Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR S. NÓVEMBER 1983 XSr dagbók guðsþjónustur Messur á degi Lúthers, sunnudaginn 6. nóvember 1983. Árbæjarprestakall Bamasamkoma í Safnaðarheimili Árbæjar- sóknar kf. 10.30 árd. Guðsþjónusta í Safnað- arheimilinu kl. 2. Organleikari Jón Mýrdal. Minnst 500 ára fæðingarafmælis Lúthers. Hlutavelta og kökubazar fjáröflunarnefndar Árbæjarsóknar eftir messu í Safnaðarheimil- inu. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Ásprestakall Barnaguðsþjónusta að Norðurbrún 1, kl. 11. Messa kl. 2. Kaffisala Safnaðarfélags Ás- prestakalls eftir messu og aðalfundur Ás- prestakalls. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Laugardagur: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Sunnudagur: Messa kl. 14 íBreiðholtsskóla. Altarisganga. Molasopi eftir messu. Sr. Lár- us Halldórsson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Lúthersmessa kl. 2.00. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Bazar Kvenfélagsins eftir messu. Félagsstarf aldr- aðra miðvikudagseftirmiðdag. Æskulýðs- fundur miðvikudagskvöld kl. 20.00. Sr. Olaf- ur Skúlason. Digranesprestakall Laugardagur: Barnasamkoma í Safnaðar- hcimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sunnu- dagur: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Marteins Lúthers minnst. Lúthersvaka á vegum kirkjufélagsins verður í Safnaðar- heimilinu fimmtudagskvöldi 10. nóv. kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Kl. 11.00, allra sálna messa. Minningardagur látinna. Stólvers, Litania eftir Schubert. Sr. Þórir Stephensen. Kl. 5 s.d.,sjónvarpsmessa í tilefni 500 ára afmælis Lúthers. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup lslands prédikar, sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Leikmenn lesa ritningartexta. Einsöngvarar Elín Sigurvinsdóttir, Ruth Magnússon og Halldór Vilhelmsson. Söngfólk úr kirkjukór- um á Reykjavíkursvæðinu. organleikari og söngstjóri Marteinn H. Friðriksson. Laugar- dagur: Barnasamkoma að Hallveigarstöðum kl. 10.30. Sr. Agnes Sigurðardóttir. Elliheimilið Grund Messa kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. Fella- og Hólaprestakall Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekku- skóla kl. 2.00. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11. Guðsþjónusta í menning- armiðstöðinni við Gerðuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík Barna og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælisbörn boðin sér- staklega velkomin. Sunudagspóstur handa börnunum. Framhaldssaga. Við hljóðfærið Pavel Smíd. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega beðin að koma. Sunnudag- ur 6. nóvember kl. 15.00, Hornstrendinga- vaka. Hinn snjalli upplesari Guðni Kolbeins- son segir frá heimabyggð móður sinnar, les þátt eftir Þorleif Bjarnason og segir sögur. Aðgangseyrir kr. 100.00 til styrktar orgel- sjóði Fríkirkjunnar. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. II. Guðsþjónusta með áltarisgöngu kl. 2.00. Minnst 500 ára afmælis Lúthers. Örn B. Jónsson djákni segir frá ævi Marteins Lúthers. Lesið úr verkum Lúthers og sungnir sálmar hans. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Almenn samkoma n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Æskulýðssam- komur kl. 17 og kl. 20.30 n.k. föstudag. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja Messa kl. 11. Altarisganga,sr. RagnarFjalar Lárusson. Kirkjuskóli barnanna er á sama tíma í Safnaðarheimilinu. Börnin komi í kirkju og taki þátt í upphafi messunnar. Minningar og þakkarguðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson prédikar. (Ath. engin messa kl. 17.00 þennan sunnudag). Þriðjudagur8. nóv. kl. 10.30, fyrirbænaguðs- þjónusta, beðið fyrir sjúkum. Þriðjudagur 8. nóv. kl. 10.30, fyrirbænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum. Miðvikud. 