Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. september 1989 Tíminn 25 minning Benedikt Stefánsson Fæddur 5. janúar 1907 Dáinn 16. september 1989 Fyrir nokkrum dögum hringdi til mín Jóhann Stefánsson smiður á Egilsstöðum - Jói frá Merki - og sagði mér að Benedikt hálfbróðir hans hefði látist þá um morguninn eftir stuttan lasleika. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum þessa frænda míns og vinar og um leið heimilisins og sveitarinnar sem hann var tengdur órjúfanlegum böndum uppruna og ævistarfs. í Merki hefur búið stórfjölskylda lengur en núlifandi menn muna, börn og foreldrar, afar og ömmur. Þar hefur ævinlega ríkt notalegt geðslag og umburðarlyndi; skap- brestir og ólund áttu þar ekki heima og þar heyrðist aldrei barlómur eða nöldur. Sá sem hér er minnst var einskonar samnefnari þeirra ein- kenna sem mest bar á í heimilislíf- inu, jafnlyndur, öruggur, aldrei hryggur eða dapur svo séð yrði en oft glaður og ævinlega tillitssamur og vingjarnlegur. Á þessu heimili virtist engu breyta hvort fólkið var fleira eða færra, hvort eitthvað var fyrir það allt að gera eða hvort fleiri eða færri sátu að borði. í>að sem var til var ævinlega nóg. Ekki skipti máli þó einn og einn ættingi eða lausamaður kæmi óbeð- inn og settist upp nokkrar vikur eða mánuði. Honum var tekið eins og einum úr fjölskyldunni, í mesta lagi að honum væri gefið tækifæri til að grípa í verk ef hann nennti, segja til krakka, taka í vefstól, stinga út úr fjárhúsi eða dunda í görðunum. Þegar svo flækingurinn loksins kvaddi og fór var honum innan- brjósts eins og hann væri að svíkjast burtu frá vinum sínum sem biðu með óþreyju eftir að hann kæmi aftur og settist upp. Búskapinn í Merki, þegar ég þekkti þar til, get ég ekki skilgreint. Ég veit ekki hvort þetta var heldur félagsbúskapur, samyrkjubúskapur eða einhverskonar einkabúskapur þar sem allir unnu saman. Hitt er víst að gott samkomulag var um alla hluti og regla og myndarbragur á öllu, hvort sem ríkti kreppa eða góðæri. Afkoma hygg ég að hafi alltaf verið í góðu meðallagi. Raunar veit ég það ekki. f Merki vantaði aldrei neitt en þar var heldur aldrei bruðlað. Þar var allt í góðu hófi. Við þennan heimilisbrag ólst Bensi í Merki upp. Þegar ég man hann fyrst var hann kvikur og snar- legur maður á besta aldri, rúmlega tvítugur búfræðingur frá Hvanneyri, fær til allra verka, alltaf snyrtilega til fara, kunni að fara með ýmis tæki og vélar, átti stælta hesta, góðar byssur og þótti manna hæfastur til starfa sem útheimtu snerpu og fumlaust áræði. Ef sagt var að hann hefði tekið að sér verk þurfti ekki að spyrja um fleira, þá var það í öruggum höndum. Benedikt Stefánsson var fæddur 5. janúar 1907. Foreldrar hans voru Stefán Benediktsson bóndi í Merki og fyrri kona hans, Guðný Bjöms- dóttir bónda í Merki, Jónssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur frá Skeggjastöðum á Jökuldal, Péturs- sonar. Foreldrar Stefáns voru Benedikt Sigurðsson, Oddssonar, úr Suður- Þingeyjarsýslu, og kona hans, Sol- veig Þórðardóttir bónda á Sævar- enda í Loðmundarfirði, Jónssonar, og konu hans Maríu Guttormsdótt- ur. Benedikt var fæddur á Hóli í Köldukinn 17. nóv. 1830, kom aust- ur á Jökuldal 1860 og var þar til 1872 er hann gerðist veitingasali á Vopna- firði. Þar kvæntist hann Solveigu, sem var rúmum 20 árum yngri en hann, fædd 1. okt. 1851 samkvæmt kirkjubók, og þar fæddust öll sjö böm þeirra, þar af tvennir tvíburar. Árið 1882 hafði Benedikt eignaskipti við bóndann í Hjarðarhaga á Jökul- dal og fluttist þangað með fjölskyldu sína. Hann var