Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 30. september 1989 Verða íslendingar með í „alþjóðlegu lottói" í tengslum við stefnumörkun í umhverfismálum og þátttöku Islendinga í alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur komið fram áhugaverð hugmynd um „alþjóðlegt lottó“. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu sérstakrar ráðgjafarnefndar ríkis og einkaaðila, sem Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra skipaði til að undirbúa sérstakt kynningarátak á íslandi erlendis. Hugmyndir um ísland sem fríverslunarsvæði með fjármagn og að við getum tekið forystu í umhverfismálum eru einnig kynntar í sömu skýrslu. Aðstandendur lottófyrirtækja í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna hafa rætt um samtengingu lottókerfa inn- an Bandaríkjanna með gervihnatta- sendingum og símalínum. Sem kunnugt er notumst við við símalín- ur hér á landi. í sömu viðræðum hafa hugmyndir um tengingu milli landa einnig verið til athugunar. Hug- myndin um „alþjóðlegt lottó“ hefur verið rædd m.a. í samvinnu við umhverfisverndarstofnanir og gæti því slík hugmynd tengst hugmynd- inni um alþjóðleg umhverfisverð- laun og fjármögnun slíkrar hug- Nokkuð stapp varð í anddyri Þjóðleikhússins skömmu fyrir sýn- ingu á söngleiknum Oliver! í gær- kvöldi þegar 7 verkfallsverðir frá Rafiðnaðarsambandinu vildu kom- ast inn í húsið, en var meinaður aðgangur. Á endanum keyptu verk- fallsverðirnir sér miða, sem hægt var að fá vegna ósóttra pantana, og komust þannig inn í húsið. Tilgangur rafiðnaðarmannanna var að afhenda Gísla Alfreðssyni, þjóðleikhús- stjóra, yfirlýsingu um að hann værí að brjóta lög með því að ganga í störf þeirra rafiðnaðarmanna sem nú eru í verkfalli. Gísli var hins vegar læstur inni í herbergi því þar sem sviðsljósum er stjórnað en kom fram og tók við yfirlýsingu verkfallsmannanna. Að svo loknu fór hann aftur inn í herbergið og læsti á eftir sér. Sýningu mun hafa seinkað um nokkrar mí- nútur vegna þessa uppistands. { yfirlýsingu rafiðnaðarmannanna segir m.a.: „Það er okkar skoðun að með þessu framferði þjóðleikhús- stjóra sé hann að brjóta gegn ákvörðun laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Auk þess teljum við að um sé að ræða brot á lögvernduðum réttindum iðnaðarmanna. Með vís- un til framangreindra atriða, áskilj- um við okkur allan rétt til að kæra þetta fyrir réttum yfirvöldum.“ Magnús Geirsson formaður Raf- iðnaðarsambandins sagði í samtali við Tímann síðdegis í gær að ákvörð- un þjóðleikhússtjóra væri skýlaust verkfallsbrot þar sem um lögvernd- uð störf væri að ræða samkvæmt iðnlöggjöfinni. Þegar ljóst var að þjóðleikhús- stjóri hygðist ganga í störf tækni- mannanna hafði Tíminn samband við Snævar Guðmundsson fram- kvæmdastjóra Þjóðleikhússins og innti hann eftir því hvaða rök lægju að baki þessari ákvörðun. „í fyrsta lagi teljum við að verkfallið sé ólöglega boðað samkvæmt greinar- gerð frá ríkislögmanni. Þessvegna teljum við að það vanti ákveðna menn til starfa hérna. Af þeim sökum munum við keyra þessa sýn- myndar, sem frekar verður gerð grein fyrir hér á eftir. Hugmyndir þessar eru á frumstigi erlendis og því möguleiki fyrir íslendinga að verða virkir þátttakendur strax í upphafi. ■ í skýrslunni kemur fram að er- lendar bankastofnanir hafi takmark- aðan áhuga á að fjárfesta á íslandi vegna smæðar markaðarins, vaxta- stefnu innanlands og almennrar efnahagsþróunar í landinu. Hins vegar gæti komið til greina að gera ísland að fríverslunarsvæði með fjármagn. Þetta væri hægt að gera utan við fjármálakerfi landsins án ingu í kvöld. Það hafa margir ófag- lærðir menn stýrt ljósaborðinu í gegnum tíðina, þar á meðal þjóð- leikhússtjóri. Hann hefur sem yfir- maður stofnunarinnar örugglega heimild til að sinna því starfi eins og öllum öðrum hér innanhúss.