Tíminn - 20.10.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.10.1963, Blaðsíða 6
Sigurinn 1908 Síðast liðinn sunnudag voru liðin 100 ár frá fæðing-u Bjarna Jónssonar frá Vogi — eins mesta forustumanns í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- I ar á þessari öld. Sennilega ! hefur Bjarni frá Vogi átt | meiri þátt í þjóðarsigrinum mikla 1908 en nokkur maður annar. Vegna þessa sigurs er bjartara yfir árinu 1908 en flestum eða öllum árum öðr- um í sögu þjóðarinnar. Vafa- samt er, að þjóðin hefði nokkru sinni náð áföngum eins og sjálfstæðistökunni 1918 og lýðveldisstoínuninni 1944, ef hún hefði ekki brugð izt jafn karlmannlega við frelsiskalli Bjarna frá Vogi og félaga hans í kosningunum 1908. Þá kom öllu betur í Ijós en nokkru sinni fyrr og síðar, hver var hugur þjóð- arinnar í sjálfstæðismálum hennar. Með því var lagður hinn trausti grunnur að því, sem síðar fékkst fram. Sigurinn 1908 er enn eftir- minnilegri vegna þess, að þjóðin reis þá gegn tlllögum, sem voru bornar fram af mörgum færustu embættis- mönnum og glæsilegustu leið togum hennar. Það voru æsk an og alþýðan, sem skipuðu sér alveg sérstaklega undir merki Bjarna frá Vogi og samherja hans. Það var fólk- ið sjálft, sem fann og þekkti sinn vitjunartíma. Enga betri ósk er hægi. að færa íslenzku þjóðinni en þá, að hún eign ist fnörg $,r 1 sögu sinni eins og árið 1908, og þá helzt, þeg- ar mest á ríður. Trú á bor og þrótt þjóðarinnar Stefna sú, sem Bjarni frá Vogi og samherjar hans börð ust fyrir, er skýrt mörkuð í eftirfarandi orðum hans: „Vér trúum því fastlega. að íslendingar hafi þor og þrótt tíl þess að verða og vera sjálf stæð þjóð í stjórn og list og vísindum. En öll þrá og löng- un þjóðarinnar verður þá að stefna að þessu og allt starf hennar að hníga að þvi‘. Vissulega er hollt að rifja nú upp þessi orð Bjarna frá Vogi. Reynsla undanfarinna áratuga sýnir, að það hefur ekki verið nein falstrú hjá Bjarna að trúa á þor og þrótt þjóðarinnar. Aldrei hefur þjóðinni vegnað betur en síð- an hún endurheimti sjálfs- forræði sitt. Samt eru nú til þeir stjómmálaforingjar á íslandi, er efast um, að þessi trú sé rétt. Þeir vantreysta þjóðinni og vanmeta landið. Þess vegna stefna þeir að því að innlima ísland 1 efnahags bandalag stórvelda og fórna fyrir það sjálfsforræðinu að meira eða minna leyti. Von- andl nær þetta trúleysi á land og þjóð ekki að festa rætur, heldur verði jafnan til nógu margir íslendingar, er geti tekið undir með Bjarna frá Vogi, þegar verja þarf sjálfsforræði íslands- Meðan blóð er í æð, ættjörð hrein og köld fyrir þig við berum brand og brynju og skjöld. Játning Bjarna Benediktssonar Annar Bjarni en Bjarni frá Vogi hefur verið nokkuð um- talaður í yikunni sem leið. Bjarni Benediktsson flutti á þriðjudaginn var hina venju- legu haustræðu sína 1 Varðar félaginu. í ræðu þessari gerði Bjarni óbeint þá játningu, að gengisfellingin hefði verið of mikil 1960 og gengisfelling- in 1961 alveg óþörf. Bjarni hélt þvi fram, að þrátt fyrir hinar verulegu kauphækkan- ir, sem hafa orðið hér tvö seinustu árin, væri krónan ekki fallin og þvl væri ekki þörf gengisfellingar. Þessi ályktun Bj ama skal ekki í efa dregin, en af