Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 17
T f M I N N 17 verðum við nú aftur saman, Guðrún mín“. Nú var lagt á fjallið og haldið vestur Skaptártunguheiðar, eins og leið liggur, yfir Hólmsá hjá Brytalækjum og vestur á Mæli- fellssand. Þegar kom fram á daginn, gekk vindur til útsuðurs með hríðaréljum, er gerðust því harðari, sem ofar dró. Austanvert á Mælifellssandi fellur lítil kvísl norður úr jöklinum, en síðan austur í Hólmsá, og heitir hún Brennivínskvísl. Við kvíslina var farið af baki, og tók Þor- lákur upp lítinn pela með brennivíni, sum- ir segja hálfpela, og sagði: „Þið sjáið það, piltar, að ekki drepur vínið okkur á fjall- inu“. Drukku þeir svo allir úr pelanum. Taldi Sæmundur fullvíst, að meira vín hefði ekki verið í förinni, fyrst Þorlákur hafði þessi orð við, er hann tók upp pelann, og sýnir þetta litla atvik að minnsta kosti, hvert álit Sæmundur hafi haft á orðvendni Þorláks. Skammt vestur frá Brennivínskvísl verður ávöl hæð á sandinum, allmikil. Nær hún allt upp að hlíðum Torfajökuls og veitir vötnum vestur og austur til Hólmsár og Markar- fljóts. Hún nefnist Skiptingaralda, því að Rangvellingar skipta þar í leitir í fjallgöng- um. Af öldunni eru um 12 km. — eða rösk- lega tveggja stunda lestaferð — vestur í Hvanngil og um tvær leiðir að velja. Liggur önnur beint vestur sandinn, og er stefnt á einstakt fell, er Stóra-Súla heitir, unz kom- ið er á móts við Hvanngil. Þá er beygt norður yfir Emstruá, upp að sælukofanum. Hin leiðin liggur norðan við sandinn, með- fram hlíðum Torfajökuls, yfir Kaldaklof og hæðirnar vestur þaðan, unz komið er í Hvanngilsbotn, og er þá skammt að fara suður að kofanum. Þessi leið er lengri en hin og mislendari, en þó er hún tíðast farin nú. Hin var aftur fjölfamari áður fyrr, þegar ferðazt var með þungar klyfjar, því að hún er skemmri og miklum mun greið- færari, ef sandurinn er þurr. En villugjarnt er þar í dimmviðrum, því að kennileiti eru engin á auðri sandsléttunni. Þegar komið var á Skiptingaröldu, sneri Sæmundur við, og skildu þa leiðir að þessu sinni, eins og oft áður og síðan. Veður var nú tekið að vaxa og harðna, og gekk að með dimmum éljum, en þó ratljóst vel á milli. Þeir Þorlákur og félagar hans héldu áfram vestur af, og er eigi kunnugt, hvora leiðina þeir tóku, þá syðri eða hina nyrðri, en haft var það eftir Þorláki, „að honum væru báðar jafnkunnar". Og þarna hverfa þeir sýnum út í sortann og hina miklu óvissu. En það er frá Sæmundi að segja, að hann hélt til baka með hestana og kom heim um kvöldið í aldimmu. Átti hann undan að sækja, enda ffekk hann sæmilegt verður, og eigi datt honum annað í hug, en að þeir Þorlákur hefðu komizt heilu og höldnu í Hvanngil um kvöldið. Næsta dag var sæmilegt veður í byggð þar eystra, en hríðarkólga á fjöllum. Á þriðjudaginn hélzt enn svipað veður, en birti þó upp um miðjan daginn, svo að um stund sást nokkuð norður á Skaptártungu- heiðar, en ískyggilegt útlit vestur til Rang- árvallaafréttar. Nóttina eftir gerði grimmd- arveður af landnorðri, og stóð það nokkur dægur. í Skaptártungu var það ekki talið efunar- mál, að þeir Þorlákur hefðu náð í Hvánn- gil á sunnudagskvöldið, og líklegt þótti, að þeir hefðu komizt vestur af á mánudag eða þriðjudag, því að þá daga var veður sæmi- legt austur þar. En jafnvel þó að þeir hefðu ekki haft sig áfram, átti þeim að vera óhætt í sæluhúsinu. Enginn var því uggandi að marki um ferðir þeirra, enda vissu menn Þorlák misjöfnu vanan í ferðalögum, úr- ræðagóðan og kunnugan öllum leiðum. Vestanfjalls, á Rangárvöllum og Landi, var útsynningsveður á sunnudaginn með krapahryðjum, en