Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 7 HUGVEKJA eftir séra Guömund óskar Ólafsson 5. sunnudagur eftir páska. Það stendur skrifað hjá kirkjustjórninni og á það minnt í dag að nú sé almennur bænadagur. Það verður hins- vegar að segjast eins og er að allsendis er óvíst að almenn- ingur hafi það skráð í sál og sinni að bæna sé þörf í dag umfram aðra tíma. Og víst er dagurinn tæpast valinn með það í huga og gefið nafn sem slíkum, heldur fremur til að minna á að „bænin má aldrei bresta þig“. En nú má líka vera að þó að fundið sé til bænaþarfar að þá reynist stundum dálítið erfitt að hafa sig til slíks. Steinn Steinarr kvað: „Ég reyndi að syngja en rödd mín var stird og hás eins og ryðgað járn væri sorfið með ónýtri þjöl.“ eins að segja Guði frá því sem er að gerast í sköpunarverki hans? Gerir þá nokkuð til þó að slíkar frásagnir berist hon- um með sarghljóði eða séu al- veg látnar vera? Það er best að segja það strax að svona við- horf er ekki kristið. Bænin er ekki upplýsingamiðlun, eða einskonar mötun fyrir tölvu- guð að vinna úr, hún er öllu fremur lýsing, meðvituð eða ómeðvituð, á því, sem við er- um, já, við „gefum okkur upp“ ef svo má segja í bæn og í rauninni er allt líf okkar bæn á vissan hátt, óskir, vonir og þrár, slíkt segir til, hver við erum og hvað við viljum með líf okkar allt. Spurningin er aftur á móti hvort slíkar bænir berast að og beinast til Guðs eða út í tómið einbert. í bók einni, sem ber nafnið „Skýrsla er ekki algerlega lömuð og blind þá getum við kannski samt aagt eins og Ghanabúinn sem eitt sinn mælti í bundnu máli: „Núna í hræðilegri ang- ist/yfir að missa fjórtán pund á mánuði — þá hrópa ég til þín Drottinn — Og þú Herra verð- ur ekki móðgaður — þó að ég hafi ekki beðið eða ákallað þig vikum saman — þú munt heyra engu að síður." Já, Drottinn þekkir veikleik- ana alla, einnig sarghljóðið í bænum okkar og hver skyldi fremur þurfa bæna við en sá sem bágt á með að biðja þeirra. Þar er þörfin stærst, að stíflur bresti að hjartað megi nærast við þá lifandi lind, sem barninu smáu eða stóru lærist að til er, þegar hömlurnar hverfa, sem halda Guði úti. Biskup íslands hefur óskað Bænadagu r Skyldi ekki einhver kannast við það, að hinar meðvituðu bænir voru stundum þannig, eins og hálfgerð sarghljóð, fremur en tónninn tær. Máski var það efinn, sem spillti hljómnum, eða vonbrigði með uppfylling bænar, kannski þreyta, eða bara hrein og skær leti. Sumum eru allir dagar bænadagar, það er ekki áhorfsmál, öðrum eru færri gefnir og þá helst þegar eitt- hvað kemur upp á, sem kallar á tafarlausa hjálp, þarna mitt á milli eru svo þeir, sem biðja af og til og kannski nokkuð reglulega og að síðustu eru svo býsna margir, sem vitandi vits fara aldrei með slikt mál og telja Guð, ef hann er þá viður- kenndur, vita hvað í manns- barmi býr, án þess að honum sé sagt frá því. Nú gæti ég haft uppi fullyrð- ingar eins og til að mynda þessa, sem orðuð var fyrir löngu: „Kristin manneskja á hnjánum, sér víðar en heim- spekingur á tánum.“ Einnig er það allra hluta hægast að vitna í hversu mörgum hefur bænin þótt vera sér mikils virði, svo sem Marteini Lúther: „Bænin er hið mikilvægasta í lífi mínu, ef að ég vanrækti hana einn dag, þá mundi ég glata miklu af loga trúarinn- ar.