Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 Svíþjóð „1984“ Pósturinn neitar hlutverki skatta- lögreglu Skattayfiiröld hér f SvíþjóA vilja virkja póstinn f baráttunni gegn skattsvikum. Talið er að töluverður hópur skattgreiðenda svfki undan skatti á þann hátt að gefa upp rangt heimilisfang. Með því að taka að sér hiutverk skattalögreglu er meining- in að bréfberar grafist fyrir um hið raunverujega heimilisfang. Með því að gefa upp sitthvort heimilisfang eða jafnvel skilja formlega á pappírum, geta hjón lækkað hjá sér samanlagðan skatt. Ofaná þesa kemur svo barnameðlag og fjölskyldubætur sem einstæðir foreldrar fá frá því opinbera. Þetta fólk sem þannig getur bætt fjarhagsafkomu sína mjög verulega, býr þó áfram sam- an að borði og sæng eins og ekkert hafi í skorist, nema það að annað þeirra fær bréfin sín eftir króka- leiðum. Oft eru sumarbústaðir notaðir sem falskt heimilisfang í þessu skini eða annað fyrirkomu- lag sem bréfberar geta augljóslega séð að ekki eru fastir mannabú- staðir og meiningin var að þeir muni kjafta frá. Einnig vildi skattstjroinn fá lista yfir þá sem reglulega láta endursenda bréf sín. Áður höfðu skattayfirvöld í Stokkhólmi reynt að koma í veg fyrir þess háttar skattsvik með því að hreint og beint spyrja kon- ur hvar þær svæfu á þeirri for- sendu að þeir sem sofa saman hafi sameiginlegt heimilisfang. Þessi aðferð vakti á sínum tíma upp ýmsar spurningar siðfræðilegs eðlis og miklar umræður og þótti mönnum sem hér væri gengið of nærri friðhelgi einkalífsins. Á vissum stöðum svo sem í Gautaborg hafa nú þegar verið sett áform um samvinnu milli skatta og póstyfirvalda, en yfir- maður póstmála landsins, póst- málastjórinn Bertil Zachrisson segir þvert nei, og telur að hér sé verið að teygja hlutverk póstsins yfir á svið sem honum sé óviðkom- andi. Þessar tillögur telur hann ganga í berhögg við sjálfsagðan trúnað milli póstþjónustunnar og viðskiptavinanna. Hann vill láta reyna á það hvort þessi samvinna brjóti í bága við gildandi lög um trúnað og leynd upplýsinga frá 1980. Komi það í ljós að þetta sé löglegt hyggst póstmálastjórinn beita sér fyrir því að þeim lögum verði breytt þannig að póstinum verði ekki beitt sem skattalögreglu. Nú í ársbyrjun 1984 eru tölu- verðar umræður hér í Svíþjóð um það vald sem ný upplýsinga- og tölvutækni hefur fært yfirvöldum upp í hendurnar. Ákafar raddir tala um að hætta sé á því að geng- ið verði of nærri friðhelgi sjálfs- vitundar einstaklingsins þegar „Stóri-bróðir“ (þ.e.a.s. velferðar- ríki) getur safnað að sér upplýs- ingum frá hinum ýmsu stofnunum og yfirvöldum um margvíslegustu eiginleika og aðstöðu hvers og eins. Ártalið 1984, vel þekkt vegna skáldsögu George Órwells, er táknrænt fyrir þessa umræðu. Mörgum fulltrúum kerfisins finnst það hart að fá ekki að nota nýjustu tækni til þess að fá fram upplýsingar um þegnana og kom- ast að þeim sem svíkja og falsa til þess að hagnast á kostnað ann- arra. Aðrir, og þeir koma úr öllum flokkum, benda á að mergð því ha- fi einstaklingurinn sjálfur ekki lengur yfirsýn yfir þá mynd sem hið opinbera hefur um viðkom- andi, og ýmsar rangfærslur og mistök geti átt sér stað sem erfitt geti orðið að leiðrétta. Oft birta blöð sögur frá einstaklingum um það hvernig kerfið hefur leikið þá grátt að þessu leyti. Nýi formaður Ihaldsflokksins (Moderata) Ulf Adelshon hefur lýst því yfir að það verði hans fyrsta verk, komist hann til valda, að endurskoða allt kerfið að þessu leyti og tryggja friðhelgi einkalífsins sem þegar sé í hættu. Hann hefur jafnvel sett fram þá hugmynd hvort ekki ætti að afnema nafnnúmerin sem eru lykilatriði í taumhaldskerfi ríkis- hefði ef til vill komist að orði. ins, eða „kódinn að táknmáli Lundi 7. janúar, valdsins", eins og George Orwell Pétur Pétursson. París á rómantíska tímabilinu M. André Gauthier, lista- og tónlistarfræðingur, heldur fyrir- lestur með litskyggnum og tón- list og bregður upp svipmyndum frá París á rómantíska timabil- inu um 1830. Fyrirlesturinn verð- ur í Franska bókasafninu mánu- daginn 28. maí og hefst klukkan 20.30. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku. Ein myndanna, sem Gauthier sýnir: I éperunni eftir Luis-Eugene LAMI. Æðislegir V Litina séröu í málningarverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.