Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 27 Þið haldið víst að ég sé einhver andskotans smákalli, sagði Pét- ur þríhross í Heimsljósi Laxness svo réttilega. Vitanlega var hann enginn smákalli, kominn heim ( Sviðinsvík með lonjettur, tennur og fína líkkistu með gylltu flúri utan um ekkert lík. Búinn um- svifalaust að kasta brúklega svarta kúluhattinum fyrir ffnni gráan flókahatt með linum börð- um og breiðum borða að nýríkra sið. „Eg er ekkert edjót, ef þú vilt fá að vita það kalli minn.“ Sá er enginn smákalli sem — burt séð frá efnum og ástæðum — kastar bara öllu gömlu og brúklegu bak við sig og faer sér snarlega eitthvað nýtt og betra. Stækkar stöðugt við sig og bætir aðstöðuna án þess að vera nokk- uð að skipta sér af því sem fer í súginn. Það eru sko engir smá- kallar og edjótar! Ekki veit ég af hverju sómakarlinn hann Pétur þríhross var alltaf að skjóta upp kollinum þessa siðustu viku. Varð eitthvað svo undarlega nálægur. Jú, kannski! Það byrjaði aust- ur á Nesjavöllum, þar sem allt er að fara í gang við rannsóknabor- anir til að tryggja þéttbýlis- svæðinu heitt vatn eftir að Hita- veitu Reykjavíkur hefur verið haldið af stjórnvöldum í spenni- treyju í áratug. Fengum kaffi og borholubeina hjá hitaveitu- mönnum í öðru húsinu, sem þar var byggt fyrir vinnandi fólk á sínum tíma. En því var enginn í ,herbergjunum átta í miðri vinnuviku og boranir farnar í gang? spurði ég um leið og ég kíkti inn i herbergin á leið inn eftir ganginum í rúmgóða mat- salinn. Kjánalegt. Þessi herbergi uppfylla ekki fyrirmæli í reglu- gerðum yfirvalda um norm. Því verður að keyra mennina dag- lega milli Reykjavíkur og Nesja- valla. Ekki geta þeir sofið þarna. Hvert tveggja manna herbergi er ekki nema 6V4 ferm., en hver maður verður að hafa 4 ferm., auk 1,25 ferm rýmis 1 borðsal. Vantar sem sagt á herbergin hálfan annan ferm. Rúmin eru líka of stutt. Ég bað fjallmynd- arlegan mann um að leggjast upp f rúmið svo ég mætti sjá. Hann er 1,87 m á hæð og komst þar fyrir. Fjári hljóta þeir að vera myndarlegir bormenn Is- lands. Kannski ráða þeir þá eftir gömlu góðu lögreglureglunni. Vitanlega getur ekki gengið að menn, langir eða stuttir, breiðir eða mjóir, fari að sofa í minna rými en stjórnvöld fyrirskipa þeim með reglugerð, þótt svona hús sé á staðnum og þeir komist í stóru ffnu rúmin sín heima hjá konunni um helgar. Eða ætli ráðuneytið hafi séð fyrir því líka að þar sé fylgt normum? Það er því brýnasta verkefnið þegar hitaveitan hefur loks fé f hita- veiturannsóknir að byggja hús samkvæmt normum þarna á hlaðinu. Var verið að hamast við að grafa fyrir því. Þessu hafa þingmenn og einhver góður ráð- herra stýrt. Um þessar mundir eru þvf um- svif hjá opinberum stofnunum í þessa veru. Vegagerðin á urmul af svokölluðum vegagerðarskúr- um til sumarbrúks með 4ra manna herbergjum, sem notuð hafa verið af 3—4 mönnum. Nú rúma þessi herbergi ekki nema tvo. Þar sem þetta eru færanleg sumarhús, sem elta vinnustað- ina, hafa þeir þó aðlögunartíma f 2 ár til að breyta. En þetta er vitanlega brýnasta verkefnið f vegagerðarátaki þjóðarinnar. Umfangsmest að koma upp 1,25 ferm. rými í borðsal fyrir hvern mann. Auðvítað þarf að fara vel um menn meðan þeir borða, skv. tilskipun stjórnvalda heldur rýmra en um gesti á Hótel Sögu eða Hótel Holti. Verður líka að reikna með að þetta sé ekki síður úrvalslið af fjallmyndarlegu og fyrirferðarmiklu fólki. Ráðskon- urnar verða líka að fá sérinn- gang í eldhúsin, þvi ekki má í vinnubúðunum bera vörur inn um sömu dyr og starfsfólkið gengur inn í salinn, samkvæmt tittnefndri rfkistilskipun. Svona er allt fínt og fullkomið. Auðvit- að verða þessar framkvæmdir að hafa forgang. Ekkert vit að bíða eftir að gömul hús gangi úr sér og ný og stærri byggð. Nei, drífa verður f að fækka mönnum f