Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 39 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Bráðum kemur betri tíð og bros í augu Það var mikið talað á þessu þingi eða 50% meira en að meðal- tali sl. tíu þing, mæit í dálkalengd ræðusafns þingsins (Alþingistíð- inda, sem fólk getur gerzt áskrif- endur að á hóflegu verði). En magn og gæði haldast ekki endi- lega í hendur, eins og fólk þekkir af öðrum vettvangi. Spurning er, hve margir þingmenn rísa undir heitinu RÆÐUSNILLINGUR. Getur þú, sem þessar línur lest, kallað mynd þeirra fram í huga þínum eða minni? Naumast flokk- ast þeir í þann gæðaflokk, sem tala yfir auðum stólum og tómum þingsal — eða svo gott sem. Þeir mættu vera fleiri þing- mennirnir með skopskyn og kímnigáfu. Það er að vísu góðra gjalda vert að líta alvarlegum augum á viðfangsefnin, viðamikil og vandmeðfarin. Hinsvegar getur ein setning, sem eyðir yglibrún, opnað leið til sátta, gjörbreytt andrúmsloftinu. Bros í augum og sól i sinni er ekki minna virði i samskiptum fólks, þingmanna sem annarra, en hnútukast. Maður er nefndur Bjarni Guðnason, prófessor að atvinnu. Hann situr á bekk varamanna i þingliði Reykvíkinga. í atinu og önnunum fyrir þinglausnir sté hann í ræðustól þingsins. Hann sagði sögu af góðkunningja sínum. Sá fékk hektara lands í föðurarf. En það gekk ekki fyrirhafnarlaust að fá gjafabréfið staðfest í skrif- ræði skipulagsins. Góðkunningi minn, sagði pró- fessorinn, efnislega eftir haft, fékk hektara lands í föðurarf. Hektarinn sá kostaði mörg sporin — milli kerfisvéa. Hann þurfti uppáskrift frá hreppsnefnd, jarða- nefnd, Landnámi ríkisins og viti menn stimpil frá ráðherra til þess að geta loks þinglýst gjafabréfi á einum hektara lands. Og nú skal breyta lögum, ekki til að einfalda, heldur til að auka skrifræðið. Nú duga ekki lengur fjórir stimplar, sinn úr hverri áttinni, á hektar- ann. Fimm skulu þeir vera. Prófessorinn heldur áfram máli sínu, hér efnislega rakið: Drottinn minn dýri! Hverskonar „apparat" er þetta eiginlega? Hvers vegna er allt svo njörvað niður? Ef einhver hyggst endur- byggja eyðijörð eða leita unaðar í náttúrunni þarf hvorki meira né minna en samþykki landbúnað- arráðherra, sveitarstjórnar, jarðanefndar, auk umsagnar Bún- aðarfélags íslands og Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins! Það þarf uppáskrift og stimpla frá fimm silkihúfum ef Bjarni Guðna- son ætlar að fá sér kartöfluhekt- ara fyrir austan fja.ll. Uppgjafa- bændur sitja við og stimpla fyrir þá sem enn sinna ræktunarstörf- um. Spurt var í ljóðkorni: „Sovét- fsland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ Erum við ekki þegar komnir i það land? Og kostar ekki eitthvað að halda uppi öllu þessu ófrelsi? Og hver greiðir kostnaðinn? Ég heyrði í útvarpinu, heldur prófessorinn áfram, að landbún- aðarráðherra hafi skipað sjö manna nefnd til þess að athuga og fjalla um leyfi til innflytjenda á 150 tonnum af kartöflum, sem er víst vikuskammtur verzlana hér um slóðir. Sjö menn manna nefnd skyldi það vera sem deildi niður vikuskammti af kartöflum á tölvuöld! Er þetta ekki dásamlegt kerfi? Orðrétt sagði prófessorinn: „Jafnvel þegar verið er að selja skammdar kartöflur í búðum og fulltrúi þessara skemmdu kart- aflna er spurður að því, hvort hon- um þyki eðlilegt að hver ein þess- ara skemmdu krartaflna sé sett í fyrsta flokk, þó þriðjungurinn sé sannanlega skemmdur og henti svínum einum, þá svarar þessi ágæti fulltrúi: Já, það er fullkom- lega eðlilegt vegna þess að ef við settum eitthvað í þriðja flokk myndu niðurgreiðslurnar aukast! Þetta eru vinnubrögðin. Það er ekki einu sinni beðizt afsökunar á þessu sóðakerfi. Þetta er Sovét- Island ...!