Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. september 1989 Tíminn 23 lllllllllllllll MINNING Illllllllllllll Sigurjón Oddsson Sigurjón Oddsson á Rútsstöðum er dáinn. Hann var jarðaður á Auð- kúlu laugardaginn 23. september. Langri og vasklegri vegferð hans er lokið, mig langar að segja lítið eitt frá því ferðalagi. Sigurjón var fæddur í Reykjavík 7. júní árið 1891, einn 7 ttarna Guðrúnar Árnadóttur og Odds Jóns- sonar formanns. Meðal systkina hans voru Guðmundur R. Oddsson í Alþýðubrauðgerðinni, Borghildur móðir Guðbjargar fyrrum húsfreyju á Syðri-Löngumýri, Theódóra hús- freyja á Siglufirði og Sigríður amma Jónasar Guðmundssonar stýrimanns og Péturs flugvallarstjóra. Oddur faðir þessara systkina drukknaði 1902 og 12 ára gömlum var Sigurjóni komið fyrir hjá Þorsteini Þorsteins- syni á Grund í Svínadal. Sigurjón var sendur fótgangandi norður og eftir það fór hann ekki suður aftur til langdvalar og átti heimili nyrðra æ síðan. Sigurjón var snemma mikill fyrir sér og þótti í fyrstu nokkuð um of. Mikil vinátta tókst með honum og fósturföður hans Þorsteini á Grund og tók Sigurjón tillit til fósturföður síns fremur en til annarra manna. Sigurjón var bráðgjör og gerði vinnukonum á Grund böm. Með Ingibjörgu Jósefsdóttur átti hann þrjú börn. Herbert, hann dó um tvítugt, Odd síðar skólastjóra á Neskaupstað og í Kópavogi. Kona hans var Magnea Bergvinsdóttir og meðal barna þeirra eru Bergvin skipstjóri í Vestmannaeyjum og Guðmundur bæjarfulltrúi í Kópa- vogi. Með Ingibjörgu átti Sigurjón einn- ig Þorbjörgu. Hún bjó á Blönduósi, gift Guðmundi Sveinbjörnssyni. Þeirra sonur var Herbert blaðamað- ur. Með Helgu Sigurbjörnsdóttur átti hann Ásgeir bifreiðastjóra í Reykjavík. Þegar Sigurjón var rúm- lega tvítugur var hann þannig orðinn fjögurra barna faðir. Sigurjón gerðist ráðsmaður hjá Sigurbjörgu Ólafsdóttur á Rútsstöð- um. Hún var systir Guðmundar Ólafssonar alþingismanns í Ási. Þau voru börn Guðrúnar Guðmunds- dóttur frá Guðlaugsstöðum. Ráðsmaður var Sigurjón á Rúts- stöðum skamma hríð áður en hann giftist Guðrúnu dóttur húsfreyju og tóku þau við búi á Rútsstöðum. Börn áttu þau 13. Þau eru: Sigur- björg, hún giftist Konráð Jónssyni og búa þau í Reykjavík. Þorsteinn bóndi á Hamri og síðar hótelstjóri á Blönduósi. Hann er látinn. Ólafur verkamaður á Blönduósi. Fyrri kona hans var Elínborg Benediktsdóttir, seinni kona er Ragna Rögnvalds- dóttir. Guðrún húsfreyja á Syðri- Gmnd, maður hennar er Guðmund- ur Þorsteinsson, Kári bifreiðastjóri í Reykjavík, kona hans var Helga Pálsdóttir, Ástríður húsfreyja í Ljótshólum og ReykjavikÁ'rriaður hennar er Grímur Eiríksson. Hauk- ur, bifreiðastjóri á Hvammstanga og hótelstjóri á Blönduósi, kona hans er Margrét Gísladóttir. Steinunn, húsfreyja á Sauðárkróki, maður hennar var Guðjón Einarsson, hún er látin fyrir allmörgum árum. Sig- valdi, verkamaður í Kópavogi og fyrmm bóndi á Rútsstöðum. Guð- mundur, húsvörður á Húnavöllum og fyrmm bóndi á Rútsstöðum. Kona hans er Emilía Valdimarsdótt- ir. Kjartan, verkamaður í Reykja- vík, kona hans er Sæunn Hafdís Oddsdóttir. Árni, húsasmiður í Reykjavík, kona hans er Ingibjörg Ágústsdóttir. Eitt bam misstu þau hjón Guðrún og Sigurjón nýfætt. Rútsstaðir eru fremur erfið jörð. Tún var þar lítið og ekki grasgefið, slægjur rýrar en landgæði til beitar, sérstaklega á vorin. Sigurjón notaði útbeit mikið og sleppti fé sínu oftast fyrr á vorin en grannar