“ En í rauninni segja allar þvílíkar yfirlýsingar harla fátt, utan að gefa nokkra lýs- ingu á þeim er greindu frá. Bænin var þeim eitt, mér er hún annað, því að ég er frá- brugðinn öðrum, með eigin þrár og tilfinningar og því verð ég að finna það á sjálfum mér, hvort satt er af vörum séra Hallgríms: „Bænin má aldrei bresta þig.“ En er nokkru að glata þó að bænina bresti? Er kannski kristin kenning svo glær og götótt að þar sé fólki sagt til vegar með bænagjörð til þess úr skúringafötunni" er sagt frá danskri konu, viðhorfum og vegferð. Þar má m.a. finna þessa setningu: „Þar sem eng- inn hefur tíma til þess að hlusta tala ég við vegginn í stofunni minni. Veggurinn hlær ekki hæðnislega, hann gefur engin fljótfærnisleg ráð, hann er þögull sem gröfin, en hann er þó alltjént þarna á sínum stað." Þetta minnir á orð frá íslensku brjósti: Ég málaöi andlit á vegg í afskekktu húsi. Þaó var andlit hins þreytta og sjúka og einmana manns...“ Það er dapurlegt, ef að svo fer smám saman að veggirnir í ýmsum myndum taka við því hlutverki, sem löngum heyrði til hinum lifandi Guði, honum sem hefur gefið þessi skilaboð inn í mannlífið: „Biðjið og þér munuð öðlast til að fögnuður yðar verði fullkominn." Vitaskuld kemur það fyrir flesta einhverntíma að þeir mála sér einskonar myndir á veggi til þess að tilbiðja og gæla við það sem er steinrunn- ið og kalt, en Jesús vissi þetta vel og þeir vissu það lærisvein- ar hans, að hann vissi það, og því sögðu þeir við hann: „Nú vitum við að þú veist allt, þess vegna vitum vér að þú ert út- genginn frá Guði.“ Þessi vitn- eskja hefur ævinlega verið fylginautur þess, sem kallast trú, að þekkja það að Guð veit um mig og mitt og að óhætt er því við hann að tala, enda þótt svar hans sé ekki á borð við skil úr sjálfsala eða strimla tölvunnar. Líkast til gætum við öll í einhverjum mæli gefið skýrslu frá eigin skúringaföt- um, þegar dagsverkin og önnin fá okkur til að beina bænamál- inu að einhverjum veggnum í stað Guðs. En ef að trú okkar þess að sameiginlegt bænar- efni í dag sé bæn um trú til að lækna þjóðina af böli áfengis og fíkniefna. Hann vísar um leið til greinargerðar í frum- varpi frá Alþingi þar sem seg- ir: „Mun ekki ofmælt, að hver einasta fjölskylda í landinu sé nú í meira eða minna mæli tengd eða ofurseld erfiðleikum og hörmungum vegna neyslu áfengis og annarra fíkniefna." Já, ógæfan er stærri og bit- urri en orða má í samfélagi okkar, sem rekja má til eit- urbrunna og vímuefna. Stjórn- leysið á því sviði fæðir af sér sorgir um landið allt, brostnar vonir og rotna lifsháttu. Ég þekki enga leið til að hafa stjórn á sjálfum sér aðra en þá að eiga frið við sjálfan sig, að vera sáttur. Við höfum ekki á okkur stjórn þegar biturleikinn eða tilgangsleysið í lífsferðinni eða þegar áhrif frá holstungum í fortíðinni ná að merkja sál og sinni með köldu kæruleysi eða uppreisn. Og ráðið við slíku er ekki að snúa sér að veggjum til bænahalds, heldur til almátt- ugs Guðs, sem einn getur gefið þann frið að við komumst af innra með okkur. Bæn er ekki töfralyf, en hún er samtal við Hann, sem á ráð á öllum kyrr- leika og elsku og fylling inn í líf barnsins síns. Afleiðingin er að andi Guðs býr með manneskju og hann verkar til