um kvöldið eða næstu nótt, gekk vindur til norðurs. Næstu 3—4 daga var landnorðanhvassviðri með hreyt- ingsfjúki og sandbyl, og sá lítt til lofts eða fjalla, en þó var lengi í minnum haft, hve ljótur hann var á austurfjöllin þau dægur, og svo var veðrið mikið, að baggar þeyttust af skógarlest, sem var á ferð á Rangárvöll- um. Einn þessara illviðrisdaga bar það til á bæ þeim, er Rauðnefsstaðir heitir og næst liggur Fjallabaksvegi Rangárvallamegin, að bóndinn þar, Þorgils að nafni, lagði sig fyrir í rökkrinu, svo sem venja hans var. En er hann reis upp, mælti hann: „Bágt eiga mennimir á fjöllunum núna.“ Engar fregn- ir höfðu gengið vestur um för þeirra Þor- láks, og vissu menn eigi hans von né neinna annarra á Fjallabaksvegi, en með því að Þorgils var allmikið við aldur, hugðu menn þetta marklausa óra. Leið svo fram á veturnætur, að engar ferðir féllu á milli, en þá fór maður einn úr Skaptártungu austur þangað, og kom það þá upp, að þeir Þorlákur höfðu hvergi komið fram á Rangárvöllum. Brá mönnum mjög í brún, sem vænta má, og var búizt til leitar, þegar veður leyfði, en Rangvellingum voru gerð orð og þeir beðnir að leita sín megin. Var svo til ætlazt, að Skaptfellingar leituðu vestur um Hvanngil, en Rangvellingar aust- ur þangað, og skyldu hvorir gefa öðrum merki um árangur í sæluhúsinu. Eftir því, sem næst verður komizt nú, gerðu Rangvell- ingar 3 leitir þá um haustið, en einn leitar- manna hefir sagt svo frá, að vegna fann- fergi og illviðra, hafi þeim eigi tekizt að komast alla leið í Hvanngil fyrri en á jóla- föstu, er 4 menn brutust þangað, og sáu þeir þá engin merki þess, að þeir Þorlákur hefðu þangað komið. Skaptfellingar héldu leitum áfram fram- eftir vetri, þegar veður og færi leyfðu, en ekki er kunnugt, hve langt þeir komust vestur eða hvort þeir náðu Hvanngili. — Árangur af allri þessari leit var sá einn, að Skaptfellingar fundu hryssu eina,er þeir fé- lagar höfðu haft, dauða og allslausa í Brennivínskvísl, aðrir segja í smákvísl, sem í hana fellur. Hafði hrossið fest sig þar í krapi eða fönn. Þótti nú sýnt um afdrif mannanna, þó að enginn vissi enn, hvar þeir hefðu átt sinn síðasta næturstað. Leið svo af veturinn, að ekki var frekar að gert. Þennan vetur bar það til tíðinda, að Guð- rún í Búlandsseli, sú er áður getur, varð úti á Búlandsheiði. Minntust menn þá kveðju- orða Þorláks, og kom upp fleira, er benda þótti til þess, að hann hefði talið sig eiga skammt eftir ólifað. Jarpskjóttan hest átti Þorlákur, ágætan,og er hann var að búa sig að heiman, var hann spurður, hvort hann ætlaði ekki að fara með hestinn, en hann á að hafa svarað því, að nóg myndi verða til á fjöllunum, þó að Skjóni færi ekki líka. Næsta vor var hafin almenn leit af ofan- verðum Rangárvöllum. Fannst þá braut á Mælifellssandi, sem lá að Mýrdalsjökli eða frá, og var það hald manna, að hún væri eftir þá félaga, en hún hvarf í sand og varð ekki rakin. Úr Skaptártungu var einnig leitað um vorið og sumarið, þegar ísa leysti, en allt fór þar á sömu leið. Þó fundust á þessu sumri eða næsta hausti rytjur af tveim hestum úr ferðinni. Var annar á Emstrum, afrétti Hvolhreppinga, en hinn fannst í Markar- fljóti, hjá Grænafjalli, með beizli bundið í taglið. Utan um annan þessara hesta, lík- GLEÐILEG JÓL! Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. GLEÐILEG JÓL! Amatörverzlun Þorleifs Þorleifssonar. GLEÐILEG JÓL! Landssmiðfan. GLEÐILEG JÓL! Gefjjun. GLEÐILEG JÓL! Iðunn. I GLEÐILEG JÓL! Verhsmiðjjuútsalan Gcfjjun — Iðunn. GLEÐILEG JÓL! Kaffibœtis- verksmiðjjan Freyja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.