Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 7
T í M I N N 7 Viktor Emanuel sé einmitt nú á leið til höfuðborgarinnar. — Þetta voru mikil tíðindi. Þá er hinum rómversku skemmtigöngum Þjóðverja lok- ið! Þetta hlýtur Andrea að hafa verið kunnugt fyrst hann var svona stórorður. — Hann hlýtur að hafa vitað enn meira! sagði amtmaðurinn. — Hvað þá? — Hvað þá? — Þið sjáið nú, hvað setur! Og það gerðu þeir líka. * * * Dag einn sáu þeir ókunna menn koma með áhöld sín og beina sjónauka á fjallið. Það virtist svo, sem þeir væru að svipast um eftir hringi Barbarossa, þvi að þeir beindu sjónaukanum einmitt þangað. Og þeir litu á áttavitann, eins og þeir vissu eigi, hvar væri norður og suður. Og svo var efnt til íburðarmikils miðdeg- isverðar í Gullna Hestinum, þar sem amt- maðurinn var viðstaddur. Þegar ábætirinn var snæddur, var rætt um miljónafjár- hæðir. Skömmu síðar sáu þeir, hvernig Gullni Hesturinn var jafnaður að jörðu, og hvernig kirkjan var flutt úr stað og henni kofhið fyrir skammt í burtu. Þeir sáu, hvernig hálft þorpið var rifið að grunni, hvernig hermannaskálar voru reistir, hvernig lækurinn breytti um far- veg, hvernig mylluhjólin voru tekin úr notkun, verksmiðjan lögð i eyði og hús- dýrin seld. Og svo komu þrjú þúsund hörunds- dökkir verkamenn, er mæltu á ítalska tungu. Þá hljóðnuðu söngvarnir fögru um gamla Svissland og yndi vorsins. í þeirra stað heyrðist háreysti nótt og dag. Og þar sem hringur Barbarossa hafði verið, var bor knúinn inn í fjallið. Svo hóf- ust sprengingar, því að það átti að gera jarðgöng gegnum fjallið. Það reyndist enginn vandi að gera göng 1 klettinn. En það átti að sprengja tvö göng sitt til hvorrar hliðar. Og bæði göngin áttu að mætast þráðjafnt. En það var enginn trúaður á, að það myndi takast, því að það þurfti að sprengja hálfa aðra mílu! — Hálfa aðra mílu! — Að hugsa sér, ef þau myndu nú ekki mætast! Þá yrðu þeir að byrja að nýju! En yfirverkfræðingurinn s.agði: — Þau skulu mætast. Og Andrea, sem bjó Ítalíu megin, treysti yfirverkfræðingnum, því að hann var sjálfur markviss náungi, eins og við vitum. Þess vegna bauð hann sig fram til vinnunnar fyrstur manna. Þetta var starf, sem hæfði Andrea. Skin sólarinnar, grænar lendurnar og snækrýnd Alpafjöllin sá hann eigi fíam- ar. En honum fannst eins og hann sprengdi sér braut til Geirþrúðar, leiðina gegnum fjallið, sem hann hafði heitið að koma á mikilfenglegu augnabliki. í átta ár dvaldi hann inni í myrkrinu og vann eins og þræll.'— Hann var nær því nakinn, því að hitinn nam þrjátíu stigum. Stundum rakst hann á elfarlind, og þá vann hann í vatni. Stundum rakst hann á leirlag, og þá vann hann í leðju. Loftið var nær alltaf banvænt, og félagaT hans hnigu í valinn, en nýir komu í þeirra stað. Að lokum örmagnaðist Andrea einnig og var lagður á sjúkrahúsið. Þar barst honum sú fullyrðing til eyrna, að jarðgöngin myndu aldrei mætast. Og það þjáði hann mest. — Myndu aldrei mætast. í salnum lágu einnig Uribúar, sem þjáð- ust af hitasótt. En þegar sótthitinn rén- aði, lá þessi spurning þeim þyngst á hjarta: — Haldið þið, að við munum mætast? Já, aldrei höfðu Tessinarbúar og Uribú- ar þráð eins að mætast eins og hér inni í fjallinu. Þeim var það ljóst, að ef leiðir þeirra lægju þar saman, myndi þúsund ára fjandskapur fyrnast, og þeir fallast sáttir í faðma. Andrea hlaut bata og hóf vinnu að nýju. Hann tók þátt í verkfallinu 1875, kastaði nokkrum steinum og þaut inn í fangahús- ið, en dró sig í hlé aftur. Árið 1877 brann Airolo, fæðingarþorp hans. — Nú hefi ég brotið allar brýr að baki mér, og nú verð ég að stefna fram, sagði hann. Hinn 19. júlí árið 1879 varð sorgardagur. Yfirverkfræðingurinn yfir öllum jarð- göngunum hafði farið inn í fjallið til að mæla fyrir og reikna út. Og þegar minnst varði fékk hann heilablóðfall og lézt. Á miðri brautinni! Þar átti harrn að hljóta gröf, eins og Faraó, í stærsta steinpýra- míða, sem til er. Og nafn hans, Favre, átti að verða þar letrað. En árin liðu. Andrea safnaði fé, reynslu og þrótti. Göschen heimsótti hann aldrei. En árlega fór hann til skógarins helga og horfði á eyðilegginguna, senr hann nefndi svo. Hann leit Geirþrúði aldrei augum, skrif- aði henni ekki. Þess þurfti hann eigi, því að hann lifði með henni í huganum. Og hann skynjaði, að hjarta hennar var hans. Á sjöunda ári lézt amtmaðurinn í fá- tækt. — Hvílik gæfa, að hann skyldi vera fá- tækur! hugsaði Andrea. En þannig hafa ekki allir tengdasynir hugsað. Á áttunda ári