Tíminn - 17.06.1930, Side 9

Tíminn - 17.06.1930, Side 9
TlMINN Eggert Kristjánsson Sími 646. Stofnsett 1900. Láttu gamminn geysa. — En þá verða stjórnartaumarnir að vera frá Sleipnir, mun þá ferðin vel sækjast og greiðlega. Hefir selt vöru til Ameríku, Þýzkalands, Prakklands, Noregs, Danmerkur og Færeyja. Þrjátiu ára reynsla er nægileg meðmæli. Sððlasmiðabúðin Sleipnir Laugaveg 74 Qf^fitíxt um í&lzxiðta atxnixxuioegx (gjtxr J>ot£eí Qótjannesson, sfóíastjóra Ef vér viljum gera oss hugmynd um atvinnuháttu hér á landi frá elztu tímum og starfshagi alla, verður að mestu leyti að fara eftir fornum frásögnum, með stuðn- ingi af lögbókunum, svo langt sem það nær. Þessi eru höfuðgögnin. Og þótt sögurnar h'ermi frá tíðindum, sem gjörðust tveim til þrem öldum fyrr en þær voru skrá- settar, verða rök að því færð, að um það efni, er hér ræðir um, megi þeim treysta í höfuðatriðum, hvað sem líður sannfræði þeirra um einstaka atburði, er þær herma frá. Styrkist þetta af frásögnum þeim frá 12. og 13. öld, sem kalla má, að sé skrásettar samtímis því, er viðburð- ir gjörðust. En höfuð-röksemdin í þessu máli er sú, að eigi verður bent á neitt, sem valdið gæti eða valdið hafi nokkurri verulegri röskun á atvinnu og starfsháttum Is- lendinga allt frá upphafi og fram um 1300. Á þessum tíma virðist hið daglega líf manna og verkleg háttsemi hafa haldið jöfnu fari, þrátt fyrir siðbreytni, innanlands- róstur og upplausn sjálfs lýðríkisins. Ýmsir menn hafa fyrr og síðar álitið, og þótzt finna því áliti stað í fornum frásögnum, að á fyrstu öldum Is- landsbyggðar hafi loftslag verið mildara hér á landi og árferði betra miklu en síðar varð og nú gjörist. Það er reyndar alveg víst, að miklar breytingar hafa á orðið um gróðurfar á íslandi síðan á landnámsöld. Skógarmr, sem þá klæddu landið „milli fjalls og fjöru“ eru því nær horfnir og með þeim mikill gróður annar. Er nú víða auðn ein og gróðurleysa, þar sem áður var blómlegt land. En um áhrif slíkra breytinga gróðursins á sjálft lofts- lagið er nú margt kunnara en áður og þarf ekki um slíkt að fjölyrða. Hitt verður aftur tæplega nokkru sinni full- yrt, að stórvægilegar byltingar hafi á orðið í þessu efni, þannig, að loftslag hafi kólnað til nokkurra muna af gagn- gjörðum breytingum á straumum sjávarins, sem jafnan hafa valdið mestu um veðuríar á Islandi, eins og kunn- ugt er. Hafa íslendingar því jafnan átt við svipaða kosti að búa um náttúrufar landsins, er áhrif rányrkjunnar og einstakra náttúrubyltinga (eldgosa og landskjálfta) eru frá talin. En slíkt verður ekki við eina öld kennt öðrum fremur, þótt nokkuð hafi misjafnt til gengið. Frá upphafi vega varð þjóðin mjög að treysta á sín eigin efni. Höfuðatvinnuvegirnir voru kvikfjárrækt og fiskveiði, svo sem jafnan síðan. En löngum framan af var kvikfjárræktin eða landbúnaðurinn stórurn affara- meiri fyrir landsbúið sökum þess, að viðskipti þjóðar- innar við útlönd voru því nær eingöngu rekin með land- búnaðarafurðir að kaupeyri. En þar sem verkaskiptingu milli þjóða var skammt komið um þessar mundir og við- skipti óhæg, skipakostur lítill og sigling áhættusöm, varð landslýður allur að búa mjög að sínu. Þegar af þessari ástæðu varð atvinnulíf íslendinga í fomöld fjölbreyttara en síðar varð. Þess vegna var t. d akuryrkja stunduð af all-miklu kappi víða um land, að á þann hátt einn var þá unnt að afla kornvöru svo nokkru næmi. Sama máli gegnir um járngjörð, saltvinnslu, skinna- verkun og allskonar