Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 8
8 T í M I N N Jónas Jónsson; M a I f 1} i a s a r k i r k j a á flkureyrí i. Biskup landsins hefir nýverið vígt á Ak- ureyri mesta og fegursta guðshús, sem ís- lenzka þjóðkirkjan ræður yfir. Húsið stendur á fögrum stað á hæðinni ofan við aðaltorg og aðalbryggju bæjarins. í hvammi sunnanvert við kirkjuna er hús sr„ Matthíasar Jochumssonar, Sigurhæðir. Þar lifði mesta sálmaskáld síðari alda hinnstu ár æfi sinnar og þar var dánar- beðui>hans. Það fer vel á því, að hin mikla kirkja verði veglegur minnisvarði um hið ógleymanlega æfistarf þessa merkilega skálds. II. Saga hinnar nýju ifkureyrarkirkju er að mörgu leyti eftirtektarverð og lærdóms- rík. Bærinn hafði, endur fyrir löngu, feng- ið til afnota timburkirkju við þjóðveginn suður frá Akureyri. En kaupstaðurinn óx frá þessari kirkju, og byggist við hina nýju hafnarbryggju, á Oddeyrinni og á hæð- rmurn ofanvert við höfnina. Kirkjan var orðin gömul, mjög köld og óvistleg. Auk þess rúmaði hún ekki nema lítinn hluta safnaðarins í hinum hraðvaxandi bæ. í tíð Geirs Sæmundssonar vígslubiskups voru hafin lítilsháttar samskot á Akur- eyri, til að byggja nýja kirkju. En í það sinn var litill áhugi fyrir málinu. Liðu svo nokkur ár. Menn töluðu um, að gamla tíu mínútna var hann við millivegginn hrunda. Eldar brunnu i fjallinu beggja megin brautarteinanna. Verkamennirnir hylltu Andrea og veifuðu húfum sínum. Það var áhrifarík sjón. Innan skamms tíma var hann staddur Þýzkalands megin. En þegar hann sá dags- ljósið gegnum göngin, nam lestin staðar, og hann steig úr henni. Svo gekk hann í áttina til ljóssins og sá þorpið á ný, sólkrýnt og iðjagrænt. Og þorpið lá þar endurbyggt, geislum vafið, fegurra en fyrr. Og þegar hann hélt för sinni áfram, var hann hylltur af verka- mönnunum á ný. Hann stefndi beint að litlu húsi. Og undir valhnotutré einu mitt á meðai bý- flugnabúanna stóð Geirþrúður, hæglát, fögur, tíguleg, alveg eins og hún hefði staðið þar og beðið hans í átta ár. — Nú kem ég, mælti hann, — eins og ég kvaðst mundu koma, gegnum fjallið! Fylgir þú mér til lands míns? — Ég fylgi þér, hvert sem þú vilt. — Hringinn hefir þú þegar fengið. Áttu hann enn? — Ég á hann enn! — Þá leggjum við strax af stað! Nei, ekki að líta við, þú færð ekkert að hafa með þér! Og þau gengu brott og héldust í hend- ur. En þau héldu ekki í áttina til jarð- ganganna. — Upp á fjallið! mælti Andrea og stefndi hina fornu slóð. — Gegnum myrkrið lá leið mín til þín. Nú vil ég lifa í ljósinu með þér, fyrir þig. Helgri Sæmundsson þýddi. kirkjan væri að verða ónothæf, að hún væri utan við kaupstaðinn, og að sjálfsagt væri að reisa nýja kirkju á hentugum stað inni í miðjum bænum. En lengra komst málið ekki fyrst um sinn. Vilhjálmur Þór var kosinn í bæjarstjórn, 1933. Hann hafði mikinn og heilbrigðan metnað fyrir bæ sinn og byggð. Á vegum Kaupfélags Eyfirðinga gekkst hann fyrir að reist var hver stórbyggingin eftir aðra og fylgdi gifta hverri framkvæmd. Vil- hjálmi Þór fannst einsætt, að úr þvi að Akureyrarbæ vantaði nýja kirkju, þá ætti að byggja hana eftir hæfilegan undirbún- ing. Á einhverjum fyrsta fundi, sem Vil- hjálmur sat í bæjarstjórn Akureyrar lagði hann til, að notaðar væru allt að 15 þús- und krónur af atvinnubótafé til að undir- búa grunn fyrir nýja kirkju handa bænum. Þessi tillaga svar samþykkt með almennu fylgi. Margir bæjarfulltrúar vildu hlynna að kirkjubyggingunni. Kommúnistar fylgdu tillögunni af því að hún stefndi að því, að auka vinnu í bænum. Annars var flokkur þeirra, að frátöldum sárfáum mönnum, alltaf á móti kirkjusmíðinni, nema sem atvinnubót. III. Þjóðkirkjan í Hafnarfirði er fallegt hús og virðulegt, en stendur lágt í fjörusand- inum. Rögnvaldur heitinn Ólafsson var byggingarmeistari við Hafnarfjarðarkirkju, en fékk því ekki ráðið fyri’r skammsýnum sóknarbörnum, að reisa kirkjuna, þat sem hún gnæfði yfir