Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 13 Alyktanir og áskoranir ■ Landsfundur Landssambands fram- sóknarkvenna haldinn að Húsavík dag- ana 28.-30. okt. 1983, lýsir yfir stuðn- ingi við ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar og ánægju með þann árang- ur, sem þegar hefur náðst í baráttu við óðaverðbólguna. Við teljum nauðsyn að þeirri baráttu verði haldið áfram, en þó verði þess gætt að framsóknarmenn gæti hugsjóna sinna og hyggi fyrst og fremst að velferð einstaklingsins, fjölskyldunn- ar og heimilanna, sem eru hornsteinar þjóðfélagsins. Atvinnuöryggi og launamál Öllum verði tryggð atvinna. Barátta við verðbólgu má aldrei kosta íslendinga það, að böl atvinnuleysis fylgi í kjölfarið. Þing Landssambands framsóknar- kvenna haldið á Húsavfk 28.-30. október 1983 skorar á þingmenn flokksins að knýja á um að lög um launajöfnuð karla og kvenna verði framfylgt - og gera allt sem hægt er til að ná árangri í að uppræta launamisréttið. Þingið telur rétt að athugun fari fram á því hvort launamisréttið sé falið í stöðuheitum eða öðrum dulbúnum fríð- indum. Ennfremur verði unnið að því að vernda kaupmátt lægstu launa og lífskjör þeirra sem þyngst framfæri hafa. Við bendum sérstaklega á það að húsmóðurstafið verði metið að verð- leikum til jafns við aðra starfsreynslu í atvinnulífinu. Þingið fagnar frumvarpi til laga um endurmat á störfum kvenna, sem lagt hefur verið fram á Alþingi í haust. Þarna er um að ræða einn þátt í fjölskyldupólitík Framsóknarflokksins og er mikið réttlætismál. Þingið fagnar því að skipuð hefur verið frmkvæmdanefnd um launamál kvenna með fulltrúum stjórnmála- flokka, kvennasamtaka og verkalýðs- hreyfingar til að finna leiðir sem uppræti launamisréttið í þjóðfélaginu og bindur miklar vonir við störf hennar. Fjölskyldupólitík Framsóknarflokkurinn mótaði fyrstur flokka á íslandi stefnu í fjölskyldu- pólitík. Árið 1979 var stofnaður innan flokksins starfshópur um fjölskyldumál og skilaði hann áliti á aðalfundi mið- stjórnar 3.-5. apríl 1981. 21. nóvember 1980 lögðu þingmennirnir Haraldur Ólafsson og Alexander Stefánsson fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stefnumörkun í fjölskylduvernd, en henni var vísað til Allsherjarnefndar og svæfð þar. Landsfundur framsóknarkvenna á Húsavík dagana 28.-30. okt. fagnar því að Framsóknarflokkurinn skyldi fyrstu flokka flytja þingsályktunartillögu um fjölskylduvernd. við beinum þeim til- mælum til félagsmálaráðherra að hann skipi hið fyrsta nefnd er undirbýr löggjöf um samræmda stefnu í málum er varða eflingu og vernd fjölskyldunnar með tilliti til mikilvægis hennar í þjóðfélaginu og gera henni kleift að sinna vel uppeld- is- og umönnunarhlutverkum sínum. Landsfundurinn leggur áherslu á eftir- farandi atriði: Vinnumarkaðurinn viðurkenni for- eldrahlutverkið Vinnutími verði sveigjanlegri, eftir því sem við verður komið til þess að samræma þarfir vinnumarkaðarins einkahögum fólks. Dregið verði úr vinnuálagi með því að bæta dagvinnukjör, en minnka eftir- vinnu. Stefna þannig að því að stytta vinnu- tíma foreldra barna utan heimilis. Unnið verði markvisst gegn hefðbund- inni verkaskiptingu kynjanna á vinnu- markaðinum og stuðla með því að eðlilegri verkaskiptingu karla og kvenna utan og innan heimilis. Jafnframt er brýnt að endurmeta til launa hefðbundin kvennastörf. Þjónustustofnanir verði færðar í það horf sem henti fjölskyldulífi nútímans. Kennsla í uppeldis-, og fjölskyldu- og heimilisfræðum verði aukin. Fari hún fram í skólum, námsflokkum og í tengsl- um við heilsugæslustöðvar. Námsefni verði í samræmi við þörfina á ólíkum aldursskeiðum. Hraðað verði afgrciðslu á breytingu á lögum um fæðingarorlof, sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi. Það felur í sér að öllum foreldr- um verði tryggðar sömu greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins, án tillits til atvinnuþátttöku. Aukin verði fjöldi nema sem teknir eru inn í Fóstruskóla íslands frá því sem nú er. Stefnt skal að því að öll börn á aldrinum eins árs til sex ára eigi kost á dvöl á dagvistarheimili, óski foreldarar þess, dvalartími barna verði sviegjan- legri. Stefnt verði að því að skólar verði einsetnir og skólatími barna samfelldur þ.e.a.s. ein ferð til og frá skóla. Skólatími eldri og yngri barna verði sem líkastur og samræmdur vinnutíma foreldra þ.e.a.s. frá nálægt 9 að morgni til 15 e.h. Með þessu móti gæfist kostur á að bæta innra starf skólans - hann gæti sinnt uppeldishlutverkinu betur og samhliða komið á móts við hæfileika hvers og eins. Með samræmdum vinnutíma allr- ar fjölskyldunnar er einnig kominn grundvöllur fyrir því að foreldrar geti átt fleiri samverustundir með börnum sínum. Tengsl skóla og heimilis þarf að auka til muna og áherslu þarf að leggja á hinn mikilvæga þátt foreldris í öllu fræðslu - uppeldis - og handleiðslustarfi. í því skyni þyrfti m.a.a að gefa út handbækur til ráðgjafar og leiðbeininga fyrir foreldra barna og unglinga. Með samræmingu vinnutíma foreldra og skólatíma barna væri nánast ekki þörf á skóladagheimilum og jafnframt gæti skólahúsnæði verið nýtt til félags- og æskulýðsstarfssemi og ýmiskonar tóm- stundarstarfsemi í samvinnu við foreld- arfélögin. Þá má benda á að með þessu má einnig auka umferðaröryggi barna með sérstöku eftirliti við upphaf og lok skóla- daga. Fylgt verði eftir samþykktum flokks- þingsins um málefni aldraðra, m.a. verði tekið tillit til mismunandi fjölskyldu- gerða við hönnun húsnæðis, t.d. stór- fjölskyldurnar þar sem þrír ættliðir búa saman. Með því væri fjölskyldunum auðveldað að sjá um aldraða og fatlaða í heimahúsum, enda taki þjóðfélagið tillit til þess með auknum skattaívilnun- um og opinberum styrkjum. Framkvæmdasjóður aldraðra verði efldur og sérstök áhersla lögð á uppbygg- ingu langlegudeilda fyrir öldrunarsjúkl- inga og dagvista fyrir þá er þær geta nýtt sér. Þá ber einnig að hafa að leiðarljósi þau grundvallarmannréttindi aldraðra, sem og annarra einstaklinga í lýðræðisþjóð- félagi, réttinn til sjálfsákvörðunar, áhrifa og þátttöku. Friðarmál Þing Landssambands framsóknar- kvenna haldið á Húsavík 29. okt. 1983 skorar á þingmenn flokksins að vinna ötullega að þeim ályktunum sem sam- þykktar voru á síðasta flokksþingi um friðarmál. „Að lögð sé mikil áhersla á að samn- ingar náist um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og framleiðsla þeirra stöðvuð. Að jafnhliða banni við framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna og annarra ger- eyðingarvopna verði unnið að samning- um um alhliða gagnkvæma afvopnun. Að íslendingar noti hvert tækifæri sem gefst til að vara við auknum kjarn- orkuvopnabúnaði og vaxandi hernaðar- umsvifum á Norður-Atlantshafi. Stefnt verði að því að kölluð verði saman ráðstefna um þessi mál eins og þingmenn Framsóknarflokksins á Alþingi hafa lagt til.“ Þingið fagnar þeim mikla áhuga og umræðu um friðarmál sem verið hafa að undanförnu. Sérstaklega er ánægjulegt hve Friðarhreyfing íslenskra kvenna hef- ur náð samstöðu á breiðum grundvelli. Þingið skorar á íslenskar konur um allt land að taka virkan þátt í þessu brýna hagsmunamáli mannkyns með því að gerast aðilar að hreyfingunni. Staða kvenna innan Framsóknarflokksins. Þing landssambands framsóknar- kvenna haldið á Húsavík dagana 28.-30. október 1983 vill vekja athygli á slæmri stöðu kvenna innan flokksins. Skorar þingið því á forystu flokksins að eftirtaldar breytingar verði gerðar: 1. Stjórnir blandaðra flokksfélaga, full- trúaráða og kjördæmissambanda verði að helmingi skipaðar konum. 2. Allar nefndir innan flokksins séu að helmingi skipaðar konum. 