Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR S. NÓVEMBER 19S3 ____________________________9 byggt og búið T gamla daga 377 á vettvangi dagsins | Sameining eftir Úlf Indriöason frá Hédinshöfda Sýslunefndir í grein B.F. í Sveitarstjórnarmálum telur hann að sýslufélögin eigi sér merka sögu, en að styrkur þeirra hafi minnkað við fjölgun kaupstaða og úrgöngu þeirra úr sýslufélögunum, og telur jafnframt að það stjórnkerfi heyri konungsveldinu til. Þá nefnir hann að rofnað hafi samband milli sýslunefnda og hreppsnefnda- sökum þess að sýslunefndarmenn séu oft ekki einnig hreppsnefndarntenn. Fleira er nefnt. Þá kemur fram sjónarntið. sem ég vil ræða nánar. B.F. segir: „Ég er þeirrar skoðunar að í framtíð- inni eigi héraðsráð að taka við hlut- verki sýslunefnda, en í þeim eigi sæti fulltrúar sveitarfélaga í héraðinu, jafnt kaupstaðir sem hreppar. Mætti hugsa sér að til héraðsráða væri kosið sérstaklega að loknum almennum sveitarstjórnarkosningum og væri þá fulltrúar í sveitarstjórnum ásamt framkvæmdarstjórum sveitarfélaga einnig kjörgengir. Slík héraðsráð væru sameiginlegur vettvangur fyrir hagsmunamál sveitarstjórna í hérað- inu. og ættu þau að fjalla um mála- flokka eins og atvinnumál, svæða- skipulag, samgöngumál o.fl.“ Það er rétt að styrkur sýslunefnda hefur farið minnkandi í seinni tíð og á það benti ég í upphafi. Hins vegar er það ekki sök sveitarfélaganna og ekki á þeirra færi að breyta til fyrra horfs, heldur er það á valdi löggjafans og þess vegna gildur þáttur þess sem verið er að ræða. Segja má að sveitarfélögin séu grunneiningar stjórnskipunar okkar þjóðfclags. Fyrirmæli um sýslunefndir voru sett með tilskipan 4. maí 1872. Hvaða vald gat gefið út tilskipanir á þeim tíma annað en konungsvaldið? Aðalverkcfni þeirra var eftirlit nteð sveitarstjórnum og að vera úrskurðarað- ili í dcilumálum. Þannig sáu sýslunefndir um endurskoðun sveitarsjóðsreikninga og er svo enn. Þá úrskurðuðu þær í útsvarsmálum, sem nú er ekki lengur. Þær urðu að samþykkja lántökur sveitar- félaga, setja reglugerðir um fjallskil, afréttarmál, refaveiðar o.fl. Þetta var þess vegna fyrst og fremst eftirlit með fjárvörslu og stjórnun á ýmsum sviðum. Þess vegna var það eðlilegt að sýslu- nefndarmenn væru kosnir sjálfstæðri kosningu sem trúnaðarmenn almenn- ings. Kostnaði vegna sýslunefnda er síðan jafnað niður á sveitarfélögin eftir ákveðnum reglum. Stjórnvöld voru svo klók að lögfesta eftirlit nteð sveitarfé- lögum og láta þau sjálf greiða allan kostnað. Sýslunefndum var aldrei ætlað neitt fé til sjálfstæðra framkvæmda og af því mótaðist starf þeirra lengi vel a.m.k. fram yfir aldamót. Straumur þjóðlífsbreytinga harðnaði eftir 1920 og umbótaþörf fólksins kallaði á úrlausnir vandamálanna. Háværastar urðu þessar raddir varðandi heilbrigðis- og skólamál. Þar valt svo á ýmsu hverra úrræða var leitað til lausnar, en þróaðist þannig, að sýslufélagið varð fljótlega forystuafl a.m.k. í mörgum héruðum. í sýslufélaginu náðu saman trúnaðar- og áhrifamenn úr öllum sveitum viðkom: andi héraðs og höfðu aðstöðu til þess að ákveða fjáröflun til sameiginlegra fram- kvæmda. Þegar ég lít yfir það svið, sem ég þekki best, Suður-Þingeyjarsýslu, þá hefur það jafnan vcrið þannig þar, að mikill meirihluti þess fjár, sem sýslu- nefndin hefur árlega ráðstafað, fer til málefna, sem hún hefur sjálf ákveðið að vinna að og hvergi eru fyrirskipuð í reglugerðum. Yrði samþykkt að leggja út á þá braut að ákveða samstarf allra