíaburdur Bónvax Skósverta Skógula HUSMÆÐUR! Látið Hreins-vörur aldrei vanta á heimili yðar! Þér þurfið að nota þær í dag. KAUPMENN 0G KAUPFÉLÖG. Látið Ilreins-vörur aldrei vanta í verslun yðar! Það verðurspurt eftir þeim í dag. Símið eða skrif- ið þegar í stað eftir meiri birgðum ræktanlegt, en sem nota rnætti til beitar, að minnsta kosti fyrir sauðfé. Og þar að auki veit enginn enn hvað orðið getur úr söndunum, sem nú eru óðum að gróa upp. Einmg er nú vei'ið að þreifa á þeim ræktunarmöguleikum, sem bundnir eru í hinum íslenzka hvei-ahita. Ég ætla ekki að iiafa þetta mál lengi’a. Ég hefi að- eins reynt að skygnast ofurlítið inn í framtíðarmöguleika íslenzks landbúnaðar. Sú rnynd, sem þar blasir við aug- um, er ólík þeirri, sem við nú höfum fyrir augum. En ég ti'úi því, að ekki verði langt liðið á hin næstu þúsund ár þegar hún verður orðin að áþreifanlegum veru leika. TMm isl'enj&ar foriTbóhmemttir ^fítr g>t>emí5jörtt ^tgurjórtööofr ntag. arf. Fyrh' þúsund ármxx bjó hér í landi ung þjóð, sem var að vakna til meðvitundar um sjálfa sig. Margt var enn með frumbýlingssniði. Henni hafði naumast unnizt tírni til að i'eisa sér bústaði og koma sér fyrir í nýja landinu, en æskuþróttur svall í blóðinu og hugirnir voru reifir. Þessi unga þjóð hafði yfirgefið eignir og óðul, vini og frændur í gamla ættlandinu, Noregi, en hún hafði ílutt það með séi', sem ekki vai'ð frá henni tekið, tungu for- feðra sinna, siði og menningu. Hún hafði flutt með sér sagnir og ljóð. Hún hafði ratað í æfintýri við burtför sína úr gamla landinu, á leiðinni til nýja landsins og við komu sína þangað. Allt þetta gaf henrxi efni í nýjar sögur, ný ljóð. Það átti að verða hið mikla hlutverk hennar meðal þjóðanna að varðveita fornsögu hins germanska kyn- stofns frá glötun og skapa bókmenntir, sem hafa varan- legt gildi. Um það leyti, sem ísland byggist, eru til í Noregi tvær greinir norræns kveðskapar, Eddukvæði og drótt- kvæði. Báðar munu þær eiga all-langa þroskabraut aðl baki, áður en þær koma fram í ljós sögunnar. Þær flytj- ast til íslands, ná þar fyllri þroska og vei'ða, er stundir líða, séi'eign íslenzku þjóðarinnar. Eddukvæðin fjalla, sem kunnugt er, ýmist um ger- manskar goðsagnir eða forsögulegar hetjur. Þar kynn- umst vér bezt trú, lífsspeki og andlegri menningu vík- ingaaldar. Flest þau Eddukvæði, sem varðveitzt hafa, munu kveðin á tímabilinu fx'á 850 til 1050. Mjög greimr vísindamexm á urn einstök þeiri-a, hvort ort séu hér á landi, í Noregi eða jafnvel nýlendum Norðmaxma fyrir vestan haf. Það er um þau eins og Lilju, sem þótti svo ágæt, að „allir vildu kveðið hafa“. En því neitar þó eng- inn, að íslendingar hafi lagt til þeirra einna drýgstan skerf, og eitt er víst, að það varð hlutvei'k þeii'ra að geyma kvæðin í minni fyrstu aldimar, unz þeir skráðu þau á bókfell. Með því unnu Islendmgar germanskri menn- ingu það gagn, sem aldi-ei verður fullnxetið. Hin ljóðagreinin, dróttkvæðin, er svo nefnd, af því að kvæðin eru flest ort með kliðmiklum og dýrum bi’agar- hætti, sem kallaður er dróttkvæður háttur, eða öðmnx háttum honum náskyldunx. Nafnið er dregið af orðinu drótt, sem þýðir konungshirð, enda fjallar mikill hluti þessara kvæða um afrek og herferðir einstakra, nafn- greindi’a þjóðhöfðingja; hitt em flest lausavísur. Skáldin fluttu kvæðin í áheym hirðarixmar, og þótti konungunum að jafnaði lofið gott, svo að þessi Jjóðagerð varð mörgum íslendingi, er utan fór, leið til skjótra metorða. Allui’ þorri dróttkvæðanna er kveðinn frá 9. öld og fram um 1300. Engin grein fombókmennta vorra er almenningi nú á dög- um jafn óaðgengileg' sem þau. Veldur því hvorttveggja flókið skáldskaparmál og efni, sem sjaldnast er jafn-að- laðandi eins og t. d. efni Eddukvæðanna. En dróttkvæð- in eru sanxt einkarmerk. Formið eitt er list. Auk þess hafa þau haft geysimikil áhrif á fjölbreytni og viðhald tungu og braglistar öldurn saman og loks geymdu þau unx skeið mikið söguefni, sem annars hefði að líkindum aflagazt eða farið forgörðum, áður en það var fært í letur. Merkasta grein forníslenzkra bókmennta og sú, sem íslendingar hafa einir heiðurinn af að hafa skapað fyrst- ir germanskra þjóða, er sagnaritun á nxóðui'málinu. Hún hefst með ritstörfum Ara fróða um 1400. Innan hennar má gi’eina tvær stefnur, fróðleiksstefnu og skemmtistefnu. Framan af er hin fyrri ríkari. Þá verða til lxin skýru og gagnorðu fræðirit, íslendingabók og Landnáma. Þegar líður á tímabilið, ber æ meir og meir á skennntistefnunni. Þá eru skráðar foi’naldarsögur, riddarasögur og skáld- sögur um innlenda menn (Finnboga saga ramma, Víg- lundai’saga 0. fl.), sem hafa lítið eða ekkert sannsögulegt gildi. En á blómaskeiði sagnaritunarinnai',13. öld, haldast báðar stefnurnar í hendur af nxikilli snilld. Þá eru skráð- ar flestar hinar ágætustu íslendingasögur, Egla, Hrafn- kelssaga, Njála, Laxdæla, Gunnlaugssaga 0. m. fl. Rithöfundar þessara tíma létu sér þó ekki nægja að lýsa högum og lífsbaráttu, ást og hatri, íslenzkra manna og kvenna. Sjóndeildarhringur þeirra náði út fyrir land- steinana. Þeim rann blóðið til skyldunnar, og saga allra Norðurlanda varð viðfangsefni þeirra. Hið fullkonxnasta og frægasta þeirra sagnarita, sem fjalla um erlenda at- •^0 3* & 3? 3? 3? 3? 3* Noiið einungis nýiísku húsgögn. Þessir smekklegu hægindastólar og sófar, sem eru allir stoppaðir og klædd- ir, eru óviðjafnanlegir að nxýkt og gæðum. Verzlið við þá, sem mest og best framleiða af þessum húsgögnum. Góð liíisgögu auka heimilisánægjuna. ^ Húsgagnaverslun Erlings Jónssonar ^ Reykjavík Verslunin Hverfisgötu 4. Vinnustofa Baldursgötu 30.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.