þá orðinn heilsuveill og taldi að ef hann félli frá yrði fjölskyldunni betur borgið á jörð f sveit en í verslunarstaðnum á Vopnafirði. Hann lést 5. janúar 1883. Solveig bjó áfram í Hjarðarhaga. Hún eignaðist 1885 dóttur, Berg- þóru, síðar húsfreyju á Arnórsstöð- um á Jökuldal, með Bergi Árnasyni úr Nesjum, en hann lést áður en dóttirin fæddist. Síðar giftist hún Magnúsi ívarssyni frá Vaði í Skrið- dal og átti með honum sjö börn sem dóu í æsku öll nema eitt, Anna ljósmóðir, gift Birni Jóhannssyni skólastjóra á Vopnafirði. Síðustu æviárin var Solveig í Merki hjá Stefáni, elsta syni sínum, og þar dó hún 17. ágúst 1928. Guðný, fyrri kona Stefáns, var sem fyrr segir dóttir Björns Jónsson- ar bónda í Merki og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur frá Skeggjastöðum. Bjöm var sonur Jóns Jónssonar, síðast bónda á Skjöldólfsstöðum, og Höllu Jóns- dóttur vefara Þorsteinssonar, sem Vefaraætt er kennd við. Björn var fæddur á Skjöldólfsstöðum 16. júní 1832. Guðrún hefur líklega verið fædd í Skriðdal 10. janúar 1839. Faðir hennar var Magnús Pétursson, fæddur í Húsavíkursókn nyrðra um 1799 en móðir Guðrún Marteins- dóttir á Hjartarstöðum, Pétursson- ar. Björn og Guðrún munu hafa flust frá Skjöldólfsstöðum að Merki 1876 eða litlu fyrr. Guðný dóttir þeirra var fædd 1. apríl 1875. Bjöm andað- ist á Þorláksmessu 1889 en Guðrún hélt áfram búskap til 1905. Þá tóku þau Stefán tengdasonur hennar og Guðný við búinu. Guðrún dó 3. júní 1907. Guðný og Stefán eignuðust sjö börn. Benedikt var næstelstur. Guðný lést 1917. Stefán kvæntist aftur Stefaníu Óladóttur frá Gagn- stöð í Útmannasveit og eignuðust þau fjögur böm. Eftir að Stefán í Merki tók að reskjast var Benedikt sonur hans fyrir búinu. Eftir lát Stefáns 1954 hófu hálfbræðumir Benedikt og Óli sjálfstæðan búskap á jörðinni. Bene- dikt hélt áfram búskap fram yfir sjötugt en fluttist svo í Egilsstaði og bjó þar til dauðadags, engum háður, sjálfbjarga til síðustu stundar, oft veitandi en aldrei þiggjandi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Líklega er Jökuldalur sú sveit á Austurlandi sem lengst hefur varð- veitt hefðir og búskaparhætti ís- lenska bændaþjóðfélagsins, enda dæmigerð fjársveit þar sem tækni- menningin kvaddi seinna dyra en í öðrum sveitum eystra, gekk hægar um garð og skildi eftir minna af rústum og brotalömum en víða ann- arsstaðar. Þessi sveit hefur haldið fólki sínu betur en flestar aðrar og fólkið hefur ef til vill haldið svipmóti sveitarinnar, hefð hins þúsund ára gamla samfélags hjarðbænda með fasta búsetu og gróinnar bænda- menningar betur en flest annað sveitafólk. Sérkenni dalsins hafa að sjálfsögðu mótað fólk hans, enda hefur lengi gengið það orð af Jökul- dælingum að þeir væru öðmvísi en menn annarra sveita; alltaf færu þeir sínu fram eins og þeir væru einir í heiminum, kynnu ekki að flýta sér og stundum virtust áhöld um hvort þeir þekktu á klukku. Líklega er í þessu sannleikskorn. Þeir sem búa við svonefnda þróaða atvinnuhætti hafa vanist því að láta klukku brytja tíma sinn, líf sitt, í óteljandi búta, en þarfir búsmalans, veðrið og færðin, víðáttan og gróðurfarið mæla hjarð- bóndanum tímann. Og þó gamla bændaþjóðfélagið gengi ekki eftir klukku tókst því að skapa þá bók- menningu sem hefur verið helsta réttlætingin fyrir þjóðartilveru ís- lendinga. Bændafólk af Jökuldal hefur ekki reynst eftirbátar í að tileinka sér menningu tímans. f svip- inn man ég eftir fjórum núlifandi Jökuldælingum með doktorsnafn- bót, allir raunar fæddir og hafa slitið barnsskónum fyrir innan Gilsá. Verður