Tíminn - 17.06.1930, Qupperneq 24

Tíminn - 17.06.1930, Qupperneq 24
TÍMINN Kaupfélaé Eyfirðinéa Akureyri Gamla verzlunarhúsið. Sala innlendra afurða, 4 ára yiirlit Fasteignir og sjóðir 4 ára yfirlit Ár tala K j Ö t vig-t kg. kr. Gf vlgt kg. e r u r kr. vlgt kg. J 11 kr. Fiskur og lýsi kr. Mjólk kr. Sarntals kr. Ár Stofn- sjóður kr. Vara- sjóður kr. Tryfig- ingar- sjóður kr. Fyrning- arsjpður kr. Skulda- tryfig- Ingar sjóður kr. Sambands stofnsjóður kr. Bygg- ingar- sjóður kr. Áh aettu sjóður síldar- fryst kr. Samtals sérelgnar- og sameign- ar sjóðir kr- Innláns- deild kr. Fasteignir Kieð bókf.verði kr. 1926 28,h00 280,672 273,754 69,862 117,081 28,950 73.060 226,552 690,447 1926 429,580 78,544 56,155 64,220 67,529 696,028 315,966 243,127 1927 25,192 296,427 276,236 81,272 179,900 29,413 91.509 510,000 1,057.645 1927 429,847 106,952 54,287 75,260 1.854 71,581 21,361 761,142 322,909 362,481 1928 28,295 334.669 305,247 92,447 221.874 29,682 97,059 595,215 131,315 1.350,710 1928 494,912 138,981 53,944 86,895 3.526 84,691 64,017 926,966 401,713 595,512 1929 26,802 319,255 319,140 93,338 201,175 30,033 106,750 810,117 228,170 1,665.352 1929 597,380 181,238 56,824 100,990 5,115 101,305 111-331 26,500 1,180,683 412,133 864,531 K. E. A. er slofnað 19. júní 1886 og er þannig 44 ára nú. P'yrstu 20 árin var starfsemi félagsins mjög smávaxin, enda eingöngu pöntunarstarfsemi þau ár. Á tímibilinu 1886—1906 er samtals upphæð innf’utíra vara aðeins 392 þús. kr. eða seir: næst til jafnaðar á ári 19600 kr., en útfluttar vörur á sama tíma samtals 279 þús. kr. eða til jafnaðar á ári sem næst 14000 kr. Þessi umsetning er lítil, þegar tekið er tillit til þess, hve stórt hérað hafði aðstöðu til að sækja til félagsins. Mun hafa valdið hér um skipu- lag fjelagsins. Hallgrímur Kristinsson tók við stjórnarforystu fé- lagsins áiið 1902. Sá hann brátt að hér var mikið verkefni fyrir höndum og að verulegar breytingar þyrfti að gjöra til þess að starfsemin kæmi að þeim notum er hann vildi. Fór hann utan á öndverðu ári 1905 til þess að kynna sér starísemi samvinnufélaga erlendis. Eftir heimkomu sína flutti hann tillögui’ um gagngjörðar breytingar á skipulagi íélagsins, og voru þær samþykktar á aðalfundi félagsins 1906. Var íélaginu þá breytt í ]>að horf, sem það enn er í, breytt úr pöntunarfélagi með allt bókhald viðskipta- mannaima heima í deildunum, i söiufélag með alia stjórn og allt bókhald á einum stað. Með þessum breytingum hefst nýtt tímabil í sögu félagsins, tímabii, sem hingað til heíur sýnt svo að segja stöð- ugan aukinn vöxt viðskiíta og bættan fjárhag. Má því segja, að þessi breyting á félaginu úr pöntunar- íélagi í sölufélag hafi reynst hið mesta happaspor. Framan af verzlaði íélagið eingöngu með lífsnauð- synjar og nauðsynlegustu áhöld. En eftir að félags- mönnum íjölgaði og íélaginu óx máttur, komu fram kröfur um fjölbreyttari vörusölu. Árið 1912 byrjaði íéiagiö að selja veínaðarvörur. Árið 1919 hófst sala á trjáviði og sementi og öðru byggingarefni. Árið r923 var fyrsti kolafarmurinn keyptur, og árið 1925 fyrsti saltfarmurinn. Árið 1926 byrjaði félagið að verzla með útgeröarvörur. Árið 1927 hófst verzlun með tiibúinn ábuið, sáðvörur og heyvinnuvélar, og árið 1929 hóf íélagiö sölu á miðstöðvarvörum, og annast nú innlagningu á miðstöðvum og öllu til- heyrandi. Auk þess sem hér er talið, hefir á hverju ári verið aukin fjölbreytni í vörubirgðum og salan stöðugt aukist, eins og töluyfirlitið ber með sér. I hvert sinn sem íelagið hefir tekið nýja vöruteg- und til sölu, hefir raunin orðið sú, að mikil verð- lækkun hefir átt sér stað. Þegar félagið tók að seija trjávið lækkaði það verðið á honum hér í byggðar- laginu um 25% og kolaverðið lækkaði um hér um bil 20%. Til þess að greiða fyrir viðskiftum þeirra