bæinn. Á Akureyri var aðstaðan önnur. Skipulagsnefnd var ein- huga um að láta byggja kirkjuna á Sigur- hæðum, rétt ofan við hús sálmaskáldsins. Forkólfar kirkjubyggingarmálsins á Akur- eyri voru fullkomlega samþykkir þessari á- kvörðun. Þeir vildu láta flestar eða allar byggingar, sem reistar væru í almanna þágu á Akureyri, vera á hæðinni ofan vert við bæinn. Þegar bæjarstjórn Akureyrar veitti fé til að undirbúa krikjugrunninn urðu engar deilur um staðinn. Hann var ákveðinn áður, bæði af skipulagsnefnd og forráðamönnum safnaðarmála á Akur- eyri. En þegar því verki var lokið, varð hlé á framkvæmdum. Verzlunarkreppa var i landinu, og erfiðleikar með innflutning sökum gj aldeyrisskorts. En þegar kom fram á árið 1936, vaknaði almennur áhugi um kirkjumálið. Vilhjálmur Þór og Lárus Thorarensen kaupmaður beittu sér mjög fyrir málinu í sóknarnefnd Akureyrar. Áhugasamar konur í bænum mynduðu kvenfélag einungis í því skyni að styðja málið. Safnaði félagið 6000 krónum í bygg- ingarsjóð. Sú gjöf hafði allmikla þýðingu. Ekki fyrst og fremst fjárhæðin heldur þau áhrif, sem kvenfélagið hafði á viðhorf manna í bænum til kirkjubyggingarmáls- ins. Næsta atriði var að fá teikningu af ánægjulegri kirkju og um leið sérfróða forstöðu um byggingarmálið, og að fá Al- þingi og ríkisstjórnina til .að afhenda Ak- ureyrarbæ kirkjuna- með hæfilegum fjár- stuðningi. Nokkru áður en hér var komið, og áður en Akureyringar áttu nokkurn verulegan kirkjubyggingarsjóð, hafði sókn- M atthíasarkirkja. arnefndin efnt til samkeppni um teikn- ingu af nýrri kirkju. Tóku nokkrir menn þátt í samkeppninni. Verðlaun voru veitt, en þegar til framkvæmda kom, voru allir forráðamenn kirkj umálsins á Akureyri á- sáttir um, að í þeim efnum yrði að byrja á nýjan leik. Fór á Akureyri eins og með Hallgrimskirkju í Saurbæ. Þar var reynt útboð, en byggingarnefndin var óánægð með allar tillögurnax. Sóknarnefnd Akur- eyrar sneri sér nú til Guðjóns Samúels- sonar húsameistara og bað hann ásjár. Hann tók málinu þunglega í fyrstu. Sagði sem xétt var, að hann væri mjög önnum kafinn, og tilgangslaust væri að byrja á teikningu af kirkju, nema fé væri fyrir hendi til að reisa bygginguna. Að lokum fékk Vilhjálmur Þór þvi komið til leiðar, að húsameistaxi ríkisins reyndi að leysa þessa erfiðu þraut. Guðjón Samúelsson fór austur að Laugarvatni til að hafa betra næði að vinna að kirkjumálinu og dvaldi þar um stund. Gerði hann margax tilraun- ir, en líkaði sjálfum engar þeirra. Að lok- um fann hann það form, sem honum þótti hæfa Sigurhæðum, Matthíasi Jochums- syni og Eyjafirði sjálfum. Matthíasar- kirkja varð að vera há, svipmikil, sterk og himinleitandi. Allt þetta er sameinað í Akureyrarkirkju. Feguxst er hún frá höfn- inni og neðan af Oddeyri, þar sem fram- hliðin blasir við í hæfilegri fjarlægð. Tuxnarnir eru tveir. Það er nýjung um ís- lenzkar kirkjur. Turnarnir dragast að sér, eftir því sem ofar dregur. Á þeim eru hjall- ar eins og í blágrýtisfjöllunum, sem um- kringja Eyjafjörð. Á öðrum turninum er stöng úr fáguðu stáli, með einskonax stjörnu úr sama efni, en á hinum turnin- um létcbyggður kross. Framgafl kirkjunn- ar virðist tilsýndar vera úr grönnum stuðla- bergssúlum. Öll er kirkjan að utan steind með ljósleitum, en nokkuð mismunandi bergtegundum. Rishalli er mikill á kirkj- unni og þakið ljósleitt. Frá hálfu bygg- ingarmeistaxans er gert allt, sem í hans valdi stendur, til að gera kirkjuna hæfi- legan minnisvarða um hið háfleyga sálma- skáld, sem orti á Akureyri mikið af sín- um fegurstu kvæðum. Akvegur liggux að kirkjunni eftir gili því, sem liggur upp frá aðaltorgi bæjarins. En skemmsta leið er eftir bxeiðum steinþrepum 100 að tölu, sem liggja frá torginu og upp að dyrum kirkjunnar. Húsameistari ríkisins lét flytja dökkan blágrýtismulning úr Mosfellssveit í þessi voldugu gangþrep. Er talið, að því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.