bæjar- og sveitarfélaga í hverju héraði, svo sem áður var. þá er sýslan stjórnun- araðili, sem er þegar til staðar og ætla mætti að hefði getu til úrlausnar í stærri undirstaða afkomu okkar. Þó ýmsum þyki hlutur þeirra sntár. þá mun þó hitt sanni nær, aðeftirtekja hverrarvinnandi handar þolir yfirleitt mjög vel saman- burð við aðrar. Þessir iandkostir verða ekki nýttir til neinna muna nema með búsetu á staðnum og ntun þó ekki þurl'a að óttast ofnýtingu. Þcssi byggðarlög hafa alið upp mikið fjölmenni, sem vegna fábreytni atvinnulífsins, ófull- nægjándi þjónustu og í von um auðveld- ari lífshætti í þéttbýlinu. hafa horfið á hraut með samansparað aflafé sitt og þannig orðið gildur þáttur í vcxti þcirra byggðarlaga, sem drjúglátust eru nú yíir velgcngni sinni. Það fólk sem enn býr í fámennissveitunum cr því meira en skuldlaust við samfélagið og enn stendur það fremst í varðstöðu gegn. eyðingu byggðarinnar. Þessar jaðarbyggðir hafa goldið til samfélagsþart'a að sínum hlut. hvort Iteldur cr í gcgnum verslun cða uppbyggingu opinberrar þjónustu. Hins vcgar hefur sú fjárfesting og það þjón- ustulið, sent þeim fylgir, farið framhjá þeirra garði. ■ Landnáma telur flesta landnáms- menn komna frá vestanverðum Noregi, en suma frá Danmörku, Svíþjóð, Ir- landi, Skotlandi og eyjum þar í grennd. Deilt er aðallega um hve mikill þáttur íra og Skota sé. Undirrituðum hefur, sem leikmanni í þeim fræðum, virst á ferðalögum um landið, að í vissum sveitum beri sérlega mikið á brúnum augum og dökkum háralit, t.d. sums staðar í Dölum og frammi í Eyjafirði. En landnámsmenn þar, Helgi magri og Auður djúpúðga, munu hafa haft marga Kelta í föruneyti sínu. Vel gæti áhrifa af því gætt enn. Vitanlega er þetta aðeins tilgáta. En blöndun í smærri stíl hefur oft orðið síðar og gerist enn. Danskar ættir hafa sett svip á Akureyri og norskar á Seyðisfjörð, svo dæmi séu nefnd. Ýmsar fleiri þjóðir koma við sögu fyrr og síðar, m.a. allkröftuglega á heimsstyrjaldarár- ■ Falleg stúlka, búin besta skarti „Ættin mfn og ættin þín” Létt hjal um uppruna íslensku þjódarinnar málaflokkum, að fengnu fjármagni til framkvæmda. Starf sýslunefnda yrði þá ekki aðeins eftirlit eins og í upphafi, heldur stjórnun og framkvæmd samcig- inlegra mála héraðsins. Væri þá eðlilegt að líta á sýslunefndarmennina sem full- trúa sinna sveitarstjórna. Væntanlega kæmi þá upp sú staða, að þó að sýslumaður væri formaður sýslu- nefndar og um leið tengiliður milli ríkisvaldsins og héraðsins, þá yrði að ráða sérstakan framkvæmdarstjóra til þess að annast ve'rkefni sýslunefndarinn- ar eins og nú er í fjölmennari sveitarfé- lögum. Sá framkvæmdarstjóri sæi jafn- framt um endurskoðun sveitarsjóðs- reikninga m.m. í umboði sýsluncfnda. Væri svo sýslunefndunum tryggt með löggjöf eðlilcgt hlutfall af skatttekjum til sinna þarfa og í samræmi við verkefni, sem þeim yrðu falin, þá má segja að tímabært sé að ræða það í alvöru að færa verkefni frá ríkisvaldinu út á lands- byggðina. Lokaorð Þá er komið að þeim þætti þessa máls sem ég vék að í upphafi, en mér finnst lítið gæta í umræðu um þessa stjórn- sýslubreytingu, en það eru hagsmunir fámennisbyggðanna. Hver er orsök fólksfækkunarinnar? Hvernig viljum við haga byggð? Hvaða stjórnarhættir henta því sjónarmiöi okkar? Ef við ræðum um fyrsta áfanga þeirrar áætlunar sem fram eru komnar um sameininguna, þá eru 51 sveitarfélag í honum. I þessum sveitarfélögum voru í árslok 1982 heimilisfastir 3132 íbúar. Það er um það