Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 6
6 'Wmmm LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 í spegli tfmans VICTORIU1ENNANT, GUDDÓmiR SIR LAURENCE, SPÁD MIKLUM FRAMA Á HVTTA TJALDINU ■ Victoria Tennant heitir hún og er guðdóttir Sir Laur- ence Olivier. Ekki er það þó fullnægjandi skýring á þeirri velgengni, sem hún nýtur nú í Bandaríkjunum vegna leiks síns í nýjum sjónvarpsþáttum. U.þ.b. 140 milljón manns, eða með öðrum orðum hálf þjóðin, varð vitni að því, þegar Victoria Tennant steig sín fyrstu skref í sjónvarpi í Ilanda- ríkjunum í þáttum, sem nefn- ast „The Winds of War“. Þar leikur hún stúlku, sem er sjúk af óendurgoldinni ást til Ro- berts Mitchum. Victoria hlaut tnjög góða dóma fyrir leik sinn og virðist framtíð hennar því nokkuð trygg á þessum vett- vangi. „The Winds of War“ er meiriháttar fyrirtæki og kost- aði framleiðsla þáttanna 40 milljónir dollara, en þetta eru dýrustu sjónvarpsþættir, sem framleiddir hafa verið. Aðal- kveahlutverkið þótti því afar eftirsóknarvert og skiptu um- sækjendur um það hundruð- um. Victoria segist strax hafa orðið afar lirifin af hlutverk- inu, þegar hún var búin að lesa handritið í gegn, en þegar henni bárust fregnirnar, 4 mán- uðum síðar, um að hún hefði hneppt hnossið, þótti henni minna til koma en hún hafði átt von á. Hún opnaði að vísu vínflösku í tilefni sigursins, en strax daginn eftir var hún rokin til London í fatakaup fyrir hlutverkið og fjórum dögum síðar var hún mætt í Los Angel- es, en þar áttu myndatökurnar að fara fram. Robert Mitchum hefur löngum haft orð á sér fyrir að eiga það til að sýna mótleik- konum sínum sína verstu hlið og hafa ófáar þeirra kvartað undan ókurteisi hans. Victoria skalf því á beinunum, þegar fundum hennar og Roberts bar í fyrsta skipti saman. Hennar fyrstu orð við hann voru þar af leiðandi: - Eg er hálfhrædd við Þ'g! En ekki leið á löngu uns þau voru orðin bestu vinir og þegar kvikmyndatökum lauk, gaf Robert Victoriu píanó í minn- ingu um afbragðs samstarf þeirra. Victoria er nú rúmlega þrí- tug að aldri og hefur ekki átt sömu æsku og flestir aðrir. Móðir hennar var rússnesk ballettdansmær og faðir hennar, Cecil Tennant, þekkt- ur umboðsmaður leikara. Meðal skjólstæðinga hans var t.d. Laurence Olivier, sem eins og áður er sagt var guðfaðir Victoriu. Hann kynnti Victoriu fyrir þekktu fólki úr sinni stétt, s.s. John Gielgud, Vivien Leigh og Noel Coward. Enn þann dag í dag hefur Victoria náið og gott samband við Sir Laurence, sem hún segir alltaf vera tilbúinn að styðja við bakið á sér og enginn gleðjist meira en hann, þegar hún fær hlutverk og góða dóma. En þegar Victoria var 15 ára, hrundi heimur hennar að mestu í rúst. Faðir hennar dó, móðir hennar fluttist til Sviss, bróðir hennar til Kanada og systir hennar til Nýja Sjálands. Hún hóf þá nám í leiklistar- skóla, flutti síðar til Bandaríkj- anna og nú er svo komið, að hún hefur sigrað hjörtu hálfrar bandarísku þjóðarinnar. ■ Robert Mitchum er þekktur að því að taka ekki á mótleikkon-. um sínum með silkihönskum. Mjög vel fór þó á með honum og Victoriu Tennant og gaf hann henni píanó að skilnaði fyrir frábært samstarf. ■ Victoria Tennant hefur nú þegar lagt hálfa bandarísku þjóðina að fótum sér með leik sínum í dýrustu sjónvarpsþáttum, sem gerðir hafa verið til þessa. ■ Sir Laurence Olivier spreytir sig við málaralistina og hefur gaman af hann hefur verið of önnum kafinn við annað til þessa, hefur hann ekki geflð sér tíma til að handleika pensil og máln- ingu og er því alls ókunnugt um, hvernig hann á að bera sig við það. Ekki er hann þó á því, að láta það á sig fá. Til að bæta úr menntunarskortinum og vera betur undir hlutverkið búinn, hefur hann látið innrita sig á hraðnámskeið við lista- skóla einn í London. í Ijós kom, að Sir Laurence er ekki með öllu hæfileikalaus á þessu sviði. Auk þess þótti honum heljar gaman að dútl- Sir Laurence Olivier málar af ■ Sir Laurence Olivier, breski leikarinn frábæri, sem síðast skemmti okkur í sjón- varpsleikritinu sl. mánudags- kvöld, er að vísu orðinn 76 ára og hefur orðið fyrir mörgum heilsubrestinum um ævina. En hjartans hann er alls ófáanlegur til að viðurkenna að hann sé nokkuð farinn að láta undan síga fyrir Elli keriingu. Næst á verkefnaskrá Sir Laurence er að leika málara í sjónvarpsleikriti. Þar sem list inu með penslana og litina. Niðurstaða hans varð því sú, að hann gæti vel hugsað sér að taka upp málaralist sem tóm- stundagaman, þegar „Ég verð gamall“, eins og hann orðaði það. vidtal dagsins „ÖILRÖKHNÍGA AD VERHÆKKUN" segir Eyþór Elíasson, starfsmaður framkvæmdanefndar eggjadreifingarstöðvar Sambands eggjaframleiðenda ■ „Þetta eru villandi upplýs- ingar og byggja annað hvort á því, að þessir menn hafa ekki kynnt sér málin, eða þeir, af einhverjum ástæðum, sem mér eru ekki kunnar, sjá ekki ástæðu til að greina frá þeim hagsbótum, sem allir aðilar hafa af því að eggjadreifmgarstöð verði koir' á fót“, sagði Eyþór Elíasson, framkvæmdastjóri eggjadreif- ingarstöðvar, sem Samtök eggja- framlciðcnda eru að stofna, þeg- ar hann var spurður um fullyrð- ingar neytendasamtaka og ann- arra ábyrgra aðila í samfélaginu um að stöðin leiði til hærra verðs á cggjum. „Þessar fullyrðingar eru út í bláinn. Öll rök hníga frekar að því að verð á eggjum muni að jafnaði lækka. Að auki er margt annað sem kemur neytendum til góða ef stöðin verður að veru- leika. Ég vil nefna flokkun eggja, sem alls staðar tíðkast í nágrenni við okkur. Egg sem ekki standast gæðakröfur verða tínd frá og auk þess er hægt að koma við heilbrigðiseftirliti, sem ekki er ■ Eyþór Elíasson, stafsmaður framkvæmdanefndar eggjadreif- ingarstöðvar Sambands eggja- framleiðenda. Tímamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.