Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 19
“ TÍMINN 19 Sjafnar tannkrem gerir tennnrnar iiijalllavítai* Eyðir tannsteini og himnumyndun. Hindrar skað- lega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurnar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tenn- urnar eða fœgiefni, sem rispa tannglerunginn. Hefir þœgilegt og hressandi bragð. Notið Sjafnar tannkrem kvölds og morguns. NápnTerksmiðjan Sjöfn, Abnpeyrl liafi setzt að þegar á su(nnudagskvöld, meðan vindur var enn við útsuður. Má því ætla, að þeir hafi tekið syðri leiðina um sandinn. En er þeir komu vestur af vatna- skilunum hafi veður og færi versnað svo mjög, að þá hafi hrakið af leið og þrotið gönguna þarna við ölduna, og horfir það til líknsemdar, ef svo hefir verið. En vitan- lega er þetta getgáta ein, og fullar sönnur fást aldrei um þeirra endadægur. En þú, vegfarandi, sem ferð um Fjalla- baksveg, legðu krók á leið þína og komdu við á nafnlausu öldunni suður af Kalda- klofi. Þar hefir íslenzk alþýða skráð lítinn þátt úr langri sögu sinni og staðfest hann með dauða fjögurra ferðamanna. Þar und- ir klappakastinu, lögðust þeir til hvílu hlið við hlið, Árni gamli Jónsson og hann Davíð litli frá Leiðvelli, sem gefið hafði gullin sín áður en hann fór. Þar tróðu þeir fönnina, Þorlákur og Jón i Gröf hjá félögum sínum dauðum, líkt og Grímur og Skarphéðinn brandana að Bergþórs- hvoli. Hversu mundi þeim hafa verið inn- anbrjósts þá öllum lengri nótt, og hvað mundu þeir hafa ræðzt við, áður en Þor- lákur andaðist og Jón Runólfsson, kempan,, opnaði kutann sinn með stirðnuðum fingr- um og settist að snæðingi aleinn í æðru- lausri ró. Og þarna lágu lík þeirra í algerðu umkomuleysi og visnuðu líkt og vetrar- sinan meðan missiri skiptust og ár leið af ári. Á öldunni sér enn fáein fúasprek og, ef til vill, einnig smjörklessu undir steini. Og fjallpunturinn, sem svignar í jökulgustinum, hefir eitt sinn — eða ætt- feður hans, sogið hinn dýra safa af meyru, rotnandi mannaholdi. Gleðilegf jól! Lakk- og málningar- verksmiðjan HARPA GLEÐILEG JÓL! (Ef nagen eyljaviiur >♦♦♦♦♦♦ GLEÐILEG JÓL! íshúsið Herðubreið Fríkirkjuveg 7. GLEÐILEG JÓL! Dósaverksmiðjan H.F. Eignizt Fegurð líisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.