henni má ótvi- rætt draga aðra ályktun eða þá, að gengisfellingin 1961 var með öllu óþörf, því að kaup hafði þá hækkað miklu minna en átt hefur sér stað á undanförnum 24 mánuðum. Á sama hátt má ályKta það af þessari ályktun Bjarna, að gengisfellingin 1960 hafi ver ið alltof mikil. > ni Það er vel, að Bjarni skuli nú hafa óbeint játað þetta. Með þessu skýrir hann einnig til fulls þann vanda, sem nú er glímt við í efnahagsmálum þjóðarinnar. Óðadýrtíðin og þenslan rekja fyrst og fremst rætur til hinnar óþörfu geng isfellingar 1961 og hinnar allt of miklu gengisfellingar 1960. Með þessum aðgerðum. ásamt vaxtaokrinu og hækkuðum ríkisálögum, hleypti stjórnin af stokkunum dýrtíðarflóðinu sem stöðugt hefur verið að magnast síðan. Þióðfélag „hinna gömlu, góðu daga” Ótrúlegt er, að riklsstjörn- in og ráðunautar hennar hafi ekki í upphafi gert sér ljóst, að gengisfellingarnar 1960 og 1961 myndu leiða til þess ástands, sem nú blasir við augum. Til þess að sjá það fyrirfram, þurfti hvorki mikið vit né þekkingu. En „við- reisnin" svonefnda hefur frá öndverðu haft allt annað markmið en að stöðva dýrtíð og skapa heilbrigt efnahags- líf. Megintakmark hennar hef ur verið að breyta þjóðfélag inu — að hverfa frá því þjóð félagi margra efnalegra sjálf stæðra einstaklinga, sem hafði verið að skapast hér á árunum 1927—58 undir for- ustu Framsóknarflokksins, og aftur á leið til hins gamla þjóðfélags, þegar fáir voru ríkir og margir fátækir Sjálf ur forsætisráðherrann fór ekki dult með, að megintil- gangurinn væri að endurreisa þjóðfélag „hinna gömlu, góðu daga“. Undirstöðuskil- yrði þess þjóðfélags er að láta þjóðarauð og þjóðartekjur safnast sem mest á fáar þend ur bg gefa þe'ssum fáu fjár- sterku einstaklingum |em allra mest athafnarúm. Til þess að koma þjóðarauðnum og þjóðartekjunum sem mest á fáar hendur, eru engar að- gerðir æskilegri en gengisfell ingar. Það skýrir betur en nokkuð annað gengisfelling- arnar 1960 og 1961. Ávextir „viðreisn- arinnar” Því verður ekki neitað, að „viðreisnin" hefur í ríkum mæli náð þeim meginárangri, sem að var stefnt, að endur- reisa hér þjóðfélag hinna „gömlu, góðu daga“. Óhemju auður hefur leitað á fáar hendur. Fjársterkir einstakl- ingar hafa ráðizt i meiri framkvæmdir en lengi áður á sama tíma, sem dregið hefur úr íbúðabyggingum almenn- ings og opinberum fram- kvæmdum í þágu atvinnu- vega og menningarlífs. Hinir fjársterku einstaklingar hafa líka fengið óskert olnboga- rúm til athafna. Því ríkir nú hér mikil þensla. Til þess að dragast ekki al- veg aftur úr, hafa launþegar og bændur orðið að knýja fram kjarabætur. Annars hefðu þessar stéttir alveg troðizt undir í þjóðfélagi „viðreisnarinnar". Eftir þau rúmlega þrjú ár, sem „viðreisnar“-stefnunni hefur verið fylgt, blasa nú við ávextir hennar: Stórkost- leg auðsöfnun á fáar nendur, óðadýrtíð (sumir kalla hana Óladýrtíð eftir aðalhöfundi hennar), verðbólga hrein ringulreið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Mféjórga „viðreisninni” Svo er nú komið, að stjórn- arblöðin, sem máluðu allt rós rautt fyrir þingkosnmgarnar í vor og töldu þá allt < himna lagi, viðurkenna nú orðið. að ástandið sé alvarlegt. og því sé þörf nýrra