Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 umsjón: B.St. og K.L. ■ Maria Schcll var ekki sein á sér að hringja og reyna að fá samband við söngvarann Maria Schell vann veðmálið —söng í La Traviata á móti Placido Domingo leikkonan Maria Schell fram og tapaði reyndar veðmáli sinu á þeim stað og þeirri stundu, en þar var því veðmáli beint að henni, að henni tækist að syngja í La Traviata á móti sjálfum Placido Domingo, sem reyndar virtist algerlega óyfir- stíganlegt vandamál á þeim tíma. En nú hafa stjórnendursjón- varpsþáttarins mátt bíta í það súra epli, að Maria hefur snúið á þá. Einmitt, þegar hún var stödd í sjónvarpinu, rétt áður en útsending hófst, heyrði hún af tilviljun útvarpsútsendingu, þar sem skýrt var frá því að Placido Domingo, ásamt leik- stjóranum Franco Zeffirelli, hygðist verða viðstaddur frum- sýningu myndarinnar La Tra- viata í Þýskalandi! Maria sá sér leik á borði og gerði ráðstafanir til að fá að taka lagið með söngvaranum í veislu, sem halda átti eftir frumsýninguna í Hamborg. ■ í Þýskalandi gengur vinsæll sjónvarpsþáttur, sem kallaður er „Viltu veðja?“ í einum slíkum þætti í haust kom ■ Placido Domingo er þekktur að því að vera til í hvaða leik sem er. Hann hlýtur því að hafa tekið því fegins hendi að fá tækifæri til að syngja á móti Mariu Schell. nokkur leið að halda uppi með núverandi fyrirkomulagi." -'Er ekki hætta á að egg safnist fyrir í stöðinni og verði sett á markað gömul? „Þessu hefur verið haldið fram og sumir hafa sagt að ekkert verði nema gömul egg á mark- aðnum. Þetta er náttúrulega frá- leit fullyrðing. ! fyrsta lagi yrðu öll egg dagstimpluð, sem gerir fólki kleift að sjá hvað eggin eru gömul. I öðru lagi verður stöð- inni kleift að jafna sveiflur á markaðnum með því að taka umframframleiðslu og frysta hana eða setja hana í vinnslu. Svo þegar skortur verður, eins og fyrir jól, en það kannast allir við, verður hægt að setja þessa umframframleiðslu á markað og koma þannig itl móts við fólk.“ - Telur þú það að ákvarðanir neytenda og Landssambands iðnaðarmanna um áð draga sig útúr sexmannanefnd ef dreifing- arstöðin verður að veruleika séu á misskilningi byggðar? „Þær eru óskiljanlegar. Fyrst og fremst vegna þess, að það er löngu ákveðið að sexmanna- nefnd muni ekkert hafa með eggjaverð að gera þó að reist verði dreifingarstöð. Ákvörðun um hámarksverð verður í hönd- um Samtaka eggjaframleiðenda. Þar fyrir utan verður enginn skyldaður til að taka þátt í dreifingarstöðinni og þar af leið- andi geta þeir sem það kjósa stofnað aðra stöð og verið í eðlilegri samkeppni við okkur. Þetta sýnir að ekki er um einok- unarhugmyndir að ræða.“ - Það hefur verið haft eftir landbúnaðarráðhera að ekki verði gefið leyfi fyrir rekstri stöðvarinnar nema fullt sam- komulag náist. Eru nokkrar lík- ur á því? „Það verður bara að koma í Ijós hver samstaðan verður og ráðuneytið verður að draga sínar ályktanir af því.“ - Nú eru það stærstu framleið- endurnir sem eru á móti. Eru það ekki eimitt þeir sem boðið hafa hagkvæmasta verðið vegna hagkvæmni í rekstri. „Það hefur enginn sýnt fram á að hagkvæmara sé að reka stór bú. Þróunin í kringum okkur er sú að búin minnka. Einfaldlega vegna þess að minni bú eru talin hagkvæmari“, sagði Eyþór. -Sjó. karlar eru hrifnari af Reagan en konur. Reagan nýtur minni hylli hjá konum en karlmönnum Geimferðin virðist ekki ætla að styrkja Glenn ■ Glenn var hylltur á Bandaríkjaþingi eftir geimferðina. Á bak við hann standa Johnson forseti og forseti fulltrúadeildarinnar. ■ SÍÐASTLIÐINN ÞRIÐJU- DAG var rétt ár þangað til forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum. Undirbúningur þeirra er því eðlilega hafinn af nær fullu kappi. Undirbúningurinn nú beinist mest að prófkjörunum. Þau fara fram á mismunandi tímum og með misjöfnum hætti í hinum ýmsu ríkjum. Þau fyrstu fara fram í febrúar og marz, en þau síðustu ekki fyrr en í maí eða júní. Að þessu sinni verður próf- kjörunum ekki veitt nein sérstök athygli hjá repúblikönum, ef Reagan verður í kjöri eins og allt bendir til nú. Hjá repúblikönum verða þau þá haldin til mála- mynda. Eina hættan hjá Reagan verð- ur sú, áð þátttakan verði of lítil eða að repúblikanar taki þátt í prófkjörum hjá demókrötum til þess að hafa