Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 9
T í M I N N 9 lík gangþrep verði sjaldan erfið til um- ferðar vegna hálku. Yfir inngangi kirkjunnar er loftbrú fyrir söngflokk og orgel. Framan á þeim svölum eru rismyndir úr ritningunni eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Meðfram báðum hliðveggjum kirkjunnar eru grannar súlur. Milli þeirra og útveggsins er gangvegur, ein stika að breidd. Að ofan er stór bogi frá hverri súlu út í vegginn. Á þessum steinbogum hvílir allur þungi þaksins og hvelfingarinnar. Með þessu móti kemst húsameistari hjá, að hafa styrktarstoðir utan með veggjunum, en tekst að koma fyrir fögrum hliðargöngum á þann hátt, að þau verða til þæginda fyrir kirkjugesti. Kórinn er nokkru hærri en kirkjugólfið, með háum gluggum á bogamynduðum vegg. Altarið stendur á miðju kórgólfinu. Nokkru framar er hinn mikli silfurbergs- kross, hátt yfir kórnum. Hann er lampi og lýsir bæði meginkirkjuna og kórinn. Hvelfing kirkjunnar er með haglega gerð- um steinfellingum, og minna með nokkr- um hætti á foma íslenzka loftsúð. Pré- dikunarstóllinn er úr steini, framanvert við kórinn. Hjálmurinn yfir honum og sjálfur prédikunarstóllinn er lagður með eins konar kniplingaböndum úr silfurbergi. Töluröð sálmanna sést á veggnum báðu megin við kórinn. Hún er umgerðarlaus, en gylltum tölustöfum stungið í vegginn, eins og þegar prentletri er raðað. Er þessi nýbreytni strax tekin upp í kapellu há- skólans í Reykjavík, og mun hún verða fleirum að fordæmi. í fyrstu var gert ráð fyrir í sumar, sem leið, ,að mála Matthíasarkirkju að innan. Hefði það verið tafsamt verk og dýrt. Þá lagði húsameistari til, að hætt væri við að mála kirkjuna, en í þess stað borið lim á múrinn, og blásið yfir veggina hvít- leitum steinsalla. Dustið festist í líminu, en verður nokkuð ójafnt, en á því er mikil nauðsyn í steinsteyþuhúsum, því þar er hætta, að sterkt bergmál myndist á egg- sléttum múrflötum. Steinsúðin i hvelfingu Akureyrarkirkju og hin hrufótta steining ; lofts og veggja hefir tekizt óvenjulega vel. Er því viðbrugðið, bæði af enskum og ís- lenzkum prestum, sem talað hafa í Matt- híasarkirkju, hve létt sé að tala þar; ekk- ert bergmál, og ræða prestsins og söngur heyrist jafn vel, hvar sem er í kirkjunni. Er talið fullvíst, að þessi kirkja verði eftir- sótt fyrir hátíðlegar söngsamkomur. Guðjón Samúelsson hefir unnið mikinn • sigur fyrir íslenzka list og málefni íslenzkra kirkna með þessari glæsilegu byggingu. Hann hefir átt þátt í að velja þessu guðs- húsi virðulegasta staö, sem nokkur kirkja , hefir hér á landi. Hann hefir teiknað kirkjurta, svo að áegja inn í trúarljóð Matthíasar Jochumssonar og eyfirzka nát- úru. Menn deila enn um það, hvort stall- arnir á turnum kirkjunnar eigi við þetta hús. Þeir sömu menn geta eins vel deilt um, hvort hjallarnir á Vaðlaheiði og öðr- um eyfirzkum fjöllum séu rétt myndaðir. Menn deila líka enn um það, hvort hinar háu, himinleitandi línur fari vel í fram- hlið og turnum Matthíasarkirkju. En þeir menn verða, til að vera sjálfum sér sam- kvæmir, að fordæma Matthías eins og gamla sálmabókarnefndin, fyrir aridríki sitt og háfleyga andagift. En fyrir utan þessi meginatriði í stíl og gerð Akureyrarkirkju hefir Guðjón Samú- elsson ráðið fram úr ótal öðrum listræn- um vandamálum: Steining kikjunnar