9. nóv. kl. 22.00. Náttsöngur. Fimtudagur 10. nóv. opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2.00. Organleikari dr. Orthulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. Kársncsprestakall Laugardagur: Barnasamkoma í Safnaðar- heimilinu Borgir kl. 11 árd. Sunnudagur: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Formaður Lúthersársnefndar, dr. Gunnar Kristjánsson sóknarpretur á Reynivöllum prédikar. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna k. 11. Söngur - sögur - leikir. Sögumaður Sigurður Sigurgeirsson. Guðsþjónusta kl. 2.00. Fermd verður Sigrún Hjörleifsdóttir, Luxemburg. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Vekjum athygli á basar Kven- félagsins í Safnaðarheimilinu 5. nóv. kl. 2.00 og afmælistónleika kórs Langholtskirkju í Bústaðakirkju laugardaginn 5. nóv. kl. 5.00 s.d. Safnaðarstjórn. Laugameskirkja Laugardagur: Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Heimir Steinsson presturá Þingvöllum prédikar. Altarisganga. Fimmtudagur 10. nóv., guðsþjónusta í Há- túni 10B, 9. hæð kl. 20.15. Sr. Ingólfur Guðmundsson. Neskirkja Laugardagur: Samverustund aldraðra kl. 15.00. Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra segir frá Reykjanesfólkvangi og sýnir myndir þaðan. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.00. Mánudagur, æsku- lýðsfundur kl. 20 og miðvikudagur, fyrir- bænamessa kl. 18.20. Prestarnir. Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í íþróttahúsinu í Selja- skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 14. Fyrirbænasamvera er föstudags- kvöld 11. nóv. kl. 20.30 í Tindaseli 3 (ath. breyttan tíma) Sðknarprestur. Scltjarnarnessókn Barnaguðsþjónusta í Sal Tónlistarskólans kl. 10.30. Sr. Frank M. Halldórsson. VIÐGERÐIR á öllum smá rafstöðvum ogi rafmótorum Einnig iitlum bensín- og dieseimótorum. Getum bætt við okkur viðgerðaþjón- ustu fyrir innflutningsfyrirtæki. WVÉLIN S.F. ^ Súðarvogi 18 (Kænuvogsmegin) sími 85128. Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi, hádegis- fundurinn verður í Hallgrímskirkju á mánu- daginn. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 10.30. Messa kl. 14.00. Altarisganga. Séra Gunnþór Ingason. tilkynningar Kvenfélag Bústaðasóknar heldur bazar sunnudaginn 6. nóvember kl. 3.00 (eftir messu). Margt góðra manna. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar heldur kökubasar sunnu- daginn 6. nóv. kl. 15 í Safnaðarheimili Laugarnessóknar (nýbyggingu við hlið kirkj- unnar). Móttaka á kökum frá kl. 10 um morguninn á sama stað. Verkakvennafélag Framsókn Verkakvennafélag Framsókn heldur sinn ár- lega basar laugardaginn 19. nóv. kl. 14.00, að Hallveigarstöðum, tekið er á móti munum á skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8-10. Basarnefnd. Frá Hjartavernd Vinningsnúmer í happdrætti Hjartaverndar 1983 ■ Drcgiö var í happdrætti Hjartaverndar7. október s.l. hjá borgarfógetanum í Reykja- vík. Vinningar féllu þannig: 1. Tredia 1600 GLX á mða nr. 57203. 2. Greiðsla upp í íbúð kr. 300 þúsund á miða nr. 48274. 3. Greiðsla upp í íbúð kr. 200 þúsund á miða nr. 65498. 4. Kanadískur snjósléði að verðmæti kr. 160 þúsund á miða nr. 31017. 5. -12. 8 utanlandsferðir hver á kr. 20þúsund ámiða nr. 12203, 22839, 51724, 71406, 75504, 106192, 134101 og 146589. Hjartavernd færir landsmönnum öllum alúðarþakkir fyrir veittan stuðning. