Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 5
T í M I N N
5
J ö n a s J ó n s s o n:
Einyrki við
Það er nokkuð almenn skoðun hjá mönn-
um, sem fara þjóðleiðina milli Reykjavíkur
og Akureyrar, að það sé æfinlega norðan-
vindur í Hrútafirði. Þetta er að vísu ekki
rétt. Sunnanvindurinn flytur oft yl og hlýju
til innstu byggðarinnar við Húnaflóa. En
hitt er eðlilegt, að hafgolan sé þrálát frá
hinum víðáttumikla Húnaflóa, eftir þeim
fjarðararminum, sem gengur lengst inn í
landið, og þaðan suður um Holtavörðuheiði,
yfir hið hlýja undirlendi Borgarfjarðar.
Þegar vegfarandinn kemur sunnan yfir
Holtavörðuheiði sér hann álengdar, við ytri
brún óbyggðarinnar, lítinn bæ, gráleita
steinsteypuveggi og græn torfþök. Þetta er
Grænumýrartunga. Þar býr Gunnar Þórð-
arson, nokkurs konar einyrki, en þjóðkunn-
ur maður um land allt.
Menn hafa deilt um það á síðari árum,
hvort bændastéttin íslenzka gæti haldið
fomri virðingu, eftir að stóru, mannmörgu
heimilin týndu tölunni. Sumir menn hafa
efast um að smábóndinn, sem verður að
sinna alls konar erfiðum störfum, oft án
verulegrar hjálpar, geti haldið við 'sveita-
menningu fyrri alda.
Bjarni Runólfsson í Hólmi var fáliðaður
smábóndi. Samt tókst honum að komast í
fremstu röð meðal sinna samtíðarmanna,
og verða merkilegur brautryðjandi I lífs-
baráttu byggðanna. Frá Hólmi hvarflar
hugurinn til mikils fjölda fáliðaðra bænda
um allt land, sem eru nú dögum, eins og
bændur fyrri alda, stoð og stytta íslenzkrar
menningar.
Einn af þessum mönnum er Gunnar
Þórðarson. Hann er alinn upp á efnalitlu
heimili í veðurharðri byggð. Bær foreldr-
anna var jafnframt einskonur sæluhús fyrir
langferðamenn, sem komu hraktir og
þreyttir af Holtavörðuheiði. Sá bær var lítill
og lágur, en mikið hjartarúm inni. Túnið
var lítið, ógirt, og umhverfið grýtt við heið-
ina. Gunnar hjálpaði foreldrum sínum við
öll dagleg störf. Hann fékk litla kennslu á
unglingsárunum og fór alls ekki á skóla.
En hann las blöð og bækur, eftir því sem
föng voru á, og braut efnið til mergjar við
heyskapinn, fjárhirðinguna, smíðar, eða á
fylgdarferðalagi yfir heiðina. Gestir, sem
komu í Grænmýrartungu fyrir aldarfjórð-
ungi, muna eftir, að í baðstofunni voru
margar litlar myndir af fallegu íslenzku
landslagi í hagiega gerðri umgjörð. Bónda-
sonurinn hafði eignazt þessar myndir, og
smíðað umgjörðina. Hann vildi geta haft
fegurð landsins stöðugt fyrir augum.
Gunnar tók við litla heiðarbýlinu af for-
eldrum sínum, giftist göfugri og skörulegri
konu úr sveitinni og byrjaði að búa. Efnin
voru litil, en hjónin voru atorkusöm og úr-
ræðamikil. Eftir fáein ár gátu þau endur-
byggt bæ sinn, án þess að safna verulegum
skuldum. Gunnar var sjálfur húsameistar-
inn, múrarinn, trésmiðurinn og verkamað-
urinn. Bærinn er hlýr, sólríkur og skjólgóð-
ur. Smátt og smátt byggðu þau hjón önnur
húsi á bænurn, komu sér upp lítilli rafstöð
við bæjarlækinn og stækkuðu túnið eftir
föngum, þó að helzt til mikið væri um grjót
í holtunum kringum Grænumýrartungu.
