Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 30. september 1989 Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Öfgar vaxtamála Um það þarf enginn ágreiningur að vera að nauðsynlegt var að binda enda á tímabil neikvæðra vaxta. Ávöxtunar- og útlánastefna bankakerfisins var meingölluð á verðbólgutímanum allt frá styrj- aldarárunum. En hefur ávöxtunar- og útlánastefna bankavalds- ins eitthvað batnað? Ekki verður með neinu móti séð að svo hafi orðið. Tímabili neikvæðra vaxta er að vísu lokið, en síðustu ár hefur verið gripið til hinna öfganna. Nú er peningakerfið látið ástunda vaxtaokur. Okurstefnunni var reyndar komið á með eins konar byltingaraðferð á árunum 1984-85. Byltingin fólst í því að taka upp algert hömluleysi á lánastarfsemi í stað miðstýringar, sem e.t.v. var einum of stirð og mátti eitthvað liðka til. Ráða- menn um peningamál og lánastarfsemi hafa vaðið úr einum öfgunum í aðrar. Út af fyrir sig er það fagnaðarefni að hagur sparifjáreigenda hefur batnað á síðari árum. Hins vegar var hægt að bæta hlut þeirra án þess að taka upp okurstefnu. Þess í stað hefði átt að stjórna vaxtamálunum í samræmi við hófsemdarsjónar- mið, en ekki þá afskiptaleysisstefnu, sem peninga- frjálshyggjan boðar. Þessi okurstefna hefur sann- anlega komið niður á eðlilegum rekstri grundvall- aratvinnuvega landsmanna. Háir raunvextir, langt fram yfir verðbólgu, eiga stóran þátt í rekstrarerf- iðleikum útflutningsfyrirtækja og þeirra fyrirtækja sem stunda samkeppnisiðnað. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra greindi frá því fyrir u.þ.b. hálfum mánuði, að raunvextir útlána hjá viðskiptabönkunum hafi verið5% árið 1986, en 10,3% 1988. Vaxtakostnað- ur hafði þannig meira en tvöfaldast á tveimur árum. Þessi tvöföldun á raunvaxtakostnaði er látin gerast á því tímabili sem rekstur útflutningsfram- leiðslunnar var að hrynja vegna óhagstæðra mark- aðsskilyrða og óviðunandi gengisskráningar. Ok- urstefna útlánastarfseminnar var miskunnarlaust látin dynja á undirstöðum efnahagskerfisins á þeim tíma sem verðlag á erlendum mörkuðum var hvað óhagstæðast og gengisþróun sérstaklega óhag- kvæm íslenskum útflutningi. Það þarf því engum að koma á óvart þótt fjarað hafi undan efnahag útflutningsfyrirtækja milli áranna 1987-1988. En þess er líka að minnast að á þessum viðkvæma tíma fyrir útflutningsstarfsem- ina hafði Sjálfstæðisflokkurinn, með Þorstein Páls- son í forsæti, forystu í ríkisstjórninni. Það er því sannur dómur, sem Árni Benedikts- son kveður upp í grein í Tímanum sl. þriðjudag, að ráðsmennska Sjálfstæðisflokksins hafi leikið undirstöðugreinar atvinnulífsins grátt. Hann segir réttilega að eigið fé heilla atvinnugreina hafi horfið út í buskann á þeim tíma sem fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, Þorsteinn Pálsson, var forsætisráðherra. T JL ÍMINN HEFUR að undanförnu birt ýmsar greinar, sem byggðar eru á ræðum og erindum, sem flutt voru á Fjórð- ungsþingi Norðlendinga á Akur- eyri. Allar eiga þessar greinar það sammerkt að fjalla um málefni landsbyggðarinnar og stöðu hennar í þeirri byggðaþróun sem nú á sér stað. Að sjálfsögðu settu norðlenskar aðstæður og