Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.09.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 30. september 1989 GLETTUR - Þetta er líka asnalegur staður að standa á, ... á miðjum gatnamótum! - Nú ættum við aö losna við bannsettan köttinn úr húsinu... - Vá, þetta kalla ég almennilegan móttöku- stjóra! - Sestu niður, pabbi. Presturinn átti ekki við þig, þegar hann óskaði eftir að „hinn lukkulegi" segði npkkur orð... - Heyrðu Sæmundur, þykir þér óþægilegt að vinna við gluggann..? -Tfminn 29 Hjónin leika bæði í „Á fertugsaldri“ - en fá þó ekki aö leika hjón Þessi glæsilega unga leikkona heitir Courtnev Gebhart, og hún leikur barnapíu í þáttunum „Á fertugsaldri“. Ætli einhver verði ekki afbrýðisamur út af barnapíunni? Leikarahjónin Ken Olin og Patricia Wettig eyða vinnudögum sínum í að kyssa og kjassa maka ann- arra, - en ekki sinn eigin, þó að þau leiki bæði í hinum svokölluðu hjónaþáttum „thirtysomething", eða „Á fertugsaldri" eins og sjón- varpsþættirnir eru kallaðir hér á landi. Þau Ken Olin og Patricia Wettig kynntust fyrir sjö árum þegar þau léku saman á sviði í New Hampshire. Pað var ást við fyrstu sýn hjá þeim og þau giftu sig nokkru síðar. Patricia var vel þekkt leikkona í leikhúsum New York borgar, en Ken var að byrja að vinna sig upp. Hann viðurkennir, að það hafi ver- ið erfitt fyrir sig að finna hversu hún var miklu meira metin en hann, en Pat hafi alltaf verið mjög skilnings- góð og tekið því vel, þegar hann var óánægður. Hún taldi í hann kjark og sagði honum að hans frægðartími kæmi fljótlega. Patricia fékk nú Emmy- verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í þáttunum „Á fertugsaldri“, en Ken var ekki einu sinni tilnefndur til verðlauna. Ken Olin hefur þó orðið mjög vinsæll í þátt- unum. Hann leikur á móti Mel Harris, en þau eru ein hjónin í þáttunum. En leikarinn, sem Patricia leikur á móti í þessum þáttum, er Timothy Bus- field. Þau hjónin Ken og Patri- cia segjast hafa orðið mjög ánægð þegar þau fengu bæði hlutverk í sömu sjónvarps- þáttum og hlökkuðu til að geta unnið saman. Þá gætu þau verið saman bæði í vinnutímanum og frítíman- um. Það kom þó annað á daginn. Þau hafa mjög sjald- an unnið að sama atriði saman, aðeins leikið saman í einni „senu“. Þau segjast þó reyna af alefli að fá einhvern tíma saman, þó ekki sé nema sameiginlegan kaffitíma í húsvagninum sem þau hafa til eigin nota á upptökusvæð- inu. - Jú, afbrýðissemin hefur skotið upp kollinum, segja þau bæði. „Ég gat alls ekki horft á upptöku með Ken og Mel Harris, „sjónvarpskon- unni“ hans“, segir Patricia í blaðaviðtali. Og Ken segist hafa haft miklar áhyggjur af hvað Patricia hafi verið inni- leg við mótleikara sinn, Tim- othy Busfield, en þau hjónin hafi nú reynt að tala út um þetta vandamál sín á milli. Hjónakornin Patricia Wettig og Ken Olin fá ekki að leika saman í sjónvarpsþáttunum „Á fertugsaldri“, en hér eru þau í kaffitímanum sínum. ■■ í í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.