Hjónin í Grænumýrartungu voru starf-
söm, og það sá á, að þau kunnu að búa.
Þau voru líka í þjóðbraut. Til þeirra kom
fjöldi gesta á öllum tímum árs, oft lang-
heiðarbrún
ferðamenn, sem vissu að Grænumýrartunga
var sæluhús í bezta skilningi. Bóndinn gaf
sér tíma til að spjalla við gestina, eftir því
sem heimilisstörfin leyfðu. Hann varð á
þann hátt margfróður um þjóðhagi. Hinu
var þó fremur veitt eftirtekt, að hann var
í þeim efnum meira veitandi en þiggjandi.
Gunnar Þórðarson var smátt og smátt
kosinn til að gegna-fjölmörgum félagsmála-
störfum fyrir sveit sína, þar á meðal til að
vera formaður í stjórn kaupfélagsins á
Borðeyri, í stjórn héraðsskólans á Reykjum,
sýslunefnd Strandamanna o. s. frv. Eftir
því sem verksvið hans stækkaði, kom betur
í ljós, hversu greind hans var djúp, og að
gáfur hans höfðu mótast og styrkzt við
margháttuð störf og glögga athugun á fyr-
irbrigðum hins daglega lífs.
Gunnar í Grænumýrartungu var fæddur
samvinnumaður. Gáfur hans, uppeldi og
lífsbarátta beindi honum einhliða inn á þá
braut.Hann varð,þegar á reyndi, eindreginn
stuðningsmaður í flokki samvinnumanna í
landsmálum og hefir síðan um 1923 ráðið
miklu um stjórnmál í sínu héraði. Yfir-
burðir hans komu glögglega fram við skipu-
lagningu Framsóknarflokksins 1932—34.
Fram aðþeim tíma hafði öll flokkssamheldni
Framsóknarmanna byggzt á góðu sam-
komulagi flokksmanna. Svo kom klofning-
urinn. Nokkrir áhrifamiklir menn gengu
úr flokknum og mynduðu ný samtök. Klofn-
ingsmenn reyndu að draga til sín allt það
lið úr Framsóknarflokknum, sem þeir gátu
fengið. Stofnendum flokksins, sem réðu yfir
flokksblöðunum, vár ljóst, að þeir urðu að
koma föstu skipulagi á flokk .sinn, gera
honum eins konar stjó'rnarskrá. Innan
flokksins varð að vera ákveðið úrskurðar-
vald um meðferð mála. Flokkurinn varð að
gera glöggar, óvéfengjanlegar reglur um
störf sín. Margir lögðu hönd að því að
mynda hið nýja skipulag. En enginn einn
maður lagði þar fram stærri skerf en Gunn-
ar Þórðarson. Hann var bóndi, kaupfélags-
maður, Framsóknarmaður og róttækur
umbótamaður. Honum var sárt um Fram-
sóknarflokkinn. Hann fann,að slíkur flokk-
ur varð að vera til vegna málefna fólksins
í dreifbýlinu og vegna þjóðarinnar allrar.
Mér er enn í minni, eftir mörg ár, hin
skapandi hugkvæmni Gunnars Þórðarson-
ar við þessa endurbyggingu flokksskipu-
lagsips. Hér var um að ræða nýja stjómar-
skrá fyrir gamlan flokk. Fulltrúamir, sem
unnu að þessari smíði, vom úr öllum stétt-
um þjóðfélagsins og úr öllum landshlutum.