svefnskálum og gera á þeim breytingar. Við erum heldur engir smákallar. Verst að sumir vegagerðarmenn ku vera svo miklar félagsverur að þeir kjósa að vera með öðrum í herbergi, segja mér verkstjórar. Þjappa sér iðulega saman þó nægt rými sé, í stað þess að dreifa sér á herbergin. Þeir falla vitanlega ekki inn í reglugerðartilskipanir. Þeir sömu upplýsa mig um að þetta verði sennilega ekkert vandamál. Allt tilstandið er nefnilega að verða svo dýrt, að meiri nýtni fæst á vegafé með því að bjóða verkin út. Hjá verk- tökum eru menn vfst ekkert að að gera veður af þvf þótt vanti svona hálfan metra á rými í svefnstað eða mæla plássið sitt í borðsalnum. Gera ekkert með það þótt ríkisvaldið sé búið að fyrirskipa þeim að breiða nú þegar úr sér. Auðvitað verða menn að taka til sín meira pláss f vinnuskúr- um á fjöllum, eins og þessi fram- sækna þjóð gerir heima hjá sér. Það bárust nefnilega í vikunni líka fréttir af þvf að húsnæði hvers íslendings hefði stækkað um þriðjung á áratug. Hver landsmaður hefur nú að meðal- tali 38 ferm. af íbúðarhúsnæði. Og að þjóðin byggir 40 ferm. fyrir hvern nýjan Islending. Er- um að fyrirferð komin langt fram úr ibúum í höfuðborgum Norðurlanda. Þetta er líka fram- sækin þjóð. Og við látum ekki deigan síga. Með því að stækka um 1% á ári húsnæði hvers ís- lendings að meðaltali munum við nota meira en öll opinber lán — byggingarsjóðs og verka- mannabústaða — á þessu ári í stækkunina eina. Samkvæmt fjárlögum eru þau 1.073 millj. 1984, en 1% stækkun mun kosta 1400—1500 millj., sá ég útreikn- að í nýuppgerðu blaði. Sjálfsagt veitir okkur ekkert af þessari stækkun á húsrými heima, þótt öll þjóðin sé nú að hamast við að minnka umfang sitt með skokki, leikfimi og hvers kyns ráðum af því þeir hafa borðað meira en þeir geta komið f lóg. Sama lögmál þar með útþensluna. Ein- hverjum hefur dottið f hug að mætti staldra við hér í stækkun- inni og láta þetta lánsfé ganga til þeirra sem ekki eru komnir upp í 40 ferm. á mann. En við erum engir smákallar. Erum hætt að elta Dani. Komin fram úr þeim. Eg verð nú samt að játa það, þótt skömm sé frá að segja á prenti, að stundum fer fyrir mér eins og Guðmundi Hagalín, þeg- ar hann var hér áður fyrr að deila um gengisfellingu og úr- ræði í efnahagsmálum við mót- frambjóðanda sinn, Gfsla Jóns- son, sem brýndi röddina og lauk máli sínu: En þetta er nú fjár- málaspeki sem Guðmundur Hagalín skilur ekki! Þá sagði Hagalín: — Já, þetta var einmitt það sem ég vildi sagt hafa! THE HOUSE OF SANDEMAN Dior Dagskrá: FOSTUDAGINN 1 JUNI |vV\j Heiðursgestur kvöldsins verður nýkrýnd Fegurðardrottning ís- lands 1984. Berglind Johansen. URVAL * Kl. 19—20: Fordrykkur frá Dubonett ★ Kl. 20.00 Boröhald hefst Stjömumatseöill Forréttur Le Bisque De Homarö (Koníakslöguð rjómahumarsúpa) Aöalréttur Fillet E Porc Jard (Grísabnetusteik) Eftirróttur Souffté Glacés Au Grand Mamier (Stjömuís desert) ★ Tizkusýning sýna föt frá samtfikin ★ Supreme-dans frá Dansstúdíói Sóleyjar ★ Norska hljómsveitin Four Jets, sjö manna hljómsveit meö 4 söngvurum ★ Stúlkurnar koma fram í kjólum og baðfötum Hárgreiösla: Brósi Snyrting: Hrefna O’Connor Vaxtarrækt: Hrafnhildur Val- björnsdóttir Ljósmyndari: Ragnar Th. Sig- urðsson Sviðsetning: Sóley Jóhannsdóttir Fatahönnuður: Dóra Einarsdóttir Blómaskreytingar: Stefánsblóm Forsala aðgöngumiða og borðapantanir í Broadway í síma 77500 daglega kl. 9—5, sunnu- dag kl. 2—5. Tryggiö ykkur miða sem fyrst því ávallt hefur verið uppselt. Húsiö opnaö kl. 19.00. Lúörasveit Reykjavíkur tekur á móti gestum meö eldhressri tónlist. Krýndar verða: Stjama Hollywood, Fulltmi ungu kynslóöar- innar — Miss Young Intemational, Sólar- stjama Úrvals '84 L3 wuv OLLyWOOO Pulsions ilmvatn frá Gregory De Valdes Paris

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.