hans. Það gefur auga leið að hjá svo stórri fjölskyldu á ekki betri jörð getur ekki hafa verið auður í garði í heimskreppunni. Þó hygg ég að aldrei hafi verið hægt að tala um fátækt þar í búskap Sigurjóns. Börn voru dugleg og urðu snemma að gagni, enda haldið til vinnu. Sigur- jón var húsbóndi á sínu heimili, hrjúfur og höstugur stundum en í aðra röndina lipur og hlýr. Var til þess tekið hve mikið hann tók þátt í þjónustubrögðum og gætti þess vel að koma upp plöggum á sinn stóra barnahóp. Sigurjón var grenjaskytta í sveit sinni og á Auðkúluheiði um langan aldur. Eg átti þess kost að liggja með honum á nokkrum grenjum vorið sem Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Það eru mér minnisstæðir sólarhringar. Þótt Sigurjón virtist fremur væru- kær hversdags átti hann yfir að búa mjög mikilli líkamlegri hreysti og alveg óvenjulegu harðfengi. Hann þoldi kulda og vosbúð betur en aðrir menn sem ég hef þekkt. Það var stundum eins og hann hefði gaman af því að ganga fram af samferða- mönnum sínum og sýna það að kuldi biti hann ekki. Sigurjón var enda heljarmenni að burðum. Sigurjón var gangnaforingi á Auð- kúluheiði um allmörg ár. Þar kom enda harðfengi hans stundum að gagni. Enn eru í minni manna sögur af óvenjulegum hreystiverkum hans, svo sem þegar hann handlangaði stóran fjárhóp yfir Seyðisá í stór- flóði. Það var ekki óeðlilegt að Sigurjón Oddsson veldist til forystu. Hann var alla tíð fyrirferðarmikill og hafði skoðanir á hlutunum. Um flest sveit- armálefni var hann þó ekki afskipta- samur og tók oft ekki virkan þátt í flokkadráttum, en þegar hann beitti sér þá munaði um hann. Sigurjón bætti jörð sína að ræktun og húsakosti og þegar hann hætti búskap og fékk jörðina í hendur sonum sínum, Guðmundi og Sig- valda var óhætt að telja að Rútsstað- ir væru orðnir góðbýli. Guðrúnu konusína missti Sigurjón árið 1966. Síðustu ár sín dvaldi Sigurjón á Hérabshælinu á Blönduósi. Var hann lengst af við góða heilsu og vann ellin lengi vel lítt á honum. Hann hélt upp á 95 ára afmæli sitt ásamt sínum geysifjölmenna afkom- endahópi, en afkomendur hans eru nú hátt á annað hundrað. Sigurjón var höfðingi og gestrisinn og hafði gaman af að veita öðrum. Fyrir nokkrum árum sýktist Sigurjón af krabbameini. Var skorin úr hon- um tungan að mestu. Tók hann veikindum sínum af karlmennsku svo sem vænta mátti. Nú er Sigurjón fallinn frá. Hann mun verða mér minnisstæður lengi og þykir mér að honum mikill sjón- arsviptir. Ég mun minnast hans fyrir garpsskap margvíslegan en þó fyrst og fremst sem hins hlýja vinar sem þrátt fyrir hrjúft viðmót stundum unni samferðarmönnum sínum flestum, landi sínu og heiði. Páll Pétursson LESENDUR SKRIFA RAD VID HATRI „hvar er hatur um vex með hildings sonum það má eg bæta brátt. “ Óðinn. Fyrir löngu hef ég gert mér grein fyrir því, að ógemingur er að hata alla þá sem hafa rangt fyrir sér, því að þeir eru allt of margir og fer fjölgandi. Best er að geta komist hjá því að hata nokkurn mann, en það er nú nokkuð undir ástæðum manns sjálfs komið, hvort það tekst. Mér finnst hörmulegt, þegar fslendingar, sem búa við einhver hin bestu kjör, em að reyna að steypa undan sjálf- um sér, með kaupkröfum á öðm leitinu og fjármálaspillingu á hinu. - Og þó má vera að allt það bjargist ef komist verður hjá hatrinu, en það veltur á því, hvort menn bera gæfu til að spoma við innflutningsflóðinu (bágstaddra innflytjenda), en