Það þurfti að taka tillit til matgs.Það þurfti
víða að miðla málum. Flokksskipulagið
mátti ekki verða of dýrt, og ekki gera ráð
fyrir fundahöldum, sem fólkið í dreifbýl-
inu gat ekki lagt á sig. Hins vegar varð að
fyrirbyggja það, að einstakir menn í flokkn-
um, eða hópur manna, gæti tekið sér fulln-
aðarúrskurð í málefnum flokksins á móti
vilja meirahluta af þeim borgumm í land-
inu, sem mynda flokkinn. Við slíka skipu-
lagningu er alveg sérstakur vandi að koma
á eðlilegri verkaskiptingu milli ráðherra
flokksins, þingmann flokksins og kjós-
enda flokksins.
Við þessar ráðagerðir og úrlausnir var
Gunnar Þórðarson mikill áhrifamaður. Þó
að hann hefði ekki gert víðreist um landið,
hvorki á skóla eða í öðmm erindum, þá
Gunnar Þóröarson.
hafði hann glögga yfirsýn um hag þjóðar-
innar, átök stéttanna og hið nauðsynlega
jafnvægi milli einstaklinga í sama flokki
og stjórnmálaflokkanna allra.
Það er undarleg tilviljun, að nútíma-
flokksskipun í Danmörku og Noregi, eftir
að þær þjóðir fengu frelsi, eru enn grund-
völluð af sjálfmenntuðum bændum og
verkamannaleiðtogum. Þeir hafa, eins og
Gunnar Þórðarson, komið fram sem boð-
berar þeirra nýju stétta, sem fögnuðu lýð-
ræðinu og persónufrelsinu og voru einhuga
að nota það til aukinnar giftu fyrir borgara
þjóðfélagsins.
Aukin félagsmálastörf fyrir Strandasýslu
valda því, að Gunnar Þórðarson kemur
nú oftar til Reykjavíkur en fyrr. Góðkunn-
ingjum hans hér í bænum þykir hann góður
gestur. Hann flytur með sér úr dreifbýlinu
inn í höfuðstaðinn ný viðhorf um málefni
dagsins. Heima við dagleg störf í Grænu-
mýrartungu er hugur hans að glíma við
vandamál þjóðarinnar. í vel starfræktum
stjórnmálaflokki eru slíkir menn dýrmætir.
Þeir leggja fram andleg verðmæti í sameig-
inlegan sjóð. Þe'gar slíkar tillögur hafa ver-
ið rökræddar og brotnar til mergjar, er eftir
kjaminn, sem borinn er fram til endanlegs
úrskurðar í meðferð.þjóðmálanna. Síðustu
bendinguna um þýðingarmikið þjóðmál
hefir Gunnar Þórðarson gefið félögum sin-
um í miðstjórn Framsóknarflokksins um til-
tekið úrræði í lausn sjálfstæðismálsins á
þingi í vetur. Enginn veit fremur en um
aðra óorðna hluti, hvað þar muni gerast.
En ég hygg, að tillaga Gunnars Þórðarsonar
muni verða vinsæl og þykja þjóðholl og til
bóta við lausn hins mesta vandamáls.
Þessar línur eru ekki fyrst og fremst um
þann einstaka merkisbónda, sem hér er
sagt frá. f huga mínum er þessi grein lítill
þáttur í rökræðum um menningarmátt
hinna fámennu nútímaheimila. Allir hugs-
andi menn á íslandi sjá eftir stórum, mann-
mörgum heimilum í sveitinni. En þau eru,
þvi miður, að hverfa í óviðráðanlegum
straum þróunarinnar. En um leið og menn
harma stóru heimilin, mega menn ekki
missa kjarkinn og gera litið úr þroskavaldi
fámennu heimilanna. Bændabýlin íslenzku
eru nú flest fámenn. Það er, að ég hygg,
ástæðulaust að spá þeim hrakspám. Litlu
heimilin eru enn sterk menningarvígi
þjóðarinnar. — Smábýlið norðanvert við
Holtavörðuheiði er eitt af mörg þúsund þvl-
líkum heimilum, sem sanna gildi sitt með
því að ala upp fjölmarga menn, sem bera
hátt merki íslenzks manndóms.
J. J.