Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 45
MÖRÓfofBLÁÖIÓ, SMWtrt)ÁGlJk 27. MAl 1084 45 Meðfylgjandi mynd var tekin á blaðamannafundinum sem haldinn var hja Rafmagnsveitu Reykjavlkur. Á myndinni eru talið fri vinstri: Björn Haraldsson kerfisstjóri, Magnús Sædal Svavarsson byggingarstjóri, Guðmundur Steinbach yfirverk- fræðingur innlagna, ívar Þorsteinsson yfirverkfræðingur tæknimála, Haukur Pálmason aðstoðarrafmagnsstjóri, Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri, Eirikur Briem fjármálastjóri, Jón B. Helgason starfsmannastjóri og Sverrir Sigmundsson innkaupastjóri. Morgunblaftið/KOE. Rafmagnsveita Reykjavíkur: Innheimtukerfið endurnýjað INNHEIMTUKERFI rafmagnæ og hitaveitu hefur verið I endurnýjun hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur að undan- (ornu. Kerfið var kynnt blaðamönnum sl. miðvikudag í hinu nýja húsnæði Rafmagnsveitunnar að Suðurlands- braut 34. Á fundinum kom m.a. fram að til- gangurinn með þessum endurnýjun- um væri fyrst og fremst sá að reyna að veita sem besta þjónustu á sem lægstu verði. Með fullkomnara upp- lýsingakerfi og nýjum tölvubúnaði væru allar upplýsingar um notendur mun nákvæmari nú en verið hefði með gamla kerfinu. Nýja kerfið hef- ur verið aðlagað í nokkrum áföngum en var tekið endanlega í notkun í nóvember 1983 og við það eru nú starfandi að jafnaði 25 manns. Með ofangreindri endurnýjun verða allar leiðréttingar og bak- færslur mun auðveldari auk þess sem henni fylgir aukin hagræðing hvað varðar upplýsingaþjónustu fyrir notendur. Við innheimtu hita og rafmagns er notað svokallað áætlunarkefi, sem hefur verið gagn- rýnt af ýmsum. Áætlunarkerfið felst í því að hjá almennum notendum er lesið á orkumæla, þ.e. frá Raf- magnsveitu og Hitaveitu Reykjavík- ur, einu sinni á ári. Siðan eru sendir ut 5 reikningar á ári hverju, þar sem orkunotkun er áætluð samkvæmt fyrri notkun. Hver áætiunarreikn- ingur er fyrir 1/6 af áætlaðri ársnotk- un og miðast upphæð hans við þetta hlutfall. Eins og fyrr segir hefur áætlun- arkerfið hlotið nokkra gagnrýni not- enda en þeim hefur þótt of sjaldan lesið af mælunum. Eiríkur Briem, fjármálastjóri RR, sagði hins vegar að með þessu kerfi fengist raunhæf- ari mynd af ársnotkun orkunotenda. Benti hann ennfremur á hagræði kerfisins fyrir orkunotendur, þar sem það gerir ráð fyrir jafnri notkun allt árið, þó að í raun sé hún ójöfn. Orkunotkun er að sjálfsögðu meiri yfir vetrartímann og ef innheimt væri samkvæmt álestri á 2 mán. fresti yrðu reikningar háir, t.d. í janúar, sem hjá flestum er fjár- hagslega erfiður mánuður. Rafmagnsveitan hefur gefið út greinargóðan bækling sem m.a. út- skýrir áætlunarkerfið og hvetur Rafmagnsveitan notendur til að kynna sér hann. Þar er bent á mik- ilvægi þess að Rafmagnsveitunni sé tilkynnt um flutning og einnig að notendur fylgist með orkunotkun sinni. I því sambandi er í bæklingn- um birt áætlunartafla, sem nýir orkukaupendur geta nýtt sér við gerð eigin orkuáætlunar. Rétt er að taka það fram að ef nýr orkukaup- andi áætlar ekki eigin notkun gerir Rafmagnsveitan það