það að teljast sómasamlegt framlag hundrað til hundrað og fimmtíu manna sveitar til æðstu mennta og vísinda þjóðarinnar. Fyrir nokkrum árum hittumst við tveir frændur af hendingu á Egils- stöðum og ákváðum að fara upp í Merki. Þetta var seint á slætti á óþurrkasumri en þennan dag var flæsa. Þegar við komum að Merki skömmu eftir hádegi lá hálfþurrt hey á túninu. Bræðurnir Óli og Bensi tóku okkur af þeirri alúð og gestrisni sem við þekktum frá fyrri tíð en heyið var látið eiga sig um sinn. Þegar við loksins undir kvöld slitum okkur frá veitingum og skemmtileg- i um samræðum var farið að rigna ofan í flatt heyið. En allir höfðu átt góða stund sem enn er munuð. Heyið fékk víst þurrk næstu daga og komst í hlöðu. Og þrátt fyrir svona útúrdúra mun enn búið við sæmilega afkomu í Merki eins og á flestum eða öllum bæjum á Jökuldal, meðan byggðin í útsveitunum þynnist og eyðist. Tilgangur minn með þessari grein var að minnast góðs vinar og frænda sem lokið hefur meira en áttatfu ára lífsgöngu og stigið hvert spor hennar með sóma. Nú er greinin farin að fjalla um sveitina þar sem hann fæddist, ólst upp og starfaði fram á eiliár. En þetta verður naumast aðskilið. Benedikt í Merki var mótaður af sveitinni sinni og starfi sínu, gegnheill og ósvikinn Jökul- dalsbóndi, sem gegndi verkum sín- um og öðrum skyldum af trú- mennsku og dugnaði, hélt vel á sínum hlut og gætti þess að ganga ekki á hlut annarra. Slíka menn er gott að hafa þekkt og átt að vinum, en þegar þeir kveðja finnst manni veröldin fátæklegri en áður. Benedikt Sigurðsson RÍKISSPÍTALAR Kópavogshæli STARFSMENN óskast í 100% starf sem fyrst. í starfinu felst umönnun vistmanna, útivera, þátttaka í þjálfun, almenn heimilisstörf, þrif og ræsting. Æskileg starfsreynsla við sambærileg störf og að umsækjandi sé orðinn 18 ára. Athugið launahækkandi námskeið fyrir fastráðið starfsfólk. Upplýsingar gefa yfirþroskaþjálfi og hjúkrunarforstjóri í síma 60 2700. RÍKISSPÍTALAR Bílakaup ríkisins 1990 Innkaupastofnun ríkisins áætlar að kaupa um 125 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1990. Lýsing á stærðum og útbúnaði bílanna er að fá á skrifstofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjóða bíla sína, að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 27. október n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS _______BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVIK__ Bílaleigubílar Tilboð óskast í leigu á bílaleigubílum til afnota fyrír rikisstofnanir og ríkisfyrírtæki árín 1989-1990. Útboðslýsing er afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik. Opnun tilboða fer fram á skrifstofu vorri föstudaginn 20. október 1989 kl. 11.00 fh. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REVKJAVIK_ TIL SÖLU \ Innkaupastofnun Reykjavíkurborq Orgar gæsluvallarhús úr timbri. HúSin' er býður til kaups tvö gömul eru staðsett við gæsluvöll við Rauðalækog við gæsluvöll viðLjósheima (aðkomafrá Glaðheimum). Húsin eru seld til brottflutnings á'n lóðar. Stærð hvors húss er um 21 m2, þau hvíla á steyptum undirstöðum en eru með timburgólfi. Húsin skal fjarlægja innan 7 daga frá samþykki verðtilboðs. Húsin eru til sýnis mánudaginn 2. október milli kl. 13.00 og 14.00. Tilboðum sé skilað til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Frí- kirkjuvegi3,101 Reykjavíkeigis(ðarenmiðvikudaginn4.okt. 1989. ÍNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 TÖLVUNOTENDUR Við ! Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fVrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.