“ Ræða Bjarna Guðnasonar var að vísu færð í stiiinn, glettin — með alvöruívafi. Það kann m.a.s. vel að vera að hún standizt ekki alfarið gagnrýna endurskoðun. Hún var svo sannarlega ekki gagnmerkasta ræða 106. löggjaf- arþingsins. En það sá til sólar meðan hún var haldin. Það færðist líf í þreytt þingmannsandlit — og bros í augu. í þeirri „stemmn- ingu“, sem hún vakti, mátti jafn- vel trúa því, „að bráðum komi betri tíð með blóm í haga, bjarta ianga sumardaga“! Aðalfundur Neytendafélags Reykjavíkur á morgun Aðalfundur Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn mánudaginn 28. maí kl. 20.30 á Hótel Esju. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verða kynntar niðurstöður rann- sókna sem Neytendafélagið gerði á gerlainnihaldi kjöt- og fiskfars í tólf verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Loks verða umræður um nauðsyn þess aö breyta sölufyrirkomulagi grænmetis og garðávaxta. Stutt framsöguerindi flytja: Eiður Guðnason, alþingismaður, Ólafur Björnsson, form. félags matvöru- kaupmanna, og Sigurður Sigurðar- son, stjórnarmaður í Neytendafélag- inu. Þar sem þetta er málefni sem mikill áhugi er á um þessar mundir, geta þeir, sem ekki eru félagsmenn, látið skrá sig við innganginn. Áhuga- menn um hagsmunamál neytenda eru eindregið hvattir til þess að mæta, og sýna þannig hug sinn til meðferðar sjórnvalda á brýnum mál- efnum neytenda. (FrétUtilkynning) ÍSSKÁPAR FYRIR 12V, 220V, OG GAS ERU FYRIRLIGGJAIMDI SkeljungsbúAin < Síðumúla33 símar 81722 og 38125 Áskriftarsiminn er 83033 FRAM TOLVUSKOLI Sérstök sumarnámskeið fyrir unglinga Almenn grunnnámskeið um tölvur og tölvunotkun Námskeiö þessi henta öllum þeim unglingum er hafa áhuga á aö kynnast tölvum og notkunarmögu- leikum þeirra. Markmiö námskeiðanna er aö veita almenna grunnþekkingu á tölvum og tölvuvinnslu, uppbyggingu tölva, helstu geröir og notkunarmöguleika. Fariö er m.a. í eftirfarandi atriöi: ★ Saga, þróun og uppbygging tölva. ★ Hugtökin vélbúnaöur og hugbúnaöur. ★ Stýrikerfi. ★ Tölvulausnir og framkvæmd tölvuvinnslu. ★ Forritun og uppbygging forrita. ★ Forritunarmálin BASIC, COBOL, FORTRAN, Pascal o.fl. ★ Notkun tölva við m.a. ritvinnslu og gagnasöfnun. ★ Framtíöarhorfur í tölvumólum. Námskeiöin standa yfir í tvær vikur (samtals 18 tímar), kennt er annan hvern eftirmiödag. Námsefni þessa námskeiös er þaö sama og á öörum grunnnámskeiðum skólans. Framsetning námsefnisins er miöuö viö aö þátttakendur séu á aldrinum 11 —16 ára. Stöðugur straumur nýrra nemenda sýnir svo ekki verður um villst aö FRAMSÝN er tölvuskóli meö tilgang og nám viö skólann hentar allra þörfum, enda er skólinn nú í dag sá stærsti sinnar tegundar á sviöi tölvumenntunar. Ný námskeið hefjast í byrjun júní. Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 39566, frá kl. 15 til 18. Takið eftir Tölvuskólinn Framsýn hefur allt frá stofnun kappkostaö aö bjóöa öllum landsmönnum jafnan aögang aö úrvali vandaöra námskeiöa um tölvur og tölvunotkun. Jafnframt stööugu námskeiöahaldi í Reykjavík hefur veriö efnt til fjölda námskeiöa víöa um land og aö sjálfsögöu er námskeiösgjaldiö þaö sama hvar sem er á landinu. Hvort sem þaö er vetur, sumar, vor eöa haust þá efnir Tölvuskólinn Framsýn til námskeiöahalds í heimabyggö ykkar, þegar ykkur hentar. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar meömælendur. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI. FRAMSÝN — TÖLVUSKÓLI — TÖLVULEIGA, SÍÐUMÚLA 27, PÓSTHÓLF 4390, 124 REYKJAVÍK, SÍMI 91-39566.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.