félags- manna er erfiða aðstöðu áttu um að sækja vörur til Akureyrar, setti félagið upp útbú á Dalvík árið 1919. í Ólafsíirði var sett upp útbú 1928 og nú í þessuin mánuði var opnaður vísir til útbús í Hrísey. Árið 1912 ákvað félagið að setja á fót kjötbúð á Akureyri til þess bæði að tryggja neytendum í bæn- um skipulagsbundna sölu á kjöti og kjötmeti, og jafnframt betri meðferð og til þess einrng, að tryggja bændum á félagssvæðinu öruggara markað fyrir þessar afurðir sínar: Hefir þessi starfsgrem komið að tilætluðum notum, og sala kjötbúðarinnar farið vaxandi ár frá ári. í sambandi við kjötsöluna í bæinn var byggt íshús til matvælageymslu 1924. Siátr.marstarfsemi félagsins hófst árið 1907 í nýbyggðu slátr- unarhúsi félagsins á Akureyri. Var þar hægt að slátra 400 fjár á dag. Urðu um það allmikil átök í fyrstu, hvort félagið ætti að ann- ast slátrunina og sölu slátur- afurða fyrir félagsmenn, eða hvort stofnað skyldi sérstakt slát- urfélag. Varð það úr, að félagið tæki þessa starfsemi í sínar hendur, og hefir það gef- izt vel. Hefir reynzlan sýnt, að þessi leið er miklu heppilegri en hin, þar sem slátur- félög og kaupfélög starfa hlið við hlið og án nokk- urrar samvin.iu. Fyrsta árið var slátrað aðeins um 1000 fjár. En fjártalan jókst brátt, svo að auka varð við sláturhúsið. Árið 1911 var byggt við það og aftur árið 1913. Árið 1915 hófst slátrun bæði í Grenivík og á Dalvík, í slátrunarhúsum er félagið eignaðist á þessum stöðum, og í Ólafsfirði árið 192 ? í nýbyggðu húsi þar. Árið 1928 var byggt nýtt slát- urhús á Oddeyrartanga, er það svo stórt, að daglega má þar slátra 1400 fjár. Er hús þetta sennilega full- komnasta slátrunarhús hér á landi, með nýtízku út- búnaði, þannig, að kjötið þarf aldrei að snerta frá því gæra er tekin af skrokknum þar til hann er kominn í frystiklefa eða tekinn til niðurhöggs. Skrokkarnir renna á hjólum á þar til gerðum rám eftir efri hæð hússins niður á neðri hæðina og þaðan inn í frystihúsið. Er að þessu mikill þrifnaður og verksparnaður. Árið 1929 byggði félagið nýtt slát- urhús í Dalvík, þar sem öllu er mjög haganlega fyr- irkomið. Á öllum fjórum sláturhúsum félagsins er nú hægt að slátra daglega 2200 fjár. Síðastl. haust var á vegum félagsins slátrað alls um 27000 fjár. Til þess að koma kjöti félagsmanna í hærra verð, keypti félagið frystihús á Oddeyrartanga árið 1927. Hefir hús þetta síðan verið stækkað og endurbætt. Jafnhliða hefir húsið verið notað til beitufrystingar og hefir það aflað félaginu nokkurra tekna. Sölu á fiski til útflutnings byrjaði félagið árið 1919. í fyrstu í smáum stíl, en það hefir fai-ið vax- anda, einkum hin síðustu ár. Til þess að létta undir með smábátaútgerðinni við Eyjafjörð hefir félagið látið réisa fisktökuhús í Grenivík, Litlaársskógs- sandi og Ólafsfirði, og er nú að láta reisa fisktöku- hús í Hrísey. Árið 1929 kom félagið upp fiskverk- unarstöð á Gleráreyrum og annast þar fiskverkun fyrir viðskiptamenn sína. Þegar kjöt og gærur tóku að falla í verði eftir styrjöldina, var mjög um það rætt hvort ekki myndi heppilegra að framleiða mjólk. Þannig hagar til í Eyjafirði að mjög víða er álitlegra að hafa kúabú en sauðfjárbú, og voru því allmargir bændur, sem vildu auka mjólkurframleiðslu sína, en tilgangslaust var það ef ekki fékkst markaður fyrir mjólkina. Mjólkin og mjólkurafurðir voru seldar til Akureyrar algjörlega skipulagslaust og aukið framboð í stórum stíl mundi því hafa komið markaðinum algjörlega á ringulreið. Til þess að skapa möguleika fyrir aukinni mjólkurframleiðslu, réðst félagið í það að stofnsetja hið fyrsta mjólkursamlag hér á landi. Var gamla sláturhúsið endurbyggt, keyptar vjelar af beztu og fullkomnustu gjörð og tekið til starfa snemma á ár- inu 1928. Hefir rekstur þessi gengið eftir beztu von- um. Mjólkursamlagið