Tíminn - 17.06.1930, Síða 10

Tíminn - 17.06.1930, Síða 10
TÍMINN Elsfa verksmiðjan! Framlaiðir — Sfærsta verksmiðjan! bezta smiörlíkið: S 63 upp samvinnurjómabú og miklar umbætur verða um vöndun landbúnaðarvöru (sláturhús) að forgöngu sam- vinnufélaganna. Beint áframhald af því starfi verður síð- an eftir stríð með byggingu frystihúsa og kæliskipa. Með eflingu Búnaðarfélags Islands (1919) og jarðrækt- arlögunum (1923) kemst nýr skriður á búnaðarfram- farir í landinu, svo um munar. Vélar eru fengnar til þess að brjóta land og ræsa fram (þúfnabanar, dráttarvélar, skurðgröfur). Stórkostleg áveitufyrirtæki eru til lykta leidd (Flóaáveitan, Skeiðaáveitan). Með lögum um Byggingar- og landnámssjóð er stórkostlegt átak gjört til að iétta undir um húsabætur í sveitum landsins. Með lögum um einkasölu á tilbúnum áburði er greitt mjög fyrir nýræktinni. Með eflingu Ræktunarsjóðs og síðan stofnun Búnaðarbanka íslands er landbúnaðinum tryg.gt veltufé, er áður skorti tilfinnanlega. Jafnframt þessu hafa samgöngur verið bættar stórkostlega bæði á sjó og landi og hefir það orðið til mikils léttis fyrir landbúnaðinn. Stórkostlegastar hafa ræktunarframkvæmdirnar verið hin síðustu þrjú ár. Jafnhliða ræktunarframkvæmdunum hefir verið unnið að því að koma á fót mjólkurvinnslu í nýtízku stíl (Kaupfélag Eyfirðinga, Mjólkurfélag Reykja- víkur, Mjólkurbú Flóamanna og Ölvesinga). Hvarvetna hafa samvinnufélögin orðið bændum hin mesta stoð á hinni nýju jarðræktaröld. Samband íslenzkra samvinnuie- iaga er nú langstærsti innflytjandi landbúnaðarvéla alls- konar og hefir einnig með höndum innflutning á útlend- um áburði. Kalla má, að þótt sjósókn væri alla tíð önnur höfuð- atvinnugrein íslendinga, lifði allur þorri útvegsmanna og þeirra, er sjó sóttu, á landbúnaði öðrum þræði. Þjóðin var bændaþjóð og í kauptúnum og verstöðvum bjó löng- um fátt manna að staðaldri. Á þessu verður nokkur breyt- ing með tilkomu þilskipaútvegsins sunnan lands og vest- an (Reykjavík, Hafnarfjörður, ísafjörður) og síldveið- anna nyrðra og eystra (Akureyri, Siglufjörður, Seyðis- fjörður). En það er þó reyndar fyrst með togaraútvegn- um og vélbátaútgjörðinni, sem þorp og bæir taka að vaxa til stórra muna. Nú býr um helmingur þjóðarinnar í bæj- um og þorpum og hefir mesta sína atvinnu af fiskveiði og verzlun, en sums staðar að nokkru af jarðyrkju og fer það stöðugt í vöxt. í nokkrum stöðum hefir sprottið upp vísir til iðnaðar (klæðagjörð, ölgjörð, skinnaverzlun, vinnsl.i a fiskúrgangi og síld og smáiðnaður ýmis konai'). Má vænta, að í framtíðinni fari iðnaður vaxandi jafnskjótt og raf- orka verður auðfengnari og ódýrari. Eitt stærsta framfara- mál þjóðarinnar á næstu áratugum er rafmögnun lands- ins. Er hafinn undirbúningur þess máls, en framkvæmd- in tekur langan tíma. Á síðustu árum hefir talsvert verið gjört að því að setja upp smáar rafstöðvar fyrir sveita- bæi. En rafmagnsveitur eru komnar í flestum bæjum og kauptúnum. Stakkholtsgjá Gljúíurá Itngmcnnafélögin Alkunn er frásögn ritningarinnar um hinn fyrsta hvítasunnumorgun í Jerúsalem, er heilagur andi kom yfir postulana og þeir tóku að tala annarlegum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Sviplíkur atburður þessum gjörðist hér á landi vovu fyrir tæpum hálfum þriðja tugi ára. Þá kom helgur andi þjóðrækni og framþrár yfir íslenzkan æskulýð, eldtungur áhugans svifu yfir höfðum og menn tóku að tala annar- legum tungum. Ekki erlend mál að vísu, heldur helga tungu feðra sinna, en gömlu orðin voru mælt af nýjum skilningi, í eldlegum krafti þeirrar æsku, sem veit sitt hlutverk. Þetta, var þegar ungmennafélögin voru stofnuð. Upphafsmenn ungmennahreyfingarinnar voru þeir Jóhannes Jósefsson glímukappi og Þórhallur Bjarnarson prentari, sem