taumhalds gegn því sem særir, brýtur niður og eyðileggur, hvort sem það er vínbelgingur sem skaðar i kringum sig eða eitthvað annað, sem meiðir manneskjuna sjálfa og þá sem eru henni næstir. Eilíf nálægð Guðs fyrir Jesúm Krist er helgun manneskju og vörn gegn vágestum eiturs sem á öðrum sviðum. Verði sú vörn og lækning bænarefni okkar allra á þessum degi, sem alla tíma. Heimsins besta ávöxtun? Samanburður á ávöxtun Maí 1984 Ávöxtun á án 1 m/v mi»m. vwðbólguforsendur Tagund Bindi- Ára- 15% 17,5% 20% fjárfeátingar tími évöxtun verðbólga veróbólga verðbólga Verötr. veöskuldabr. 1-10 ár 10-12,00%+ verötr. 28,8% 31,6% 34,4% Eldri spariskirt. 3 m—4 ár 5,30% + verötr. 21,1% 23,7% 26,4% Happdr skuldabr. 7 m—3 ár 5,50% + verðtr. 21,3% 24,0% 26,6% Ný spariskírt. 3 ár 5,08% + verðtr. 20,8% 23,5% 26,1% Gengistr. sparisk. 5 ár 9,00% + gengistr ? ? ? Ríkisvixlar 3 m 25,95% 26,0% 26,0% 26,0% Banka + sparisj.skírt. 6 m 22,10% 22,1% 22,1% 22,1% lönaöarb. + bónus 6 m 21,60% 21,6% 21,6% 21,6% Sparisj.reikn. 3 m 17,70% 17,7% 17,7% 17,7% Alm. sparisj.bók 0 15,00% 15,0% 15,0% 15,0% SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 128. maí 1984 Spariskírteini og happdrsttislán ríkiujóði kr-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. í Seðlab. 5.02.84 1971-1 15.677,18 5,30% 1 ár 107 d. 1972-1 14.158,94 5,30% 1 ár 237 d. 1972-2 11.661,99 5,30% 2 ár 107 d. 1973-1 8.867,80 5,30% 3 ár 107 d. 1973-2 8.433,74 5,30% 3 ár 237 d. 1974-1 5.568,61 5,30% 4 ár 107 d. 1975-1 4.178,05 5,30% 222 d. 1975-2 3.124,10 5,30 237 d. 1976-1 2.877,97 Innlv. í Seölab. 10.03.84 1976-2 • 2.338,66 5,30% 237 d. 1977-1 2.122,16 Innlv. i Seðlab 25.03.84 1977-2 1.784,70 5,30% 102 d. 1978-1 1.438,89 Innlv. í Seölab. 25.03.84 1978-2 1.140,16 5,30% 102 d. 1979-1 951,45 Innlv. í Seölab. 25.02.84 1979-2 741,07 5,30% 107 d. 1980-1 637,73 5,30% 317 d. 1980-2 491,52 5,30% 1 ár 147 d. 1981-1 420,68 5,30% 1 ár 237 d. 1981-2 311,25 5,30% 2 ár 137 d. 1982-1 292,96 5,30% 273 d. 1982-2 217,07 5,30% 1 ár 123 d. 1983-1 167,35 5,30% 1 ár 273 d. 1983-2 108,46 5,30% 1 ár 183 d. 1974-D 5,319,50 Innlv. í S eölab 1984 1974-E 3.768,39 5,50% 183 d. 1974-F 3.768,39 5,50% 183 d. 1975-G 2.467,33 5,50% 1 ár 183 d. 1976-H 2.298,45 5,50% 1 ár 302 d. 1976-1 1.781,87 5,50% 2 ár 182 d. 1977-J 1.618,17 5,50% 2 ár 303 d. 1981-1. fl. 334,75 ■ 5,50% 1 ár 333 d. Veðskuldabréf — verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umtram verötr. 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 6ár 7 ár 8 ár 9 ár 10 ár 11 ár 12 ár 13 ár 14 ár 15 ár 16 ár 17 ár 18 ár 19 ár 20 ár 95.78 93.06 91,95 89,77 87,63 85,56 83,53 81.59 79,68 77.85 76,07 74,37 72.70 71,12 69.60 68,11 66.71 65,33 64.03 62,75 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 10,25% 10,38% 10,50% 10,62% 10,75% 10,87% 11,00% 11,12% 11,25% 11,37% 11,50% 11,62% 11,75% 11,87% 11,99% 12,12% 12,24% 12,37% 12.49% 12,62% Veðskuldabréf óverðtryggð 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 88 76. 65 57 51 18% 20*/. (HWÍ 21% Hlutabréf Hlutabréf Eimskips hf. óskast. í umboðssölu. Daglegur gengisútf eikningur Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101Reykjavik lónaðarbankahúsinu Sími 28566 I 5 ‘i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.