Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 23 um innan handar um sviðsfram- komu, Dóra Einarsdóttir um fatn- að, Brósi frá hárgreiðslustofu Brósa leggur á þeim hárið og Hrefna O’Connor snyrtir stúlk- urnar með snyrtivörum frá Dior. Um annan undirbúning keppninn- ar hafa séð Kristjana Guðlaugs- dóttir og Vilhjálmur Ástráðsson. Stúlkurnar sex sem taka þátt í keppninni heita: Anna Margrét Jónsdóttir, Arnbjörg Finnboga- dóttir, Kristrún Jónsdóttir, Rann- veig Kristjánsdóttir, Rósa Bjarna- dóttir og Sigríður Guðlaugsdóttir. í dómnefnd eiga sæti: Ólafur Laufdal, veitingamaður í Holly- wood og Broadway, Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikunnar, Karl Sigurhjartarson, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals, Jóhanna Sveinjónsdóttir, ungfrú Hollywood 1983, og Kolbrún Jónsdóttir, ungfrú Hollywood 1982. Kynnir á kvöldinu verður Páll Þorsteinsson. Fimmlembd ær á Hjarð- arfelli Borg, Miklaholtshrcppi. 26. maí. VEÐURFAR undanfarinna daga hefur verið nokkuð úrkomusamt en fáar frostnætur. Þann 17. þ.m. setti niður nokkurn snjó og var hér alhvítt milli fjalls og fjöru. Þann snjó tók fljótlega upp. Vest- læg átt hefur verið nú síðustu daga, hitinn á daginn hefur kom- ist í sjö til tfu stig á daginn, en rétt fyrir ofan frostmark um næt- ur. Eitthvað mun vera um að nýtt kal sé í túnum, sem lengst lágu undir svelli. Einn bóndi sagði mér að það væri töluvert af nýj- um kalskellum í sínu túni. Síðan þungabanni var aflétt hér á vegum hafa áburðar- flutningar aukist verulega. Þó mun lítið vera farið að dreifa áburði ennþá. Sauðburður hófst hér víðast hvar um 10. maí. Allar ær bera hér á húsi og hefur sauðburður gengið yfirleitt þokkalega vel. Frjó- semi mun vera svipuð og und- anfarin ár. Á Hjarðarfelli bar ein ær fimm lömbum, fjögur þeirra voru dauð en eitt lifir. Slík frjósemi mun ekki hafa verið hér áður. í dag er léttskýjað og sól og ágætt vorveður. Vonandi er að vorið sé komið enda allt annað útlit en á sama tíma í fyrra. Páll Þú svalar lestrarþörf dagsinsy ' sjöum Moggans! Ljósmynd: Gunnar G. Vijffússon Átta systkini af tíu sem hafa brautskráðst sem stúdentar frá MR. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigurður stúdent ’70, Svava, stúdent ’73, Elín stúdent ’84, Elísabet stúdent ’69, Ágúst stúdent ’70, Sólveig stúdent ’78, Helga stúdent 78 og Auður sem varð stúdent ’82. Á myndina vantar Guðríði og Ólöfu Einarsdætur. Stúdentasystkinin Menntaskólanum í Reykjavik var slitið síðastliðinn fimmtudag og þá var Elín Einarsdóttir meðal þeirra sem brautskráðust frá skólan- um. Elín er yngst tíu systkina og svo skemmtilega vill til að nú hefur allur systkinahópurinn útskrifast frá Menntaskólanum í Reykjavík. Sjö systkina Elínar voru viðstödd útskrift hennar og var meðfylgj- andi mynd tekin að lokinni skólaslitaathöfn í Háskólabíói á fimmtu- dag. Tvær systur Elínar, þær Guðríður, sem varð stúdent ’69, og Ólöf sem útskrifaðist ’76, gátu ekki verið viðstaddar þar sem þær eru erlendis. Það mun vera einsdæmi að svo stór hópur systkina útskrifist sem stúdentar frá sama skóla á íslandi og sjálfsagt þó víðar væri leitað. Morgunblaðið/Friðþjöfur. Jóhann Helgason og Björgvin Halldórsson, sem taka þátt í alþjóðlegri dægurlagasöngkeppni í Bratislava í Tékkóslóvakíu eftir helgina: „Án Flugleiða væri margt með öðrum og lakari hætti í listalífi íslendinga ..." Björgyin og Jóhann tU Tékkóslóvakíu: „Förum bjartsýnir til Bratislavau — í alþjóðlega söngvakeppni „MEÐ þetta lag og útsetninguna erum við bjartsýnir. Svo veit maður auðvitað aldrei hvernig fer — við gætum verið með besta lagið og ekki komist á blað eða jafnvel verið með slappasta lagið og unnið. Reynslan af þessum keppnum sýnir manni það,“ sagði Björgvin Halldórsson söngvari í samtali við Mbl. um fyrirhugaða þátttöku þeirra Jóhanns Helgasonar í alþjóðlegri sönglagakeppni í Bratislava í Tékkóslóvakíu í næstu viku. Þar tefla þeir fram laginu „Sail On“ eftir Jóhann en það lag hreppti önnur verðlaun í alþjóðlegri söngvakeppni í Castlebar á írlandi fyrir ári. „Upplýsingastreymið að aust- an hefur ekki verið neitt ofboðs- legt svo við vitum ekki hvernig þessu verður háttað i smáatrið- um,“ sagði Björgvin. „Við tökum þátt í úrslitakeppninni ásamt söngvurum og hljómsveitum frá um 20 þjóðum. Það er fólk frá Austur-Evrópulöndunum. Þýskalandi, Spáni, Bandaríkjun- um, Norðurlöndum og víðar. Úr- slitin verða ljós eftir þriggja daga æfingar og hljómleikahald og þá velur alþjóðleg dómnefnd þrjú bestu lögin. Þau þrjú lög verða flutt á lokahátíðinni 1. júní og frá henni verður sjón- varpað vítt út um Evrópu." Kunnur breskur útsetjari og lagasmiður, Ed Welch, hefur út- sett „Sail On“ fyrir þá 64 manna hljómsveit, sem leikur undir með keppendunum í Bratislava. „Það verður ólíkt skemmtilegra að vera með svona stóra hljómsveit á bak við sig — í írlandi vorum við með fjórtán manna hljóm- sveit,“ sagði Björgvin Halldórs- son. „Það er gaman að geta þess í leiðinni, að fulltrúi Irlands í Eurovision-keppninni í ár, Linda Martin, sigraði í Castlebar í fyrra, þegar eitt atkvæði skildi á milli „Sail On“ og lagsins henn- ar.“ Það var einmitt í írlandi, sem fyrst kom til tals að „Sail On“ yrði eitt af lögunum í Brati- slavská Lyra, eins og tékkneska keppnin heitir. Einn dómaranna þar, Tékkinn Peter Horák, hreifst mjög af lagi Jóhanns og bauð þeim félögum að taka þátt i keppninni í sínu heimalandi nú. Þetta er í þriðja skipti sem þeir Björgvin og Jóhann taka þátt í alþjóðlegri söngvakeppni. Björgvin hefur tvisvar tekið þátt í irsku keppninni og Jóhann einu sinni en hann fór að auki fyrir fáum árum með söngdúettinum „Þú og ég“ í samskonar keppni í Póllandi. Þá tekur íslenskur fulltrúi nú í fyrsta sinn þátt í dómnefnd í al- þjóðlegri söngvakeppni. Það er Ómar Valdimarsson blaðamað- ur, sem verður þeim Jóhanni og Björgvin samferða til Bratislava á mánudagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.