Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 2
Stjórnkerfi fP Reykjavíkurborgar Nefnd á vegum borgarstjórnar vinnur aö endurskoðun á stjórnkerfi borgarinnar. Borgarbúum, íbúasamtökum og öörum hagsmunafélögum, sem vilja koma meö ábend- ingar eða tillögur um tengsl milli íbúanna og yfirstjórnar borgarinnar er bent á aö senda nefndinni hugmyndir sínar c/o skrifstofu borgarstjóra fyrir 6., des. n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík 3. nóvember 1983 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN Sérfræðingur í svæfingalækningum óskast á svæf- ingadeild til afleysinga í eitt ár. Umsóknir er tilgreini náms- og starfsferil sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 5. desember n.k. á sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir lækna. Upplýsingar veitir yfirlæknir svæfingadeildar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingar óskast við lyflækningadeildir og taugalækningadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. KÓPAVOGSHÆLI Starfsmenn óskast til ræstinga á Kópavogshæli. Vinnutími er frá 08 til 14 eða skemur. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 41500. Reykjavík, 6. nóv. 1983 Framtíðarstarf Starfsmaður óskast til að annast uppgjörtjóna og áhættueftirlit fyrir Brunadeild nú þegar. Æskileg er verslunar- eða samvinnuskóla- menntun eða hliðstæð menntun og starfsreynsla. Starfið gerir kröfur til hæfni í mannlegum sam- skiptum og að umsækjendur hafi yfir bifreið að ráða. Frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Starfs- mannahalds. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA. 3 SÍMI81411 St. Jósepsspítali Landakoti Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar óskast til eftirtalinna staría: Svæfingardeild: Staða deildarstjóra. Umsóknarfrestur til 20. nóv. 1983. Handlækningadeild: Staða hjúkrunarfræðings Augnskoðun: Staða hjúkrunarfraeðings, fullt starf, dagvinna. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 kl. 11 -12 og 13-14 alla virka daga. Reykjavík 4.11.1983. Skrifstofa Hjúkrunarforstjóra. „NAUÐSYNLEGT AD EINS FA SKIP OG MÖGULEGT ER STUNDI VEIÐARNAR” — sagði Halldór Ásgrímsson, á aðalfundi LÍÚ ■ „I fyrsta lagi er nauðsynlegt að eins fá skip og mögulegt er stundi veiðarnar. Með tilliti til þessa var meðal annars ákveðið að aðeins þau loðnuskip sem áður höfðu stundað veiðar á loðnu gerðu það nú. Ljóst er að mun færri skip gætu náð þeim afla sem ætlunin er að veiða. Á sama hátt er einnig mikilvægt að færri skip en áður, stundi aðrar veiðar, til dæmis netaveiðar,“ sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra meðal annars í ræðu sinni á þingi LIÚ á Akureyri, sem lauk í gær. Síðan sagði Halldór að það væri nánast útilokað að unnt verði að heimila loðnuskipum að taka þátt í netaveiðum í vetur. Þá vék hann að netaveiði, sem hann telur að draga verði úr. „Fækkun neta og auknar dragnótaveiðar og vænt- anlega aukin Itnuveiði í stað netaveiði gæti væntanlega orðið til að bæta hráefn- ið á næstu vertíð, en fyrirsjáanlegt erað ekki verður nægilega hagkvæmt að salta fisk og hcngja upp í skreið og því mikilvægt að ná sem bestu hráefni að landi,“ sagði Halldór. Á öðrum stað sagðist ráðherrann ekki hafa verið hrifinn af kvótakerfi hingað til: „Nú er ég hins vegar þeirrar skoðunar að ekki sé annað fært en að taka upp einhvers konar kvótafyrirkomulag fyrir togarana í tilraunaskyni í eitt ár," sagði Halldór. Hann kvaðst telja æskilegt að menn ættu val í því sambandi og gætu valkost- irnir til dæmis verið þcir, að úthlutað yrði kvóta eftir reglum sem um hann yrðu settar, að fram færi samkeppni um sameiginlegan kvóta, sem samkvæmt takmarkandi reglum gengi í sömu átt og skrapdagakerfið. Og að menn gælu ák- veðið að leggja skipum sínum með stuðningi úr opinberum sjóðum og samningum við lánadrottna. „Erfiðast er að finna réttlátan grund- völl fyrir ákvörðun kvóta. Það er marg- slungið mál, sem ekki er tök á að ræða í nokkrum orðum. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn eigi annað val, ef þeir geta ekki sætt sig við kvóta og telja hann sér óhagkvæman.