Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. september 1989 Tíminn 7 Tímamynd: Pjetur mest í þjónustugreinum undan- farin ár og má búast viö áfram- haldi á þeirri þróun. Sífellt fleiri ungmenni leita að og öðlast framhaldsmenntun. Það á sinn þátt í vexti þjónustugreina, en þær dafna best í öflugu þéttbýli, sérstaklega á höfuðborgarsvæð- inu. 5. Aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu gerir kröfu til auk- innar fjölbreytni í atvinnulífi, sem helst er að finna í þéttbýli. 6. Ný stóriðja er nú mjög á dagskrá. Staðarval slíkra fyrir- tækja hefur gífurleg áhrif á byggðaþróun. 7. Hátækniiðnaður, sem er að þróast ört, krefst mikils sérhæfðs starfsliðs og þróaðs þjónustuum- hverfis, en hvort tveggja er fyrst og fremst að finna í þéttbýli. 8. Mun minni þörf er á fjár- festingu í ýmsum þjónustu- mannvirkjum á landsbyggðinni (skólum, heilsugæslustöðvum) en var á síðustu áratugum. 9. Ör vöxtur höfuðborgar- svæðisins er ekki lengur þjóð- hagslega hagkvæmur, heldur bendir margt til að slík þróun hafi kostnað og óhagræði í för með sér. Hagkvæmara er fyrir þjóðarbúið í heild að stuðla að stækkun þéttbýlisstaða og vaxt- arsvæða á landsbyggðinni.“ „Allt ber þetta að sama brunni,“ segir Bjarni Einarsson. „Við nútímaaðstæður og miðað við það sem framundan er verða byggðaaðgerðir að beinast að því að stuðla að umhverfi á landsbyggðinni, þar sem vaxtar- greinar atvinnulífsins, iðnaður og þjónusta, geta dafnað við hlið sjávarútvegs og landbúnað- ar. í þessu efni þarf ekki að einblína á sérstaka staði, heldur beina aðgerðum að landsvæðum með blandað strjálbýli og þétt- býli, sem tengt er saman með góðum heilsársvegum. Niður- staðan er þessi: Ef vaxtargreinar atvinnulífsins þrífast ekki vel á landsbyggðinni eru byggðaað- gerðir, sem máli skipta, unnar fyrir gýg.“ Mismunur landshluta í erindi sínu benti Bjarni Ein- arsson á að byggðaþróun hefði orðið mjög misjöfn milli lands- hluta. Þar ætti ekki eitt við um alla. „Hér koma fyrst og fremst til náttúrlegar aðstæður, mi£- jafnir möguleikar á samgöngu- bótum milli staða o.s.frv. Hér verður einnig bent á einn stóran þátt í misjafnri aðstöðu lands- hluta til byggðaþróunar, sem gæta mun í vaxandi mæli í framtíðinni. Þar er um að ræða, að stórbættar samgöngur á landi hafa auðveldað mjög fólki ög fyrirtækjum, sem heima eiga í næstu landshlutum við höfuð- borgarsvæðið, að sækja þangað margvíslega þjónustu á afar auð- veldan og ódýran hátt. Sérstaða Suðurlands og Vesturlands að þessu leyti hefur verið að aukast mjög hin síðari ár. Ýmiss konar sérhæfð þjónusta, sem áður var á Suðurlandi og Vesturlandi, hefur nú flust til Reykjavíkur- svæðisins. Á hinn bóginn hafa risið iðnfyrirtæki í þessum kjör- dæmum í skjóli nálægðar við höfuðborgarmarkaðinn og njóta betri samgangna í rekstri sínum. Aðrir landshlutar, Vestfirðir, Norðurland og Austurland, hafa það sameiginlegt að vera fjær höfuðborgarsvæðinu, þótt þeir séu ólíkir að náttúruaðstæðum innbyrðis. Fjarlægðin frá höfuð- borgarþéttbýlinu veitir þjón- ustustarfseminni þar ákveðna fjarlægðarvernd. Því virðist auð- veldara og árangursríkara að leggja áherslu á uppbyggingu þjónustugreina í síðamefndu landshlutunum en iðngreina í þeim fyrrnefndu.“ „Þetta er auðvitað einfölduð mynd,“ heldur Bjarni Einarsson áfram, „en samt umhugsunarverð, því að hún gæti leitt til þess að mótuð yrði mismunandi byggða- stefna eftir landshlutum.“ Skilgreining og markmið í lok ræðu sinnar á Fjórðungs- þingi Norðlendinga ítrekaði Bjarni Einarsson þá skoðun sína að byggðastefna stjórnvalda yrði endurmetin og skilgreind á grundvelli þeirra þjóðfélagsað- stæðna sem nú blöstu við. Hann tók það fram að þessi mál væru á undirbúningsstigi og viðræður milli Byggðastofnunar og ríkis- stjórnar hefðu enn ekki átt sér stað varðandi skilgreiningar og markmið. Að eigin mati ræðumanns taldi hann að stefna ætti að eftirfarandi: 1. Að fólksfjölgun verði í öllum landshlutum, þannig að íbúár þeirra allra geti búið við eðlilegar framfarir. Hins vegar fjölgi ekki örar á höfuðborgar- svæðinu en hagkvæmt telst fyrir íbúa þess og þjóðarbúið í heild. 2. Að vaxtarsvæðum á lands- byggðinni, sem yrðu sem stærst með samgöngubótum milli sjáv- arútvegsstaða, sveitahéraða og þjónustukjarna, verði fólks- fjölgun ör og jöfn og stuðlað að grósku í iðnaðar- og þjónustu- starfsemi. 3. Að hefðbundinn landbún- aður verði til frambúðar stund- aður á þeim landsvæðum þar sem saman fara landgæði og hagkvæm aðstaða til vinnslu og markaðssetningar. Mál ríkisstjórnar og Alþingis Þessar hugleiðingar Bjarna Einarssonar hafa ekki verið raktar hér í Tímabréfi vegna þess að telja verði að þar sé lausn að finna á hverju því atriði sem byggðamálum viðkemur. Hins vegar er gagnlegt að áhuga- mönnum um byggðamál séu kynnt sjónarmið manns, sem lengi hefur fengist við þessi efni og hefur auk þess reynslu sem sveitarstjórnarmaður. Vafalaust verða ýmsir til þess að meta þessi mál að einhverju leyti öðru vísi en hann hefur gert. Eins og hér hefur rækilega komið fram hefur Byggðastofnun unnið að úttekt byggðamála að tilhlutan forsætisráðherra. Bráðabirgða- skýrsla um efnið liggur hjá ríkis- stjóminni. ítarlegri skýrsla Byggðastofnunar er væntanleg síðar á árinu. Mótun opinberrar byggða- stefnu er pólitískt mál, viðfangs- efni ríkisstjórnar og Alþingis. Byggðastofnun er eigi að síður mikilsverður ráðgjafaraðili um slíkt málefni. Þar eiga einnig hlut að máli hin ýmsu lands- hlutasamtök, sem búa að reynslu og þekkingu um þessi efni. Frjáls félagasamtök eins og Útvörður, samtök um jafnrétti • milli landshluta, láta byggðamál sérstaklega til sín taka. Sjón- armið slíkra samtaka eiga fullan rétt til þess að þau séu virt þegar frekari umræða um mótun byggðastefnu fer fram á grund- velli þeirra skýrslna sem opin- berir aðilar standa að. Umræður um endurmat byggðastefnu eru rétt að hefjast. Þeim er ekki lokið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.