utan og innan, litur þaksins, rafhitun kirkjunn- ar, lýsing hennar, tilraun að lita kirkju- gluggana, undirbúningur að fá síðar gler- málverk í kórgluggana, og jafnvel í alla glugga kirkjunnar, hin léttu málmtákn á turnunum, hið útskorna eikaraltari, pré- dikunarstóllinn með silfurbergsskrauti, vegurinn kringum kirkjuna og stigaþrepin úr sunnlenzku blágrýti alla leið frá kirkju- dyrum og niður á megintorg bæjarins, allt þetta og miklu fleira af sama tagi hefir húsameistari ríkisins ráðið fram úr til prýðis og fegrunar hinnar norðlenzku höf- uðkirkju. IV. En af hinum mörgu nýju, listrænu sköp- unarverkum Guðjóns Samúelssonar, í sam- bandi við Akureyrarkirkju, mun silfur- bergskrossinn að líkindum verða víðfræg- astur. Það krossmark kemur í stað altaris- töflu, sem ekki verður komið við í kórnum vegna hinna mörgu glugga. Silfurbergs- krossinn er meginlampi kirkjunnar., Aðal- álman er að minnsta kosti tveir metrar á hæð. Framhliðin, sú sem veit að megin- kirkjunni er öll sett tilhöggnum krystöll- um úr gagnsæjustu bergtegund landsins. Innan í krossinn er fjölmörgum rafljósum raðað eftir nákvæmum reglum. Ljóshafið, sem myndast á þennan hátt, brýzt fram í gegnum silfurbergið og brotnar þar með undarlegum mætti, framan við augu kirkjugestanna. Hvergi í víðri veröld er slíkur lampi til. Náttúra landsins hefir lagt til hið fagra, tæra efni, sem gefur honum mest gildi. Menn mega ekki halda, að slík lampagerð sé venjulegur iðnaður. Guðjón Samúelsson var marga mánuði að gera þetta krossmark, hafði við það marga kunnáttumenn og gerði við það ótal til- raunir, einkum með ljósáhrifin, hættu af of mikinn hita inni í lampanum og fjöl- margt annað. En að lokum tókst að sigra alla erfiðleika, og þessi furðulegi töfra- lampi var fullgerður rétt áður en kirkjan var vígð. V. Það er mikið þrekvirki af Akureyrarbú- um, að reisa kirkju sem kostar um 230 þúsund krónur í þvi erfiða fjármálaár- ferði, sem hér var fyrir stríðið. En þetta tókst og má fyrst og fremst þakka það samhug og fórnfýsi bæjarbúa. Ásdís Rafn- ar, prestskonan á Akureyri, hafði haft for- göngu i kvenfélagi því, sem myndað var til að styðja málið. í nefnd þeirri, sem af og til kom á fund Alþingis, kirkjustjórriar og ríkisstjórnar, voru þessir menn: Sóknar- presturinn, séra Friðrik Rafnar, Kristján Sigurðsson, smiður, og Steingrímur Jóns- son bæjarfógeti. Síðar komu Jakob Karls- son, kaupmaður, í byggingarnefndina og Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri, 1 stað Vilhjálms Þór, er hann fór til Ameríku haustið 1938. Þá var þingmaður kjördæm- isins, SiguTður Hlíðar, ötull málsvari Ak- ureyrarkirkju á Alþingi, en biskup lands- ins, herra Sigurgeir Sigurðsson, og kirkju- málaráðherrann, Hermann Jónasson, veittu málinu mikilsverðan stuðning. En þeir tveir menn, sem báru frá upphafi þyngstu byrðarnar í þessu máli, voru þeir forstjórarnir í Kaupfélagi Eyfirðinga, Vil- hjálmur Þór og Jakob Frímannsson. Þeir höfðu eins og fleiri, óbilandi áhuga um framkvæmd málsins. En þeir höfðu þar að auki sérstaka aðstöðu til að styðja slíkt mál, sökum mikillar æfingu í að standa fyrir stórbyggingum, verzlimarrejmslu þeirra og þess trausts, sem málinu var að velvild forstöðumannanna við stærsta vöruhús landsins. En þó að mikils væri vert um forustu hinna mörgu áhugamanna, þá skiptir ekki minna