aðgerða — að- gerða til „að bjarga viðreisn inni“, eins og þau orða það. Jafnframt boða þau, að ríkis stjórnin sé að undirbúa slík- ar aðgerðir. Hvað táknar orðalagið „að- gerðir til að bjarga viðreisn- inni“? Það táknar, að hinar nýju aðgerðir skuli mótast af þvi meginsjónarmiði „viðreisnar- innar“ að áfram skuh unnið að endurreisn þjóðfélags „hinna gömlu, góðu daga“. — þjóðfélagi hinna fáu ríku og mörgu fátæku, þar sem ríkj- andi sé fullt athafnafrelsi fyr ir hina sterku á kostnað þeirra, sem máttarmlnni eru. Sennilegt er, að stjórnin óttist svo andstöðu gegn nýrri gengislækkun, að hún grípi ekki til hennar að sinni í staðinn verði leitað að öðrum ráðum, sem nái svipuðu marki, t. d. lögboðinni niður- færslu á kaupi launastétta og bænda meðan aðrir halda öllu sínu og hagnast síðan á nið- urfærslunni hjá launafólki og bændum. Slík lausn væri full komlega í anda „vlðreisnar- innar“. Hvað ætti stjórnin að gera? Það er fljótsagt, hvað stjórnin ætti fyrst að gera. Hún ætti að segja af sér og gefa kjósendum tækifæri til að marka afstöðu sína til mál anna á nýjan leik. í vor voru þeir fullkomlega blekktir af stjórnarflokkunum, eins og nú er svo glöggt komið fram. í öðru lagi ættu stjórnar- flokkarnir að hverfa frá þeirri „viðreisnarstefnu" sinni, að reyna að endurreisa hér þjóðfélag hinna „gömlu, góðu daga“, því að þetrrl stefnu munu jafnan fylgja harðir stéttarárekstrar og upplausn í efnahagsmálum, eins og öllum þeim stefnum, sem eru ranglátar og úreltar. í þriðja lagi ætti stjórnin og flokkar hennar að forðast stóraðgerðir á borð við geng- isfellingarnar 1960 og 1961. Hætt er við, að slíku fylgi aðeins nýjar veltur. Fyrst er að reyna að stöðva sig og þar þarf hið' opinbera að ganga á undan með lækkun vaxta og álaga. Það myndi skapa nýja og bætta aðstöðu til viðnáms. Trúlegast er, að stjórnin geri ekki neitt af þessu. Það samrýmist ekki þeirri stefnu að koma á þjóðfélagi „hinna gömlu, góðu daga“. Varfærni er þörf Bjarni Benediktsson upp- lýsti það í áðurnefndri ræðu sinni á Varðarfundinum, að erlend fyrirtæki hefðu til at- hugunar að reisa hér alumin- iumver, kísilgúrverksmiðju og olíuhreinsunarstöð. Ekkert mun þó enn ráðið um. hvort þessi fyrirtæki fara fram á slík leyfi. Slíkar athuganir hafa oft farið fram áður, án þess nokkuð hafi orðið úr framkvæmdum. Nýlega hefur gerzt atburð- ur í Noregi, sem sýnlr, hve mikillar aðgætni er þörf í slik um samningum. Fransk-sviss neskur hringur hefur nýlega fengið leyfi til að reisa alum- iniumver þar í landi. þó með margvíslegum skilyrðum. Samningar þessir voru gerð- ir með vitund þingsins Þegar stjórn borgaralegu flokkanna fór með völd í sumai,,fann hún leynisamninga, er höfðu verið gerðir við hlna útlendu aðila, en þingið hafðl ekki verið látið vita um þá Senni lega hefur það orðið hinni nýju stjórn Gerhardsens til lífs, að hún fékk þessa samr- inga fellda niður áðut en mál ið kom til meðferöar á þíngi að nýju. Norsk stjórnarvöld eru vön slíkum samningum, en samt geta þau misstígið sig svona. Hvað þá um aðiia, sem eru með öllu óvanir slík- um samningum? UM MENN OG MÁLEFN t TlMINN, sunrrudaginn 20. október 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.