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjarta- verndar að Lágmúla 9, 3. hæð. - Fréttalil- kynning. Ásmundarsalur ■ Sýning á grafik og listmunum frá sovét- lýðveldinu Litháen í Ásmundarsal við Frey- jugötu er opin virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 15-22. Aðgangur ókeypis. bókafréttir Heimur framliöinna 43 ára miðilsþjónusta Bjargar S. Ólafsdóttur ■ Árnesútgáfan hcfur sent frá sér bók um dulræna hæfileika Bjargar S. Ólafsdóttur og miðilsstarf í 43 ár. En um hana hefur fátt eitt verið ritað áður. Bókin er samin og skrásett af Guðmundi Kristinssyni, og er hún í sjö köflum. í fyrsta kaflanum, sem ber heitið „Sex landa sýn“, eru 20 frásagnir af skyggni Bjargar og dulheyrn í skemmtiferð mcð dönsku ferðaskrifstofunni Tjæreborg um sex Evrópulönd sumarið 1976. Þá er sagt frá uppvexti hennar á Þingeyri við Dýrafjörð og miðilsþjálfun hennar hjá Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Berjanesi. Síðustu fjórir kaflarnir eru byggðir á 14 miðilsfundum, sem Björg hélt á Selfossi sumarið 1980 og 1981. Þar koma fram þrír þjóðkunnir menn, löngu látnir, ásamt aðal- stjórnanda hennar. Piltur og stúlka Bókaklúbbur Almcnna bókafélagsins hefur sent frá sér nýja útgáfu af Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen, með formálsorðum Stein- gríms heitins Þorsteinssonar, prófessors, sem hann ritaði fyrir útgáfu bókarinnar 1948. Piltur og stúlka cr eins og kunnugt er eitt þeirra verka sem sígild hafa orðið í islenskum bókmenntum. Hún er fyrsta íslenska skáld- sagan sem komið hefur fyrir almenings sjónir, var fyrst prentuð 1850, og er útgáfa bókaklúbbsins sjöunda útgáfa bókarinar. Piltur og stúlka hefur verið eftirlætislestur öllum kynslóðum (slendinga þau 130 ár sem sagan hefur verið til. Sagan er í senn skemmtileg og spennandi ástarsaga og óvið- jafnanleg þjóðfélagslýsing. Ástvinirnir ungu sem fullorðna fólkið vill vera að ráðskast með og stía í sundur eru þau Sigríður Bjarnadóttir og Indriði á Hóli. Og svo eru hinar persónurnar ekki síður ógleymanlegar, svo sem Gróa á Leiti, Bárður á Búrfelli fyrir svíðingshátt og af nafn Gróu á Lciti hefur verið myndað orðið gróusaga. Og flestar söngvísurnar í Pilti og stúlku eru enn sungnar á fslandi, svo sem Ljóshærð og litfrið og Búðar í loftið hún Gunna gekk Börn á sjúkrahúsum Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina Leiðbeiningar fyrir foreldra sem eiga Börn á sjúkahúsum að frumkvæði Norr- æna félagsins um þarfir sjúkra barna. Höf- undur bókarinnar er Lise Giödesen en þýð- ingu annaðist Valgerður Hannesdóttir. Bók- in kom út á fyrsta degi þinghalds Norræna félagsins um þarfir sjúkra bama, sem haldið var hér á landi í síðustu viku, en þingið sóttu fulltrúar af öllum Norðurlöndunum. Höf- undur bókarinnar, Lise Giödesen er sjúkra- iðjuþjálfari sem hefur í starfisínu á dönskum og amerískum sjúkrahúsum öðlast mikinn skilning á því, hvaða áhrif sjúkdómar og innlögn á sjúkrahús hefur á börn. gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðum BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, BÍLAPERUR ODYR GÆÐAVARA FRA MIKIÐ ÚRVAL ALLAR STÆRÐIR Kvikmyndir Sími 78900 SALUR 1 Villidýrin (The Brood) Hörkuspennandi hrollvekja um þá undraverðu hluti sem varla er hægt að trúa að séu tll. Meistari David Cronenberg segir: Þeir bíða spenntir eftir þér til að leyfa þér að bregða svolítið. Aðalhlutverk: Oliver Reed, Samantha Eggar, Art Hindle. Lelkstjóri: Davld Cronenberg Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Dvergarnir KI.3 SALUR2 Herra mamma (Mr. Mom) Splunkuný og jafnframt frábær grinmynd sem er ein aðsóknar- mesta myndin i Bandaríkjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grínmynd ársins 1983. Jackmissir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint við hans hæfi, en á skoplegan hátt krallar hann sig Iram úr því. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian Leikstjóri: Stan Dragoti Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11 SALUR3 Veqatálminn Skemmtileg og tjörug mynd um trukkakarla og villtar meyjar. Þetta er ein síðasta myndin sem Henry Fonda lék I Aðalhlutverk: Henry Fonda, Ei- leen Brennan, John Byner, Dub Taylor Leikstjóri: John Leone Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11 SALUR4 í heljar- greipum Sýnd kl. 9 og 11.15 Porkys Sýnd kl. 5 og 7 Sú göldrótta Sýnd kl. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.