það mun þeim naumast takast nema með því að vera efnahagslega sjálfstæðir. Greinar Guðjóns V. Guðmunds- sonar um málefni Araba og Gyðinga em að ýmsu leyti athyglisverðar og ekki aðeins vegna þess að þar er tekinn málstaður þeirra, sem undir- okaðir em og kvaldir, heldur líka vegna þess að ofurvald Gyðinga er þar vefengt. Þó að mennirnir sem halda á því valdi séu illmannlegir, ber að hafa hugfast á hverju það gmndvallast. Einn segir: það byggist á peningum, og er þar vissulega um staðreyndir að ræða. Annar segir: það byggist á stöðu Ísraelsríkis, sem er þannig að Gyðingar um allan hnöttinn em sjálfkrafa borgarar í ísrael. Þeir em þannig tvítyngdir um föðurlandsást og svo starfa þeir sam- an um öll lönd á þessum gmndvelli, greiðlegar en nokkrir aðrir geta leyft sér. Þriðju segja: það byggist á trúarbrögðunum. Bækur Gamla testamentisins og aðrar þeim skyldar em annar aðalþátturinn í kristin- dómi og áhrifa þeirra gætir mjög í Kóraninum. Mín skoðun er sú, að vísindavald Gyðinga sé skaðlegast. Tveir þeir Gyðingar sem langmest var hampað hér um áratuga skeið og er enn, þótt í nokkm minna mæli sé, þeir Ein- stein og Freud, höfðu báðir rangt fyrir sér um það sem mestu máli skiptir. Annar sagði að enginn hlutur gæti farið hraðar en ljósið, engin skilaboð, alls ekkert. Þessa staðhæf- inguhrekurm.a. hverteinastadæmi, sem menn hafa um fjarsambönd meðvitunda, fjarhrif. Hinn sagði, að draumar væm óskir og þrár dreym- enda, en því fer fjarri að svo sé, langoftast - svo ekki sé meira sagt að sinni. Undirstöðuatriði er þetta. Og aldrei datt Freud í hug neitt, sem gæti skýrt eðli svefns og drauma samtímis, en það er einmitt það sem hin íslenska draumakenning gerir. Mín skoðun er sú, að væri þessu tvöfalda vísindavaldi Gyðinga hnekkt, væri engin hætta á gyðinga- hatri framar, jafnvel ekki frá þeim, sem mest eiga um sárt að binda af þeirra völdum. En þetta getur ekki orðið, nema menn skilji eðli drauma á náttúmfræðilegan hátt og hafni ranghugmyndum og hjátrú af ýmsu tagi. Þorsteinn Guðjónsson Skoskur Ijár og hverfisteinn Þegar Garri skrifar um Nætur- göngu Svövu Jakobsdóttur kemur fram að hann hyggur að ljáir hafi ekki verið lagðir á hverfistein á íslandi fyrr en komnir vom í notkun einjárnungarnir norsku, sem nefndir vom Eylandsljáir. Þeir komu rétt fyrir 1930. Þetta er ekki rétt. Skosku ljáirnir sem útrýmdu gömlu íslensku ein- járnungunum voru oft lagðir á hverf- istein. Það mun hafa verið alsiða á Vestfjörðum og víða annars staðar allt fram yfir 1920. Þá komu á markað ljáklöppur, sérstakur hamar og smásteðji, sem menn gátu borið með sér í slægjuna. Talið var að ljáblöðin entust lengur þegar þau voru klöppuð og þannig slegin fram, heldur en ef þau 'væru dregin á hverfisteini. Talið var að bitið yrði engu verra þegar ljáir vom klappað- TVENNIR TIMAR Löngu fyrir daga sögunnar Leggur og skel, sem Jónas heitinn Hall- grímsson, náttúmfræðingur og skáld, skrifaði á sínum tíma - um það leyti, og löngu eftir það, hefur leik og afþreyingarmenning ung- linga ogfuliorðinna, breyst, í sumum tilvikum með ólíkindum.Tíðarandi þjóðfélasins, var þannig, að margir höfðu gaman af að renna sér á húsdýraleggjum, kindaleggjum eða þessháttar, þegar vel viðraði að vetri til, og þá held ég að mér sé óhætt að segja, að ungt fólk, börn og ungling- ar, hafi aðallega stundað þetta, í og með, þegar venjulegir skautar úr málmi, hafi ekki verið orðnir, eins