reynsla mark sitt á þessar greinar en þar er þó fyrst og fremst að finna viðhorf sem almenn geta talist þegar landsbyggðarmenn ræða byggðastefnu og stöðu landsbyggðarinnar. Ræða Bjarna Einarssonar Meðal ræðumanna á Fjórð- ungsþingi Norðlendinga var Bjarni Einarsson, fyrrum bæjar- stjóri á Akureyri en nú aðstoð- arframkvæmdastjóri Byggða- stofnunar. í ræðu sinni á þing- inu, sem var löng og ítarleg, ræddi hann byggðastefnu frá ýmsum sjónarmiðum og greindi frá því að Byggðastofnun hefði undanfarin misseri unnið að heildarúttekt á byggðamálum að beiðni forsætisráðherra. í máli Bjarna kom fram að aðalatriði þeirrar vinnu sem nú á sér stað hjá Byggðastofnun væri að undirbúa stefnumótun og setja fram tillögur eða hug- myndir um aðgerðir til þess að beina byggðaþróun á hagkvæm- ari brautir en verið hefur undan- farin ár og horfur eru á að verði „að óbreyttri stefnu og óbreytt- um aðgerðum stjórnvalda", eins og Bjarni Einarsson orðar það. í ræðu sinni gaf Bjarni Einars- son greinargott sögulegt yfirlit yfir íslenska byggða- og búsetu- þróun á þessari öld og einkum sfðustu áratugi. Sú skýrsla flutti að vísu ekki nýjan fróðleik, en eigi að síður varpaði Bjarni fram athugasemdum sem vert er að gefa gaum. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að ör þéttbýlismyndun á höfuð- borgarsvæðinu hefði framan af öldinni haft það mikilvæga gildi að þar hefði myndast miðstöð þjónustu við alla landsmenn, menningar, vfsinda og lista, og þar með skilyrði til búsetu manna, sem annars má gera ráð fyrir að hefðu flust úr landi. Af þessari ástæðu og öðrum eðlis- skyldum voru fólksflutningar af landsbyggðinni til höfuðborgar- innar jákvæðir og ómetanlegir fyrir hagsæld allra landsmanna, að hans mati. „Nú er þessu tímaskeiði hins vegar lokið,“ sagði Bjarni Ein- arsson. „Höfuðborgin er orðin nógu öflug og veldur hlutverki sínu. Ef litið er til framtíðar hefur ör fjölgun þar allt önnur áhrif en á fyrri hluta aldarinnar. Nú eru horfur á að ráðast þurfi í mjög kostnaðarsamar fram- kvæmdir fyrr en ella eftir því sem fjölgunin verður örari næstu ár og áratugi, að meiri kostnaður fylgi aðfluttum viðbótaríbúa en nemur meðaltalskostnaði þeirra sem fyrir eru.“ „Þessi þáttur byggðamálanna, þ.e. annars vegar til hvers ör fólksfjolgun á höfuðborgar- svæðinu leiddi áður og hins veg- ar til hvers hún leiðir í framtíð- inni... gleymist oft í byggðaum- ræðunni hér á landi." „Náttúrulögmál“ Eftir að Bjarni Einarsson hafði sett fram þetta athygl- isverða sjónarmið, - að gera mætti greinarmun á tímabilum, hvað varðar áhrif fólksflutninga af landsbyggðinni til Reykjavík- ursvæðisins - benti hann á, að fólksflutningar af þessu tagi hafi farið ört vaxandi undanfarin ár, einmitt þegar síst skyldi. Hann taldi ennfremur að þessi þróun muni halda áfram, ef ekki verð- ur að gert. Hann benti á að sú samsöfnun þjónustu, sem orðið hefði á höfuðborgarsvæðinu, hefði orðið til þess að búa til eins konar „náttúrulögmál", sem færi sínu fram, ef ekki er snúist gegn orsökum þess og áhrifum. Hvað varðar fjölgun starfa í þjóðfélaginu, lagði Bjarni áherslu á, að mestur hluti nýrra starfa yrði í þjónustugreinum eins og verið hefur. Hvað