ullariðnað, að því leyti, sem ull og skinn voru ekki verkuð og unnin til útflutnings. Dæmi frá okkar eigin tímum sýna nógu ljóslega, hversu fljótt og svo sem óumflýjanlega fornar starfsgi’einar og verkhætt- ir hverfa úr sögunni, næstum jafnskjótt og skapast ný aðstaða og hægri til þess að afla sér nauðsynja. Má minna á það, hvernig verksmiðjuiðnaðurinn hefir næstum öld- ungis útrýmt ullariðnaði heimilanna hér á landi á stutt- um tíma, svo rótgróinni starfsvenju, jafngamalli sjálfri þjóðinni. Þannig hefir jafnan farið er líkt hefir staðið á. En á því tímabili, sem nú var rætt um, frá landnámi og fram um 1300, verða engar slíkar stórbreytingar á í viðskiptum okkar við aðrar þjóðir og þarfirnar innan- lands svipaðar eða hinar sömu alla þessa stund. Þegar með byrjun 14. aldar varð breyting nokkur á um atvinnuhagi hér á landi. Á fremur stuttum tíma kom- ust utanlandsviðskiptin í það horf, að sjávarafurðir, fisk- ur og lýsi, varð höfuðgjaldeyrir þjóðarinnar, en landbún- aðarvörur svo sem ull og vaðmál, urðu að þoka undan. Sökum þess, hve utanlandsyiðskiptin voru enn lítil, olli breyting þessi í fyrstu eigi mjög stórfelldri röskun á verkháttum þjóðarinnar og fjárefnum innanlands. Það verður fyrst eftir aldamótin 1400, er Englendingar ,>g Þjóðverjar taka að sigla hingað. Verður þá mikill upp- gangur þeirra manna, er að útvegnum stóðu, en landbún- aði hrakaði. Var þá nýafstaðin plágan mikla, en landauðn sú, er af henni stafaði, varð langvinnust í sveitum lands- ins. Fólkið sótti að sjónum og fyllti skjótt þau skörð, sem þar höfðu orðið. Verzlunin jókst stórlega og urðu að- flutningar miklu meiri og hægri en nokkru sinni fyrr. En það varð aftur til þess, að fornir verkhættir lögðust nið- ur, svo sem járngerð, akuryrkja og saltsviða. Upp frá því eiga íslendingar jafnan mikið til annara landa að sækja. Jafnvel einokunin gat ekki kreppt þá til þess að verða sjálíum sér nógir, á líkan hátt og fyrr. Röskun sú er orðin var á verkaskiptingu innan lands, varð ekki bætt framar. En þeirri verklegu þróun, sem nú hófst, voru takmörk-sett. Sjórinn var sóttur með líkum hætti og jafn- an áður, á opnum bátum, og veiðarfærið hið sama: hald- færi. Að vísu lærðu íslendingar að nota lóðir til fiskveiða á síðara hluta 15. aldar, en þær náðu aldrei verulegri útbreiðslu, fyrst og fremst vegna venjulegrar íhaldssemi sjómannanna og þrjózku gegn nýjungum, sem enn eimir eftir af og skammt er að minnast, og sjálfsagt að nokkru vegna þess, hve skipin voru yfirleitt smá. Hlutfallið milli höfuðatvinnuveganna haggaðist að vísu mjög. En ekki svo, að um þvert bak keyrði. Um hálfa aðra öld má kalla, að íslendingar fengi að njóta nokkurn veginn frjálslega aðstöðu sinnar sem önn- ur helzta fiskveiðaþjóð álfunnar, með all-greiðum og beinum samböndum, bæði við England og Þýzkaland. Má kalla, að hagur landsins í heild sinni væri góður, þrált fyrir ýms áföll, sem á þessum tíma urðu af sóttum og misæri. En er leið fram um miðja 16. öld, tók af stjórnar- innar hálfu að bóla á rammri íhaldsstefnu um atvinnuefni og viðskiptamál, sem dró til þess, að verzlunaráþjánin var í lög leidd 1602. Miðöld í sögu vorri endar með Plágunni miklu og hefði að vísu endað um líkt leyti, þótt Plágan hefði aldrei komið. Millilandaviðskiptin og starfaskipting þjóða á milli, sem enda miðaldir í sögu Norðurálfunnar og skapa nýja öld, nýja sögu, sneiddu ekki framhjá vorum garði. En með einokunarskjalinu frá 20. apríl 1602 gjörir Kristján