Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 20
\ I Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Shemmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)775-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA. ARMULA3 SIMI 81411 ',»at>g£. abriel HÖGGDEYFAR ^GSvarahlutir síTsesTÓ! Hamarshöfða 1 CttBÍttll Ritstjom 86300 - Augfysingar 18300 - Afgreiðsla og askríft 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Rafmagnsskortur á Vestf jördum: VESTURLÍNA SLITN- ADI VEGNA ÍSINGAR ■ „Ef það kólnar mikið í veðri og viðgerðin dregsl gxti þurft að grípa til skömmtunar en ég á ekki von á því. Við höfum keyrt á díselvélum og þeim vatns- aflstöðvum sem við höfum yfir að ráða og það hefur dugað í dag“ sagði Kristján Haraldsson orkubússtjóri Vestfjarða í sam- tali við Tímann í gxr en vestur- línan slitnaði í gxrmorgun á Dynjandisheiði, um 15 kíló- metra frá Mjólká. Talið er að ísing hafi valdið því að línan slitnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun í gærkvöldi fór viðgerðarflokkur frá Bíldudal á staðinn með jarð- ýtu um hádegisbilið í gær en viðgerð var ekki lokið í gær- kvöldi. Aðstæður munu vera erfiðar á'staðnum þar sem línan slitnaði, enda langt frá alfara- leið, og einnig var veðrið mjög slæmt á þessum slóðum. -GSH IHH „EKKI LÍKLEGT AÐ NÝR FORMAÐUR VERÐI RAÐHERRA STRAX” — segir Geir Hallgrímsson ■ „Það er algjörlega á valdi þingflokks Sjálfstæðisflokksins hverjir eru ráðherrar fyrir flokksirfs hönd,“ sagði Geir Hailgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins m.a. í svari sínu á landsfundi flokksins i fyrrakvöld. en hann var spurð- ur hvort nýr formaður Sjálf- stæðisflokksins yrði tekinn inn í ríkisstjórnina. Geir sagði jafnframt: „Það verður að bíða þesaíma að þingflokkurinn taki afstöðu til þess, en ég hlyt þó að bæta við að þeir sem eru ráðherrar núna eru kosnir mcðan þessi ríkis- stjórn starfar og því tel ég ekki Itkur á, að þar verði breyting á, strax í kjölfar formannsbreyt- ingar“. ■ Mannlaus vöru- flutningabíll rann af stað þar sem honum hafði verið lagt fyrir ofan Sjónvarps- húsið við Laugaveg. Á leið- inni rakst vörubillinn á mannlausa jeppabifreið og tók hana með sér niður brekku þar til ökuferðinni lauk á steinvegg. Að sögn lögreglu er jeppabifreiðin ónýt á eftir. Ekki er Ijóst hvað olli þvi að vörubítlinn rann af stað. Tímamynd Sverrir/GSH Neitadi SIS ad selja hrútakjöt erlendis? „Vildum ekki skapa óróa á Færeyjamarkaði” ■ „Máliö er það að viökom- andi kjöt erekki útflutningsverk- að kjöt Iteldur verkað samkvæmt reglum um innanlandsmarkað og þótt til væri í dæminu að fá undanþágu fyrir það þá er mark- aðurinn sem það átti að fara á Færeyjar og það er góður mark- aður sem hefur þjónað okkur vel um árabil og vildum við því ekki skapa óróa á þeim markaði“, sagði Magnús Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar Sambandsins í samtali við Tim- ann en í fréttum í gxrdag var sagt að Sambandið hafi neitað Guðmundi Halldórssyni á Húsa- v(k um hrúta- og geldfjárkjöt scm hann var búinn að ná samn- ingum um sölu á crlendum mark- aðí af þeim ástæðum að það væri „prinsipp“ mál hjá Sambandinu að sjá um sín sölumál sjálft. Hjá Magnúsi kom fram að vegna þess hve sala á Færeyja- markað hefði verið góð undan- farin ár vildu þeir tryggja að kjöt færi ekki á þann markað nema undir réttum formerkjum og hefðu þeir boðið Guðmundi að greiða honum umboðslaun ef hann kæmi á frekari viðskiptum þar og að Sambandið myndi meta þau viðskipti sem þess eðlis að það gæti sætt sig við þau á sínum forsendum. Aðspurður um hvort samningaviðræður þar að lútandi Kosningar á Verkamannasambandsþinginu: Bjarnfrídur íhugar kæru til félagsmálarádherra — „tek ákvörðun um það um helgina” segir hún ■ Bjarnfríöur Leósdóttir á Akrancsi íhugar nú að kæra hinar umdeildu kosningar á Verkamannasambandsþinginu áfram til félagsmálaráðherra en sem kunnugt er vísaði miðstjórn kxru hennar vegna kosninganna frá, en í kosningunum féll hún úr stjórn sambandsins er atkvæði fundust löngu eftir talningu. „Ég hef verið að átta mig á þessu máli og hef íhugað að kæra þessa kosningar áfram til félags- málaráðherra en væntanlega tek ég ákvörðun um það nú um helgina" sagði Bjarnfríður Leós- dóttir í samtali við Tímann. Hún sagði að afgreiðsla mið- stjórnar ASÍ á þessu máli hefði verið afskaplega undarleg, þeirra sterkustu rök hefðu verið að kosningunum sjálfum hefði ekki verið mótmælt á þinginu sem vissulega væri rétt en jafn- framt sagði hún að hún hefði ekki staðið að slíkri kæru vegna þess að mörg mikilvæg mál og tilllögur hefðu beðið afgreiðslu en tíminn naumur og hefði hún talið mikilvægara að hægt hefði verið að ganga frá þeiin áður. „Þessar kosningar eru blettur á verkalýðshreyfingunni eins og þær þróuðust, þarna komu allt í einu fram atkvæði sem enginn vissi um og ég tel að samkvæmt kosningalögunum sé þetta vafa- samt“, sagði Bjarnfríður. -FRI hefðu orðið við Guðmund sagði Magnús: „Hann hafði ekki sam- band við okkur um það heldur tók á það ráð að ræða við Morgunblaðið og Dagblaðið í okkar stað“. Muninn á útflutnings- og innan- landsverkun sagði Magnús vera aðallega fólginn í skoðun á kjöt- inu... „úttlutningsverkunin hef- ur verið eftir kröfum EBE eða annarra markaða og kallað á sérráðstafanir fyrir hvern mark- að í samræmi við kröfur hvers markaðar", sagði Magnús að lokum. -FRI dropar Vilja sjálfstæðis- menn ekki spyrja Sverri og Davíð? ■ Nokkuð kom það óbreyttum fréttamönnum spánskt fyrir sjónir á landsfundi Sjátfstæðisflokksins í fyrrakvöld, þar sem ráðherrar flokksins og borgarstjóri sátu fyrir svörum, að fáir virtust hafa nokk- urn áhuga á að spyrja tðnaðarráð- herra Sverri Hermannsson og borgarstjóra Davíð Oddsson spjörunum úr. Fór það svo, eftir u.þ.b. þriggja tima fund, að þeir Sverrir og Davíð höfðu tekið tvisv- ar til máls hvor. Vakti það þó einna mesta kátinu viðstaddra að eitt sinn, er einn fyrirspyrjandinn bar fram spumingu til sjálfstsði- sráðherranna í heild, þá sagði hann: „Mér er sama hver ráðherr- anna svarar þessari spurningu, að Sverri undanskildum." „Bandaríkjamenn afvopnuðu blóð- þyrsta villimenn" ■ Dropar heyra að það hafi ekki verið laust við að færi um blaða- mann Tímans og fleiri fréttamenn, sem sitja nn landsfund Sjálfstæðis- flokksins, þegar sá hinn alræmdi Hannes Hólmsteinn Gissurarson beindi þeirri fyrinpum tii Geirs Hailgrímssonar utanríkisráðherra í fyrrakvöid, hvemig stæði á því að aulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hefði tekið þátt í því „að fordæma það að Bandaríkja- menn afvopnuðu nokkra blóð- þyrsta vUiimenn á Grenada?“ Og þegar Hanncs Hólmsteinn var þar kominn í fyrirspurn sinni þá bmtust út fagnaðarlæti mildl í salnum, þar sem um þúsund kjöm- ir landsfundarfuUtrúarsátu. Hlógu þeir vei og lengi og klöppuðu Hannesi Hólmsteini óspart lof í lófa, hvað hvatti hann tU frekari dáða, sem vora á þessa leið. „Ég ætla að bæta við einni athugasemd og hún er sú að stundum er talað um að við íslendingar eigum að fylgja sjálfstæðri utanríkisstefnu, en sú utanríkisstefna á að vera svo sjálfstæð, að við þomm þegar það á við, að vera vinsamlegir Banda- ríkjunum , því valdi sem hefur tekið að sér í samvinnu við okkur gð vcrjá Giiur 9g heldur uppi f sjálfsögðum björgunaraðgerðum | þar sem það á við í heiminum.“ Enn gall lófatakið við, en eitthvað vom fagnaðarlætin minni en við fyrri bombu Hanncsar Hólm- steins... Geir setur ofan í við Hannes Hólmstein ■ Geir HaUgrímsson utanríkis- ráðherra var ekki aiveg sáttur við þessa framsetningu Hannesar Hólmsteins, því hann byrsti sig örlitið í svari sinu og sagði: „ísland grciddi ekki atkvæði með fordæm- ingu. ísland greiddi atkvæði með tiUögu um að harma atburðina í Grenada. Ég ræddi þessi mál á Alþingi, af gefnu tUefni og neitaði að fordæma þessa atburði, en hinsvcgar sagði ég að það yrði að Uta á þessa atburði sem flókna atburðarás, og það bæri að harma hana í heUd. I tiUögunni sem ísland greiddi atkvæði á þingi Sameinuöu þjóðanna var lýst yfir að hörmuð væri atburðarrásin frá upphafi til enda, og ég taldi eðli- legt og sjálfsagt að ísland greiddi atkvæði með þeirri tiUögu. Við erum vinir Bandaríkjanna. Banda- ríkjamenn em vinir okkar, en við greiðum ekki aUtaf atkvæði eins og þeir ítrast vUja, og við hljótum þess vegna að gefa upp skoðun okkar í þessu efni. Hér orkar margt tvimælis og margt er óupp- lýst, en hins vegar er það á mína ábyrgð að svona féU atkvæðið." Krummi . . . er sammála Hannesi Hólmsteini, að okkur ber að gæta litlu brúnu bræðra okkar suður í heimi. M. i*íi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.