máli framganga liðsmann- anna. Lýðræðisflokkarnir og allar stéttir á Akureyri studdu þessa framkvæmd. Skóla- piltar úr menntaskóla Akureyrar gerðu kirkjugrunninn með miklum dugnaði. Iðnaðarmenn bæjarins leystu af hendi hin mörgu vandasömu verk með miklum áhuga og kunnáttu. Kvenfélagið lagði fram samskotafé, sem fyrr er sagt. Bisk- up heimilaði, að nota sjóð kirkjunnar vegna byggingarinnar, áður en formlega var gengið frá afhendingu lénskirkjunnar. Alþingi lagði fram 30 þúsund krónur í fylgifé með gömlu kirkjunni. Biskup lán- aði úr kirkjusjóði myndarlega fjárhæð í byggingarsjóð. Að lokum gekk Akureyrar- bær í ábyrgð nú í haust fyrir 100 þús. kr. láni, sem sóknarnefndin bauð til sölu í bænum nú nýverið. Gekk salan greiðlega, því að þá var fjárhagslegt góðæri í bæn- um. Einstakir menn hafa gefið rausnar- legar gjafir. Einn slíkur maður greiddi allan kostnað við silfurbergskrossinn. Ahnar gaf hið útskorna altari úr eikartré. Erlendur maður hefir heitið að gefa gler- málverk í miðgluggann i kórnum. En stærstu gjöfina, hið mikla orgel, gefa þau hjónin Rannveig og Vilhjálmur Þór, um leið og þau flytja burt úr hinum norð- lenzka höfuðstað, sem lengi mun bera minjar um starf þeirra og dvöl i bænum. VI. Það er sagt, að merkur erlendur maður, sem var vel kunnugur í Reykjavík, hafi sagt: „Hér byggja menn dýr og falleg hús, hver fyrir sig. En þeir geta ekki tekið höndum saman og byggt sér kirkju“. í Reykjavík hefir verið treyst á frumkvæði einstaklingsins. Margir einstakir menn hafa sýnt mikinn dugnað i sinni eigin lífs- baráttu. Akureyri er hin mikla samvinnu- borg. Að vísu eru þar ekki allir samvinnu- menn. En hugsun samvinnunnar hefir gegnsýrt fólkið í bænum, líka marga þá menn, sem þykir nóg um uppgang Kaup- félags Eyfirðinga. Bæjarbúar hafa heil- brigðan metnað fyrir sinn bæ. Þar var stofnuð hin fyrsta góðtemplarastúka og hið fyrsta ungmennafélag. Þar lærðu menn fyrst nútímaskógrækt. Þar tóku menn fyrst upp hið enska skipulag í sam- vinnumálum og þar stóð vagga sambands- heildsölunnar íslenzku. Frá Akureyri kom Magnús Kristjánsson, sem grundvallaði ríkisverzlun og ríkisverksmiðjur vegna síldariðju. Á Akureyri eru mestu og full- komnustu verksmiðjur, sem til eru hér á landi, til að vinna fullkomnar iðnaðar- vörur úr íslenzkri framleiðslu.. Akureyrar- búar unna bæ sínum, þykir hann fagur og vilja gera hann enn fegurri. Þeir kunna að leysa vandasöm verk í félagi. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og Al- þýðuflokksmenn á Akureyri hafa staðið i einni þjóðfylkingu um að gera kirkju sína sem veglegasta. Jafnvel hinar mestu andstæður, kaupmenn og kaupfélagsleið- togar, hafa staðið hlið við hlið alla þá stund, sem unnið var að þvi að reisa kirkjuna á Sigurhæðum. Ef það á fyrir Reykjavík að liggja, að byggja dómkirkju á Skólavörðuhæðinni, þá verða Reykvík- ingar að læra af hinum norðlenzka höfuð- stað „að hafa samtök“. Það er líka gam- alt kjöroTð frá tíma Jóns Sigurðssonar. VII. Á Akureyri eru nokkuð skiptar skoðanir um það, hvort bæjarbúar hafi unnið loka- sigur i kirkjumáli sínu. Sumir menn benda á, að kirkjan sé fullgerð. Hún muni standa í nokkur hundruð ár og þurfi aðeins'við- hald. Hinir eru fleiri, sem segja, að mikið hafi verið gert, en meira sé þó eftir. Kirkj-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.