“ Snævar sagði að þjóðleikhússtjóri myndi sjá um ljósaborðið en hljóðið yrði í breyttri mynd. Stefnt væri að því að það kæmi ekki niður á gæðum sýningarinnar, þó vissulega yrði um breytingar að ræða en þær væru gerðar í samvinnu við leikstjóra sýningarinnar. Snævar bætti því við að ljóst væri að uppselt yrði á allar sýningar á Oliver! en sýningum lýkur í lok október þar sem þá verður að skila leikmyndinni sem er leigð erlendis frá. Þess má geta að andvirði að- göngumiða á hverja sýningu er tæpar þess að það hafi bein áhrif á það. Fríverslunarsvæðið væri bundið tölvuviðskiptum en þar eru engin landamæri, segir í skýrslunni. Mögu- leikar íslands á þessu sviði eru taldir nokkrir m.a. vegna legu landsins mitt á milli Evrópu og N-Ameríku. fslendingar geta tekið frumkvæði í umhverfismálum og nýtt sér árang- ur skipulegra kynningarherferða og markaðsaðgerða. Hugmyndir um umhverfisverðlaun á heimsmæli- kvarða hafa komið fram og er jafnvel talið auðveldara að koma umhverf- isverðlaunum á framfæri á alþjóða- vettvangi en Nóbelsverðlaunum. í skýrslunni segir að frumkvæði íslands á sviði umhverfismála geti virkað mjög jákvætt fyrir sérstöðu okkar á sviði útflutnings á sjávaraf- urðum í samkeppni við vörur sem koma annars staðar frá í heiminum. Á sama hátt er jákvæð umfjöllun um fsland í tengslum við umhverfismál æskileg forsenda til að auka og efla áhuga erlendra aðila á að heimsækja tvær milljónir króna. Sem kunnugt er hafnaði verkfalls- nefnd rafiðnaðarmanna undanþágu- beiðni Þjóðleikhússins með þeim rökum að þar væri ekki um öryggi fólks að ræða. Gísli Alfreðsson sagði þessa ákvörðun rothögg fyrir Þjóð- leikhúsið og ákvað að ganga í fyrr- nefnd störf við leiksýninguna. Var stefnt að því að leikhúsgestir gætu notið sýningarinnar til fulls þrátt fyrir fjarveru tæknimannanna sem meðal annars sjá um ljós og hljóð. Sjö starfsmenn sýningarinnar eru meðlimir Rafiðnaðarsambandsins en þeir vinna á vöktum og því ekki allir starfandi við hverja sýningu. Ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað samningafund og hefur staða mála ekkert breyst frá því að slitnaði upp úr samningaviðræðum á mið- vikudagskvöldið. Fundur rafiðnað- landið. Um hugmyndina um umhverf- isverðlaunin sem nefnd var hér að framan, segir í skýrslunni að hana verði að undirbúa og útfæra mjög vel, þar sem ekki er ljóst hverjir verðlaunahafarnir yrðu, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða jafnvel lönd. í greinargerð sem fylgir skýrslunni er gerð tillaga um að koma á fót umhverfismálastofnun á íslandi, stofnun sem mundi reyna að ná alþjóðlegri stöðu og viður- kenningu með því að veita ár hvert áðurnefnd umhverfisverðlaun. Síðar í skýrslunni segir að ljóst sé að til þess að hægt verði að ræða af alvöru um framkvæmd stefnu- mörkunar um forystu íslands á sviði umhverfismála og öfluga kynningar- starfsemi því samfara, þurfi að tryggja fjármuni til frambúðar. Ein þeirra hugmynda sem fram komu í nefndinni um fjármögnun á slíkri starfsemi, ásamt rekstri Útflutnings- og ferðamálaráðs gæti verið hagnað- armanna samþykkti á fundi í gær áskorun til verkfallsnefndarinnar um að veita ekki fleiri undanþágur nema