IV. Danakonungur eigi aðeins útaf við eðlilega þróun í atvinnulífi voru og alla þj óðarhagsæld vora og íramíarir í meii’a en 200 ár, heldur er um leið dregið svart strik yfir undangengna framsókn um nær 200 ára bil. Með Einokuninni hefst á ný miðöld í íslenzku atvinnu- lífi. — Hér skal ekki reynt að lýsa áhrifum Einokunarimiar á þjóðhagi vora í einstökum atriðum. Allir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára, kannast nógu vel við þá botnlausu niðurlæging, eymd og volæði, sem þjóð vor varð að þola, af hennar völdum fyrst og fremst, þótt fleira hjálpaðist að. Á það eigi sízt við um 18. öldina. Eins og kunnugt er, var þó kappsamlega að því unmð allan síðara hluta aldarinnar að rétta við hagi þjóðarinn- ar. Island hefii’ sjaldan átt á að skipa samtímis jafn- mörgum einlægum ættjarðarvinum og þrautseigum um- bótamönnum og um það bil. Langur tími átti að líða þang- að til rætt yrði af meira kappi og meiri framsýni um framfaramál þjóðarinnar en þá var gert. Mikið var unn- ið. Og stjórnin studdi framfaramennina trúlega í starfi þeirra. Kalla má, að öll lagafyrirmæli, sem horfa til við- réttingar atvinnuvegunum um nær hundrað ára bil, eða fram til þess að Alþingi fékk löggjafarvald, stafi frá síðara hluta aldarinnar. En flest varð þetta að litlu liði um sinn. Innréttingarnar fóru veg allrar veraldar. Til- raunir þær, sem gjörðar voru til jarðabóta og kynbóta kvikfjár ui’ðu að litlu liði eða engu. Helzt má kalla, að árangur yrði af tilraunum með garðyrkju, þannig, að þær íéllu aldrei síðan niður með öllu. Mikið af því, sem gjört var til viðreisnar sjávarútvegi, bar um sinn lítinn eða engan árangur. Þó færðist íiskverkun til nýs og betra horfs og sömuleiðis styrkti ríkið bátaútveginn til muna með því, að fá hingað menn til þess að kenna skipasmíði og hjálpa útvegsbændum til þess að eignast góða báta. Aftur á móti tókst ekki að koma hér upp þilskipaútvegi um sinn. Olli bæði vankunnátta og féleysi, að því varð ekki sinnt. Á líka leið fór um nýjungar í veiðiaðferðum, svo sem t. d. notkun þorskanetja, er Skúli fógeti lét fyrstur reyna skömmu eftir miðja 18. öld. Þótt þorska- net væri reyndar alla tíð síðan notuð lítilsháttar við Faxaflóa sunnanverðan, verður naumast sagt, að þau kæmi að almennum notum fyrri en um og eftir síðustu aldamót. Ef vér lítum yfir sögu íslenzkra atvinnuvega á 19. öld, sjáum vér að vísu mikla framför í hvívetna, en þó mest í öllu því, er að sávarútvegi lýtur. En það er fyrst með 20. öldinni, að íslendingar taka vélaaflið í þjónustu sína við atvinnurekstur. Og þá fyrst verða framfarirnar hraðstígar svo um munar. I upphafi 19. aldar var ekki til eitt einasta haffær- 41 41 -5-S —>8 TJrsmíði Gunsmíði Ep hel allan árslns hring úrvals KLUU, mestu hing. UUSHÚR ei vænni sérð Uaranleg — aí beztu gerö. SILFURHfELUR sérlegar sindra á barml gulltagrar. Ef SllfUR-MILLUR, meyjar prá munið aðjnna ItORÐflÖRÐ pá. Jóh. Norðfjörð E 'C_ É 14 I; iFT~ £' hz anda skipa á íslandi, ekki einu sinni þiijubátur. Sjávar- útvegurinn var rekinn nákvæmlega á sama hátt og í fornöld að því frátöldu, að nokkrir bændur við Faxaflóa notuðu þorskanet lítilsháttar og í nokkrum stöðum voru lóðir notaðar. En fiskverkunin var önnur, íiskurinn salt- aður að mestum hlut, á líkan hátt og nú tíðkast. Um miðja öldina voru til nokkur þilskip, en þau voru mest höfð til hákarlaveiða. Það er fyrst eftir 1890, að þilskipa- útvegur eflist tii muna og íslendingar taka að stunda fiskveiði