bil 1,4% þjóðarinnar, og er því Ijóst að samfélagið á auðveldan leik að skapa þeim kjör og kost. En hver trúir því að ekki sé hægt að skipa málum samfélagsins án þess að þessi fámennis- byggðarlög séu gerð að skattlöndum nábúa sinna? Enginn. Enda er þetta fyrsta skrefið á langri leið. Eftir að það skref er stigið verður framhaldið auð- veldara og að sumu leyti næstum óhjá- kvæmilegt. Þessi fámennu sveitarfélög, sem hefja á aðgerðirnar á eru yfirleitt á^, jaðarsvæðum byggðarlaganna, ekki þó Þingvallasveitin og Grafningurinn. Þetta ifj eru framleiðslusvæði til lands og sjávar og þar er nýttur sá náttúruauður, sem hefur verið og mun enn um sinn, verða Ég sagði hér rétt á undan, að nteð. sameiningunni væru fámennissveitarfé- lögin gerð að skattlöndum stærri sveitar- félaga. Það má að vísu segja aö þau séu það nú þegar með framlögum sínum til sameiginlegra vcrkcfna. Framhjá slíkri tilhögun verður varía stýrt. En nteð samruna við sterkari aðila má heita lögmálsbundið aðfjölmennið njóti hagn- aðarins. Alltaf er auðvelt að færa töluleg rök fyrir því að þannig notist féö bcst og þannig njóti flestir fjárins, cn uppruni fjáraflans er falinn og gleymist. Það cr ekki af illvilja hcldur cinfald- lega vegna háværrar kröfugcrðar þcirra scm fjárins vilja njóta, og þá ráöa yfirleitt aflsmunir, þ.e. að hafa atkvæða- og áhrifavald. Eins og nú cr ciga þessar fámcnnis- sveitir allar, flciri og færri vandamál heimabyggðar, sem fjárntuni þarf til þess að leysa, og svo margan órættan drauminn, sem aldrei verður annað cn draumur nema fjármunir komi til og gcri hann að veruleika. Þegar þær hafa lokið sínum lögskyldu gjöldum eiga þær samt jafnan einhvern afgang til ráðstölunar í fjárfestingar og í því er fólginn fjár- magnsmöguleiki þeirra til ráðstöfunar eftir eigin ákvörðun og oft notaður til andófs gegn eyðingunni. Eigi þcssi byggðarlög að lifa ogstarfa, verður að taka tillit til þcirra í stjórn- sýsluforminu þannig að þau séu áfram sjálfstæðir aðilar í stjórnun síns héraös og njóti nauðsynlegrar þjónustu í því samstarfi. Rcynslan hcfur sýnt að sýslu- félögin hafa að eigin frumkvæði leyst mörg vandamál síns héraðs. Með mark- vissri löggjöf er auðvclt að efla þennan aðila til þess aö verða forystuafl, scm hcfði gctu til þess að annast þá þætti stjórnsýslunnar scm nú cr til umræðu að færa út á landsbyggðina. Margt er rætt, og af miklum fjálgleik, um varðveislu menningarcrfða. Oft cru það aðeins gömul hús, sem ciga sér fábrotna sögu og stundum þá hclsta aö vera komin nokkuð til ára sinna. Ekki er að amast viö því, þó að mér finnist stundum mörgunt orðum eytt að litlu tilefni. En hvað skal þá segja um varð- veislu grunneininga stjórnskipunar okkar, sem nú á í vök að verjast og þar sem ég hygg að enn séu sterkustu rætur sögu okkar og tungu? 1 þeim flugstraumi þjóðlífsbyltingar, sem yfir hefur flætt, hefur losnað um margt, scm áður var talið standa föstum fótum. Þar er ofar- lega á blaði húsetuþróun þjóðfélagsins. Það getur því orðið mikill örlagavaldur hvort stjórnvöld róa þar með straumnum og brjóta niður þær fyrirstöður sem nú eru, eða hvort þau hjálpa til að styrkja þær viðspyrnur sem ennjtá eru til staðar. unum. Fomar rætur liggja og langt, • jafnvel allt til Svartahafslanda. í rúma öld hafa mörg frjókorn þjóðanna borist yfir hafið til og frá Vesturheimi. Og á þessum „síðustu og verstu tímum" úr órafjarlægð sunnan og austan að. „Hreinræktuð“ er íslensk þjóð ekki og hefur aldrei verið. - En byrjum