3. Á næsta flokksþingi Framsóknar- flokksins verði lagðar fram tillögur til lagabreytinga, sem kveði á um: a) að af 25 fulltrúum , sem flokksþing kýs í miðstjórn séu a.m.k. 12 konur. b) að af 8 fulltrúum hvers kjördæmis- sambands í miðstjórn séu a.m.k. 4 konur. c) að af 9 mönnum, sem aðalfundur miðstjórnar kýs í framkvæmdastjórn séu a.m.k. 4 konur. d) að formaður L.F.K. hafi sömu stöðu innan flokksins og formaður S.U.F. 4. Formaður L.F.K. fái nú þegar setu- rétt á fundum framkvæmdastjórnar og þingflokks með málfrelsi og til- lögurétt. Nauðsynlegt er að forysta flokksins geri sér ljóst að stefnuskrá og vinnu- brögð flokksins þurfi að höfða til kvenna og ungs fólks. Verði hlutur kvenna innan flokksins óbreyttur þegar líður að næstu kosning- um hljóta framsóknarkonur að íhuga að bjóða fram kvennalista innan flokksins við næstu kosningar. Landsþingið skorar á allar framsókn- arkonur að taka stóraukinn þátt í starf- semi flokksins, m.a. með því að ganga í flokksfélögin og öðlast þannig þau rétt- indi í flokknum, sem því fylgja. Stefnuskrá Framsóknarflokksins Landsþing Landssambands framsókn- arkvenna beinir þeim tilmælum til stefnuskrárnefndar að tekið verði tillit til álits starfshóps um stefnuskrá flokks- ins við endurskoðun stefnurskrárinnar. 1. Við viljum að við uppröðum mála- flokka á stefnuskrá flokksins verði þannig að fyrst sé fjallað um hina mannlegu þætti og fjölskyldupólitík- ina og þeim gefið meira rúm en tíðkast hefur. Aðrir þættir verði metnir í ljósi þess hvaða áhrif þeir hafa á lífshamingju fólks. 2. Við viljum að gerður verði upplýs- ingabæklingur um stefnuskrá flokks- ins í aðgengilegu formi, sem liggi frammi á flokksskrifstofunni. Lagabreyting um stjórnarkjör Fyrir þinginu lá og var lagabreyting um stjórnarkjör og var hún samþykkt með lítilsháttar breytingum. í stað fimm manna stjórnar, skipa nú ellefu konur stjóm, þar af fimm í framkvæmdastjórn og skulu þær konur búa á höfuðborgar- svæðinu eða nágrenni þess. Sex konur eru úröðrum kjördæmum. Frmkvæmda- stjórnin á að koma saman að jafnaði einu sinni í mánuði en öll stjórnin eigi sjaldnar en tvisvar á ári. 1 stað fjögurra kvenna í varastjórn áður eru núna þrjár. Breyting þessi ætti að verða ailri v starfsemi LFK mikil lyftistöng. íi' I I 2 H A Ferða stereotæki á kostaverði með kostakjörum RT-150S Stereo kasettuferðaútvarp Með: FM-, mið-, stutt- ocj langbylgju. Hringspólun á kasettu (Auto reverse) Verð kr. 8.775.- EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöpp- um. VUIVU I Ul UU fcHH Subaru 1800 árg.’82 Galant 1600 árg. '79 Volvo 244 árg. 77 Volvo 343 árg. 77 Honda Accord árg. 79 Lada sport ' árg. 78 Mazda 626 árg. ’80 Datsun100A árg. 76 Mini árg. 74 Toyota Cresita D. árg. '83 Bifreiðarnar veðra til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, mánudag- inn 7. nóvember 1983 kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnu- trygginga fyrir kl. 17, þriöjudaginn 8. nóvember 1983. Styrktarsjóður ísleifs Jakobssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóönum. Tilgangur sjóösins er aö styrkja iðnaðarmenn til aö fullnema sig erlendis í iön sinni. Umsóknir ber að leggja inn til Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, fyrir 25. nóvem- ber n.k. ásamt sveinsbréfi í löggiltri iöngrein og upplýs- ingum um fyrirhugað framhaldsnám. Sjóðsstjórnin. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1984 Nú stendur yfir gerö fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborg- ar fyrir áriö 1984. Athygli borgarbúa, svo og hagsmuna- samtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varöandi gerð fjárhagsáætlunarinnar þurfa aö hafa borist borgarráði fyrir 18. nóvember n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík 3. nóvember 1983

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.