á útmiðum, sem að þessu höfðu verið lokuð fé- hirzla að kalla fyrir öðrum en enskum og frönskum dugg- urum. Á sama tíma kemst fiskverkun í sæmilegt horf. Framfarir útvegsins eftir 1890 ber efalaust að þakka því, að með stofnun bankanna, Landsbankans 1884 og íslands- banka 1901—1903 var að nokkru bætt úr sarfsfjárþröng landsmanna, sem fram til þess tíma stóð í vegi fyrir verklegum framkvæmdum. Landbúnaður var aftur á móti rekinn að fomum hætti alla öldina að kalla. Þó verður veruleg breyting á um búfjárhöfn bænda eftir 1854, er verzlun landsins varð að fullu frjáls. Sauðfé fjölgaði mjög í hlutfalli við naut- pening og olli það mestu um, að markaður fékkst á Eng- landi fyrir sauðfé héðan af landi, til mikilla hagsbóta fyr- ir bændur. Aftur á móti miðaði jarðrækt lítið fram. Til- raunir þær, sem í því efni voru gerðar sums staðar á land- inu, milh 1850 og 1860, féllu niður, og var síðan lítið gert að jarðabótum fram um 1890. I upphafi 19. aldar var verzlun við Island með öllu í höndum danski’a selstöðukaupmanna. Á þessu varð lengi lítil breyting. Undir 1870 komst nokkur hreyfing á meðal bænda, er skipti áttu við enska fárkaupamenn, um að koma upp verzlunarfélögum. Þá var Gránufélagið stofnað og fleiri verzlunarsamtök gjörð. Fyrst eftir 1880 kemur samvinnuhreyfingin til sögu og upp frá því gjörist tvennt samtímis: verzlunin færist meir og meir í hendur íslendinga sjálfra og viðskiptin færast frá Kaupmanna- höfn til Englands. Hvorttveggja þetta varð mjög til þess að efla efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Þá fara og bún- aðai’félög að láta til sín taka í sveitunum og kom þeim styrkur frá búnaðarskólunum. I lok aldarinnar var stofn- að Búnaðarfélag Islands, sem mest og bezt hefir stutt að framförum búnaðar á Islandi alla tíð síðan. Eftir aldamótin 1900 hefst vélaöldin í sögu íslenzkra atvinnuvega. 1901 kemur fyrsti togarinn, en raunar hefst togaraútvegurinn ekki til fulls fyrr en 1907. Fyrsti vélbáturinn kemur 1903. Með vélbátunum og togurum opnast nýjar auðlindir: djúpmiðin. Langræðið stendur ekki lengur fyrir sjósókninni, róðrarbátarnir týna tol- unni. En aflinn margfaldast og gæði hinnar útfluttu vöni eru tryggð með lögum um fiskimat (1909 og 1922). Á líka leið fer um síldarútveginn, sem fram til 1907 var að mestu í höndum Norðmanna. Nýtt veiðarfæri, herpinótin, kemur hingað 1903. Þar með er opnuð leið til þess að veiða síldina í rúmsjó. Upp frá því vex síldarútvegurinn stórkostlega og höfuðstöðvar hans færast. úr hinum þröngu fjörðum austanlands og innanverðum Eyjafirði út til hafsins, til Siglufjarðar. En jafnframt því, sem skipakostur landsmanna vex og batnar, taka þeir meiri og meix-i þátt í síldveiðunum. Útvegurixm þjappast saman við beztu bátalegui-nar. Þar vaxa upp þorp og bæir en hin gömlu útver eyðast. Með vélaaflinu er sjávarútvegi landsmanna opnuð leið til þróunar, sem enn virðast eng- in takmörk sett. Fi’am til loka ófriðarins mikla urðu eigi mjög stór- stígar framfarir í rekstri landbúnaðarins. Með stofnun Búnaðarfélags Islands og Ræktunarfélags Norðurlands (1903), eflingu bændaskólanna og búnaðarsamtökum víða í sveitum landsins, var grundvöllur lagður til samstarfs með bændum, vakirni áhugi og aukin þekking á búnaðar- málum. Með stofnun Ræktunai’sjóðs 1900 og með girð- ingarlögunum 1905 kemst nokkur skriður á um jarðrækt, húsabætur og gii’ðingar víða um land. Jafnframt koma

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.