í þeim tilvikum þar sem ótvírætt væri um öryggi og heilsu fólks að ræða. Einnig að þær undanþágur sem þegar hafa verið veittar verði endurskoðaðar á mánudaginn hafi ekkert gerst í samningamálunum. íslensk getspá sótti um undanþágu frá verkfallinu vegna útsendingar í sjónvarpi frá útdrætti í Lottóinu. Rafiðnarsambandið tók ekki afstöðu til beiðninnar með þeim rökum að hún kæmi ekki frá Sjónvarpinu sem væri vinnuveitandi þeirra tækni- manna sem sæju um útsendinguna. Það væri því Sjónvarpsins að leggja fram beiðni af þessu tagi en það hefði ekki verið gert. SSH urinn af rekstri fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, sem áætlaður er um 218 milljónir króna á árinu 1989. Ráðgjafarnefndin telur mjög mikilvægt að aukin áhersla verði lögð á kynningu á fslandi og íslensk- um afurðum. Sameining Útflutn- ingsráðs íslands og Ferðamálaráðs íslands var reifuð af nefndarmönn- um og komust þeir að þeirri niður- stöðu að kostir slíkrar sameiningar væru margir, m.a. yrði fastur kostn- aður við rekstur skrifstofu á íslandi minni. í öðru iagi myndu fjármunir sem notaðir eru við skrifstofur er- lendis nýtast betur, þar sem skrif- stofur yrðu sameinaðar og svigrúm opnaðist til að opna skrifstofur á fleiri stöðum. í þriðja lagi myndu ferðaþjónusta og vöruútflytjendur fá aukinn gagnkvæman stuðning af kynningarstarfsemi hvor annars og í fjórða lagi yrði kynningarstarf ís- lenskra aðila betur samhæft en áður og fjármagn myndi nýtast betur. -ABÓ Nýtt skip á ísafjörö eftir mánuð: Skip flutt ME lilli landsf lorna Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað hefur keypt Júlíus Geir- mundsson fS 270 frá Gunnvör hf. á ísafirði og gengur Barði NK 120, sem var í eigu Síldarvinnsl- unnar upp í kaupverðið. Gengið var frá samningi um kaupin á miðvikudag, með fyrirvara um samþykki sjávarútvegsráðuneyt- isins og Fiskveiðasjóðs. Ekki hef- ur fengist uppgefið á hvaða verði skipin eru seld. Með þessum kaupum verða fimm skip og bátar úreltir, þ.e. Barði og fjórir aðrir minni bátar, tveir frá Suðurnesj- um, einn frá Grenivík og einn frá Borgarfirði eystri. Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. sagði í samtali við Tímann að með þessum skiptum fái þeir engan kvóta. „Við erum bara að fá nýrra skip í staðinn fyrir Barða,“ sagði Finnbogi. Gamli Júlíus Geirmundsson er tæpir 2300 rúmmetrar að stærð, en Barði tæplega 1900. Þá vantar um 400 rúmmetra upp á. „Við fylltum upp í þessa rúmmetra með ýmsum bátum sem verða úreltir um leið og nýi Júlíus kemur til ísfirðinganna," sagði Finnbogi. Útgerðarfélagið sem átti Júlíus Geirmundsson er að fá nýjan Júlíus. Þegar að því kemur þarf að úrelda jafn stórt skip og gamli Júlíus er. Barði sem ísfírðingarn- ir fá er minni en gamli Júlíus og því þarf að úrelda eða selja úr landi meira en Barða. Því verða fjórir minni bátar með Barða úreltir um leið, til að ná sama rúmmetrafjölda og mæta þannig kröfum sjávarútvegsráðuneytis- ins um að sama rúmmál fari úr landi eða verði úrelt, eins og gamli Júlíus Geirmundsson er. Þessir fjórir bátar sem með fylgja eru frá Grenivík, tveir frá Suður- nesjum og einn lítill frá Borgar- firði eystri. - ABÓ Þjóðleikhússtjóri gekk í störf verkfallsmanna á sýningu á Oliver! í gærkvöldi: Stapp í anddyri leikhúss er verkfallsverðir komu Hér má sjá þegar Magnús Geirsson (t.v) ásamt félögum sínum úr Rafiðnaðarsambandinu afhenti þjóðleikhússtjóra yfirlýsingu sína í gærkvöldi. Timamynd: Áml Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.