selur gerilsneydda mjólk á Ak- ureyri, til Siglufjarðar og í sjávarþorpin við Eyja- fjörð. Úr því sem ekki gengur út af mjólkinni þann- <$> <$> >$> <$> <^ <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> ^> <§> <$> ig, er unnið smjör, skyr, mjólkurostur og mysuost- ur. Vörur þessar hafa reynst svo vel að jafnauðvelt er að selja þær og samskonar vörur, sem frá útlönd- um eru fiuttar. Bændur fengu árið 1929 24 aura fyr- ir kíló af meðalfeitri mjólk til jafnaðar allt árið. Til styrktar þeim, sem vinna að aukinni ræktun hefir félagið tvö síðastliðin ár lánað félagsmönnum, sáðvörur, tilbúinn áburð og girðingarefni út á vænt- anlegan ræktunarstyrk, þannig að þessi úttekt kein- ur ekki við hinni venjulegu hehnilisúttekt manna, og greiðist þá fyrst er ræktunarstyrkurimi fæst greidd- ur. Iiefir þetta orðið mörgum eínalitlum bónda að góðu liði. Vegna fólksfæðar í sveitunum fer stöðugt vaxandi þörfin á að geta notað sem mest vélar við heyskap- inn. Með aukinni ræktun opnast þessii' möguleikar. Félagið hefir því, til þers að hvetja meim til véla- notkunar, nú um nokkurn tíma selt heyvinnuvéiar með afborgunarskilmálum, þannig að þær borgast á 4 árum. T. d. er Herkules-sláttuvél seld félagsmönn- um á 410 krónur, með þeim kjörum að við móttöku sé greitt 110 krónur og síðan næstu 3 ár 100 kr. hvert árið, án vaxta. 1. marz 1930 hóf félagið smjörlíkisgerð, og sama dag hófst einnig brauðgerð, sem sérstakir hðir i starfssemi félagsins. Hvorttveggja þessar nýju starfsgreinar voru hafnar með það fyrir augum að reyna að gefa neytendunum hagkvæmari kaup á þessum vörum, sem eru mjög mikið notaðar 1 bæn- um og allmikið í sveitunum einnig. Félagið hefir s. 1. vetur látið reisa smjörlíkisgerð af fulikomnustu gerð, sem til er hér á landi. Var til ráðuneytis hafð- ur íramkvæmdastjórinn fyrir stærstu smjörlíkis- verksmiðju á Norðurlöndum, og fenginn frá verk- smiðjunni sjerfræðingur, sem sá um uppsetning véla og stjórnar framieiðslunni fyrst um sinn. Svo ánægjulega hefir tekizt til með þessa framkvæmd, að varan, sem framleidd er, er ekki aðeins framúr- skarandi góð heldur hefir einnig hepnast að lækka verðið um 20 aura kílóið eða sem næst um 11%. Um fjárhagslega afkomu fyrirtækisins má vænta alls góðs, því þar sem FLÓRA-smjörlíki er farið að selj- ast á annað borð þar vex salan vikulega svo að veru- lega munar. Brauðgerðin fer fram í leigðum húsa- kynnum, sem félagið fékk með svo hagkvæmum kjör- ub, að það vildi gera þessa tilraun. Það sem af er, hefir þetta gengið vel. Auk þess, sem meira hefir verið borið í brauðin en áður tíðkaðist, hefir félagið lækkað rúgbrauðin í verði um 12%. Samtals vörusalaa erl. og' innl. Úthlutaður ágóði af erl. vörum Uthl. arði af innl. vörum 1926 2,167,935 82,948 13,202 1927 2,623.401 91,408 59,166 1928 3.361,386 99,618 1929 5,108,564 119,327 50,721 Samtals i 4 ár 13,261,286 393,301 123,089 1906 -’^5, samt. i 20 ár 22,303.706 741,160 295,948 Samtals i 24 ár 35,564,992 1,134,461 419,037 Félagið hefir þannig frá 1906 til ársloka 1929 út- hlutað arði til félagsmanna samtals einni miljón eitthundrað þrjátíu og fjórum þúsundum króna og greitt uppbætur á innlendar vörur samtais fyrir fjögur hundruð og nítján þúsund krónur. Þetta hafa félagsmennirnir bein- línis sem hagnað af starfsemi fé- lagsins fyrir utan allan þann óbeina hag, sem félagsmenn og þeir sem utan félagið standa hafa haft af því, að félagið hefir hald- ið niðri og lækkað verð á innflutt- um vörum, og þann hag, sem þeir hafa haft af því, að félagið hefir haldið uppi verðlagi á útflutnings- vörunni. <$> <$> <$> $> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> 1 <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> <$> J> <$> <$> Nýja verzlunarhúsið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.