og miðar áætl- unina við meðalnotkun. Ef breyting verður á orkunotkun, t.d. vegna fjar- vista frá heimili í lengri tíma, getur notandinn tilkynnt Rafmagnsveit- unni það og fengið ársáætlun svo og áætlunarreikningum breytt. Á fundinum kom einnig fram að í stað þess að loka fyrir orku sakir vanskila eru nú innheimtir vanskila- vextir af orkuskuldum, sem nema 2,5% á mánuði eftir eindaga. Ef um varanleg vanskil er að ræða er gamli hátturinn þó hafður á, þ.e. lokað er fyrir orku viðkomandi notenda. I upphafi kom fram að Rafmagns- veita Reykjavíkur er flutt í nýtt hús- næði að Suðurlandsbraut 34, en það var fullbúið um si. páska. Þar með er búið að sameina að mestu leyti starfsemi Rafmagnsveitunnar á einn rúmmetrar að stærð og 10 þúsund stað. Húsnæðið er alls 38 þúsund fermetrar að gólfflatarmáli. Inni- og útihurðir Getum tiú boðið hinar viöurkenndu sænsku aæöahuröir frá Svenska Dörr. _i _______i i Furuhuröir og spónlagöar huröir. Fallegar og vandaöar útihurðir. • Svenska Dörr hefur framleitt viðurkennd ar hurðir í 80 ár. • Kynnið yður verð og gæði. Harðviöarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi. J. L. Byggingavörur, Reykjavík. S.G. Húseiningar, Selfossi. KEA, Akureyri. K. A.S.K., Hornafirði. Kaupfélag ísfirðinga, IsafirOi. Málningarþjónustan hf., Akranesi. AS hf., Hvolsvelli. Tréverk hf., Vestmannaeyjum. Aðalfundur Sölumiðstöðvarinnar: Lífefnatækni getur auk- ið verðmætasköpun Tillaga um að íslendingar beini kröftum sínum í stórauknum mæli i að hagnýta hina miklu möguleika, sem eru á sviði lífefnatækni, var samþykkt á aðalfundi SH á föstudag. Þar er ennfremur vakin athygli á því að hag- nýting lífefnatækni f tengslum við fiskiðnað geti skapað mikla möguleika til aukinnar verðmætasköpunar sjávar- aflans. Fer tillagan hér á eftir: Aðalfundur SH, haldinn í Reykja- vík 24. og 25. maí 1984, álítur að ís- lendingar eigi að einbeita kröftum sínum í stórauknum mæali að þvi hagnýta hina miklu möguleika, sem eru á sviði lífefnatækni. Fundurinn vekur athygli á að hag- nýting lífefnatækni í tengslum við fiskiðnað getur skapað mikla mögu- leika til aukinnar verðmætasköpun- ar sjávaraflans. Lífefnatækni er afar lítið þekkt á íslandi, en brýn nauðsyn er á að haf- ist verði handa sem fyrst að kanna þá möguleika, sem þessi vísindi bjóða upp á. Beinir aðalfundur SH því til stjórnar að hún fylgist vel með þróun þessara mála þannig að SH geti orðið sem virkastur þátttakandi í nýtingu þessara möguleika. ÁVÖXTUNSf^ VERÐBRÉFAMARKAÐUR Sparifjáreigendur Nú er vor í lofti í fjármagnsmarkaðinum Ávöxtun sf. annast veröbréfaviöskipti fyrir viöskiptavini sína. 9% — Vegna síðustu vaxtabreytinga eru ávöxtunarmöguleikar í verðbréfaveltu okkar allt að 9% umfram verðtryggingu. 30% — Ávöxtunarmöguleikar í óverðtryggðri verðbréfaveltu okkar eru allt að 30% Ávöxtunartími er eftir samkomulagi. Kynnið ykkur ávöxtunarþjónustu A vöxtunar s.f Avöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUNSf^ IJVUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ 10 - 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.