þetta varðar er ísland á sama þróun- arstigi og aðrar velmegunar- þjóðir. Bjarni Einarsson segir að 90% nýrra starfa á líðandi áratug séu á þjónustusviði og hlutdeild höfuðborgarsvæðisins frá 70-78% af þeirri tölu, „enda sæki þjónustan þangað sem hún er fyrir“. Skoðun Bjarna Einars- sonar er því sú að landsbyggðin utan höfuðborgarsvæðisins verði að fá aukinn hlut í þjón- ustustörfunum. Misvægi í byggðaþróun Ræðumaður gerði byggða- stefnu fyrri ára og fram á þennan dag að umræðuefni. Hann fann henni margt til foráttu og taldi hana m.a. illa skilgreinda og óljósa um markmið og heildar- árangurinn eftir því. Petta álit Bjarna Einarssonar á vafalaust við sín rök að styðjast og engin ástæða til að láta sér bregða við slíkan dóm. Ekki þar fyrir, finna má ýmis rök fyrir því að á vissum tímaskeiðum hafi verið vel að verki staðið í þágu lands- byggðar, jafnvel svo að vörn var snúið í sókn eins og var á áttunda áratugnum. En gagn- rýni Bjarna á byggðastefnuna er nægilega vel rökstudd, þegar til lengri tíma er litið; til þess að henni beri að gefa fullan gaum. Eins og hann bendir á hefur undanfarin ár orðið mikið mis- vægi í þróun búsetu í landinu. Búferlaflutningar hafa aukist ár frá ári á þessum áratug. Ef tekið er mið af mannfjöldaspá og reynslu síðustu ára af fólks- flutningum sýna framreikningar að stöðnun verður í fólksfjölgun á landsbyggðinni til aldamóta og bein fækkun eftir aldamótin. A hinn bóginn yrði um 52ja þús- unda manna fjölgun á höfuð- borgarsvæðinu, þar af næmi fjölgun vegna aðflutninga 27 þúsund manns. Samkvæmt þess- um reikningslíkum munu 27 þúsund manns flytja utan af landi til höfuðborgarsvæðisins á næstu 10 árum eða svo. Vanda- mál byggðastefnu opinberast í þessari tölu. Breyttir þjóðfélagshættir Taka má undir með Bjarna Einarssyni, að þegar horfur í byggðamálum eru slíkar, þá hef- Við Húsavíkurhöfn. ur ekki tekist vel um framkvæmd byggðastefnu. Pessi mál þurfa gagngerrar endurskoðunar við. Að mati Bjarna verður sú endur- skoðun að taka mið af breyttum þjóðfélagsháttum, sem orðið hafa með örskotshraða og eru enn að breytast. Þessum breyt- ingum lýsir hann nánar á eftir- farandi hátt: 1. í kjölfar offjárfestingar í atvinnugreinum á landsbyggð- inni, landbúnaði og sjávarút- vegi, hefur miðstýring þeirra stóraukist. Þær búa nú báðar við kvótakerfi, sem sýnist verða til einhverrar frambúðar í einu formi eða öðru. Samtímis hefur frjálsræði aukist á öðrum sviðum atvinnulífsins, t.d. viðskiptum og peningamálum, sem eiga sér að miklu leyti stoð á höfuðborg- arsvæðinu. 2. Tilfærsla kvóta milli byggð- arlaga og landshluta hefur orðið veruleg og að lítt breyttu kerfi getur hún orðið mikil á næstu árum, þótt erfitt sé að segja fyrir um, hvernig veiðiheimildir kunna að flytjast milli byggðar- laga og landshluta. 3. Miklar breytingar hafa orð- ið og eru líklegar næstu ár á rekstri sjávarútvegsins. Sjófryst- ing hefur hafist í stórum stíl og stóraukinn útflutningur á fersk- um fiski. Fiskmarkaðir hafa orð- ið til innanlands, en þeir gætu stuðlað að breyttri dreifingu á fiskvinnslu í landinu. 4. Störfum hefur fjölgað lang-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.