nú á léttu, laundrjúgu hjali - Öldungurinn er glettinn og bregður fyrir sig ýmsum gangi í þessum þrjú hundruð sjötugasta og sjöunda þætti sínum. Einkunnarorð: Ættin mín og ættin þín, erfðahlut eg geymi, einhvers staðar sunnan og austan úr heimi. - Ég lifi í niðjum mínum og ættin lifir í mér Af mörgum rótum runninn þjóðar- stofninn er, blóm og greinar ber. I. Þó margt sé óljóst í aldanna móðu, af ætterni státum vér fyrirtaksgóðu - víkinga, jarla og konungakyni - köllum oss blómann á norrænum hlyni. Handritin komu! hvað segir oss saga? Sjálfsagt má efnið í hendi sér laga - strika út hundingja, Hrappa og Merði, hvítþveginn ættboginn naumast þó verði! Haraldur smákónga hlýðna sér gerði, með hyggindum, vegtyllum, boga og sverði. Stórlátir höfðingjar stukku úr landi, stýrðu í vestur að ókunnum sandi. Hjörleifur trúði á mátt sinn og megin, mögnuðu þrælana gegn honum regin. Ingólfur blótaði goðin sín góðu, ginhelgar landvættir með honum stóðu. II. Ingólfur bóndi Arnarson og Fróðadóttir frú, fylgdu eftir súlunum og reistu íslenskt bú. Til þeirra á ég að telja, um trausta hornsteina fleiri er að velja: Eydanska, jóska, írska og skoska, austræna, sænska og fjölmarga norska. Suma af frumstofni aftan úr öldum, bjó afi hans Kveldúlfs í Lappatjöldum? Kúpan þín Egill var hrufótt og hörð, hálítröllabeinin ei fúna í jörð! III. Ég er kominn út af Agli efalaust - og höfðingjanum Helga magra - heit- trúarlaust - (írskir þrælar eiga hlut að máli - hávaða- laust -). Víkingar fóru með brandi og báli - blygðunarlaust -. Rændu bæði mönnum og meyjum - miskunnarlaust - einkanlega fögrum fljóðum - fortaks- laust -. Það var mörgum mikil freisting-mann- greinalaust -. írsk og norræn ættablanda - umbúða- laust -. (Fólkið í minni móðurætt er dökkt á brún og brá, rauðskeggjaður faðir sæll, norrænn á velli að sjá). IV. í gröfinni syngur Gottskálk biskup - grallaralaust - Rauðskinna með garp var grafin - galdrastafinn margir ristu í minni ætt - bitastætt -. Þjóðin saup á súru káli, sverðin hrukku af andans stáli. Sagan magnast í minningunni, margt er gullið í þjóðsögunni. Arasonur frá Grýtu gaf gersemisþráð í ættartraf. Brandur! Þú prentaðir biblíu stóra, björt skein kolan í Hallgríms Ijóra. Loftur bar margar laufgaðar greinar, ljáið mér riddaratign hans sveinar! Olöf grét ei bóndann Björn, en bauð út liði; hefndi hans svo höfuð fuku, illum ferli enskir luku -. Hjá Grundar-Helgu galt hann Smiður glæpa sinna. Hún var eyfirsk höfðingskvinna. V. Fimmtíu barna faðir var; frægt er metið Sveinbjarnar. Ekki var karl á orku spar, ættaflækjan magnast þar! Eydalaklerkur einnig var öndvegishöldur kynsældar. Við eigum hauk í horni þar, hann var nálægur - víðast hvar -. VI. Hansamenn versla - og vingast við konur, víst fæddist allmörgum germanskur sonur. Golfranskir skútumenn skruppu inn á fjörðu, skildu eftir mark sitt í íslenskri jörðu. Kaninn fékk mörgum um fingur sér vafið, og ferjaði vestur í þjóðahafið. Sáði hér heima í íslenskan akur, í áróðri skæður, t stríðsdansi vakur. Liðnar aldir lifa í mér, lifa einnig og hrærast í þér. Úr mörgum þáttum er þjóðin ofin, þar er nýr knýttur, sem gamall er rofinn. Með nýjum vinum á götu geng, gægjast í ættir „Hó og Cheng, Fatima fagra og Saladin sheik,1- Svartur á kannski næsta leik? Allir fyrrnefndir merkismenn - meinvættir kannski - og helgir í senn - búa í vorum æðum enn, erfðalögmálin guð mér kenn! Ingólfur Davlðsson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.