áhrif á hvert forseta- efni þeirra verður. Samkvæmt venju munu þeir þá kjósa það forsetaefni demó- krata, sem myndi tryggja Reag- an beztu útkomuna. Yfirleitt er talið, að þannig hafi Nixon haft hendur með í spilinu, þegar George McGo- vern var valinn frambjóðandi demókrata 1972. McGovern stóð þá svo langt til vinstri, að fyrirsjáanlegt var, að Nixon myndi reynast auðvelt að sigra hann. Nixon átti þá engan alvarlegan keppinaut í prófkjörunum. Það var því auðvelt fyrir repúblikana að styðja McGovern í próf- kjörum hjá demókrötum. Það er líka talið, að það hafi þeir gert í verulegum mæli. PRÓFKJÖRIN hjá demó- krötum munu hins vegar vekja mikla athygli og þar verður hart barizt. Þeir, sem gefa kost á sér fyrir demókrata, eru þegar orðn- ir sjö. Síðastur til að gefa kost á sér sem forsetaefni demókrata, var blökkumaður, séra Jesse Jackson, sem nýtur mikils fylgis hjá blökkumönnum. Skoðanakannanir, sem farið hafa fram að undanförnu, benda til að Mondale fyrrv. varaforseti njóti mests fylgis. Um skeið var mjótt á milli hans og Glenns öldungadeildarmanns, en undanfarið hefur bilið verið að aukast Mondale í vil. Bersýnilegt er, að hann nýtur meira fylgis meðal demókrata en Glenn. Það hefur orðið Mondale nokkur styrkur, að verkalýðs- hreyfingin stendur yfirleitt með honum. Þess verður þó að gæta, að hún nýtur takmarkaðra vin- sælda í Bandaríkjunum, einkum þó sumir leiðtogar hennar. Styrkur Glenns er helzt fólg- inn í því, að hann nýtur meira fylgis meðal óflokksbundinna kjósenda en Mondale. Hingað til hefur því yfirleitt verið álitið, að hann væri líklegri til að geta fellt Reagan en Mondale. Þegar hefur komið til harðra deilna milli þeirra Mondales og Glenns. Mondale hefur ráðizt á Glenn fyrir að hafa fylgt sumum skattafrumvörpum Reagans. Hann hefur meira að segja geng- ið svo langt að segja, að Glenn væri ekki sannur demókrati. Síð- ar sá hann sig þó um hönd og bað Glenn afsökunar á þessari að- dróttun. Glenn hefur ekki látið sinn hlut eftir liggja. Hann hefur deildt á Mondale sem dyggan fylgisvein Carters, sem leitt hafi ósigur yfir demókrata. Óbeint gaf hann í skyn, aö Mondale og Carter væru sama tóbakið. Kvikmynd, sem nýlega hefur komið til sýningar og fjallar um geimferð Glenns, virðist ekki ætla að verða honum til fram- dráttar. Kvikmynd þessi var þó ekki gerð að frumkvæði Glenns, heldur hugðist viðkomandi kvik- myndafélag hagnast á þessari kvikmyndagerð. Andstæðingar Glenns hafa notað myndina til þess áróðurs, að Glenn eigi ekki að njóta þcss, að hann hafi reynzt góður geimfari. Eitt sé að vera geimfari og annað að vera forseti. Þótt Mondale staodi vel nú, er ekki víst að það notist honum, þegar til prófkjöranna kemur. Oft verður sá, scm virðist standa bezt, fyrir mestu aðkasti keppi- nautanna. Framboð Jacksons getur reynzt honum erfitt, því það getur dregið frá honum at- kvæði blökkumanna. MEÐAN demókratar glíma við framboðsraunir, sækja aðrar raunir á Reagan. Þar er ekki aðeins um að ræða mótgang á sviði utanríkismála, eins og í Líbanon. Um þessar inundir veldur það ráðunautum Reagansverulegum áhyggjum, að ýmsir minnihluta- hópar virðast honum andsnúnir, eins og blökkumenn og Mexí- kanar. Undanfarið hefur Reagan gert sitthvað til að vingast við þessa minnihlutahópa, en hann verður að gera það með gát, því að þetta er ckki alltof vel séð af hinum afturhaldssinnuðu fylgis- mönnum hans. Mestar áhyggjur hafa þó kosn- ingaráðgjafar Reagans af því, að hann nýtur lítillar kvenhylli. Konur virðast yfirleitt líta svo á, að hann sé þeim andsnúinn í réttindabaráttunni. Það virðist ekkcrt hafa bætt úr skák, þótt hann hafi skipað konu í hæstarétt og skipað konur í embætti sam- göngumálaráðherra og heil- brigðismálaráðherra. Framganga Jeane J. Kirkpat- rick á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna virðist síður en svo hafa aukið álit Reagans meðal kven- þjóðarinnar. Skoðanakönnunum kemur yfirleitt saman um, að Reagan sé miklu vinsælli meðal karl- manna en kvenna. Honum geti orðið hált á þessu, ef honum tekst ekki að ná meiri kvenhylli. En það getur orðið hægara sagt en gert. Konur eru kröfuharðari en karlmenn. Þórarinn o Þórarinsson, jftji í*ilɧf ritstjóri, skrifar mXm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.