Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 22
22 r /»\ rt\ rr . tíTi/ » 'ITnf.'/'Vfí MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 Arnbjörg Finnbogadóttir Sigríður Guðlaugsdóttir Anna Margrét Jónsdóttir Rannveig Kristjánsdóttir Kristrún Jónsdóttir „Ungfrú HolIywood“ og „Sólarstjarna Úrvals“ krýndar á Broadway á föstudagskvöld Sigurvegarinn fulltrúi íslands í keppninni „Miss Young Internationalu KEPPNI um titilinn ungfrú Holly- wood og sólarstjarna Úrvals hefur verið haldin árlega á undanfornum árum og fara úrslitin í ár og krýning nýrra titilhafa fram f veitingahúsinu Broadway næstkomandi Tóstudag, 1. júní. Sex stúlkur taka þátt í keppn- inni og hafa þær verið kynntar í veit- ingahúsinu Hollywood. Hin nýja ungfrú Hollywood verður fulltrúi Is- lands í keppninni Miss Young Int- ernational, en ekki hefur enn verið ákveðið hvar í heiminum sú keppni fer fram að þessu sinni. Eins og fólk minnist ef til vili vann Henný Her- mannsdóttir þann titil á sínum tíma. Við krýninguna á Broadway á föstudaginn verður mikið um dýrðir. Norska hljómsveitin Four Jets kemur hingað til lands f til- efni krýningarinnar og leikur í Broadway um helgina. Lúðrasveit Reykjavíkur tekur á móti gestum þegar húsið verður opnað klukkan 19 og milli 19 og 20 verða for- drykkir. Á matseðlinum verður koníakslöguð rjómasúpa, grísa- hnetusteik og stjörnuísdesert. Stúlkurnar koma þrisvar fram um kvöldið, tvisvar í baðfötum og einu sinni í síðkjólum i fylgd með herrum. Þá sýna Módelsamtökin nýjustu tískuna frá tfskuverslun- inni Goldie og dansstúdíó Sóleyjar sýnir dans, sem hefur hlotið nafn- ið Supreme. Á miðnætti verða úr- Berglind Johansen fegurðardrottning (slands 1984 verður gestur kvöldsins. slitin kynnt og krýning ungfrú Hollywood og sólarstjörnu Úrvals fer fram. Heiðursgestur verður Berglind Johansen, nýkrýnd feg- urðardrottning íslands. Allir þátttakendur í keppninni fá vikuferð til Ibiza, en sigurveg- ararnir þriggja vikna ferð. Allar fá stúlkurnar Dior-snyrtivörur og Pulision-ilmvatn frá Ingvari Karlssyni, fataúttekt og ungfrú Hollywood fær sérhannaðan fatn- að frá versluninni Marion á Klapparstíg. Af þeim sem lagt hafa hönd á plóginn við undirbúning keppn- innar má nefna að Sóley Jó- hannsdóttir hefur verið stúlkun- Hér má sjá þau Tinnu, örnólf, Gunnar og Þorstein fyrir utan kvikmyndahúsið „Palais Croisette*', sem venjulega gengur undir nafninu „Gamla höllin". í hópinn hefur bætzt knattspyrnumaðurinn Teitur Þórðarson frá Akranesi, en hann leikur knattspyrnu með 2. deildarfélaginu Cannes. Atómstöðin í Cannes Kvikmyndin Atómstöðin var sýnd á kvikmyndahátfðinni i Cannes, sem lauk nú í vikunni. Er Atómstöðin fyrsta íslenska kvikmyndin, sem hlotnast sá heiður að vera sýnd á þessari heimsfrægu kvikmyndahátíð. Kvikmyndafélagið óðinn fram- leiddi myndina og stendur fyrir- tækið nú í samningaviðræðum við fjölmarga aðila um dreifingu myndarinnar í erlend kvik- myndahús. Meðfylgjandi myndir voru teknar af aðstandendum Atómstöðvarinnar í Cannes 12. maí sl., daginn sem kvikmyndin var frumsýnd. Frá strandveizlu sem Óðinn hélt, Örnólfur og Tinna ásamt Önnu Björns leikkonu, sem stödd var í Cannes en hún starfar í Bandarfkjunum. Konan í forgrunni er bandarísk. Aðstandendur myndarinnar hylltir í lok frumsýningar, Þorsteinn Jóns son, leikstjóri, aðalleikararnir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar Eyjólfs- son. oe Örnólfur Árnason framkvæmdastjóri. Svipmynd frá veizlu, sem kvikmyndafélagið Öðinn hélt að lokinni frum- sýningunni, Þorsteinn Jónsson leikstjóri og Erla Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.