skeði dálítið markvert. Andrea stóð sem fremsti maður langt inni í ítölsku jarðgöngunum og barði á bor sinn. Loftið var þungt og kæfandi, svo að hann hafði nið fyrir eyrum. Þá hugð- ist hann verða var við tifhljóð viðarorms- ins, er nefnist úr dauðans. — Er nú hinzta stund mín komin? hugsaði hann upphátt. — Hinzta stunfl þín! var svarað hið innra með honum, eða utan að komandi. Og hann varð haldinn ótta. Næsta dag heyrði hann tifhljóðið á ný, en greinilegar, svo að hann hugði, að það væri úrið, sem hann bar á sér. En daginn eftir, sem var helgidagur, varð hann einskis slíks var. Hann hélt því, að þetta stafaði aðeins frá eyranu. Og þá varð hann skelkaður og gekk til guðs- þjónustunnar. Og í huganum kvartaði hann yfir óstöðugleik lífsins. Vonin hafði brugðizt honum, vonin að upplifa hinn stórfenglega dag, vonin að hljóta verð- launin miklu fyrir að knýja fyrst borinn gegnum þverhnípið, vonin að fá Geir- þrúðar. Á mánudeginum stóð hann aftur fremstur manna við bor sinn, en von- svikinn, því að hann hafði misst trúna á, að þeir myndu mæta Þjóðverjunum í fjallinu. Hann barði og barði, en hið fyrra starfs- fjör hans virtist horfið. Þá heyrði hann skyndilega eins og sprengingu og voldugt hark inni í fjallinu hinum megin. Og nú varð honum ljóst, að þeir myndu mætast. Fyrst féll hann á kné og þakkaði drottni. Síðan reis hann á fætur og hóf aftur að berja á bor sinn. Hann vann án morgunverðar, án miðdegisverðar, án hvíldar og kvöldverðar. Hann barði á bor- inn með vinstri armi, þegar hinn hægri þreyttist. Hann minntist yfirverkfræð- ingsins, sem hafði hnigið i valinn framan við bergið. Það virtist eins og loftið brynni umhverfis hann. Svitinn draup af honum, og fætur hans stóðu i leðju. Þegar klukkan sló sjö hinn 28. febrúar 1880 féll hann fram á borinn, sem þaut gegnum klettavegginn. Glymjandi fagnaðaróp hinum megin frá vöktu hann til sjálfs sín, og hann skildi, að þeir mættust, að hinzta þreytustund hans var upp runnin, að hann var eigandi að tíu þúsund lírum. Þá, eftir að hafa gert alföður stutta þakkarbæn, lagði hann munn sinn að bor- gatinu og hvíslaði svo enginn heyrði: — Geirþrúður. Og síðan hrópaði hann ní- falt fagnaðaróp til Þjóðverjanna. Klukkan ellefu um nóttina hljómaði að- vörunaróp Ítalíu megin, og klettaveggur- inn hrundi með harki, sem minnti helzt á fallbyssugný. Þjóðverjar og ítalir féllúst í faðma og grétu, og allir féllu á kné og sungu lofsöng. Þetta var mikilfenglegt augnablik, og það var 1880, sama £r og Stanley og Nor- denskjöld unnu sínar víðfrægu dáðir. Þegar lofsöngurinn til hins almáttka hafði hljóðnað, afhenti verkamaður einn af Þjóðverja hálfu ítölunum skrautritað bókfell. Það var minningarrit og heiðurs- skjal yfirverkfræðingsins, Louis Favre. Andrea átti að halda ræðu fyrir minni hans, þegar skrúðganga verkamannanna til Airolo yrði farin. Hann hélt ræðu sína með ágætum á skotvagni framan við eimlestina. Þetta var mikill dagur. Og ekki var nóttin tilkomuminni. Það var drukkið vin i Airolo, ítalskt vin, og flugeldum skotið. Ræður voru fluttar fyrir minni Louis Favre, Stanleys og Nordenskjölds. Ræður voru einnig fluttar fyrir minni Sankti Gotthards, hins leynd- ardómsfulla risafjalls, sem um árþúsundir hafði verið skilveggur milli Þýzkalands og Ítalíu, milli norðurs og suðurs. En frá örófi alda hafði Sankti Gotthard þó skipt vatnsmagni sínu jafnt hinni þýzku Rín sem hinni frönsku Rhone og Norðursjón- um sem Miðjarðarhafinu. — Og Adríahafinu, mælti Tessinarbúi einn. Gerið svo vel að gleyma ekki Ticino, sem fellur í stærsta fljót Ítalíu, hina vold- ugu Pó. — Bravó! — Heyr! Lifi Sankti Gotthard, hið volduga Þýzkaland, hin frjálsa Ítalía og hið nýja Frakkland. Þetta var mikil nótt — eins dags. * * * Morguninn eftir var Andrea staddur í verkfræðingaskrifstofunni. Hann hafði klæðzt hinum ítalska veiðimannabúningi sínar, með fjaðrir í hattinum, byssu um öxl og mal á baki. Andlit hans var fölt og hendur hans hvítar. — Jæja, ertu nú búinn að fá nóg af jarðgöngunum? sagði gjaldkerinn eða fé- hirðirinn, eins og hann nefnist. — Nú, það getur víst enginn láð þér það, og nú er sú vinna aðeins handa múrurunum, sem eftir er. Það er því kominn lokadagur hjá þér. ♦ Féhirðirinn opnaði bók eina, færði eitt- hvað inn í hana og galt tíu þúsund lírur í skíru gulli. Andrea veitti viðurkenningu fyrir mót- töku þeirra, stakk gullinu í malinn og hélt leiðar sinnar. Hann hljóp upp í vinnulest, og innan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.