útbreiddir, og þeir em í nútíðinni, svo fyrrnefndir skautar tilheyra sög- unni. Þessi skemmtan eins og hún tilheyrði tíðaranda fyrri tíma, fór að hluta til fram á Reykjavíkurtjörn, stundum við hljóðfæraleik valdra meistara. Löngu vitað að hún og umhverfi hennar allt var ólíkt að mörgu leyti, frá því sem það þekkist í dag. Einnig vom leikir, fjöl- margir og óltkir, fyrir fólk á öllum aldri, má segja þó á öllum tímum, hvað snertir fyrir börn og unglinga, svo tilaðmynda fullorðna fólkið spjallaði saman yfir góðum kafflbolla. Einhversstaðar á góðu heimili eða heimilum, vom margir afþreyingarleikir smáfólksins, í heiðri hafðir, en margir hverjir af þeim, em nú löngu gleymdir, og fyrirfinnast ekki nema í bókum og blöðum og á söfnum, og má auðveld- lega fræðast um þá þar. Má segja svona í leiðinni að sumir þessara leikja tilheyrðu, og voru framdir við stöku hátíð eða tyllidag, leikir sem eftilvill voru meira þroskandi og heilbrigðari en þekkist í dag, þó segja megi að margt sé gott í nútím- anum, þó vandi hljóti að fylgja vegsemd hverri hvað þetta snertir. Bogalistin bregst stundum sumum aðilum eins og þegar Bakkus tekur völdin, og stjórnar að því er virðist ferðinni, um stund, í nútímaþjóðfé- lagi er það eins og gengur, og þykir ögn eðlilegt á stundum. Síðan Jónas skrifaði söguna Legg og skel er vitað að tíðarandi og tíska, hvað snertir leik og afþreying- armenningu réttra aðila hér og er- lendis er mjög ólík og óljós spegil- mynd þess er áður var, þar sem tími og tilvera, er ávallt breytingum háð. Eðlilega speglast þessi tími eins og hann er í dag, á stundum í bók- menntum og listum öðru fremur meir en áður, og er sem vera ber eða í samræmi við hugsunarhátt og tíðar- anda hverju sinni og virðist svo að segja megi að það sé stundum krydd lífsins í allri menningartilveru. Ef Jónas Hallgrímsson, náttúru- fræðingur og skáld, hefði verið uppi á vorum dögum, þegar hann skrifaði Legg og skel, má því eðlilega búast við því að hann hefði tekið hana öðrum efnistökum með ólíku nafni, svo og önnur heildarskáldverk hans og starfshættir hans allir í samræmi við nútímamenningu, svo sagan hefði heitið örugglega einhverju því nafni, sem er aðaleinkenni leikforms og hátta unga fólksins í dag. Jónas náttúrufræðingur og skáld er allur fyrir löngu, en sagan Leggur og skel, sem hann skrifaði á sínum tíma, er góður málsvari leikja og lista áður fyrr, sem margur nútímamaður hefði gaman af að lesa og bera saman við þætti í sumuhverju aldarfari, eins og það var og er, sem raunar margur greindur og vellesinn þegn veit um. Gunnar Sverrisson Þórsgötu 27, Reykjavík Torfi í Ólafsdal kynnti íslending- um skosku ljáina án þess að kenna þá við sig. Þeir breyttu miklu. Ein- járnungarnir íslensku voru hitaðir í eldi og slegnir fram heitir. Það hét að dengja. Skosku ljáirnir þurftu hvorki eld né kol. Svo var bitjárnið miklu betra. Nokkuð samtímis skosku ljáunum komu líka orfhólk- arnir sem leystu af hólmi ljáböndin, ólar eða þvengi sem ljáirnir voru bundnir með við orfið. Þetta voru þýðingarmiklar breytingar, sem þeir munu allir skilja sem þekkja bitlaus- an ljá eða muna ljá lausan í orfi. Slíkt stal vinnu af mönnum. Ég hygg að fram yfir 1916 hafi það verið landssiður að þynna skosku ljáina á hverfisteini. H.Kr. Sumir l| spara sérleigubíl aörir taka enga áhsettu! UMFERÐAR RÁO Eftireinn -ei aki neinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.