þá voru ungir menn á Akureyri. Mun Þór- hallur hafa lagt til hugsjónir, en Jóhannes hita og kraft, þó að nokkuð kæmi af hvorutveggja frá báðum. Stofnuðu þeir U. M. F. Akureyrar 7. janúar 1906, en það er fyrsta félagið og hefir til þessa jafnan veríð meðal þeirra fremstu. Var nú eins og neisti hitti tundur, svo óðfluga breiddist hreyfingin út um byggðir landsins. Voru þegar á næsta ári komin félög í öllum fjórðungum, og skorti hvorki eldmóð né fórnarlund né djarflegar fyrirætlanir. Samband U. M. F. I. var stofnað á Þingvöllum 1907, sam- bandslög sett og hreyfingin þar með mótuð. Ætlunarverk félaganna er í aðalatriðum: „1. Að reyna af alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum til þess að Vinna að frelsi, framförum og heill sjálfra sín og annara, með mannúð og réttsýni. — 2. Að temja sér að beita starfskröftum sín- um innan félags og utan. — 3. Að reyna af fremsta megni að styðja, vemda og efla allt það, sem þjóðlegt er og ram- íslenzkt og horfir íslenzku þjóðinni til gagns og sóma. Sérstaklega skal leggja stund á, að fegra og hreinsa móðurmálið". U. M. F. var ætlað að vera þjóðernisleg uppeldisfélög. Þau áttu að draga athygli æskumanna að velferðarmálum lands og lýðs, vekja vilja þeirra til að láta þjóðarheill sitja fyrir eigin hag og temja þeim þegnskap, samvinnu og fómarstörf í þágu hugsjóna. Eigi skorti verkefni til að temja starfskrafta og brýna áhuga á, né heldur óðfúsan vilja til stai-fa og dáða. Þvílíkt var sem æskumenn lykju upp augum í fyrsta sinni, sæju í vetfangi allt það, sem ógjört var og frami mátti í vera, og helzt átti það aJlt að vinnast í einni svipan. Árin fram að stríði eru bernska ungmennafélaganna og þeirra glæsilegasti tími um margt. Þá var starfað af mestum eldmóði og hrífningu — stundum kannske meira af kappi en forsjá, en það er saldausi; og hollt; sækan þarf að reka sig á. I fjárhyggju stríðsáranna dofnaði yfir fé- lögunum, því að þá var annað ofar á baugi en hugsjónir og fómir. Nokkur félög vesluðust upp, og flestum hrak- aði. Síðustu ár hefir félagsskapurinn rétt við aftur og stendur nú um margt í meira blóma en nokkru sinni fyr. Nú eiga félögin tamda starfskrafta, reynslu að byggja á og ráðsetta félaga í og með. Og þau hafa safnað eignum og áliti. Auk þess á hreyfingin drjúgum meira liði á að skipa nú en fyrir stríð. 1913 voru í U. M. F. 1. 49 félög með tæpum 2000 félagsmönnum. Nú em 79 félög með liðugum 3000 íélagsmönnum í sambandinu. Vafasamt er þó, hvort jafna má því, sem unnizt hefir í betrí aðstöðu og auknu liði, við það, sem misst er og eigi fæst aftur: eldmóð, fórnarkapp og fífldirfsku í fyrirætlunum og íræði. Vert er að svipast eftir, hvað U. M. F. hefir unnizt á, þann tæpa fjórðung aldar, sem þau hafa starfað. Þmi hafa ýtt af stað vakningu þeirri, sem orðin er í íþrótt- um, heimilisiðnaði og að nokkru í skóggræðslu. Þau hafa komið upp sundlaugum, samkomuhúsum og bókasöfnum víða um byggðir landsins, stundum ein, stundum með til- styrk annara. Þau hafa starfað að alþýðufræðslu með fyrirlestrum o. fl., átt frumkvæði að stofnun alþýðuskól- anna, sem nú eru að rísa og oftast barizt djarflegast fyrir því, að kcma þeim upp. Margt mætti fleira telja af sýni- legum framkvæmdum og þreifanlegum. En þær eru ekki aðalatriði, þótt mikils séu verðar. Gildi U. M. F. liggur mest í því, sem hvorki verður sýnt né rnælt: Áhrifum þeirra á einstaklingana, þroska þeirra og þegnskap, og gegn um þá á þrif og framtíð þjóðarinaar. Vér ungmenna- félagar finnum bezt á sjálfum oss, að þau áhrif eru mikil og gagnger. Þau eru slík, að vegna þeirra ber að telja ungmennafélögin einna merkasta og þýðingarmesta hreyfingu í þjóðlífi voru um langt skeið. A. S.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.