“ Þá sagði hann, að hér væri ekki um að ræða mótaðar tillögur. „Ég tel mér hins vegar skylt að greina frá hugsunum mínum um þessi erfiðu mál, en mun að sjálfsögðu taka fullt tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila.“ Þá fjallaði Halldór um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands, sem væntanlega verður lagt fram á Alþingi fljótlega. Hann gerði grein fyrir efni frumvarpsins, og kom fram meðal annars, að það gerir ráð fyrír ótvíræðri heimild fyrir sjávarútvegsráð- herra til að setja heildarveiðikvóta, skiptingu milli veiðarfæra og skipa og til setninga reglna um sóknartakmarkanir. Hann kvað þetta í samræmi við þær aðgerðir, sem þegar hefði verið gripið til við stjórnun fiskveiða. En slíkar ákvarð- anir hefðu alltaf verið teknar í samráði við hagsmunasamtök í sjávarútvegi. „Ég er mjög hikandi við þau miklu völd sem sjávarútvegsráðherra fær með þessu frumvarpi. Það leggur miklar skyldur á ráðuneytið og getur oft reynst erfitt að úrskurða þannig að heildarhags- munir séu sem best tryggðir. Ég hef lagt á það áherslu að betur liggi fyrir hvernig væntanlegar reglugerðir gætu orðið eftir að frumvarp sem þetta yrði að lögum. Það þarf staðfasta stjórnun og standast á allan hátt þann þrýsting sem er í þessum málum. Því væri betra að hafa lögin afdráttarlausari en það getur hins vegar orðið til þess að nauðsynlegur sveigjanleiki verður ekki fyrir hendi,“ sagði Halldór. Það er ekki nægilegt að fækka skipum. Það mætti að skaðlausu fækka bankaúti- búum og þjónustustofnunum áður en nokkru skipi er lagt. Það er einnig mikilvægt að allur almenningur í landinu geri sér grein fyrir þessari stöðu, því til sjávarútvegsins er því miður ekkert að sækja en þangað eru í reynd sótt þau verðmæti, sem standa undir eyðslu okk- ar til þarfra og óþarfra hluta.“ -Sjú ■ Enn er leitað í nágrenni við staðinn þar sem Sandey II fórst fyrir viku en eins skipverjans er enn saknað. Á myndinni sést þyrla Landhelgisgæslunnar í leitarflugi en neðst á myndinni sést flak Sandeynnar á grynningum við Engeyjartagl. Tímamynd: Róbert VERÐA DRATTARVEXTIR LÆKKUIR HJA ÚT- GERDARFYRIRTÆKIUM? B „Ríkisstjórnin hefur farið þess á leit við Fisk- veiðasjóð að kannað verði hvort ekki er mögulegt og réttlætanlegt að um sinn verði reiknaðir lægri drátt- arvextir en ýtrustu heim- ildir leyfa.“ Þetta kom fram í ræðu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, á þingi LÍÚ í gær. Áður hefur komið fram, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við Fiskveiðasjóð, að hann gefi eftir 30 hundraðshluta vaxta, sem falla til greiðslu á öll útlán tryggð með veði í fiskiskipum, á tímabilinu 1. október í ár til 30. september á næsta ári. Framkvæmdir þessarar eftirgjafar verði með sama hætti og gilti um vaxtaeftirgjöf Fiskveiðasjóðs undanfarið ár. „Ríkisstjórninni er Ijóst að fyrrgreind- ar ráðstafanir myndu hafa í för með sér að reikningsleg afkoma Fiskveiðasjóðs versnar um 200 milljónir króna á árs- grundvelli og að öllum líkindum hafa ihrif til lækkunar eiginfjárhlutfalls. Ríkisstjórninni er ennfremur ljóst að þessar ráðstafanir myndu rýra lánagetu sjóðsins á arinu 1984 um ca. 50 milljónir króna,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra. Halldór sagði ennfremur, að þess hefði verið farið á leit við sjóðinn, að athugað verði, hvort lán, vegna fiski- skipa 100 rúmlesta og stærri, sem skrá- sett eru eftir 1978, verði lengd í allt að 25 ár úr núgildandi 18 árum, talið frá smíðaári. Að verulegur hluti vanskila verði endurlánaður með öðrum trygg- ingum en veði í viðkomandi skipi. Og að athugaðir verði möguleikar á því að greiðslubyrði, það er að segja afborganir og vextir miðað við lán í skilum, verði ekki á allra næstu árum hærri en eitthvað ákveðið mark á ári af heildarskuld við Fiskveiðasjóð á hverjum tíma. Þá nefndi hann að í athugun væri hvort grundvöllur sé fyrir því, að taka nokkur skuldug skip inn í Fiskveiðasjóð, sem nú standa utan hans. -SJÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.